Gamlir bílar á ferð!

Kæra dagbók þá var nú aldeilis tekið á því í gær Wink. Kærustuparið hjólaði út í Hagapark, settist á veitingahús eftir þriggja mínútna hjólatúr og fékk sér "brunch". "Brunchinn" var alveg frábærs; salöt, eggjakökur, bakaðar baunir, pylsur, brauð, rækjur (krebs), ávextir og eitthvað fleira, boðið var upp á vatn með sem búið var að skera ávexti ofan í. Úrvalið af eftirréttum var stórglæsilegt, prinsessunni bauðst að baka handa sér vöfflu sem hún gerði og svo var sulta og rjómi með, fleiri, fleiri kökutegundir voru í boði, kaffi og te Smile. Hvernig átti kærustuparið að fara að hjóla eftir þvílíkar veitingar, eftir að hafa setið aðeins á meltunni og horft á lífið í garðinum þar sem sólin skein, drattaðist parið á hjólin Pinch. Veðrið var mjög gott og því var hjólað um garðinn og teknar myndir til að sýna á Íslandi og prinsessan sýndi kærastanum hvar Victoría fær að búa, eins voru söguslóðir Gústavs III skoðaðar. Sumarhöllin hans stendur þarna enn og henni er vel við haldið en hann fór einmitt þaðan í Óperuna þar sem hann var skotinn til bana Crying. Víða var farið um garðinn en hérar og kanínur létu ekkert sjá sig, hafa líklega ekki lagt í hjólin. Eftir að hafa skilað hjólunum hélt kærustuparið heim og á þeirri leið sáust gamlar bifreiðar, flestar frá árunum 1950-1960 en líka eldri og yngri, í misjöfnu ástandi. Hér í borg eru menningadagar og margt um að vera og mikið líf og aldrei að vita nema þessi bílasýning hafi verið partur af þeim. Fólkið í bílunum skemmti sér vel, Fyrir utan hjá okkur.sumir bílarFjör.nir voru með of marga farþega og í flestum var verið að drekka bjór og hlusta á háværa músik en allt virtist fara vel fram Police og ekkert vesen. Annar endi hringsins var við hringtorgið fyrir utan hjá kærustuparinu og ekki ónýtt að sjá þessa bíla út um gluggann og þeir voru enn að klukkan 11 um kvöldið Cool.

Bless kæra dagbók og þá er bara að vita hvað kærustuparið ætlar að taka að sérfyrir hendur í dag??Kissing.Allar tegundir!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð bæði tvö , það er greinilega nóg að gera hjá ykkur að prófa sem flesta matsölustaði áður þið haldið heim á leið.Ég held svei mér þá að við verðum að koma upp einum slíkum hér í Norðurbænum okkar svo þið getið hladið áfram þessu lífsmunstri ykkar Hér er allt við hið sama nóg af fólki endalaust í kringum okkur, ég held svei mér þá að ég kunni ekki lengur að elda fyrir 2-3 En nú tekur þetta gamla og góða við hmm vinnan. Fundur kl.9.00 mánudagsmorgunn. Jam hérna það er alltaf gaman að hitta vinnufélagana og svo eftir örfáa daga verður eins og sumarið hafi aldrei komið. Best að halda áfram að dúlla sér síðasta frídaginn,bestu kveðjur duglega kærustupar úr Norðurbænum okkar.

Risaknús yfir hafið

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:05

2 identicon

Eitthvað hefur gamla drengnum nú þótt gaman að sjá alla þessa gömlu bíla fyrir utan.  Engar smá drossíur þarna á ferðinni:)

kv.

Huldar

Huldar (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband