Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Sól úti og hiti!

Kæra dagbók þá skein nú sólin glatt í gær og kærustuparið lagðist í garðinn og las bækur og slappaði af Smile. Þegar leið á daginn jókst vindurinn og það fannst kærastanum ekki gott og vildi fara inn en prinsessan tók sig til og fór í hjólatúr. Í þessum hjólatúr uppgötvaði prinsessan að "allir" Svíar á leið úr vinnu á fimmtudögum kíkja við á barnum  og eiga góða stund með vinnufélögunum, það var mikil stemning í gangi og allir barir fullir af fólki en ekkert vesen Wink.

Í vikunni þegar kærustuparið fór í "Open Bus Tour" voru þau varla sest í vagninn þegar sírenuvæl heyrðist og slökkvuliðs- lögreglu- og sjúkrabifreiðar þustu hjá með blá ljós. Fyrr mátti nú vera athyglin sem ferð prinsessunnar olli, nei þetta var óþarfa viðhöfn fannst prinsessunni Blush. Strætó hélt þó ferð sinni áfram og þegar komið var að ferjuhöfninni og hún skoðuð kom í ljós að lætin voru ekki vegna prinsessunnar, hversu skrítið svo sem það var Shocking. Í ljós kom að það eldur hafði komið upp í stóru farþegaskipi sem lá í höfn og flytja þurfti að minnsta kosti tvo farþega og áhafnarmeðlim á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Einhverir höfðu stokkið í sjóinn þegar eldurinn kom upp en samt lá skipið við bryggju og það var heljarinnar fyrirhöfn að ná fólkinu úr sjónum því eingin einföld leið var fyrir fólkið í land þarna í höfninni. Eins gott að vera bara í strætó Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, kærustuparið ætlar að reyna að njóta góða veðursins í Stokkhólmi í dag Kissing.


"Dokkjúmenterað"

Kæra dagbók það er nú meiri dugnaðurinn sem er í gangi hér í Stokkhólmi Wink. Eftir að hafa farið upp á sjúkrahús í gær þar sem kærastinn var tekinn í ýmsar prufur, var haldið í "Gamla Stan" til að mynda staðinn vel og getað svo yljað sér við minningarnar í vetur Joyful. Reyndar eru áform uppi um að tjóðra stórfjölskylduna niður og neyða til að sitja yfir myndasýningu í haust, engum verður leyft að standa upp og gert er ráð fyrir allt að fjögurra tíma sýningu, alla vega er unnið sleitulaust að því að bæta í safnið. Í gær var það "Gamla Stan" sem var tekið fyrir og í annað skiptið á stuttum tíma stóð myndavél prinsessunnar á sér og undarlegt í bæði þessi skipti var prinsessan að reyna að taka mynd af blásarasveit sænsku konungsvarðssveitanna. Þetta eru stórmyndarlegir karlmenn í fagurbláum, vel skreyttum einkennisbúningum, með glansandi silfurlit hljóðfæri, það hreinlega skín af básúnunum Grin. Eins og alþjóð veit þá hefur prinsessan verið afar veik fyrir einkennisklæddum, borðaslegnum hljóðfæraleikurum frá barnæsku InLove. Þegar prinsessan á bauninni var um fjögurra ára aldurinn ákvað móðir hennar að "forframa" dömuna örlítið og sýna henni "drottninga manninn" en það er Henrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, sem var reyndar ekki var orðin drottning á þessum tíma. Prinsessan var klædd upp í kjól og hvítakápu og Hafnarfjarðarstrætó (með öllu sem því fylgdi) tekinn til höfuðborgarinnar. Móðirin tróðst framarlega með prinsessuna svo hún sæi nú prinsinn vel, móðirinn beið spennt enda búin að segja prinsessunni mörg ævintýri og lesa mörg ljóð um prinsessur og prinsa Joyful. Hvað gerist! prinsessan stendur stjörf og vill alls ekki líta upp á svalir Alþingishússins þar sem prinsinn átti að birtast, hún stendur bergnumin og horfir á lúðrasveitina fagurbúna og það komu stjörnur í augu hennar þegar hún lítur stjórnandann augum Heartrétt kíkir á prinsinn þegar hann birtist en "stóri flotti" stjórnandi lúðrasveitarinnar, með dúska á herðum, veifandi priki er aðalnúmer dagsins hjá prinsessunni Smile. Síðan hefur prinsessan fengið að heyra það í tíma og ótíma að fyrsta ástin í lífi hennar hafi verið Páll Pampliker (?) Pálsson, prinsessan man þetta hins vegar öðruvísi Shocking . "Fullt af flott klæddum karlmönnum veifandi hljóðfærum og spilandi skemmtilega músik". Hvor minningin er rétt látum við liggja hér á milli hluta, hins vegar hitti prinsessan Pál síðar á lífleiðinni og hann náði henni rétt í herðar svo eitthvað hafði fennt í minninguna Blush. Prinsessan vill þó að þessu tilefni geta þess að hún neiddi ekki son sinn til að læra á básúnu, hann ákvað það sjálfur, á þeim árum var prinsessan ekki einu sinni viss um hvaða hljófæri það væri, hins vegar þótti henni það ekki verra og er enn mjög hrifinn af básúnuleik LoL.

Hér er sól og yfir 20°C og spáð er hita og góðu veðri næstu daga að vísu hefur prinsessan lítið orðið vör við kuldan sem Svíarnir hafa verið að kvarta undn en hitinn fór reyndar alveg niður í 13°C snemma í gærmorgun Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til vinnandi og ræktandi Íslendinga Kissing.


Hætt að hlæja að Yahoo!

Kæra dagbók aftur voru unnir sigrar á leiksviðinu í gær, kærustuparið lék túrista með glæsibrag en ekkert hefur borið á undirtektum Woundering. Þar sem kærustuparið fær örugglega Edduna fyrir frábæra leikframmistöðu þá áskilur það sér rétt til að velja sjálf þessa Eddu, ekki einhverja ljóta styttu sem nýtist ekki til neins Joyful.

Kærustuparið fór sem sé "bláu" leiðina í gær, "Östmalm" og "City" eins og leiðsögumaðurinn sagði Blush. Áður en lagt var af staði hafði prinsessan athugað með veðrið á Yahoo en úti var sól og hiti hins vegar sagði Yahoo að það væri rigning í Stokkhólmi, "common" aldrei að marka þessar veðurspár eða veðurfréttir Shocking. Lagt var af stað í sól og blíðu og setið á efri hæðinni í strætó og blæjan frá "Open Top Tour" æðislegt að láta goluna leika um sig og skoða borgina Smile."Splassss!" og aftur "splassss!" risa stórir regndropar skullu á nefinu á prinsessunni, hún dreif upp regnhlífina inni í strætó og kærustuparið stóð sig vel í hlutverkinu faðmandi hvort annað mjög þétt undir bleiku fínu regnhlífinni Heart. Rosalega var nú blæja lengi að renna eftir toppnum og loka rigninguna úti. Forsjála kærustuparið var þurrt, prinsessan fer nefnileg aldrei úr húsi án "galdratöskunnar" og upp úr henni er ýmislegt hægt að draga Cool. Núna er það spurningin hafði "Yahoo" rétt fyrir sér? Rigningin varði stutt, hefðu þeir átt að segja skúrir í staðinn fyrir rigning? Það er rigning á meðan rignir en ef rignir bara í 7 mínútur og ekki meir, ekki aftur, hvað er það þá? Svarið er að vera alltaf með galdratöskuna og nota eigið hyggjuvit og horfa til himins þá verður allt í lagi Wink.

Nú er kærustuparið að fara upp á sjúkrahús í tékk og nú fer þessum tékkum (ekki með stórum staf) að fækka og Svíarnir verða að sjá á eftir kærustuparinu og um leið mjög einstöku tilfelli, til Íslands Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til Íslands og góða skemmtun í vinnunni "maður er manns gaman" og hinir í berjamó Kissing.


Óskar eða Eddan!

Kæra dagbók það held ég að kærustuparið hafi staðið sig vel í gær Wink. Eftir að hafa tekið góða, mjög góða morgunhvíld hér heima með örlítið af heimilisstörfum og góðan hádegismat fór parið hjólandi niður að sjó Joyful. Þegar þangað var komið var skellt sér í "túrista" búninginn, myndavélarnar teknar upp og keyptir miðar í strætóferð um borgina, "Open Top Tours". Þessi ferð var sérstaklega um "Södermalm" en það var áður fátækrahverfi en er mjög vinsælt í dag, þar er t.d. "Soho" Stokkhólms en kærustuparið á alveg eftir að taka það út FootinMouth. Þar sem miðarnir í strætóinn gilda í allan dag líka þá er spurning að taka "Östermalm" og nágrenni í dag. Allavega stóð kærustuparið sig svo vel í gær að leika túrista að augljósir eru leikilistarhæfileikar til staðar og nú er það bara spurningin hvenær tekið verði á móti leikara verðlaununum. Það er nokkuð ljóst að það verður ekki "Óskar" þar sem styttan er svo ljót, auk þess að vera veitt fyrir kvikmyndaleik og ferðin ekki "dokkjúmenteruð". Þá er það Eddan, sem hefur reyndar verið  litlu skárri í útliti, þar er spurningin hvort það nægi að vera Íslendingur eða þarf að leika á Íslandi Woundering.

Prinsessan hefur mikið hugsað heim síðasta sólahringinn ekki bara um litlu börnin sem eru ein heim og eru að fara að hefja nám í æðri menntastofnunum heldur líka að nú ætti hún að vera mætt til sinna gömlu starfa Sick. Prinsessan saknar óneitanlega gömlu og góðu starfsfélaganna og hefur því áætlanir með að halda haustinu góðu og hýju og mæta og trufla gömlu starfsfélagana Halo. Prinsessan hefur sko gert mun fleiri áætlanir í góða veðrinu í haust eins og að klífa fjöll og heimsækja fornar slóðir Joyful.

Prinsessan var að ljúka mjög svo óprinsessulegu hlutverki og er bara ánægð með sig, hún var nefnilega að skúra allt íbúðina og mundi þá eftir því að Svíar nota dverga til að skúra og kústarnir því miðaðir við þeirra hæð sem er ekki gott fyrir bakið á tígurlegum prinsessum Pinch. Reyndar er gegnheilt parket í flestum vistarverum og það má alls ekki skúra en það var hreinsað vandlega og við þann verknað greip um sig kvíði hjá prinsessunni þar sem nú í sumar var sett gegnheilt parket á neðri hæðina á Miðvangnum. Hvað ef litlu englarnir tækju nú upp á því að ætla að þrífa vel og vandlega áður en kærustuparið kæmi heim og færu að skúra nýja parketið og það yrði ónýtt áður en kærustuparið liti það augum Crying. Þá vill nú prinsessan frekar koma heim á skítugt gólf sem ekki hefur verið bleytt enda treystir hún á að fá gott að borða þegar hún kemur heim og mikið, mikið knús, hún á hvort eð er eftir að skíta allt út með hraði Tounge.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima, alltaf svo gott að fá einhverjar fréttir hvort sem það er af Esjugöngum eða hversdagsleikanum Kissing.


Göngudagurinn mikli!

Kæra dagbók nú var sko tekið á því í gær Wink. Kærustuparið byrjaði á smá hjólatúr og fór svo í Drottningagötuna en þar var úti bókamarkaður, lengsta söluborð sem parið hefur séð. fullt af fólki að skoða og versla bækur en kærustuparið lét það eiga sig þar sem bækurnar voru allar á útlensku FootinMouth. Það þótti mun gáfulegra að bregða sér á veitingastað og horfa þaðan á lífið og tilveruna. Eftir að hafa skoðað göngulag fólks, klæðaburð og framkomu hélt kærustuparið af stað heim og ákvað að ganga aðeins. Þetta aðeins endaði með 2. kílómetra göngutúr og var prinsessan svo uppgefin á eftir að hún lagði sig í annan sófan og sofnaði Sleeping enda ekki til þess ætlast að prinsessur hafi eitthvað fyrir lífinu. Prinsessan býr svo vel að eiga þrjá eldri bræður sem henni hefur tekist nokkuð vel með uppeldið á og hefur því fengið einn þeirra til að koma í heimsókn í lok ágúst. Hann lifir í þeirri trú að hann sé að koma hingað í skemmtiferð en prinsessan hefur nú séð til þess að þetta verði eitthvað annað Cool. Prinsessan er nefnilega búin að útbúa stífa dagskrá þessa fjóra daga sem hann stoppar, hann þarf jú að ná Stokkhólmi á fjórum dögum, siglingar, söfn, tívolí, nördabúðir, Gamla-Stan, Hard-Rock og bara allt sem prinsessan hefur haft 4 mánuði til að gera Frown. Ekki nóg með það prinsessan var svo sniðug að setja hans heimferð á sama tíma og sína svo hann hefur nóg að bera Halo.

Bless kæra dagbók Svíar hafa verið miður sín þessa helgi því það hefur verið svo kalt, farið niður í 18°C yfir daginn en nú eru þeir heldur að hýrna því spáð er 25°C næstu daga og sól Kissing.


Gamlir bílar á ferð!

Kæra dagbók þá var nú aldeilis tekið á því í gær Wink. Kærustuparið hjólaði út í Hagapark, settist á veitingahús eftir þriggja mínútna hjólatúr og fékk sér "brunch". "Brunchinn" var alveg frábærs; salöt, eggjakökur, bakaðar baunir, pylsur, brauð, rækjur (krebs), ávextir og eitthvað fleira, boðið var upp á vatn með sem búið var að skera ávexti ofan í. Úrvalið af eftirréttum var stórglæsilegt, prinsessunni bauðst að baka handa sér vöfflu sem hún gerði og svo var sulta og rjómi með, fleiri, fleiri kökutegundir voru í boði, kaffi og te Smile. Hvernig átti kærustuparið að fara að hjóla eftir þvílíkar veitingar, eftir að hafa setið aðeins á meltunni og horft á lífið í garðinum þar sem sólin skein, drattaðist parið á hjólin Pinch. Veðrið var mjög gott og því var hjólað um garðinn og teknar myndir til að sýna á Íslandi og prinsessan sýndi kærastanum hvar Victoría fær að búa, eins voru söguslóðir Gústavs III skoðaðar. Sumarhöllin hans stendur þarna enn og henni er vel við haldið en hann fór einmitt þaðan í Óperuna þar sem hann var skotinn til bana Crying. Víða var farið um garðinn en hérar og kanínur létu ekkert sjá sig, hafa líklega ekki lagt í hjólin. Eftir að hafa skilað hjólunum hélt kærustuparið heim og á þeirri leið sáust gamlar bifreiðar, flestar frá árunum 1950-1960 en líka eldri og yngri, í misjöfnu ástandi. Hér í borg eru menningadagar og margt um að vera og mikið líf og aldrei að vita nema þessi bílasýning hafi verið partur af þeim. Fólkið í bílunum skemmti sér vel, Fyrir utan hjá okkur.sumir bílarFjör.nir voru með of marga farþega og í flestum var verið að drekka bjór og hlusta á háværa músik en allt virtist fara vel fram Police og ekkert vesen. Annar endi hringsins var við hringtorgið fyrir utan hjá kærustuparinu og ekki ónýtt að sjá þessa bíla út um gluggann og þeir voru enn að klukkan 11 um kvöldið Cool.

Bless kæra dagbók og þá er bara að vita hvað kærustuparið ætlar að taka að sérfyrir hendur í dag??Kissing.Allar tegundir!

 


Sólarblíða!!

Góðan daginn kæra dagbók þá er sko sól og blíða úti og um að gera að fara útSmile. Prinsessan hefur ekkert farið í ræktina í mánuð og skokkferðunum hefur fækkað ískyggilega síðan hérarnir fengu kanínurnar í lið með sér við hlaupin. Nú þykir bara mikið ef prinsessan skokkar tvisvar í viku og þrisvar var síðast fyrir þremur vikum FootinMouth. Hins vegar hefur prinsessan gengið töluvert og samkvæmt því sem stendur í sænskum blöðum, já prinsessan er farin að stafa sig í gengnum blöðin, þá er ganga best. Ganga styrkir lungu, hjarta og ótrúlegan fjölda vöðva og sænsku almenningur er hvattur til að fara fyrr á fætur á morgnana, sleppa strætó eða lestinni og ganga til vinnu, þá verður heilsufar og holdarfar Svía mun betra. "Common" hvar er hagfræðin núna, á að setja almenningsamgöngur á hausinn, nær væri að hvetja fólk til að ganga fyrir eða eftir vinnu og vera ekki að leggja efnahaginn í rúst, svona nokkuð hefur nefnilega keðjuverkandi áhrif. Prinsessan hefur nefnileg fylgst með þjóðmálaumræðuna á Íslandi að undanförnu og er orðin mjög meðvituð um hagfræði en mikið rosalega er hún samt afstæð eftir því hver tala Pinch.

Kærustuparið ætlar að leiða hjá sér allan áróður sænsku blaðanna um göngur í dag og ætla að bregða sér í hjólatúr. Prinsessan er búin að úthugsa leiðangur sem er ýmist niður í móti eða á jafnsléttu og aðeins örlítill halli upp á við en það er að kaffihúsinu með heimabökuðu kökurnar og það má reiða hjólin Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og haldið fast í góða veðrið.


Góða veðrið að trufla!!

Kæra dagbók kærustuparið fór snemma í morgun í eftirlit upp á sjúkrahús og allt er í góðu gengi Smile. Blóðið á góðu skriði og sveppurinn á undanhaldi og dregið úr lyfjanotkun, sem sé framfarir góðar Wink.

Eftir sjúkrahúsheimsóknina, sem var nokkuð löng m.a. vegna þess að apótekið var heimsótt, var farið út að borða. Prinsessan var nú búin að bíða spennt eftir því en hvað gerist í apótekinu, prinsessan náði varla að byrja að bíða þegar hún var kölluð upp og var ekki vísað frá til að bíða í næstu biðröð heldur afgreidd strax og engin vandkvæði, "svo bregðast krosstré sem aðrir raftar" W00t.

Eftir góðan mat var það göngutúr og svo kaffihús og beint heim. Þegar kærustuparið stóð á tröppunni við útidyrahurðina skall á haglél, fyrst hélt prinsessan að þetta væru svona stórir regndropar eftir sólina og hitann en sá svo að þetta voru klakahögl, eins gott að verða ekki fyrir þessu Pinch

Nú er það bara prinsessulíferni, rólegheit og góður matur heim, prinsessan vinnur nefnilega að því hörðum höndum að láta ekki fallþunga kærustuparsins verða minni við heimkomu  en brottför þó kærastinn hafi tapað töluverðum fjölda kílóa í fyrstu12 vikurnar Sideways.

Bless kæra dagbók og ég get huggað þig á því að krónprinsessa prinsessunnar á bauninni fær afmælisgjöf þegar kærustuparið kemur heim Kissing.

 


Prinsessan fór í búðir!

Kæra dagbók í gær ákvað prinsessan að fara í könnunarleiðangur til að athuga með afmælisgjöf handa "lítilli" prinsessu á Íslandi sem verður 19 ára á föstudaginn W00t. Prinsessan á bauninni skildi kærastann eftir einan heima og arkaði  af stað enda mikið verk fyrir höndum og ekkert þýðir að taka afmælisgjafa leiðangri neinum vettlingatökum. Þar sem prinsessan hafði ekki litið í NK verslunarmiðstöðina hér í borg augum afréð hún að hefja leiðangurinn þar. Þetta reyndist verslunarmiðstöð við hæfi prinsessa Smile.  Þar sem prinsessan á bauninni er afar kvenleg í vaxtarlagi og þjóðverjar hafa sérhæft sig í fatnaði á kvenlegt kvenfólk þá dreif prinsessan sig í að skoða vöruúrvalið Whistling. Jú jú þarna fékk prinsessan gallabuxur sem voru eins og sérsaumaðar á hana. Einhver hefur líklega haft vit á því að láta þjóðverjana fá málin á prinsessunni með þeim leiðbeiningum að þetta séu hlutföllin á kvenlegu kvenfólki. Þjóðverjarnir hafa síðan tekið sig til og saumað fatnað í réttum hlutföllum og ýmsum stærðum fyrir kvenlegt kvenfólk Grin. Húrra fyrir þeim.

Það er hins vegar af afmælisgjöfinni að segja að "litla" prinsessan, arftakinn, verður líklega að treysta á að einhver annar muni eftir afmælinu hennar og gefi henni afmælisgjöf/gjafir því það er nú varla hægt að leggja meira á prinsessuna á bauninn en að versla á sig sjálfa gallabuxur Cool.

Eyjólfur er pínkulítið skárri í munnholinu í dag en prinsessan veit að þetta er afar þrálátt og ekki von á skjótum bata en þó bata með réttri meðferð smátt og smátt og það er það sem er að gerast. Hér er sól og hiti svo kannski að kærustuparið heiðri bara "landareignina" með nærveru sinni í dag.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, hér er allt fullt af Dönum að gera góð kaup og kannski maður rekist á Frú Margréti í verslunarleiðangri og þá er nú hægt að ræða við frúna um sameiginleg hagsmunamál Kissing.


Jahérna!!

Kæra dagbók eftir að hafa fengið sér ágætan hádegisverð í gær varð prinsessan svo þreytt og syfjuð að það var eitthvað óeðlilegt við það Sick enda leið ekki á löngu þar til á skall hellirigning. Þessi rigning var virkilega blaut og eflaust dreymir marga um að hafa svona góðan sturtuhaus á baðherberginu hjá sér. Já prinsessan veit nefnileg nákvæmlega hve mikið helltist niður á fersentimetra því hún var á leiðinni heim úr "kuffulaginu" á stuttbuxum og stutterma skyrtu og með derhúfu til varnar sólinni og derhúfur koma sér líka vel í rigningu það er nokkuð ljóst núna Crying. Þegar prinsessan kom inn var andlitð það eina sem var þurrt, allt annað blautt. Prinsessan skellti sér þá bara í aðra sturtu aðeins hlýrri Wink. Rigningin hélt áfram svo prinsessan er búin að hreinsa íbúðina, skipta á rúmum, þvo allan þvott og merkilegt nokk þetta beið allt eftir henni á meðan sólin skein og var á sínum stað þega prinsessan gaf sér tíma til að sinna þessu málefnum, það er nefnilega sumt í þessari veröld sem er alveg hægt að treysta á Pinch.

Kærastinn á svolítð erfitt núna, er með sveppasýkingu í munnholinu og það er ekki þægilegt. Reyndar þekkir prinsessan þetta af eigin raun og reynir að vera voða góð við kærastann, hún er jú svo skilningsrík GetLost. Búin að þylja upp öll húsráð, minnir hann á lyfin í tíma og ótíma og lætur hann borða en það er einmitt svo þægilegt þegar maður er slæmur í munnholi, alltaf jafn elskuleg þessi prinsessa Whistling.

Bless kæra dagbók nú er um að gera að hreyfa sig ekki, borða ekkert heima og bara fara á hótel til að óhreinka ekki hér heima Kissing.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband