Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Rafmagnslaust? Nei nei!!

Kæra dagbók þar fór prinsessan illa með þig í gær! Kærustuparið fór eldsnemma á sjúkrahúsið í hin ýmsu tékk og tók það nú tímann sinn GetLost. Á heimleiðinni fór parið á matsölustað og snæddi salat og naut þess að sitja úti og horfa á mannlífið. Eftir góðan göngutúr var dröslast heim og prinsessan dreif sig í þvottinn og þar með gleymdist þú kæra dagbók Crying vitlaus röð!!

"Lærir svo lengi sem lifir" já já prinsessan hefur vanið sig á þann slæma sið að lesa "moggann" (alveg sama hvað hann heitir) með morgunmatnum og nú gerðist það að enginn "moggi" var við hendina, hvað gera bændur þá, allavega bregða sér ekki í búskap. Nú var gripið það sem hendi var næst eins og svo oft áður í sumar og nú það reyndist það vera "Kelloggs kornflakes" pakki svo nú getur prinsessan frætt þig kæra dagbók um allt innihald í "Kelloggs kornfleksi"og magn þeirra. Þar sem Kellogg "kompaníinu" er svo mikilvægt að fræða neytendur þá fylgir alltaf einhver fróðleikur á pökkunum. Reyndar er líka sagt í löngu máli frá því hvað fyrirtækinu er mikilvægt að vernda umhverfið og hvað við gerum umhverfinu gott með því að borða "kelloggs kornflakes". Sem sé kærastinn leggur það á sig á hverjum einasta morgni að bjarga regnskógunum, það munar sko um minna. Hins vegar lærði prinsessan það að "chili-og cayennepipar eru notaðir í verkjalyf, spurning hvort maður geti reddað sér með því að éta "ávextina" beint ef verjalyfin eru ekki við höndina, bara spurning Woundering. Prinsessan hefur í sumar aflað sér mikils fróðleiks um innihald hinna ýmsu matavar, hér er til dæmis til "laktosfri" mjólk (reyndar allavega mjólkurvörur) sem kemur sér vel fyrir þá sem þola illa laktósa, eru með mjólkuróþol. Nú veit prinsessan nefnilega að vindgangur skírist mjög oft af mjólkuróþoli og þá óþoli fyrir laktósa svo prinsessan telur það þjóðráð að hefja framleiðslu "laktosfrira" mjólkurvara á Íslandi þar sem það yrði til þess að andrúmsloftið yrði mun betra, veitir ekki af á þessu síðustu Blush. Þarna sérð þú kæra dagbók að það er ekki alslæmt að verða "mogga" laus Cool.

Bless kæra dagbók hér skín sólin svo það er ekki seinna vænna fyrir prinsessu að fara aðdrífa sig út Kissing.


Veðurfréttir eða veðurspá!!

Kæra dagbók í gær var lífinu tekið með mikilli ró hjá kærustuparinu Smile. Í veðurfréttum hafði komið fram að það ætti að rigna svo þetta átti að vera tilvalinn dagur til hvíldar, prjónsköpunar (já er að semja), tónlistariðkunar já og bara vera inni og gera ekkert sérstakt. Nei nei þetta var allt saman smá misskilningur hjá prinsessunni, þetta voru víst ekki veðurfréttir heldur veðurspá. Það er nefnilega mikill munur á spá og fréttum eins og Íslendingum ætti að vera velkunnugt um núna. Fréttst hefur af Íslenskum hagsýniskonum að hella í sig rauðvíni til að forða því frá skemmdum í "spáðum" jarðskjálfta og svo bara kom hann ekki Sick. Sama gerðist hér; prinsessan dreif sig út fyrir allar aldir og fór í könnunar leiðangur um landareignina (heitur skokk hjá henni), flýtti sér svo út í búð að byrgja sig upp af matvælum fyrir rigninguna og á heimleiðinni er ekki frá því að tveir dropar hafi fallið Errm svo var sest að prjónaskap og lagst í sófann og beðið eftir rigningunni. Um sexleytið hafði enn ekki rignt en komin sól og blíða svo prinsessan dreif sig í göngutúr. Þar sem hún var ein á ferð ákvað hún að drífa sig í "fjallgöngu" en þetta gífurlega "fjall" er hér handan við hornið og heitir "Vanadislunden" en Vanadís var eitt af heitum Freyju sem var ein gyðjan í ásatrúnni. Hæðin á þessu "fjalli" er líklega svipuð og á Hamrinum í Hafnarfirði, norðvestannmegin frá (þar er hærra) en hér er malbikaður vegur upp svo þetta gékk vel á opnum Ecco sandölum. útsýnið af toppnum er alveg frábært og vel þess virði að leggja þessa "fjallgöngu" á sig þó maður sé prinsessa Kissing. Þarna í "fjallshlíðinni" er sundstaður mjög skemmtilega hannaður og eftlaust frábært að vera þarna í góðu veðri en nú er ekkert vatn í lauginni og enginn starfsemi í gangi og hefur eftlaust ekki verið í sumar, það finnst prinsessunni fúlt Frown því þarna væri gott að sóla sig og njóta lífsins á góðviðrisdögum.

Eftir "fjallgönguafrekið" var "tabas" kvöldverður yfir sjóvarpsfréttum en prinsessan býður öðru hvoru upp á "tabas" enda vel sigld og gott að nýta svona flott nafn á afganga Cool.

Þessa stundina er kærastinn að ryksuga því það er ekki prinsessuverk, hún passar sig þó á því að vera ekki fyrir og hefur fætur upp í sófa. Prinsessan þarf nefnilega nauðsynlega að blogga en kærastinn á að æfa sig með því að gera "dagleg verk" og undir það hlýtur ryksugun að falla, ekki bara að standa upp og ná sér í kók eða ganga bara um íbúðina Blush.

Bless kæra dagbók og nú er bara að drífa sig og endurnýja þær byrgðar sem eru uppurðar eftir spáðann jarðskjálfta Wink.

 

 


Dugleg!!

Kæra dagbók það held ég að kærustuparið hafi verið duglegt í gær LoL. Eftir hádegisverð fór parið í hjólatúr og hjólaði allavega 2 kílómetra niður að sjó og settist það á veitingahús og naut lífsins í rólegheitumum stund í góðu Notið lífsins!veðri og fallegu umhverfi Cool, festi það á filmu til sönnunar. Ekki nóg með það heldur hjólaði kærustuparið líka heim en þá leið er hægt að hjóla á jafnsléttu sem betur fer Blush. Gróði dagsins var gífurlegur því vaninn er að taka leigubíl að minnsta kosti aðra leiðina þegar við förum eitthvað svo þetta eru allavega 150 sænskar krónur og svo ekki sé talað um ókeypis bíó sem fólst í útsýni og að fylgjast með fólki sem fór fram hjá. Prinsessan sér fram á að geta farið að deila þessum gróða með öðrum Wink. Til dæmis væri hægt fyrir kreppu Íslendinga að fljúga til Stokkhólms og gista án þess að þurfa að borga krónu hjá kærustuparinu, bara að sjá um kvöldvökur, þetta gerðu allt að 80.000 íslenskar krónur og að frádregnum gistikostanaði færi þetta fljótt niður, allt eftir fjölda gistinátta ótrúlegur gróði og góð aðstað. Mat þarf að borða í báðum löndum svo það reiknast ekki með í dæmið Halo. Bara að ríkisstjórnin fari nú ekki að frétta af útsjónarsemi prinsessunnar og heimti hana heim til að bjarga fjárhag Íslenska ríkisins Shocking.

Í dag er hvíldardagur því það var reynt svo á vöðvana í gær að vísu skokkaði prinsessan í morgun. Það var eftir vikuhvíld frá eftirlitsferðum á landareigninni og var þessi ferð léttari en sú síðasta og hérarnir tveir sátu bara og horfðu þegar prinsessan þaut hjá á gönguhraða. Prinsessan var nefnilega svo þreytt alla síðustu viku var líklega illa haldinn af L.E.T.I. Sick.

Bless kæra dagbók og reynið svo að fara að ráðum prinsessunnar og græða svolítið því þá er hægt að bregða sér á kaffihús og þar fæst nú ýmislegt fleira en kaffi, hvervegna haldið þið að gangi svona vel að draga kærastann á kaffihús, ekki drekkur hann kaffi Kissing.Svona hafa prinsessur í gróða það!Skemmtilegt útsýni.


Gróðinn nýttur!

Kæra dagbók það held ég að prinsessan sé að nýta gróðann sem fékkst við það að kaupa ekki Miu Miu töskuna sem kostaði yfir 100.000 íslenskar krónur á 50% afslætti Wink. Prinsessan hefur stundað veitingastaði stíft síðustu dagana og í gær var farið á "Friday´s" já já. "Réttur til að deila" varð fyrir valinu og deildi nú kærustuparið á "Friday´s" og líkaði bara vel eitthvað var þó meira deilt kærastans megin en það var allt í góðri sátt og eingar deilur um það Tounge.

Síðan var tekinn góður göngutúr um miðborgina svona aðalega til að prinsessan gæti sýnt sig og þá um leið glatt samferðarfólkið á götum úti.  Þá var splæst í ís Cool og sest á "rónabekk" og horft á mannlífið. Þetta var parinu svo erfitt að það hélt heim og hvíldi sig um stund Sleeping. Þar sem enn var lítið gengið á gróðann var farið í göngutúr um kvöldmat og stoppað á ítölskum veitngastað og snædd pizza Smile. Enn er hellingur eftir af gróðanum svo það er bara að halda áfram þessu sældarlífi og í dag er stefnan tekinn á kaffihús, fyrst smá hjólatúr og svo að setjast niður og horfa á fólkið sem ekki græddi eins mikið og prinsessan og getur því ekki sest á kaffihús sér til gleði og ánægjuauka Shocking.

Áðan fór kærastinn í "tékk" upp á sjúkrahús og að sjálfsögðu fór prinsessan með hún má nefnilega ekki missa af neinu og þarf að hafa góða yfirsýn yfir allt. Það gékk vel í morgun og nú er ítarlegri skoðun eftir nokkra daga og í næstu viku fáum við svör við hvernig lækningin hefur gengið hingað til Joyful.

Bless kæra dagbók og nú er bara að njóta stundarinnar og fá sér góðan kaffibolla Tounge.


Svefnpurka!!!

Kæra dagbók það er næsta víst að ekki var baun undir dýnum prinsessunnar í nótt því hún svaf vel og fast í 9 klukkutíma og leit út eins og að hafa verið "að drekka eitthvað annað en malt" þegar hún steig fram úr Blush.

Eftir hrakfarir kærastans ákvað prinsessan að vera elskuleg og bauð sínum út að borða í hádeginu eftir læknisskoðunina. Prinsessann valdi veitingastað aðalega eftir útlitinu, nema hvað Cool. Þar settist parið og byrjaði á að panta drykki og fór síðan að lesa matseðilinn og ekkert nema fiskur á seðlinum, úps ekki alveg fyrir prinsessuna en hins vegar er kærastinn orðinn þvílík fiskæta að það er ótrúlegt, ekki sami maður Woundering. Í því kemur framleiðsludrengurinn klæddur sjóliðajakka með drykkina og hrökkbrauð og eitthvað til að smyrja ofan á. Prinsessan, af eðlislægri forvitni, spurði hvað væri í þessari "smyrju" jú rjómaostur og kavíar, "kræst". Þar sem prinsessan vildi ekki veikjast á staðnum borðaði hún hrökkbrauðið þurrt og pantaði sér salat eftir að hafa fullvissað sig um að ekkert fiskmeti væri í því GetLost. Kærastinn fékk hins vegar þennan fína fiskrétt og vill ólmur fara á þennan stað aftur Tounge.

Í gær hélt "djammið" áfram því þá hélt parið á veitingahús sem býður upp á "brunch" í hádeginu með jazz undirleik, það var frábært að sitja í góða veðrinu og borða mikið og gott og hlusta á frábæra tónlistamenn Smile. Eftir mat kom kærastinn auga á  garnabúð með flottasta garni "ever" , prinsessan keypti í nýja handavinnu en því miður engar smellur, hvernig endar þetta eiginlega Crying.

Bless kæra dagbók nú er bara að hafa það gott áfram því heilsan er öll að lagast og þrekið að aukast enda kærastinn rosalega duglegur eftir erfið og mikil veikindi Kissing.

 


Lánið leikur við kærustuparið!!

Kæra dagbók mikið varð nú prinsessan hrædd í gær Frown já alveg bara skelfingu lostinn. Kærustuparið var að stíga inn í leigubíl á leið upp á sjúkrahús þegar að bílstjórinn steig út og skildi bílinn eftir í hlutlausum og ekki í handbremsu Shocking. Að sjálfsögðu fór bílinn af stað, prinsessan var rétt búin að opna hurðina en kærastinn búinn að setja annan fótinn inn og stíga í hann og bíllinn á hraðferð, skipti engum togum að kærastinn missti jafnvægið og reyndi að koma fótunum fyrir sig en datt svo illa á pallinn á matsölustað á neðstu hæðinni Crying. Prinsessan var með það á hreinu að nú væri hann rifbeinsbrotinn og eitthvað meira slasaður, það var ekki á það bætandi, fallið leit mjög illa út. Bílstjórinn stóð eins og þvara og hvorki aðhafðist nokkuð né sagði. Það dreif að kokka og framleiðslufólk af báðum veitingastöðunum á neðstu hæðinni og þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera, tékkuðu á helstu hættumerkjum og buðust til að hringja á sjúkrabíl Wink. Þarna lá kærastinn í götunni og reyndi að sannfæra viðstadda um að líklega væri bara allt í lagi og að hann væri hvort sem er á leið á sjúkrahúsið í skoðun. Þá var hann bara skoðaður  betur og látinn gera ýmsar hundakunstir og þá fengum við fararleyfi og fórum beint upp á sjúkrahús það sem hann var allur skoðaður aftur og fékk plástur á hnéð, svona er kærasti prinsessunnar sterkur Grin. Hins vegar var prinsessunni svo brugðið að hún þagði alla leið á sjúkrahúsið en það tekur um 30 mínútur að aka þangað og það gerist nú ekki oft Blush. Að vísu hafði hún vit á að skrifa hjá sér nafn og númer leigubílsstjórans sem var alveg "úti að aka" ef ekki bara í Kakakstan, hann hefur vonandi drifið sig heim í háttinn og tekið frí það sem eftirlifði dags til að forða öðrum frá sér Sick.

Þegar við komum heim aftur tók hjálparliðið á móti okkur og vildi fullvissa sig um að allt var í lagi, ekkert nema umhyggjan Grin.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur í golfið og útilegurnar svo ekki sé talað um á svalirnar og pallana Smile


Meiri endurheimtur?

Kæra dagbók nú fór prinsessan á bauninni bæjarferð í gær en kom heim smellulaus þó að smellukaup hafi verið grunnástæða ferðarinnar FootinMouth. Þar sem alltaf er hægt að skreyta bæjarferðir með ónauðsynjum þá ákvað prinsessan að kanna vöruúrvalið í "fínni" búðum Stokkhólms, merkjabúðum og svona "Sævar Karl" búðum. Þarna voru útsölur eins og annarsstaðar, prinsessunni til mikillar undrunar sá hún engin föt eða skó sem freistuðu hennar, kannski vegna þess að þetta var allt saman útsölugóss og prinsessur klæðast náttúrulega ekki í "last season" föt. Það sem prinsessan sá var hins vegar góður arftaki "galdratöskunnar" sem hefur fylgt henni stíft undanfarin ár sérstaklega á ferðalögum Cool. Arftakinn var taska frá "Miu Miu" sem hafði kostað 13250 krónur en var nú á 50% afslætti, sem sé á 6525 krónur en prinsessunni fannst peiningunum betur varið í annað, hvað svo sem þetta "annað" er Woundering. Næst hélt prinsessan á kaffihús og fékk sér kaffi og eina sæta og ákvað að hringja í kærastann, smá eftirlit, athuga hvort hann hefði tekið lyfin og borðað eitthvað Blush. Prinsessan hefur náttúrulega beðið, hálf kvíðin, eftir persónuleikabreytingum sem maður hefur heyrt af hjá þeim sem farið hafa gegnum merggjöf og líffætagjöf. Við fréttum af einum sem fór að sækja svo í að fá sér eitt rauðvínsglas að kvöldi og síðar kom í ljós að gjafinn var vínplantekrueigandi frá Ítalíu og fleiri slíkar sögur höfum við lesið og heyrt af Errm. Þar sem Eyjólfur fékk stofnfrumurnar frá Þjóðverja mátti búast við bjórdrykkju, mikilli skipulagningu fram í tímann (hefur reyndar verið til staðar) og það sem hefur valdir prinsessunni mestum kvíða en það er aðhaldssemi á fé Crying. Þar sem kærastinn hefur alla tíð verið afar rausnarlegur á það sem væri fyrir prinsessuna, föt, skartgripi og skemmtun, þá hefur örlað á smá óöryggi hjá prinsessunni þegar kærustuparið hefur farið í verslanir. Ekkert hefur borið á aðhaldsemi þvert á móti, prinsessan þarf aðeins að stíga á bremsunrnar. Nema hvað þegar prinsessan var að ræða við kærastann í símann á kaffihúsinu nefndi hún svona í framhjáhlaupi töskuna flottu og hagkvæmu og sleppti ekki verðinu. Kærastinn átti ekki orð yfir aðhaldseminni W00tog fór fram á að prinsessan snéri við og festi kaup á þessari fínu tösku. Einhverjar vöflur komu á prinsessuna, reyndar gerðist hið ótrúlega, hún átti ekki orð en stundi "ég nenni ekki að fara til baka, ég bara geymi þetta" Errm.

Eftir að prinsessan skakklappaðist heim dró hún kærastann út á smá göngu og á "café" þar settist parið niður að svala þorstann og taskann góða barst aftur í tal, kærastinn enn hneykslaður á aðhaldssemi prinsessunnar og hún að afsaka sig Frown og sagðist bara ekki geta hugsað sér að eyða svona miklu í eina tösku það væri svo margt annað hægt að gera við peningana, "hva þú ert jafn fátæk fyrir sexþúsund kall" sem sé kærastinn hélt allan tímann að prinsessan væri að tala um íslenskar krónur sem hún hélt að væru löngu úreltar eftir þriggja mánaðar dvöl með sænskar krónur Tounge.

Nú er bara að skella sér á sjúkrahúsið því Eyjólfur er að fara í blóðprufu og svo á kaffihús á eftir. Hér rigndi eins og hellt væri úr föru í nótt en nu er komið fínt veður, það má sko rigna allar nætur fyrir mér og svo vil ég útivistarveður á daginn og er nokkur ástæða til að neita prinsessu Halo.

Bless kæra dagbók og gaman að fá allar þessar góðu kveðjur að heiman og áfram með góða veðrið heima!! Smile.


Matur er mannsins megin!

Kæra dagbók þá hef ég sett nokkrar myndir inn á bloggið sem teknar voru í byrjun júlí þegar hér voru gestir Smile.

Nú er lagt allt kapp á að næra kærastann og koma á hann holdum, endurheimta hann aftur Wink og það gengur bara nokkuð vel. Prinsessan eldar og fer út að borða með kærastann því það eru fyrirmæli frá læknunum að hann eigi að borða og borða og líka að fá sér einn og einn bjór en það hafa ekki komið nein fyrirmæli um holdafar prinsessunnar þannig að hún tekur fullan þátt í öllu þessu áti þó hún sleppi bjórnum Blush. Við verslum í "Stóra-kuffulaginu" og þar er sko úrvalið í lagi og jafnvel hægt að kaupa matinn eldaðann en þar sem úrvalið af kjöti og fiski (já fiski veiddum í Norður-Atlantshafi) er svo mikið að við freistumst alltaf af einhverju sem er svo eldað heima, líka í hádeginu Cool. Hins vegar eigum við það líka til að fara út að borða, þá sjáum við líka eitthvað annað fólk. Oftast er farið í hádeginu en um daginn fórum við að kvöldi til hér út á næsta horn en þar er grískur veitingastaður sem við gerðum ekki háar væntingar til GetLost. Við höfum að vísu séð lægra verð á matsölustöðum en samt var þetta ódýrt en gæðin voru sko ekki í samræmi við verð, nei miklu betra Kissing. Prinsessan pantaði sér entrecote steik og mátti velja hvernig eldaða kartöflu hún vildi með, alveg hæfir það minni. Kærastinn tók hins vegar áhættu því hann vildi endilega fisk og þar sem við erum orðin svo "góð" í sænsku vorum við bara með matseðil á sænsku. "Havgåsfile" skildi það vera, sænskuséníð hélt í fyrstu að þetta væri gæs alin upp í einhverjum garði, sbr hav/garður en sem betur fer var árætt að spurja þjónustustúlkuna, sem var austurlensk/kínversk sem var svolítið skondið á grískum veitingastað Sideways. Þessi "garðargæs" reyndist hinn besti fiskur með mjög góðu meðlæti og svo fylgdi súkkulaðimús í tveimur lítum í eftirrétt, prinsessan fékk tvöfaldan expresso sem var mjög góður  við vorum alsæl með þessa máltíð og ekki skemmir að vera bara í 3-5 mínútur á leiðinni Grin. Með tveimur rauðvísglösum var verðið mjög sanngjarnt og mun lægra en heima LoL.

Bless kæra dagbók við höldum bara áfram að vinna að því að eindurheimta Eyjólfu og biðjum einhverna að vera búin að henda vigtinni þegar við komum heim Whistling.

 


Bústaður okkar!

Aftur

Kæra dagbók eins og þú veist þá finnum við okkur mjög "heima" hér í íbúðinni í Stokkhólmi Wink og okkur líður vel hér. Ekki skemmir það fyrir að íbúðin er á annari hæð, eins og var á Hjallabrautinni, að vísu er eins og við förum alltaf inn í gegnum kjallarann og hér er líka lyfta svona eins og framin voru morð í í frönskum bíómyndum frá 5. áratugnum Crying,  opin lyfta með rennihurð og rimlahurð, tvær hurðar og maður sér út alla leiðina. Prinsessan notar að sjálfsögðu aldrei þessa lyftu Frown en það gera hugaðir kærastar alltaf. Gunnar er nálægur því á horninu er pizzastaður sem heitir "Gunnars pizza", þrír Gunnarar voru í stigaganginum á Hjallabrautinni Smile. Reyndar er Jói fluttur af efstu hæðinni og býr nú á neðstu hæð í næstu blokk Cool og lætur sér ekki nægja að slá grasið hjá sér eftir vinnu heldur slær hann hjá hinum stigagöngunum líka. Hann fer á "Blöndós" um helgar og grillar reglulega í góða veðrinu og er oftar en ekki með gesti, við birtum mynd af honum hér á blogginu, skollóttur með sólgleraugu, jú "sænskur" Jói, við höfum nú reyndar ekki farið og fengið lánaða hjá þeim hjónum mjólk eða rjóma, Blush ennþá. Við höfum líka húsvörð hér, náunga sem dagaði upp um 1970, hjólar um götur á "möve" hjóli, ber á ofan með skegg niður á nafla, heldur ótrúlega hreinu og þvottahúsið er til fyrirmyndar, snyrtipinnar hinir mestu væru hæst ánægir Grin.

Bless kæra dagbók, hér er fínt veður þó það sé gott á Íslandi, alltaf 18-25°C sól og skýjað til skiptis og svo hafa komið einstaka skúrir en við höldum samt að Svíarnir séu ekki ánægðir með sumarveðrið.

 


Betra seint en ekki!!

Kæra dagbók þá er mín bara svolítð seint á ferðinni, einhverjir prinsessustælar í minni Whistling.

Við þurftum að vakna fyrir allar aldir í morgun eða fyrir klukkan 8:00 að staðartíma, við vöknum vanalega upp úr sjö af sjálfsdáðun, í morgun var þetta eitthvað erfitt Blush. Við gleyptum í okkur morgunmatinn eftir að hafa sturtað okkur á methraða, pöntuðum leigubíl og rétt náðum tímalega upp á sjúkrahús Shocking. Eyjólfur var í eftirliti í morgun eins og hann er reyndar tvisvar í viku hverri. Við hittum sjúkraþjálfarann sem var bara mjög ánægður með Eyjólf. Ég reyni af fremsta megni að þræla honum út daglega, að ganga eða hjóla nema hvort tveggja sé. Reyndar er hann rosalega duglegur og vinnur stöðugt að því að styrkja sig á allan hátt og koma sér í betra form Cool. Sem dæmi þá upp á stóð hann í dag að fara að versla og ég hlýddi eins og ég geri alltaf Halo. Þetta gékk svo vel, byrjuðum á kaffi, kók og súkkulaðiköku, sem var mjög gott! Síðan var ráðist á búðirnar, fyrst var það vetrarúlpa á Eyjólf á útsölu, þrír toppar og vesti á prinsessuna, ekki á útsölu, gallabuxur á herrann, á útsölu og kaffibrúsi fyrir heimilið, ekki á útsölu Wink. Kærustuparið var svo ánægt með sig að það hélt á matsölustað og snæddi hádegisverð utandyra og horfði á mannlífið á meðan, æðislegt. Svo var drifið sig heim til að blogga, ekki sleppa því og svo náttúrulega þarf að þvo Pinch.

Bless kæra dagbók og mikið var gott að ég lét þig vita af pallinum við Súfistann því það hefur bara verið uppselt síðan.


Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 798

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband