Göngudagurinn mikli!

Kæra dagbók nú var sko tekið á því í gær Wink. Kærustuparið byrjaði á smá hjólatúr og fór svo í Drottningagötuna en þar var úti bókamarkaður, lengsta söluborð sem parið hefur séð. fullt af fólki að skoða og versla bækur en kærustuparið lét það eiga sig þar sem bækurnar voru allar á útlensku FootinMouth. Það þótti mun gáfulegra að bregða sér á veitingastað og horfa þaðan á lífið og tilveruna. Eftir að hafa skoðað göngulag fólks, klæðaburð og framkomu hélt kærustuparið af stað heim og ákvað að ganga aðeins. Þetta aðeins endaði með 2. kílómetra göngutúr og var prinsessan svo uppgefin á eftir að hún lagði sig í annan sófan og sofnaði Sleeping enda ekki til þess ætlast að prinsessur hafi eitthvað fyrir lífinu. Prinsessan býr svo vel að eiga þrjá eldri bræður sem henni hefur tekist nokkuð vel með uppeldið á og hefur því fengið einn þeirra til að koma í heimsókn í lok ágúst. Hann lifir í þeirri trú að hann sé að koma hingað í skemmtiferð en prinsessan hefur nú séð til þess að þetta verði eitthvað annað Cool. Prinsessan er nefnilega búin að útbúa stífa dagskrá þessa fjóra daga sem hann stoppar, hann þarf jú að ná Stokkhólmi á fjórum dögum, siglingar, söfn, tívolí, nördabúðir, Gamla-Stan, Hard-Rock og bara allt sem prinsessan hefur haft 4 mánuði til að gera Frown. Ekki nóg með það prinsessan var svo sniðug að setja hans heimferð á sama tíma og sína svo hann hefur nóg að bera Halo.

Bless kæra dagbók Svíar hafa verið miður sín þessa helgi því það hefur verið svo kalt, farið niður í 18°C yfir daginn en nú eru þeir heldur að hýrna því spáð er 25°C næstu daga og sól Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ hóhó ég er ekki ofvirk en ég er orðin svo bullandi meðvirk að ég er farin að lifa eins og prinsessa síðustu daga. Eins og ég sagði ykkur áður þá fóru karlarnir mínir norður og ég nýti hverja einustu mínútu í sjálfa mig. Nú er ég búin að ná Esjunni þrisvar á níu dögum, lyftingar, sund og spa inn á milli og á morgun ætla ég að hitta mömmu á Nordica spa og taka smá æfingu sem endar á áxlarnuddi í heita pottinum. Það sem verra er...er að ég er orðin svo sjálfhverf að ég hef ekki haft tíma til að svara blogginu..sannkallaðir "prinsessustælar"  frábært að eiga bróður sem hægt er að stjórna, ég á tvo sem hlýða engu njótið þessara hræðilega köldu daga (18 gráður) sem eftir eru áður en þið komið heim í "hlýjuna"  knús til ykkar!!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:31

2 identicon

Hæ og takk fyrir síðast. Í dag mættu flestir í skólann sem hafa hugsað sér að vinna þar í vetur. Svo það var nú enginn smá hávaði fyrir neðan gluggana á kennarastofunni rétt fyrir 9 í morgun. Ég forðaði mér inn í kennslueldhús rétt til að líta á herlegheitin, allt nýbónað og glansandi. Svo tóku við löng og ströng fundarhöld og meira segja mismælti Hrönn sig á fundinum og nefndi þitt nafn Rannveig mín í stað einhverrar annarrar prinsessu. Sagði svo að þú hefðir verið í huganum. Svo eitthvað er hún nú að hugsa til þín. Greinilega verður þín sárt saknað í vetur og ekki skrýtið að tapa svona kóngafólkinu úr starfsstéttinni innan veggja Setbergsskóla. Ingvar er hættur eins og þú veist kannski. Jamm og jæja við biðjum bæði kærlega að heilsa ykkur og óskum ykkur góðrar heimkomu eftir langa útilegu. Knús og kram Kristbjörg og Gulli

Kristbjörg (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband