26.8.2009 | 08:24
Rígur!!
Kæra dagbók hér er mikill rígur á heimilinu . Kærastinn er með svo rosalegan hálsríg "hexeskud" að hann nær frá hálsi og langt upp á höfuð
. Það er sem sé alltaf eitthvað verið að hrekkja kærasta prinsessunnar og hún er alveg saklaus af öllu þessu veseni, alveg satt
.
Þegar átti að útskýra fyrir lækninum hvað væri að hrjá kærastann vantaði orð á fyrirbærið og gripið var til orðs sem móðir prinsesssunnar notaði alltaf, móðirinn er fædd og uppalin á Siglufirði fyrir miðja síðustu öld og bærinn var þá svolítið dönskuskotinn enda stutt í Akureyra, sjóleiðis. Þetta orð skyldi sænski læknirnn vel, "hexeskud" eða nornaskot/bit er sem sé líka þekkt í Svíþjóð, svo eitthvað hlýtur að vera af nornum hér. Íslendingar eru nú ekki alltaf að kenna kvenfólki um það sem miður fer og því hefur þetta verið kallað "Þursabit" á íslensku, sem sé að vera bitinn af þurs(a). Þessi svæsni verkur sem kemur í vöðvafestur án haldbærrar skíringar nema þá snöggrar hreyfingar eða bara að vakna með verkinn er ekki manni sálfum að kenna heldur einhverjum þurs eða norni, og þá vitum við það . Eyjólfur var ekki ferðafær í gær af völdum "galdra" og sat með "plástur", mjög stóran, á aftanverðu höfðinu og reyndi að liðka sig. Plásturinn er mjög sniðugur, hann hitar svæðið sem hann er á og eitthvað útfrá því og um leið er hann verkjastillandi og bólgueyðandi en verkar bara á takmarkað svæði, það svæði sem þarf að meðhöndla
.
Talandi um tungumál og vísanir í tungumálum þá er kærustuparið búin að komast að því að á einhverju tímabili hafa Sviar eitthvað ruglast í sínu tungumáli, verið kærulausir eða latir nema hvortveggja hafi komði til. Þetta sést á því að sterk stigbreyting lýsingaorða heyrist ekki, Svíar segja "godare" en ekki "bedre" eða betri. Kannski verður þetta svona í Íslenskunni einhverntíma, "who knows" .
Bless kæra dagbók, hér rignir í augnablikinu en það verður sko sól og blíða seinni partinn .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2009 | 08:12
Þrír dagar!!
Kæra dagbók núna eru bara þrír dagar í bróður prinsessunnar. Mikið rosalega verður gaman hjá okkur, það er svo margt að gera og sjá hér í Stokkhólmi og svo eru "NÖRDA" búðir hér
. Áræðanlegar heimildir eru fyrir því að sonur kærustuparsnins sé búinn að fara vandlega yfir það með frænda sínum, hvar "NÖRDA" búðirnar þrjár eru og hvað er til í hverri þeirra. Sem betur fer eru veitingahús á hverju strái hér í borg svo prinsessan getur setið þar meðan karlkynið skoðar "NÖRDA" dótið
.
Kærustuparið fór upp á sjúkrahús í gær og allt sem búið er að athuga er jákvætt og nú eiga bara að vera eftir tvær athuganir fyrir heimferð . Á heimleiðinni var farið á veitingahús og snæddur hádegisverður og þar sem kærustuparið sat og var að kyngja síðustu bitunum, sitjandi utandyra, kemur þá ekki íslenskt par arkandi eftir sjávarsíðunni. Þar voru á ferð hjón sem eru hér í Stokkhólmi sömu erindagjörða og kærustuparið nema þau eru mánuði á eftir okkur í ferlinum. Það var mjög gaman að hitta þau og geta deilt reynslu og skipts á upplýsingum um góða matsölustaði og hvað þyrfti að skoða áður en heim væri haldið
. Nú þarf kærustuparið að vinna úr upplýsingunum og reyna að gera eitthvað sniðugt í dag og meðmælin með borginni verða eftlaust ekki minni eftir daginn.
Það sem helst veldur prinsessunni áhuggjum er að gengið verði fram á "skyndibitavagni" og kærastinn versli sér hálfan meter af lakkrís til að jappla á eða þá "munk" . Prinsessan veit ekki hvort er hræðilegra. Í gær sá hún við honum og settist á kaffihús og fékk sér kaffibolla meðan kærastinn kom nær meter af lakkrís í lóg
. Prinsessan hefur verið að velta fyrir sér af því að sagt er að þeir sem fari í mergskipti séu eins og barn á fyrsta ári, fyrsta árið, mundi maður gefa þriggja mánaða barni lakkrís, "munk" eða bjór
, þetta eru nú bara smá vangaveltur prinsessu.
Fréttir berast að heiman um berjasprettu, fjallagrasatýnslu, börn að mæta í skólana og á meðan situr prinsessan úti í sólinni og prjónar eða fer léttklædd í göngutúra. Hún upplifir sumar en verður svo mætt í haustið eftir viku en þá er bara að vona að einhversstaðar verði til íslensk ber og fjallagrös, prinsessan treystir allavega á að Fjarðarkaup verði á sínum stað með sitt góða úrval .
Bless bless kæra dagbók spurningin sem brennur á prinsessunni núna er hvort hún geti nokkuð hætt að bulla í dagbókina þegar heim verður komið og hvað þá þegar hún verður "alein" á Spáni eftir áramót, hver veit hvað gerist!!!.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2009 | 07:52
Vika og einn dagur!!
Kæra dagbók þá er nú sól og blíða hér í Stokkhólmi og veðrið til að vera úti . Kennslukonuhjartað í prinsessunni slær nú enn þá þó að ekki sé hún við kennslu sem stendur, hún er með augun opin sjái hún unglinga- eða barnahóp á ferð með einn eða fleiri fullorðna í för
. Það kveður svo rammt við að í byrjun júlí réðist hún að ungum sakleysislegum pilti á milli tvítugs og þrítugs þar sem hann tók á móti 8-10 ára krökkum við skólabyggingu í nágrenninu og spurði "drenginn" hvað um væri að vera
. Pilturinn var hinn kurteisasti við þessa hnýsnu kennslukonuprinsessu og fræddi hana um að Svíar væru gegnumgangandi með leikjanámskeið á sumrin í skólafríum fyrir yngri en 12 ára en algjört frí væri í vikum 28-31 eða frá því í byrjun júlí og fram í ágúst. Hér byrjaði svo skólinn 17. og 18. ágúst, bæði grunnskólar og framhaldsskólar. Alla síðustu viku var svo prinsessan að mæta skólakrökkum á ýmsum aldri á göngu úti í hóp með kennara, sjaldan tveimur
. Þetta virtust að mestu skemmtiferðir, til dæmis farið í Hagaparken með nesti og leikið sér og slappað af í sólinni, líka menntaskólakrakkarnir. Einn hóp hitti prinsessan, frekar lágan í loftinu, og þar voru þrír fullorðnir með og allir með litla háfa, skriffæri og bækur, þetta var vísindaleiðangur. Prinsessan sagði kærastanum að þetta væru leikskólabörn að læra um fiðrildi og fleira. Kærastinn vildi vita hvernig hún vissi að þetta væru leikskólabörn þar sem skammt frá var annar hópur að leik og varla hærri í loftinu en jafnvel fleiri. Prinsessan sagðist vera alveg viss í sinni sök þar sem fiðrildahópurinn var með þrjá leiðbeinendur en hinn bara einn, alveig eins og á Íslandi
.
Kærustuparið fór í fjallgöngu í gær, gékk upp á hólinn handan við hornið og gerði það í áföngum en upp komst parið og hóllinn er sko næstum jafnhár og Hamarinn í Hafnarfirði, útsýnið skemmtilegt og skilti á leiðinni sem sögðu sögu staðarins en hann heitir Vanadísarlundur. Eftir þetta erfiði átti nú að fá sér vöfflur með sultu og rjóma á mjög skemmtilegu kaffihúsin í Bellevuegarðinum sem er fremsti hluti Hagaparkens, þvílík vonbrigði, kaffihúsið var lokað
. Kærustuparið ákvað þá að arka örlítið lengra og freista þess að fá sínar vöfflur, nei á næsta kaffihúsi voru ekki til vöfflur en við fengum kaffi
.
Bless kæra dagbók nú er að drífa sig í tékk upp á sjúkrahús .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2009 | 09:11
Kaþólska kirkjan!!
Kæra dagbók kærustuparið náði að bregða sér í hjólatúr í gær og hjólaði alveg niður að uppáhalds bar prinsessunnar. Þar er nefnilega hægt að sitja í mjúkum sætum við sjóinn og horfa á seglbáta, hraðbáta, ferjur, skemmtiferðaskip, bátana í útsýnisferðirnar og bara allavega skemmtibáta á ferðinni. Þarna er líka fullta af fólki, ferðafólki og annarskonar fólki, sem skeiðar hjá á mismiklum hraða og mismikið utan við sig
. Prinsessan fær sem sé ekki bara kakó með rjóma á uppáhalds veitingahúsinu heldur líka þverskurðinn af mannlífinu í stórborginni, þverskurðinn af ferðafólkinu í stórborginni svo ekki sé talað um þverskurðinn af tískunni í stórborginni, þannig að þetta eru sannkallaðar háskólastundir fyrir prinsessun
.
Eitt er þó að valda prinsessunni hugarangir og það snýr að kærastanum ! Þegar að farið er í bæinn þá vill hann alltaf stoppa á svona götuveitingahúsum og versla sér "munka" einn eða tvo eða þrjá. Það sem gerist næst er að kærastinn gengur um götur höfuðborgar Svíaveldis snæðandi "munk" . Prinsessan lifir náttúrulega í þeirri von að kaþólska kirkjan og páfinn í Róm séu ekki með útsendara á hverju götuhorni í borginni því ekki liti það vel út í skýrslunum í Páfagarði að Íslenskur herramaður gangi um götur einnar af höfuðborgum Norðurlandanna étandi "munk"
.
Prinsessan á bauninni er búin að athuga tímann "sinn" í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavík í gær og er hann að vonum stórglæsilegur, mun betri en á fyrri árum og er bætingin yfir 10 mínútur, sem er mjög gott . Þetta var flott hjá krónprinsessu prinsessunnar á bauninni
.
Bless kæra dagbók og nú getur þú farið að telja niður þar til kærustuparið lendir á Íslandi, reyndar á að ferðast með leynd svo öryggiskerfið brenni ekki yfir um .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2009 | 08:32
Vöðvar og ekki vöðvar!!
Kæra dagbók það var bara nokkuð erfiður dagur hjá kærustuparinu í gær . Þar sem kærustuparið er nú svo samtaka í öllu og sameinast í áhugamálunum þá tóku þau sig til og lögðu bæði gærdaginn í höfuðverk
eiginlega höfuðkvalir. Prinsessan herti sig upp og hjólaði í næsta apótek og keypti vöðvaslakandi verkjalyf þar sem lang algengasta ástæða höfuðverkja eru vöðvaverkir og það reyndist rétt þannig að kærustuparið er á bata vegi. Vöðvaverkirnir komu að sjálfsögðu á réttum tíma því það hefur verið rok síðan í gærmorgun og svo bættist við rigning síðdegis og svo styttir upp um hádegi og sólin fer að skína því þá verður kærustuparið komið í gott lag
.
Þar sem prinsessan notar leiguhjól frá Stokkhólmsborg, keypti kort sem sett er á skynjara sem svo úthlutar hjóli úr standi með fullt af hjólum. Hjólin eru gegnum gangandi í góðu standi og ekkert mál að skipta ef maður er ekki ánægður en í gær gerðist það að prinsessan fékk glænýtt hjól í frábæru standi . Þetta varð til þess að prinsessan vildi bara hjóla endalaust en var ekki í standi til þess en ætlaði ekki að tíma að skila hjólinu í standinn meðan hún fór í apótekið og að sjálfsögðu var hjólið farið þegar hún kom út og það sem meira var standurinn var tómur. Þá var bara að bregða undir sig betri fætinum og arka að næsta standi og þar beið hennar annað glænýtt hjól, heppin
. Nú er bara að vona að þessi fínu hjól bíði eftir hádegi svo að gott verði að hjóla í hjólaferðinni í sólinni sem þá verður komin
.
Væri prinsessan heima núna færi hún í Reykjarvíkurmaraþonið og skokkaði sína 10 kílómetra en þar sem prinsessan er vant við látin í höfuðborg Svíaveldis þá reddar hún málum með því að senda krónprinsessuna sína í hlaupið og gerir ráð fyrir að hraðinn verði töluvert meiri fyrir vikið, alltaf séð þessi prinsessa . Annars saknar prinsessan helst kaffisins og félagsskaparins eftir hlaupið
.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til hlaupara og menninganæturnjótenda, líka til þeirra sem eru bara í sveitinni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2009 | 07:31
Sól úti og hiti!
Kæra dagbók þá skein nú sólin glatt í gær og kærustuparið lagðist í garðinn og las bækur og slappaði af . Þegar leið á daginn jókst vindurinn og það fannst kærastanum ekki gott og vildi fara inn en prinsessan tók sig til og fór í hjólatúr. Í þessum hjólatúr uppgötvaði prinsessan að "allir" Svíar á leið úr vinnu á fimmtudögum kíkja við á barnum og eiga góða stund með vinnufélögunum, það var mikil stemning í gangi og allir barir fullir af fólki en ekkert vesen
.
Í vikunni þegar kærustuparið fór í "Open Bus Tour" voru þau varla sest í vagninn þegar sírenuvæl heyrðist og slökkvuliðs- lögreglu- og sjúkrabifreiðar þustu hjá með blá ljós. Fyrr mátti nú vera athyglin sem ferð prinsessunnar olli, nei þetta var óþarfa viðhöfn fannst prinsessunni . Strætó hélt þó ferð sinni áfram og þegar komið var að ferjuhöfninni og hún skoðuð kom í ljós að lætin voru ekki vegna prinsessunnar, hversu skrítið svo sem það var
. Í ljós kom að það eldur hafði komið upp í stóru farþegaskipi sem lá í höfn og flytja þurfti að minnsta kosti tvo farþega og áhafnarmeðlim á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Einhverir höfðu stokkið í sjóinn þegar eldurinn kom upp en samt lá skipið við bryggju og það var heljarinnar fyrirhöfn að ná fólkinu úr sjónum því eingin einföld leið var fyrir fólkið í land þarna í höfninni. Eins gott að vera bara í strætó
.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, kærustuparið ætlar að reyna að njóta góða veðursins í Stokkhólmi í dag .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2009 | 08:37
"Dokkjúmenterað"
Kæra dagbók það er nú meiri dugnaðurinn sem er í gangi hér í Stokkhólmi . Eftir að hafa farið upp á sjúkrahús í gær þar sem kærastinn var tekinn í ýmsar prufur, var haldið í "Gamla Stan" til að mynda staðinn vel og getað svo yljað sér við minningarnar í vetur
. Reyndar eru áform uppi um að tjóðra stórfjölskylduna niður og neyða til að sitja yfir myndasýningu í haust, engum verður leyft að standa upp og gert er ráð fyrir allt að fjögurra tíma sýningu, alla vega er unnið sleitulaust að því að bæta í safnið. Í gær var það "Gamla Stan" sem var tekið fyrir og í annað skiptið á stuttum tíma stóð myndavél prinsessunnar á sér og undarlegt í bæði þessi skipti var prinsessan að reyna að taka mynd af blásarasveit sænsku konungsvarðssveitanna. Þetta eru stórmyndarlegir karlmenn í fagurbláum, vel skreyttum einkennisbúningum, með glansandi silfurlit hljóðfæri, það hreinlega skín af básúnunum
. Eins og alþjóð veit þá hefur prinsessan verið afar veik fyrir einkennisklæddum, borðaslegnum hljóðfæraleikurum frá barnæsku
. Þegar prinsessan á bauninni var um fjögurra ára aldurinn ákvað móðir hennar að "forframa" dömuna örlítið og sýna henni "drottninga manninn" en það er Henrik prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, sem var reyndar ekki var orðin drottning á þessum tíma. Prinsessan var klædd upp í kjól og hvítakápu og Hafnarfjarðarstrætó (með öllu sem því fylgdi) tekinn til höfuðborgarinnar. Móðirin tróðst framarlega með prinsessuna svo hún sæi nú prinsinn vel, móðirinn beið spennt enda búin að segja prinsessunni mörg ævintýri og lesa mörg ljóð um prinsessur og prinsa
. Hvað gerist! prinsessan stendur stjörf og vill alls ekki líta upp á svalir Alþingishússins þar sem prinsinn átti að birtast, hún stendur bergnumin og horfir á lúðrasveitina fagurbúna og það komu stjörnur í augu hennar þegar hún lítur stjórnandann augum
rétt kíkir á prinsinn þegar hann birtist en "stóri flotti" stjórnandi lúðrasveitarinnar, með dúska á herðum, veifandi priki er aðalnúmer dagsins hjá prinsessunni
. Síðan hefur prinsessan fengið að heyra það í tíma og ótíma að fyrsta ástin í lífi hennar hafi verið Páll Pampliker (?) Pálsson, prinsessan man þetta hins vegar öðruvísi
. "Fullt af flott klæddum karlmönnum veifandi hljóðfærum og spilandi skemmtilega músik". Hvor minningin er rétt látum við liggja hér á milli hluta, hins vegar hitti prinsessan Pál síðar á lífleiðinni og hann náði henni rétt í herðar svo eitthvað hafði fennt í minninguna
. Prinsessan vill þó að þessu tilefni geta þess að hún neiddi ekki son sinn til að læra á básúnu, hann ákvað það sjálfur, á þeim árum var prinsessan ekki einu sinni viss um hvaða hljófæri það væri, hins vegar þótti henni það ekki verra og er enn mjög hrifinn af básúnuleik
.
Hér er sól og yfir 20°C og spáð er hita og góðu veðri næstu daga að vísu hefur prinsessan lítið orðið vör við kuldan sem Svíarnir hafa verið að kvarta undn en hitinn fór reyndar alveg niður í 13°C snemma í gærmorgun .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til vinnandi og ræktandi Íslendinga .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 07:28
Hætt að hlæja að Yahoo!
Kæra dagbók aftur voru unnir sigrar á leiksviðinu í gær, kærustuparið lék túrista með glæsibrag en ekkert hefur borið á undirtektum . Þar sem kærustuparið fær örugglega Edduna fyrir frábæra leikframmistöðu þá áskilur það sér rétt til að velja sjálf þessa Eddu, ekki einhverja ljóta styttu sem nýtist ekki til neins
.
Kærustuparið fór sem sé "bláu" leiðina í gær, "Östmalm" og "City" eins og leiðsögumaðurinn sagði . Áður en lagt var af staði hafði prinsessan athugað með veðrið á Yahoo en úti var sól og hiti hins vegar sagði Yahoo að það væri rigning í Stokkhólmi, "common" aldrei að marka þessar veðurspár eða veðurfréttir
. Lagt var af stað í sól og blíðu og setið á efri hæðinni í strætó og blæjan frá "Open Top Tour" æðislegt að láta goluna leika um sig og skoða borgina
."Splassss!" og aftur "splassss!" risa stórir regndropar skullu á nefinu á prinsessunni, hún dreif upp regnhlífina inni í strætó og kærustuparið stóð sig vel í hlutverkinu faðmandi hvort annað mjög þétt undir bleiku fínu regnhlífinni
. Rosalega var nú blæja lengi að renna eftir toppnum og loka rigninguna úti. Forsjála kærustuparið var þurrt, prinsessan fer nefnileg aldrei úr húsi án "galdratöskunnar" og upp úr henni er ýmislegt hægt að draga
. Núna er það spurningin hafði "Yahoo" rétt fyrir sér? Rigningin varði stutt, hefðu þeir átt að segja skúrir í staðinn fyrir rigning? Það er rigning á meðan rignir en ef rignir bara í 7 mínútur og ekki meir, ekki aftur, hvað er það þá? Svarið er að vera alltaf með galdratöskuna og nota eigið hyggjuvit og horfa til himins þá verður allt í lagi
.
Nú er kærustuparið að fara upp á sjúkrahús í tékk og nú fer þessum tékkum (ekki með stórum staf) að fækka og Svíarnir verða að sjá á eftir kærustuparinu og um leið mjög einstöku tilfelli, til Íslands .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til Íslands og góða skemmtun í vinnunni "maður er manns gaman" og hinir í berjamó .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2009 | 09:42
Óskar eða Eddan!
Kæra dagbók það held ég að kærustuparið hafi staðið sig vel í gær . Eftir að hafa tekið góða, mjög góða morgunhvíld hér heima með örlítið af heimilisstörfum og góðan hádegismat fór parið hjólandi niður að sjó
. Þegar þangað var komið var skellt sér í "túrista" búninginn, myndavélarnar teknar upp og keyptir miðar í strætóferð um borgina, "Open Top Tours". Þessi ferð var sérstaklega um "Södermalm" en það var áður fátækrahverfi en er mjög vinsælt í dag, þar er t.d. "Soho" Stokkhólms en kærustuparið á alveg eftir að taka það út
. Þar sem miðarnir í strætóinn gilda í allan dag líka þá er spurning að taka "Östermalm" og nágrenni í dag. Allavega stóð kærustuparið sig svo vel í gær að leika túrista að augljósir eru leikilistarhæfileikar til staðar og nú er það bara spurningin hvenær tekið verði á móti leikara verðlaununum. Það er nokkuð ljóst að það verður ekki "Óskar" þar sem styttan er svo ljót, auk þess að vera veitt fyrir kvikmyndaleik og ferðin ekki "dokkjúmenteruð". Þá er það Eddan, sem hefur reyndar verið litlu skárri í útliti, þar er spurningin hvort það nægi að vera Íslendingur eða þarf að leika á Íslandi
.
Prinsessan hefur mikið hugsað heim síðasta sólahringinn ekki bara um litlu börnin sem eru ein heim og eru að fara að hefja nám í æðri menntastofnunum heldur líka að nú ætti hún að vera mætt til sinna gömlu starfa . Prinsessan saknar óneitanlega gömlu og góðu starfsfélaganna og hefur því áætlanir með að halda haustinu góðu og hýju og mæta og trufla gömlu starfsfélagana
. Prinsessan hefur sko gert mun fleiri áætlanir í góða veðrinu í haust eins og að klífa fjöll og heimsækja fornar slóðir
.
Prinsessan var að ljúka mjög svo óprinsessulegu hlutverki og er bara ánægð með sig, hún var nefnilega að skúra allt íbúðina og mundi þá eftir því að Svíar nota dverga til að skúra og kústarnir því miðaðir við þeirra hæð sem er ekki gott fyrir bakið á tígurlegum prinsessum . Reyndar er gegnheilt parket í flestum vistarverum og það má alls ekki skúra en það var hreinsað vandlega og við þann verknað greip um sig kvíði hjá prinsessunni þar sem nú í sumar var sett gegnheilt parket á neðri hæðina á Miðvangnum. Hvað ef litlu englarnir tækju nú upp á því að ætla að þrífa vel og vandlega áður en kærustuparið kæmi heim og færu að skúra nýja parketið og það yrði ónýtt áður en kærustuparið liti það augum
. Þá vill nú prinsessan frekar koma heim á skítugt gólf sem ekki hefur verið bleytt enda treystir hún á að fá gott að borða þegar hún kemur heim og mikið, mikið knús, hún á hvort eð er eftir að skíta allt út með hraði
.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima, alltaf svo gott að fá einhverjar fréttir hvort sem það er af Esjugöngum eða hversdagsleikanum .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2009 | 09:54
Göngudagurinn mikli!
Kæra dagbók nú var sko tekið á því í gær . Kærustuparið byrjaði á smá hjólatúr og fór svo í Drottningagötuna en þar var úti bókamarkaður, lengsta söluborð sem parið hefur séð. fullt af fólki að skoða og versla bækur en kærustuparið lét það eiga sig þar sem bækurnar voru allar á útlensku
. Það þótti mun gáfulegra að bregða sér á veitingastað og horfa þaðan á lífið og tilveruna. Eftir að hafa skoðað göngulag fólks, klæðaburð og framkomu hélt kærustuparið af stað heim og ákvað að ganga aðeins. Þetta aðeins endaði með 2. kílómetra göngutúr og var prinsessan svo uppgefin á eftir að hún lagði sig í annan sófan og sofnaði
enda ekki til þess ætlast að prinsessur hafi eitthvað fyrir lífinu. Prinsessan býr svo vel að eiga þrjá eldri bræður sem henni hefur tekist nokkuð vel með uppeldið á og hefur því fengið einn þeirra til að koma í heimsókn í lok ágúst. Hann lifir í þeirri trú að hann sé að koma hingað í skemmtiferð en prinsessan hefur nú séð til þess að þetta verði eitthvað annað
. Prinsessan er nefnilega búin að útbúa stífa dagskrá þessa fjóra daga sem hann stoppar, hann þarf jú að ná Stokkhólmi á fjórum dögum, siglingar, söfn, tívolí, nördabúðir, Gamla-Stan, Hard-Rock og bara allt sem prinsessan hefur haft 4 mánuði til að gera
. Ekki nóg með það prinsessan var svo sniðug að setja hans heimferð á sama tíma og sína svo hann hefur nóg að bera
.
Bless kæra dagbók Svíar hafa verið miður sín þessa helgi því það hefur verið svo kalt, farið niður í 18°C yfir daginn en nú eru þeir heldur að hýrna því spáð er 25°C næstu daga og sól .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar