"Dokkjúmenterað"

Kæra dagbók það er nú meiri dugnaðurinn sem er í gangi hér í Stokkhólmi Wink. Eftir að hafa farið upp á sjúkrahús í gær þar sem kærastinn var tekinn í ýmsar prufur, var haldið í "Gamla Stan" til að mynda staðinn vel og getað svo yljað sér við minningarnar í vetur Joyful. Reyndar eru áform uppi um að tjóðra stórfjölskylduna niður og neyða til að sitja yfir myndasýningu í haust, engum verður leyft að standa upp og gert er ráð fyrir allt að fjögurra tíma sýningu, alla vega er unnið sleitulaust að því að bæta í safnið. Í gær var það "Gamla Stan" sem var tekið fyrir og í annað skiptið á stuttum tíma stóð myndavél prinsessunnar á sér og undarlegt í bæði þessi skipti var prinsessan að reyna að taka mynd af blásarasveit sænsku konungsvarðssveitanna. Þetta eru stórmyndarlegir karlmenn í fagurbláum, vel skreyttum einkennisbúningum, með glansandi silfurlit hljóðfæri, það hreinlega skín af básúnunum Grin. Eins og alþjóð veit þá hefur prinsessan verið afar veik fyrir einkennisklæddum, borðaslegnum hljóðfæraleikurum frá barnæsku InLove. Þegar prinsessan á bauninni var um fjögurra ára aldurinn ákvað móðir hennar að "forframa" dömuna örlítið og sýna henni "drottninga manninn" en það er Henrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, sem var reyndar ekki var orðin drottning á þessum tíma. Prinsessan var klædd upp í kjól og hvítakápu og Hafnarfjarðarstrætó (með öllu sem því fylgdi) tekinn til höfuðborgarinnar. Móðirin tróðst framarlega með prinsessuna svo hún sæi nú prinsinn vel, móðirinn beið spennt enda búin að segja prinsessunni mörg ævintýri og lesa mörg ljóð um prinsessur og prinsa Joyful. Hvað gerist! prinsessan stendur stjörf og vill alls ekki líta upp á svalir Alþingishússins þar sem prinsinn átti að birtast, hún stendur bergnumin og horfir á lúðrasveitina fagurbúna og það komu stjörnur í augu hennar þegar hún lítur stjórnandann augum Heartrétt kíkir á prinsinn þegar hann birtist en "stóri flotti" stjórnandi lúðrasveitarinnar, með dúska á herðum, veifandi priki er aðalnúmer dagsins hjá prinsessunni Smile. Síðan hefur prinsessan fengið að heyra það í tíma og ótíma að fyrsta ástin í lífi hennar hafi verið Páll Pampliker (?) Pálsson, prinsessan man þetta hins vegar öðruvísi Shocking . "Fullt af flott klæddum karlmönnum veifandi hljóðfærum og spilandi skemmtilega músik". Hvor minningin er rétt látum við liggja hér á milli hluta, hins vegar hitti prinsessan Pál síðar á lífleiðinni og hann náði henni rétt í herðar svo eitthvað hafði fennt í minninguna Blush. Prinsessan vill þó að þessu tilefni geta þess að hún neiddi ekki son sinn til að læra á básúnu, hann ákvað það sjálfur, á þeim árum var prinsessan ekki einu sinni viss um hvaða hljófæri það væri, hins vegar þótti henni það ekki verra og er enn mjög hrifinn af básúnuleik LoL.

Hér er sól og yfir 20°C og spáð er hita og góðu veðri næstu daga að vísu hefur prinsessan lítið orðið vör við kuldan sem Svíarnir hafa verið að kvarta undn en hitinn fór reyndar alveg niður í 13°C snemma í gærmorgun Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til vinnandi og ræktandi Íslendinga Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, ég vona að við hlaupadruslurnar fáum að sjá þessa flottu myndasýningu við tækifæri! og því lengri sem hún er....... því betri! Njótið veðurblíðunnar í botn, hér er farið að kólmna sérstaklega seinnipartinn. Maður er aðeins farinn að hækka í ofnum, en líklegt er að það sé aðeins verið að kæla mannskapinn niður áður en kóngafólkið kemur til landsins (til að róa lýðinn). Nú er ég að fara norður í land í Kelduhverfið og er að fara í innfluttningsparty á næsta bæ sem heitir Kot (kot.is) sem bróðir mömmu var að byggja. Þar er svo brjáluð keppni á milli bæja að ég er búin að hlaða mig kolvetnum til að taka liðið í bakaríið og sýna þeim hvar Davíð keypti ölið. hahah ég verð semsagt netsambandslaus yfir helgina og hlakka mikið til að lesa blogg fyrir nokkra daga þegar ég kem heim! knús til ykkar frá  ÍS-landi

sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 100
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband