Sól úti og hiti!

Kæra dagbók þá skein nú sólin glatt í gær og kærustuparið lagðist í garðinn og las bækur og slappaði af Smile. Þegar leið á daginn jókst vindurinn og það fannst kærastanum ekki gott og vildi fara inn en prinsessan tók sig til og fór í hjólatúr. Í þessum hjólatúr uppgötvaði prinsessan að "allir" Svíar á leið úr vinnu á fimmtudögum kíkja við á barnum  og eiga góða stund með vinnufélögunum, það var mikil stemning í gangi og allir barir fullir af fólki en ekkert vesen Wink.

Í vikunni þegar kærustuparið fór í "Open Bus Tour" voru þau varla sest í vagninn þegar sírenuvæl heyrðist og slökkvuliðs- lögreglu- og sjúkrabifreiðar þustu hjá með blá ljós. Fyrr mátti nú vera athyglin sem ferð prinsessunnar olli, nei þetta var óþarfa viðhöfn fannst prinsessunni Blush. Strætó hélt þó ferð sinni áfram og þegar komið var að ferjuhöfninni og hún skoðuð kom í ljós að lætin voru ekki vegna prinsessunnar, hversu skrítið svo sem það var Shocking. Í ljós kom að það eldur hafði komið upp í stóru farþegaskipi sem lá í höfn og flytja þurfti að minnsta kosti tvo farþega og áhafnarmeðlim á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Einhverir höfðu stokkið í sjóinn þegar eldurinn kom upp en samt lá skipið við bryggju og það var heljarinnar fyrirhöfn að ná fólkinu úr sjónum því eingin einföld leið var fyrir fólkið í land þarna í höfninni. Eins gott að vera bara í strætó Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, kærustuparið ætlar að reyna að njóta góða veðursins í Stokkhólmi í dag Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Kærustupar! njótið dagsins í fegurstu höfuðborg í heimi!! Við gamla kærustuparið erum að fara í berjamó með litlu barnabörnunum okkar í góða veðrinu hér á fróni, við ætum að gista í Faxabóli í tungunum(fjölskyldusetrinu)

um helgina. Við verðum í sambandi eftir helgi darlingar. Þúsund kossar yfir hafið til ykkar frá okkur. Amma og afi á Selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 946

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband