Jahérna!!

Kæra dagbók eftir að hafa fengið sér ágætan hádegisverð í gær varð prinsessan svo þreytt og syfjuð að það var eitthvað óeðlilegt við það Sick enda leið ekki á löngu þar til á skall hellirigning. Þessi rigning var virkilega blaut og eflaust dreymir marga um að hafa svona góðan sturtuhaus á baðherberginu hjá sér. Já prinsessan veit nefnileg nákvæmlega hve mikið helltist niður á fersentimetra því hún var á leiðinni heim úr "kuffulaginu" á stuttbuxum og stutterma skyrtu og með derhúfu til varnar sólinni og derhúfur koma sér líka vel í rigningu það er nokkuð ljóst núna Crying. Þegar prinsessan kom inn var andlitð það eina sem var þurrt, allt annað blautt. Prinsessan skellti sér þá bara í aðra sturtu aðeins hlýrri Wink. Rigningin hélt áfram svo prinsessan er búin að hreinsa íbúðina, skipta á rúmum, þvo allan þvott og merkilegt nokk þetta beið allt eftir henni á meðan sólin skein og var á sínum stað þega prinsessan gaf sér tíma til að sinna þessu málefnum, það er nefnilega sumt í þessari veröld sem er alveg hægt að treysta á Pinch.

Kærastinn á svolítð erfitt núna, er með sveppasýkingu í munnholinu og það er ekki þægilegt. Reyndar þekkir prinsessan þetta af eigin raun og reynir að vera voða góð við kærastann, hún er jú svo skilningsrík GetLost. Búin að þylja upp öll húsráð, minnir hann á lyfin í tíma og ótíma og lætur hann borða en það er einmitt svo þægilegt þegar maður er slæmur í munnholi, alltaf jafn elskuleg þessi prinsessa Whistling.

Bless kæra dagbók nú er um að gera að hreyfa sig ekki, borða ekkert heima og bara fara á hótel til að óhreinka ekki hér heima Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst best á síðustu tvær línurnar.

Edda (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:12

2 identicon

Þið eruð svo dugleg!  og ótrúlegt hvað þú getur munað margt og mikið Rannveig! Vona að Eyjólfur komist hratt yfir þetta sveppavesen. Knús til ykkar....danska þemað er aðeins komið í umræðuna...allar hugmyndir vel þegnar (getur þú kannski fengið dönsku hirðina til að ferðast með ykkur til Íslands? við gætum kannski fengið hana til að sjá um kvöldið:-))

knús til ykkar!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband