Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Upptekin prinsessa!!

Kæra dagbók það er sko varla að ég hafi tíma til að tala við þig, ég er svo rosalega upptekinn Undecided.  Við erum komin upp á sjúkrahús þar sem Eyjólfur er fær lyf í fljótandi formi og á meðan ætlum við mæðginin að skreppa í ræktina hér, eflaust rosalega gott loft og svalandi því hitinn er bara 25° núna kl.0830 Woundering. Við verðum svo fitt á eftir því þetta heitir "Fitness center", bíddu bara kæra dagbók Cool. Síðan á náttúrulega að kynna snákana, sniglana og hérana fyrir Vigfúsi, ég veit að þeir bíða spenntir.

Já Vigfús Almar mömmu sinnar kom í gær, orðinn 21 árs, var bara 20 síðast þegar ég sá hann. Þá var hann með hár langt niður á bak en núna er hann líkari pabba sínum í klippingu fyrir utan smá hár sem hægt er að nýta í góðan hanakamb W00t. Hann hefur líka verið duglegur í ræktinni heima svo að mér er óhætt með honum í ræktinni innan um alla kraftajötnana af karkynstegund.

Tengdaforeldrarnir komu líka í gær og var sérdeilis gaman að hitta þau hress að vanda en höfðu nú haft töluverða áhyggjur af okkur litlu börnunum okkur þennan tíma sem við höfum verið hér Sideways. Við fórum saman á hverfiskrána og fengum okkur ágætan kvöldverð og sátum úti í hitanum og það var bara alveg meiriháttar, síðan sátum við góða stund heima í íbúð og gleymdum að horfa á íslensku fréttirnar í tölvunni Shocking en allt í lagi við Eyjólfur horfðum bara á þær þegar hjónin fóru, þau eru nú svo dugleg að þau gengu niður á hótel eftir erfiðan ferðadag, allavega 15-20 mínútna göngutúr. Svona verður maður hress á því að stunda golf FootinMouth.

Bless kæra dagbók og mikið var gott að fá svona margar og góðar kveðjur og fréttir að heiman ég sem hélt að allir væru í útileg, ferðast innan lands í sumar, og væru líka "punglausir" Pinch .


Búin að finna starf!!

Kæra dagbók hér erum við mætt upp á sjúkrahús, rifum okkur á lappir fyrir allar aldir í sól og 24°hitaSmile. Ekkert skokkað en í stað verður góður göngutúr hér um nágrennið þegar Eyjólfur fær lyf í æð, þá er hann fastur hér og getur ekki strokið frá mér og fullt af öðrum konum að passa upp á hann Cool.

Heima á Íslandi geri ég ráð fyrir að Vigfús og tengdaforeldrarnir séu öll komin út á flugvöll og bíða örugglega spennt eftir að hitta prinsessuna á bauninni Kissing.

Endurtekið efni við fórum aftur út að borða í gærkvöldi, nú var farið á Hardrock sem er örfáum skrefum lengra frá íbúðinni en síðasti veitingastaður, við erum sem sé alltaf að stækka yfirráða svæðið, færa út kvíarnar, við erum í útrás Tounge. Þegar við sátum og snæddum heimsborgarana vatt sér að okkur kotroskinn maður og spurði hvað við værum að borða, hvort þetta væri gott ogþegar við játuðum, pantaði hann það sama á línuna hjá sér og tilkynnti okkur þegar liðið var á borgarann hans og þetta væri alveg rétt hjá okkur, þetta væri fjári gott. Þetta þótti okkur alveg kostulegt, við sem héldum að við værum nokkuð vel sigld í "út að borða" málum, gaman að þessu LoL

Við erum búin að sjá það út að það er að minnsta eitt starf sem við getum unnið hér í Stokkhólmi (ég er ekki að tala um mig í hjúkkuna) en það er að við yrðum bæði, í sitthvoru lagi þó bara fjári góðir leigubílstjórar Halo. Þeir eru nær allir af erlendu bergi brotnir, við uppfyllum það, þeir eru styrðir í sænsku, við uppfyllum það, þeir rata illa eða ekki, við uppfyllum það, sumir eru önugir, við verðum að æfa það, anga oftar en ekki af svitalykt, við vonumst til að fá starfið án þess að uppfylla það skilyrði. Sá sem keyrði okkur í morgun vissi ekki hvar Huddinge er hvað þá sjúkrahúsið en hann var vel útbúinn með leiðarkerfi sem birtist á skjá þegar við vorum búin að stafa ofan í hann heimilisfangið, hann var samt mjög fínn, ekkert önugur, bara kurteis ekki með óþarfa athugasemdir Wink.

Núna erum við með kveikt á rás 1, íslenska ríkisútvarpinu og erum að hlusta á "uppáhalds" lagið hans Ingvars Viktors. Mér dettur hann alltaf í hug þegar ég heyri "Hvítir mávar" Grin.

Bless kæra dagbók og það er gott hvað hefur hlínað á Íslandi.

 


Sól og meiri hiti!

Góðan daginn kæra dagbók Smile!

Í dag er glaða sólskin og hiti úti og við orðin spennt að fá gesti, "litli prinsinn" okkar hann Vigfús W00tkemur á morgun og ætlar að vera hjá okkur til 8. júlí, hann verður sko dreginn á skokkið að skoða landareign móðurinnar og fær að slappa af á milli. Kannski að prinsessan skelli sér bara fótsnyrtingu því þeir feðgar geta nú ýmislegt rætt og skilgreint saman, lausir við prinsessuna. Ekki nóg með að prinsinn skuli koma heldur er von á tengdaforeldrunum, þau ætla að gista á hóteli ekki svo langt frá okkur og fara síðan sunnar í Svíþjóð að heimsækja vini en koma svo og gista hjá okkur í kringum 11. júlí Cool. Gamalt íslenskt orðtak segir "það er gott að fá gest, ef ekki þegar þeir koma þá þegar þeir fara" FootinMouth svo við erum alveg örugg um að það verður gaman hjá okkur.

Í morgun átti sko að fara út og auka við landareignina en prinsessan á bauninni svaf svo bara of lengi, þetta náttúrulega gengur ekki, Victoría gæti hafa náð hluta eigna sinna til baka, nú er sko bara að taka sig á Errm.

Við kærustuparið fórum út á veitingahús í gærkvöldi eftir að við komum af sjúkrahúsinu og fengum okkur góðan mat, í raun þriggja rétta máltíð og sumir fengu rauðvín með enda örstutt að ganga heim.

Við förum um hádegi upp á sjúkrahús því Eyjólfur þarf að fá lyf sem ég má ekki gefa honum í legginn, það er að segja "sprauta honum" svona verður það næstu þrjá dagana en eftir það ætti ferðum að fækka í þrjár á viku og síðan tvær og loks eina.

Bless kæra dagbók nú ætla ég að setjast aðeins út í port í sólina áður en við höldum upp á sjúkrahús.

 


Frá Pontíusi til Pílatusar!

Kæra dagbók það hefur verið frekar erfiður morgun hjá mér! Fyrir utan að þurfa að fara í sturtu, þvo mér og að útbúa morgunverð svo ég tali nú ekki um að borða hann þá hef ég þurft að flakka víða og óþarflega lengi Crying.

Þetta byrjaði í gær, ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná fyrst í lyfin sem ekki voru til í fyrradag og síðan að leysa út önnur lyf, ný. Það "furðulega" gerðist, lyfið var ekki til, vel rekið apótek hér, byrgjar látnir um geymslukostnaðinn. Leit hófst að lyfinu því það lá á að fá það, loks fannst eitt apótek sem átti lítilshátta til af lyfinu. Ég lét taka það frá og fór vandlega yfir það með lyfjafræðingnum í apótekinu á sjúkrahúsinu hvernig lyfið væri greitt og hvort það væri ekki öruggt að ég fengi lyfið, jú jú allt hafði fylgt með í pöntuninni Woundering. Ég dreif mig með leigubíl að ná í lyfið klukkan átta í morgun því það átti bara að bíða eftir mér og við áttum að mæta upp á sjúkrahús upp úr níu. Þegar í apótekið kom var ekkert tilbúið og hringja þurfti mörg símtöl til að fá á hreint að þetta yrði greitt og að ég ætti að fá lyfið, þetta tók um 40 mínútur Frown. Næst var að panta leigubíl og fara upp á sjúkrahús en pikka Eyjólf upp á leiðinni því það var jú í leiðinni og sú leið greiðfær og góð, segi ég af reynslu. Vá flottu leigubíll og bílstjóri í einkennisbúning og svo kurteis og elskulegur Cool. Nú voru það leigubílamiðarnir sem klikkuðu, reyndar alltaf svolítð vesen að koma þeim í gegnum "strikamerkjalesarann", núna gékk ekkert og við prófuðum nokkra miða, eftir um 20 mínútur tókst þetta loks og við lögðum af stað. Tókum Eyjólf upp og síðan átti að vera greið leið upp á sjúkrahús en nei, nú hafði einhverju gáfumenninu dottið í hug að hafa framkvæmdir í gangi á að minnsta kosti tveimur leiðum út frá borginni í suður Angry. Við fengum að vísu flotta "túrista" útsýnisferð en kannski ekki alveg rétti tíminn. Vesalinga bílstórinn var í rusli því hann hafði ekki hugmynd um framkvæmdirnar, hafði ekki kveikt á leiðarvísinum sem hefði varað hann við framkvæmdum en hann  þekkti vel leiðina upp á sjúkrahús. Karlanginn alveg miður sín og baðst margfaldar afsökunar en við létum vita að við yrðum sein og vitum að það er óhollt að stressa sig svo við nutum bara útsýnisferðarinnar Wink.

Nú sitjum við upp á sjúkrahúsi og það er verið að dæla einhverju í Eyjólf, úti er allavega 23°C og á eftir að hlýna og það er glaða sólskin, vonandi komumst við eitthvað út í dag því það er svo hressandi. Eyjólfur þarf að maka á sig sólarvörn því hann er á "fyrsta ári" nýfæddurCool.

Bless kæra dagbók ég ætla að reyna að kanna betur í dag landareignina sem ég helgaði mér í gær.

 


Valdarán!!

Kæra dagbók það var framið valdarán í Svíþjóð í morgun Bandit. Klukkan 0745 að staðartíma hélt frú Rannveig  eða öllu heldur prinsessan á bauninni út að skokka Halo, tekin skyldi hæfilegur hringur svo eiginmaðurinn yrði nú ekki yfirkominn af söknuði. Leið lá í Hagaparken, afar stutt leið. þangað  sem Victoría krónprinsessa ætlar að flytja eftir giftingu ásamt eiginmanni Heartog hefur  jafnfram verið gefin út sú yfirlýsing að  loka þurfi nokkrum göngu/skokkleiðum í öryggisskyni. "To late my dear" prinsessan á bauninni fór í morgun að víkingasið og helgaði sér land og það er sko ekki pláss fyrir fleiri prinsessur takk fyrir og hana nú W00t. Prinsessan á bauninni naut þess að helga sér land í blíðviðrinu og mætti nokkrum skokkurum sem ekki kunnu að njóta sín eins vel þeim lá svo á, fóru fram úr eða sendu vindstróka þegar þeir skokkuðu hjá, hvernig er þetta kunna Svíar ekki að njóta lífsins Woundering. Þetta var meira og minna skokk á malarstígum og fremur mjúku undirlagi sem er mjög gott sérstaklega þegar fólk í þyngri kantinum og þarf að passa hné og aðra liði Wink.

Eftir hádegi förum við kærustuparið upp á sjúkrahús þar sem dæla þarf einhverju lyfi í Eyjólf, skil ekki af hverju ég er ekki bara látin gera það ég er orðinn svo ansi klár í öllum þessum sjúkrahúsmálum, tæki mig eftlaust vel út með sprautuna "á ég að sprauta honum?". Ég er viss um að allir væru til í að ég sprautaði þá FootinMouthFrown.

Eyjólfur er að styrkjast og hlýtur að fá verðlaun fyrir hvað hann hefur verið mikið og fræðandi verkefni fyrir læknana, þeir eru alltaf að fást við eitthvað sjaldgæft þegar Eyjólfur er annars vegar og læra helling af því, já meira að segja á heimsvísu Wink.

Bless kæra dagbók og ég sá í kortunum að þú ert að koma með sumarveðrið til Íslands eins og ég bað um svo kæru vinir og vandamenn nú er það grillið og með!CoolKissing

 


Af afgreiðslumálum!!

Kæra dagbók þá erum við búin að sofa eina nótt í íbúðinni og ég að fara í "kuffulagið" og versla smá í matinn og síðan var góður morgunverður ala Rannveig-húsmóðir Smile.

Veistu kæra dagbók  að hér eru jólasveinar um hásumar, lenti á einum slíkum í gær Angry. Ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná í lyfin hans Eyjólfs að ég hélt, með miða og alles en lyfjafræðingurinn afhenti mér engin lyf  þegar ég afhenti miðann svo ég áræddi að spyrja hvort ég ætti ekki að fá lyf Woundering en nei svarið var "bara að koma með miðann með undirskrift, öll lyf fara upp". þar sem við höfðum bæði undirritað miðann og ég enginn lyfjafræðingur né sérfræðingur í málefnum sjúklinga frá Íslandi þá keypti ég bara hitamæli í rólegheitum og fór upp. Þegar að okkar elskulega Sigrún Grin var að fara yfir málin fyrir heimferð og ræða hvað bæri að varast og hvað væri sniðugt að gera, hvernig væri með lyfin þá kom að sjálfsögðu í ljós að ég átti að fá lyfin afhent niðri þar sem búið var að taka þau til í stóran poka. Nú voru góð ráð dýr búið að loka apótekinu og við á leið af sjúkrahúsinu, ég hugsaði ein nótt í viðbót allt í lagi en þá sá ég svipinn á Eyjólfi, hann vildi komast út, búin að vera þarna í nær tvo mánuði. Við fengum lyfjaskammt fyrir hálfan sólahring svo nú þarf ég að fara með leigubíl upp á sjúkrahús og sækja lyfin, það versta er að ég vil ekki skilja Eyjólf eftir í meira en klukkutíma en það verður víst að vera svo. Ég fer líklega rétt eftir hádegi því þá ætti að vera lítil umferð og ég fljót í förum Undecided.

Ég á sem sé í eilífðar vandræðum með afgreiðslufólk í hinum ýmsustu verslunum, t.d. prjónabúðum. Áður en við fórum út varð ég að byrgja mig upp af mínum lyfjum og var búin að því viku fyrir brottför en uppgötvaði svo daginn áður er við áttum að fljúga að ég var ekki með nóg af einu asmalyfinu og skrapp niður í Fjörð til að leysa það út, var á hraðferð, tók við lyfjapokanum, borgaði og heim Woundering. Seint um kvöldið þegar ég var að pakka kom í ljós að ég hafði verið afgreidd með röng lyf og ekki í fyrsta né annað skipti á þessum stað og hefði því átt að vera búin að læra af reynslunni. Elskurnar í Bílaapótekinu redduðu mér og biðu með að loka svo ég næði lyfjunum, þar slapp ég fyrir horn því þær voru svo almennilegar þarna SmileSmile..

Nú er ég búin að lesa allar bækurnar sem við komum með og orðin garnlaus þannig að ég þarf að gera eitthvað í málinu. Ég fer þó ekki til "stórvinkonu" minnar, því það er of langt í þá garnabúð og of mikið úr leið héðan. Annars ók "bróðir" hennar mér í leigubíl um daginn Angry og það var orðið ansi stutt í "haltu kj.." hjá mér en ég bað hann blessaðann að kvarta bara við Stockholm Care yfir því að ég fengi leigubílamiða þegar maðurinn minn væri hér á sjúkrahúsi þó var ég búin að reyna að hugga hann með því að Sjúkratryggingar Íslands borguðu. Stockholm Care hefur séð um málefni Íslendinganna sem koma hér vegna lækninga. Ég hef verið hálfstressuð síðan að taka leigubíl en er harðákveðin að svara næst á Íslensku Halo.

Bless kæra dagbók og farðu nú að láta hlýna á Íslandi, fyrst fólk gat ekki velt sér upp úr dögginni á Jónsmessu fyrir kulda þá þarf eitthvað að gera í veður málunum. Ég segi hins vegar enn og aftur "Globa Warming" hvað Whistling

 


Ekkert viðhald!

Kæra dagbók þá er Jónsmessan runninn upp og ég treysti því að allir sannir Íslendingar á fróni hafi velt sér klæðalausir upp úr dögginni í nótt Wink. Hjá okkur er þetta mikill hátíðardagur þar sem 21 ár er liðið frá fæðingu frumburðarins Happy. Vigfús Almar er 21 árs í dag sem er nú töluverður aldur, ekki langt síðan hans komst fyrir í hálskoti á pabba.

Frumburður Sólveigar og Huldars á líka afmæli í dag, bræðurnir einhæfir FootinMouth. Róbert Ingi er 12 ára í dag sem er nú líka mjög merkilegur aldur. Litla barnið sem við heimsóttum til Danmerkur næstum því í fyrra bara að verða táningur!

Hjá okkur er líka stór dagur hér í Svíþjóð því í gær var Eyjólfur losaður við síðustu viðhöldin og allt útlit fyrir að við flytjum í íbúðina seinni partinn í dag, maður er nú samt svolítið stressaður sem er reyndar eðlilegt eftir allt sem á undan er gengið Woundering.

Reyndar hefur gengið vel að vera laus við viðhöldin en það er svo margt ófyrirséð í þessari meðferð og Eyjólfur búin að fá einkenni sem eru svo sjaldgæf að enginn talaði um þau fyrirfram.

Bless kæra dagbók og gleðilega Jónsmessu.


Umhverfisfræðsla!

Kæra dagbók þá er góður sumardagur runninn upp og veðurútlitið gott næstu daganaSmile.

Ég skrapp í gær í íbúðina og þegar ég geri það þá kanna ég alltaf umhverfið í smá göngutúr og líst alltaf betur og betur á staðinn Grin. Í gær fann ég fyrsta safnið sem við kærustuparið skoðum saman. Safnið er í innan við 5 mínútna göngufæri og heitir "Vin og spiritus museum" og finnst mér nauðsynlegt fyrir okkar reynsluheim að skoða þetta safn vel og vandlega Wink.

Beint á móti safninu er gömul lestarstöð sem skipt hefur um hlutverk og þar er stór stórglæsileg matvöruverslun með gífurlegt úrval af mat- og hreinlætisvörum fyrir heimilið, annað eins hef ég aldrei séð og hef þó víða farið Cool. Kjötið, fiskurinn, grænmetið, ávextirnir, ostarnir, nýbakaða bakrísbrauðið og bara allt vakti lukku hjá mér og mig langaði bara að fara að elda en það gerist nú ekki oft.

Þarna á "lestarstöðinni" er líka veslun sem selur golf-vörurnar sem ekki seldust í fyrra. Liturinn frá því í fyrra, veit náttúrulega ekki hvort hægt er að láta sjá sig með "dótið" frá í fyrra eða í fötunum en verðið er að minnsta kosti mjög gott og mér sem finnst allt dýrt í Svíþjóð Tounge.

Professor Olle kom og talaði við okkur Eyjólf í gær og vill bara að fara að útskrifa kappann á næstu dögum sem er óneitanlega mjög góðar fréttir því Eyjólfur hefur verið mjög duglegur að fara ótroðnar slóðir í sínum veikindum. Við bíðum spennt eftir að komast í íbúðina og svo er von á góðu fólki í heimsókn. Vigfús kemur 29. júní og ætlar að vera hjá okkur í vikur. Sama dag koma Inga og Siggi (t/foreldrarnir) þau verða á hóteli og fara svo í heimsókn til vinafólks sem býr hér sunnar í Svíþjóð en koma svo aftur til okkar 10. eða 12. júlí og verða með okkur í þrjá eða fjóra daga. Þetta allt saman finnst okkur mjög spennandi og hlökkum til GrinLoL.

Bless kæra dagbók og takk fyrir allar kveðjurnar sem koma með þér að heiman.

 


Eggjalaust!

Kæra dagbók þá er sumarveðrið komið til Svíþjóðar svo það er mál til komið að fara að undirbúa flutning af sjúkrahúsinu .

 Í gær var ég að lofa þjónustuna hér á sjúkrahúsinu og það er sko ekki hægt að vera svona jákvæður það er í eðli Íslendiingsins að vera fljótur að skipta um skoðun eins og glögglega sést á honum Ragnari Reykás og ég er sko ekkert jákvæð út í þjónustuna í dag Angry. Í dag eru ekki til egg, ekki bananar og brauðristin biluð, aumingja við kærustuparið Blush. Ofan á allt saman þá vitum við ekkert hvar við eigum að kvarta svo að kæra dagbók þú færð kvartanirnr.

Ég verð nú að segja þér frá fyrirlestrinum sem ég fór á, já mín alltaf að mennta sig Woundering. Fyrir rúmri viku buðu Sendiherrahjónin, hinir Hafnfirðingarnir hér í Stokkhólmi, mér á fyrirlestur sem ég þáði að sjálfsögðu með þökkumGrin. Fyrirlesturinn fór fram í fallegu umhverfi á snyrti- og spastofu rétt norður af hverfinu sem íbúðin okkar er í. Stofuna á Íslenskur snyrtifræðingur, nema hvað, og eiginmaður hennar sem er lýtalæknir. Fyrirlesturinn var aðalega um förðun og sá Heba "Hollywoodleikara-farðari" um hann, síðan fengum við að skoða allt sem er í boði á stofunni og fínar veitingar voru í boðiSmile. Þar sem Ísland er svo fámennt, þó að ákveðinn leigubílstjóri haldi að við séum að ljúga til um fjöldann og séum í raun yfir milljón, þá kannaðist ég bæði við Hebu og Ásdísi snyrtifræðing frá því að þær voru litlar stelpur á Arnanesinu og ég aðeins eldri að passa þar.

Á snyrtistofunni er boðið upp á ýsmsar meðferðir; eins og að sprauta í hrukkur og eyða þeim, fót og handsnyrtingar, brasilíuvax, háreyðingar á ýmsum stöðum líkamans en það sem vakti mesta athygli hjá mér var hárígræðslan. Lýtalæknirinn tekur sem sé að sér að bæta skalla, hann tekur hársekki frá hárríkarstöðum á líkamanum og flytur í skallablettina. Þessu fylgdist ég með á upptöku og sá fyrir og eftir myndir. Þetta fannst mér alveg frábært og vil endilega koma þessu til allra sem eiga við hágrysjun að stríða því ég veit að flest allir segja "betra er grátt en fátt", og ef eitthvað er hægt að gera í því þá endilega að gera það, þá líður manni betur. Ég  fékk bæklinga, auðvitað,  og svo fékk ég fullan poka af prufum sem ég á reyndar eftir að prófa, ég þekkist örugglega ekki þegar ég kem heim nema þá af þeim sem þekktu mig fyir tíu árumBlush. Allavega höfðum við Jóna Dóra gaman af þessari ferð ég veit ekki með einkabílstjóra okkar hann Guðmund Árna, sé ekki svona í fljótu bragði hvernig hann nýtir sér fræðsluna um förðun og bellibrögðin sem hægt er að nýta í förðuninni til að líta betur úr og fela hina ýmsu vankanta en hann kvartaði ekki bað mig bara að segja Eyjólfi vel frá fyrirlestrinum Whistling.

Kæra dagbók þá fer ég að skjótast niður í íbúð og sturta mig vel og vandlega og fer í hrein föt og kem svo upp á sjúkrahús og gleð Eyjólf með flottu útliti mínum Smile.

Bless bless kæra dagbók InLoveInLove.

 


Sólardagur!!

Kæra dagbók hér sitjum við og snæðum morgunmat, fyrst pöntuðum við og fengum svo fært á bakka Smile. Svona er að vera á fyrsta flokks hóteli, veit ekki hvernig fer fyrir okkar þegar við yfirgefum sjúkrahúsið. Kannski er einhver þarna úti sem vill gerast aupair hjá okkur til að forða okkur frá því að verða hungurmorða. Við fáum líka hrein handklæði á morgnana og eina sem ég geri er að búa um mig og sturta mig. Peran þarf sem sé að sjá um að þrífa salernið, þvo handklæðin og útbúa matinn en fær frítt húsnæði, þarf að koma sér á staðinn og burt aftur þegar mér hentar!!FootinMouth

Annars er von á Vigfúsi um mánaðarmótin og hann getur verið fyrsta peran okkarErrm . Inga María var hér í júní byrjun og eldaði ofan í foreldrana en því miður var lítið hægt að nota það því Eyjólfur var í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu. Hún náði þó að plokka  á mér augabrúnirnar svo þú kæra dagbók sérð að það er búist við ýmsu af perunni Cool.

Í gær fórum við Eyjólfur í tvisvar í langan göngutúr hér inn á sjúkrahúsinu, eftir því endilöngu og til baka aftur. Það er mjög langur gangur og ekki styttri en gangurinn í Setbergsskóla. Síðan voru gerðar æfingar eftir "prógrammi" sjúkraþjálfaransPolice. Við gerum ráð fyrir að vera ekki minna dugleg í dag, reyndar ætla ég líka út að ganga en "viðhöldin" hans Eyjólfs láta illa af stjórn svo það er ekki vinnandi vegur að dröslast með þau út, við förum bara seinna því "viðhöldunum" fer að fækka eftir helgi.

Bless bless kæra dagbók.

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband