Hætt að hlæja að Yahoo!

Kæra dagbók aftur voru unnir sigrar á leiksviðinu í gær, kærustuparið lék túrista með glæsibrag en ekkert hefur borið á undirtektum Woundering. Þar sem kærustuparið fær örugglega Edduna fyrir frábæra leikframmistöðu þá áskilur það sér rétt til að velja sjálf þessa Eddu, ekki einhverja ljóta styttu sem nýtist ekki til neins Joyful.

Kærustuparið fór sem sé "bláu" leiðina í gær, "Östmalm" og "City" eins og leiðsögumaðurinn sagði Blush. Áður en lagt var af staði hafði prinsessan athugað með veðrið á Yahoo en úti var sól og hiti hins vegar sagði Yahoo að það væri rigning í Stokkhólmi, "common" aldrei að marka þessar veðurspár eða veðurfréttir Shocking. Lagt var af stað í sól og blíðu og setið á efri hæðinni í strætó og blæjan frá "Open Top Tour" æðislegt að láta goluna leika um sig og skoða borgina Smile."Splassss!" og aftur "splassss!" risa stórir regndropar skullu á nefinu á prinsessunni, hún dreif upp regnhlífina inni í strætó og kærustuparið stóð sig vel í hlutverkinu faðmandi hvort annað mjög þétt undir bleiku fínu regnhlífinni Heart. Rosalega var nú blæja lengi að renna eftir toppnum og loka rigninguna úti. Forsjála kærustuparið var þurrt, prinsessan fer nefnileg aldrei úr húsi án "galdratöskunnar" og upp úr henni er ýmislegt hægt að draga Cool. Núna er það spurningin hafði "Yahoo" rétt fyrir sér? Rigningin varði stutt, hefðu þeir átt að segja skúrir í staðinn fyrir rigning? Það er rigning á meðan rignir en ef rignir bara í 7 mínútur og ekki meir, ekki aftur, hvað er það þá? Svarið er að vera alltaf með galdratöskuna og nota eigið hyggjuvit og horfa til himins þá verður allt í lagi Wink.

Nú er kærustuparið að fara upp á sjúkrahús í tékk og nú fer þessum tékkum (ekki með stórum staf) að fækka og Svíarnir verða að sjá á eftir kærustuparinu og um leið mjög einstöku tilfelli, til Íslands Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til Íslands og góða skemmtun í vinnunni "maður er manns gaman" og hinir í berjamó Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl, það verður nú gott að fá ykkur heim eftir þessa útlegð og þó sérstaklega stórafólkið ykkar (börnin ef börn skyldi kalla) vonum bara að allt gangi samkv. áætlun, hér er allt gott að frétta, við gömlu hjúin eru að fara í Ölfusborgir um helgina föstud.- mánud. það losnaði hús svo við skelltum okkur á það, aðeins smá tilbreyting frá svölunum hér, höfum ekki farið neitt í sumar og er ég komin með hundleið og upp í kok á tuskunum er að spá í að henda öllum tuskum hahaha,,,nei nei þær hafa ekki verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Gangi ykkur vel kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:31

2 identicon

Hva eruð þið nú farin að hrekja aumingja tékkana í burtu frá Svíþjóð? er þeim virkilega farið að fækka? aumingjans tékkarnir það var svo kalt þegar ég fór að sofa í gær að ég held að ég hafi verið með óráði í morgun þegar ég vaknaði við að amma mín sem býr í Skagafirði var að kalla á mig kl 5 í morgun, ég hentist upp í rúminu og svaraði JÁÁÁ og áttaði mig þá á að ég var ein í húsinu surning um að láta "tékka" á mér.....en svo kom sólin í morgun og hitinn líka allt annað en í gærkvöldi, sem betur fer. Hafið það sem allra best í öllum skoðunum bæði´innan og utan spítala

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:11

3 identicon

Edda (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband