Óskar eða Eddan!

Kæra dagbók það held ég að kærustuparið hafi staðið sig vel í gær Wink. Eftir að hafa tekið góða, mjög góða morgunhvíld hér heima með örlítið af heimilisstörfum og góðan hádegismat fór parið hjólandi niður að sjó Joyful. Þegar þangað var komið var skellt sér í "túrista" búninginn, myndavélarnar teknar upp og keyptir miðar í strætóferð um borgina, "Open Top Tours". Þessi ferð var sérstaklega um "Södermalm" en það var áður fátækrahverfi en er mjög vinsælt í dag, þar er t.d. "Soho" Stokkhólms en kærustuparið á alveg eftir að taka það út FootinMouth. Þar sem miðarnir í strætóinn gilda í allan dag líka þá er spurning að taka "Östermalm" og nágrenni í dag. Allavega stóð kærustuparið sig svo vel í gær að leika túrista að augljósir eru leikilistarhæfileikar til staðar og nú er það bara spurningin hvenær tekið verði á móti leikara verðlaununum. Það er nokkuð ljóst að það verður ekki "Óskar" þar sem styttan er svo ljót, auk þess að vera veitt fyrir kvikmyndaleik og ferðin ekki "dokkjúmenteruð". Þá er það Eddan, sem hefur reyndar verið  litlu skárri í útliti, þar er spurningin hvort það nægi að vera Íslendingur eða þarf að leika á Íslandi Woundering.

Prinsessan hefur mikið hugsað heim síðasta sólahringinn ekki bara um litlu börnin sem eru ein heim og eru að fara að hefja nám í æðri menntastofnunum heldur líka að nú ætti hún að vera mætt til sinna gömlu starfa Sick. Prinsessan saknar óneitanlega gömlu og góðu starfsfélaganna og hefur því áætlanir með að halda haustinu góðu og hýju og mæta og trufla gömlu starfsfélagana Halo. Prinsessan hefur sko gert mun fleiri áætlanir í góða veðrinu í haust eins og að klífa fjöll og heimsækja fornar slóðir Joyful.

Prinsessan var að ljúka mjög svo óprinsessulegu hlutverki og er bara ánægð með sig, hún var nefnilega að skúra allt íbúðina og mundi þá eftir því að Svíar nota dverga til að skúra og kústarnir því miðaðir við þeirra hæð sem er ekki gott fyrir bakið á tígurlegum prinsessum Pinch. Reyndar er gegnheilt parket í flestum vistarverum og það má alls ekki skúra en það var hreinsað vandlega og við þann verknað greip um sig kvíði hjá prinsessunni þar sem nú í sumar var sett gegnheilt parket á neðri hæðina á Miðvangnum. Hvað ef litlu englarnir tækju nú upp á því að ætla að þrífa vel og vandlega áður en kærustuparið kæmi heim og færu að skúra nýja parketið og það yrði ónýtt áður en kærustuparið liti það augum Crying. Þá vill nú prinsessan frekar koma heim á skítugt gólf sem ekki hefur verið bleytt enda treystir hún á að fá gott að borða þegar hún kemur heim og mikið, mikið knús, hún á hvort eð er eftir að skíta allt út með hraði Tounge.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima, alltaf svo gott að fá einhverjar fréttir hvort sem það er af Esjugöngum eða hversdagsleikanum Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var gott að fá svona húsráð. Ég er reyndar ekki með gegnheilt parket en ég er viss um að það er alveg jafn hættulegt að skúra heima hjá mér. Ég er ekki byrjuð að hrekkja og tefja vinnandi fólkið í Setbergsskólanum en mun sannarlega gera það svo þau hafi ekki áhyggjur af því að ég sé útundan. Ég vildi að ég hefði snefil af prinsessunni í Söndru í mér, þá nennti ég kannski að standa upp úr stólnum af og til.  Geri það nú reyndar en þá liggur leiðin oftast á bókasafnið! Það verður gott að fá ykkur heim.

Guðríður (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:11

2 identicon

Nú var ég fyrir vonbrigðum með þig Rannveig mín.  Ég hélt að allir vildu fá Edduna!!

Edda (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:47

3 identicon

Sæl ofurskvízan. Þó ég hafi ekki kvittað fyrir heimsókn á bloggið þitt þá hef ég náð að kíkja inn, kannski lesið 2 daga í einu. Þú veist hvernig þessir fyrstu dagar í vinnunni eru, maður reynir að gera allt í einu þegar maður fær smástund til að vinna að skipulagi og undirbúningi; útbúa skipulagsplöggin, skipta í hópa, útbúa hina ýmsu lista, finna til bækur, bera þær í stofu, laga til í stofunni, finna þetta, gera hitt.... Stundataflan mín leit nú ekki vel út þó svo að ég væri bara með 24 tíma, ekkert nema göt og næstum jafn mikið eftir hádegi og fyrir. En þegar allir fundir, samstarf og læsið er komið inn á mill þá lítur hún skár út og ég er ekkert eftir hádegi á föstudögum, enda skárra væri það nú með aðstoðarskólastýruna í innsta vinahring Þegar maður skreiðist svo heim þarf maður annað hvort að fara að hitta hlaupahópinn og þykjast skokka e-ð eða hitta gönguhópinn í Nauthólsvíkinni og sýna coolheit og fleygja sér í svalt Atlantshafið. Svo á bóndinn afmæli á morgun og það er ekki nóg að baka fyrir gesti og gangandi heldur verður þessi elska að fara með bakkelsi í vinnuna og bakstur er ekki hans sterka hlið svo auðvitað tek ég það hlutverk auðsveip að mér En mikið hlakka ég nú til að láta trufla mig og við verðum nú að hittast bara sem allra fyrst og fá okkur e-ð huggulegt sem hæfir dömum sem okkur Heja til kærastans og ekki síður þín, sjáumst fljótlega, hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 18:48

4 identicon

Sæl og blessuð kærustupar Eins og fram hefur komið er skólinn að hefjast og þá eins og þú veist er margt að stússast. En ég get sagt þér alveg í trúnaði að þegar ég sat á starfsmannafundinum á mánudaginn kl. 9.00 hugsaði ég úff það er næstum eins og ég hafi verið hér í gær að vinna...... Ég sem gerði svo margt og mikið í sumar he,he, út á pall og fór svo aftur út á pall. Æ þetta er samt alveg  frábært að hitta fólkið okkar,allir á fullu að undirbúa og gera allt klárt fyrir föstudaginn. Jón Valur er en jafn langur og hann var fyrir námsleyfið, nú er MJÚL orðinn svo virðulegar að hann fær ekki umsjón,Bylgja og Garðar verða með baráttu um valdið í sama árganginum og Sigga Gunnlaugs verður með þeim. Svona er lengi hægt að telja upp reyni að segja þér þetta í smáskömmtum Allir senda bestu baráttukveðjur til ykkar og það verðr gaman að fá ykkur heim í truflun. Soldið er nú haustlegt hér úti núna vindur og þungskýjað.

Risaknús yfir til ykkar 

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband