16.8.2009 | 07:47
Gamlir bílar á ferð!
Kæra dagbók þá var nú aldeilis tekið á því í gær . Kærustuparið hjólaði út í Hagapark, settist á veitingahús eftir þriggja mínútna hjólatúr og fékk sér "brunch". "Brunchinn" var alveg frábærs; salöt, eggjakökur, bakaðar baunir, pylsur, brauð, rækjur (krebs), ávextir og eitthvað fleira, boðið var upp á vatn með sem búið var að skera ávexti ofan í. Úrvalið af eftirréttum var stórglæsilegt, prinsessunni bauðst að baka handa sér vöfflu sem hún gerði og svo var sulta og rjómi með, fleiri, fleiri kökutegundir voru í boði, kaffi og te
. Hvernig átti kærustuparið að fara að hjóla eftir þvílíkar veitingar, eftir að hafa setið aðeins á meltunni og horft á lífið í garðinum þar sem sólin skein, drattaðist parið á hjólin
. Veðrið var mjög gott og því var hjólað um garðinn og teknar myndir til að sýna á Íslandi og prinsessan sýndi kærastanum hvar Victoría fær að búa, eins voru söguslóðir Gústavs III skoðaðar. Sumarhöllin hans stendur þarna enn og henni er vel við haldið en hann fór einmitt þaðan í Óperuna þar sem hann var skotinn til bana
. Víða var farið um garðinn en hérar og kanínur létu ekkert sjá sig, hafa líklega ekki lagt í hjólin. Eftir að hafa skilað hjólunum hélt kærustuparið heim og á þeirri leið sáust gamlar bifreiðar, flestar frá árunum 1950-1960 en líka eldri og yngri, í misjöfnu ástandi. Hér í borg eru menningadagar og margt um að vera og mikið líf og aldrei að vita nema þessi bílasýning hafi verið partur af þeim. Fólkið í bílunum skemmti sér vel,
sumir bílar
nir voru með of marga farþega og í flestum var verið að drekka bjór og hlusta á háværa músik en allt virtist fara vel fram
og ekkert vesen. Annar endi hringsins var við hringtorgið fyrir utan hjá kærustuparinu og ekki ónýtt að sjá þessa bíla út um gluggann og þeir voru enn að klukkan 11 um kvöldið
.
Bless kæra dagbók og þá er bara að vita hvað kærustuparið ætlar að taka að sérfyrir hendur í dag??.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2009 | 08:44
Sólarblíða!!
Góðan daginn kæra dagbók þá er sko sól og blíða úti og um að gera að fara út. Prinsessan hefur ekkert farið í ræktina í mánuð og skokkferðunum hefur fækkað ískyggilega síðan hérarnir fengu kanínurnar í lið með sér við hlaupin. Nú þykir bara mikið ef prinsessan skokkar tvisvar í viku og þrisvar var síðast fyrir þremur vikum
. Hins vegar hefur prinsessan gengið töluvert og samkvæmt því sem stendur í sænskum blöðum, já prinsessan er farin að stafa sig í gengnum blöðin, þá er ganga best. Ganga styrkir lungu, hjarta og ótrúlegan fjölda vöðva og sænsku almenningur er hvattur til að fara fyrr á fætur á morgnana, sleppa strætó eða lestinni og ganga til vinnu, þá verður heilsufar og holdarfar Svía mun betra. "Common" hvar er hagfræðin núna, á að setja almenningsamgöngur á hausinn, nær væri að hvetja fólk til að ganga fyrir eða eftir vinnu og vera ekki að leggja efnahaginn í rúst, svona nokkuð hefur nefnilega keðjuverkandi áhrif. Prinsessan hefur nefnileg fylgst með þjóðmálaumræðuna á Íslandi að undanförnu og er orðin mjög meðvituð um hagfræði en mikið rosalega er hún samt afstæð eftir því hver tala
.
Kærustuparið ætlar að leiða hjá sér allan áróður sænsku blaðanna um göngur í dag og ætla að bregða sér í hjólatúr. Prinsessan er búin að úthugsa leiðangur sem er ýmist niður í móti eða á jafnsléttu og aðeins örlítill halli upp á við en það er að kaffihúsinu með heimabökuðu kökurnar og það má reiða hjólin .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og haldið fast í góða veðrið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 16:42
Góða veðrið að trufla!!
Kæra dagbók kærustuparið fór snemma í morgun í eftirlit upp á sjúkrahús og allt er í góðu gengi . Blóðið á góðu skriði og sveppurinn á undanhaldi og dregið úr lyfjanotkun, sem sé framfarir góðar
.
Eftir sjúkrahúsheimsóknina, sem var nokkuð löng m.a. vegna þess að apótekið var heimsótt, var farið út að borða. Prinsessan var nú búin að bíða spennt eftir því en hvað gerist í apótekinu, prinsessan náði varla að byrja að bíða þegar hún var kölluð upp og var ekki vísað frá til að bíða í næstu biðröð heldur afgreidd strax og engin vandkvæði, "svo bregðast krosstré sem aðrir raftar" .
Eftir góðan mat var það göngutúr og svo kaffihús og beint heim. Þegar kærustuparið stóð á tröppunni við útidyrahurðina skall á haglél, fyrst hélt prinsessan að þetta væru svona stórir regndropar eftir sólina og hitann en sá svo að þetta voru klakahögl, eins gott að verða ekki fyrir þessu .
Nú er það bara prinsessulíferni, rólegheit og góður matur heim, prinsessan vinnur nefnilega að því hörðum höndum að láta ekki fallþunga kærustuparsins verða minni við heimkomu en brottför þó kærastinn hafi tapað töluverðum fjölda kílóa í fyrstu12 vikurnar .
Bless kæra dagbók og ég get huggað þig á því að krónprinsessa prinsessunnar á bauninni fær afmælisgjöf þegar kærustuparið kemur heim .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 08:04
Prinsessan fór í búðir!
Kæra dagbók í gær ákvað prinsessan að fara í könnunarleiðangur til að athuga með afmælisgjöf handa "lítilli" prinsessu á Íslandi sem verður 19 ára á föstudaginn . Prinsessan á bauninni skildi kærastann eftir einan heima og arkaði af stað enda mikið verk fyrir höndum og ekkert þýðir að taka afmælisgjafa leiðangri neinum vettlingatökum. Þar sem prinsessan hafði ekki litið í NK verslunarmiðstöðina hér í borg augum afréð hún að hefja leiðangurinn þar. Þetta reyndist verslunarmiðstöð við hæfi prinsessa
. Þar sem prinsessan á bauninni er afar kvenleg í vaxtarlagi og þjóðverjar hafa sérhæft sig í fatnaði á kvenlegt kvenfólk þá dreif prinsessan sig í að skoða vöruúrvalið
. Jú jú þarna fékk prinsessan gallabuxur sem voru eins og sérsaumaðar á hana. Einhver hefur líklega haft vit á því að láta þjóðverjana fá málin á prinsessunni með þeim leiðbeiningum að þetta séu hlutföllin á kvenlegu kvenfólki. Þjóðverjarnir hafa síðan tekið sig til og saumað fatnað í réttum hlutföllum og ýmsum stærðum fyrir kvenlegt kvenfólk
. Húrra fyrir þeim.
Það er hins vegar af afmælisgjöfinni að segja að "litla" prinsessan, arftakinn, verður líklega að treysta á að einhver annar muni eftir afmælinu hennar og gefi henni afmælisgjöf/gjafir því það er nú varla hægt að leggja meira á prinsessuna á bauninn en að versla á sig sjálfa gallabuxur .
Eyjólfur er pínkulítið skárri í munnholinu í dag en prinsessan veit að þetta er afar þrálátt og ekki von á skjótum bata en þó bata með réttri meðferð smátt og smátt og það er það sem er að gerast. Hér er sól og hiti svo kannski að kærustuparið heiðri bara "landareignina" með nærveru sinni í dag.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, hér er allt fullt af Dönum að gera góð kaup og kannski maður rekist á Frú Margréti í verslunarleiðangri og þá er nú hægt að ræða við frúna um sameiginleg hagsmunamál .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2009 | 08:15
Jahérna!!
Kæra dagbók eftir að hafa fengið sér ágætan hádegisverð í gær varð prinsessan svo þreytt og syfjuð að það var eitthvað óeðlilegt við það enda leið ekki á löngu þar til á skall hellirigning. Þessi rigning var virkilega blaut og eflaust dreymir marga um að hafa svona góðan sturtuhaus á baðherberginu hjá sér. Já prinsessan veit nefnileg nákvæmlega hve mikið helltist niður á fersentimetra því hún var á leiðinni heim úr "kuffulaginu" á stuttbuxum og stutterma skyrtu og með derhúfu til varnar sólinni og derhúfur koma sér líka vel í rigningu það er nokkuð ljóst núna
. Þegar prinsessan kom inn var andlitð það eina sem var þurrt, allt annað blautt. Prinsessan skellti sér þá bara í aðra sturtu aðeins hlýrri
. Rigningin hélt áfram svo prinsessan er búin að hreinsa íbúðina, skipta á rúmum, þvo allan þvott og merkilegt nokk þetta beið allt eftir henni á meðan sólin skein og var á sínum stað þega prinsessan gaf sér tíma til að sinna þessu málefnum, það er nefnilega sumt í þessari veröld sem er alveg hægt að treysta á
.
Kærastinn á svolítð erfitt núna, er með sveppasýkingu í munnholinu og það er ekki þægilegt. Reyndar þekkir prinsessan þetta af eigin raun og reynir að vera voða góð við kærastann, hún er jú svo skilningsrík . Búin að þylja upp öll húsráð, minnir hann á lyfin í tíma og ótíma og lætur hann borða en það er einmitt svo þægilegt þegar maður er slæmur í munnholi, alltaf jafn elskuleg þessi prinsessa
.
Bless kæra dagbók nú er um að gera að hreyfa sig ekki, borða ekkert heima og bara fara á hótel til að óhreinka ekki hér heima .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2009 | 11:25
Alltaf á iði!!
Kæra dagbók nú er prinsessan svolítið sein með dagbókina en rekin fyrir allar aldir á lappir til að fara með kærastanum upp á sjúkrahús í blóðprufu . Klukkan hringdi 10 mínútum fyrir sjö sem þýðir fyrir fimm að nóttu á íslenskum tíma, allt í lagi að aðlagast sænsku krónunni en prinsessan heldur sig við íslensku klukkuna þegar henni hentar
. Nú er kærustuparið komið heim og er að sjálfsögðu örþreytt því vaninn er að skríða ekki framúr fyrr en um átta leytið, sex að íslenskum tíma, það þykir alveg nógu snemmt samt.
Í gær fór kærustuparið í óopinbera heimsókn í "Drottningholm" en þar býr sænska konungsfjölskyldan. Siglt var með ferju sem er smíðuð árið 1909 en lítur mjög vel út og er stöðug. Kærustuparið fékk sér að borða á leiðinni, ágætan mat og naut þess að fylgjast með landslaginu . Heitt og gott veður var í "Drottningholmen" og þar er fallegt um að litast en ekki var farið í miklar skoðanaferðir innan dyra þar sem Karl Gústav er ekki búin að lyftuvæða hýbýli sín. Gardínur sáust bærast í konungshöllinna og var það eflaust fjölskyldan að fylgjast með hinum tignu gestum sem spígsporuðu um hallargarðinn
, vonandi að gestirnir hafi ekki vakið ugg hjá konungsfjölskyldunni því ekki var á áætlun að nema land í hólminum, aðeins að skoða sig um og láta Hagaparken duga, í bili allaveg
. Eitthvað er þó í undirbúnini það sést best á því að við inngang hallarinnar eru blómsturker á súlum og á þeim er fangamark kærastans, ERS, eins og sést á meðfylgjandi mynd
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2009 | 08:30
Slysavarnarkonan!
Kæra dagbók nú gaus slysavarnakona upp í prinsessunni í gær já í stað þess að rjúka í hjólatúr með kærastann sem er rétt að ná því að verða hálfur maður þá ákvað prinsessan að stuttur göngurtúr og bókalestur á bekk væri betur við hæfi. Já kærustuparið tók því rólega fyrripart dags á "landareigninni" með nesti og bækur. Síðan var farið í smá göngutúr, upp í móti, á kaffihús upp á hæð í skóginum. Þar afgreiddu broshýrir ungir piltar og báru fram þessar líka fínu kökur en því miður er bara opið um helgar
. Þannig að það verður eitthvað erfiðara fyrir prinsessuna að ná upp kílóunum sem kærastinn missti
.
Eftir kaffihúsið var gengið heim og kærastinn fór í hvíld en prinsessan fór í leiðangur um landareignina á hjóli, til að ná meiri yfirsýn . Margir voru í heimsókn á landareigninni, ýmist að grilla með fjölskyldunni, skokka, ganga eða hjól en allir að njóta góða veðursins
. Prinsessan myndaði kopartjöldin sem hún hafði verið svo ósmekkleg að halda að væru einhver "Hollywodd" fyrirbæri, samanber samnefnt hús sem stóð við Strandgötuna í Hafnarfirði og bar feikilega "glæsilega" framhlið en var dæmigert hafnfirskt íbúðarhús aftanfrá. Þessi í Hagaparken voru byggð 1760 fyrir varðsveitir konungs
.
Slysavarnakonan gaus aftur upp í hjólatúrnum hjá prinsessunni þegar hún horfði á fólkið grilla á einnota grillunum og fór hún að velta fyrir sér skógareldunum á Spáni en ekkert bar á sírenuvæli í gærkvöldi svo að allt hefur gengið vel .
Nú ætlar kærustuparið að gera eitthvað sniðugt í dag og þú fréttir af því síðar .
Bless kæra dagbók og nú fer að styttast í Íslandsför kærustuparsins en áætluð heimför er 1. september, kveðja til allra .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.8.2009 | 08:43
Lyftubilun og önnur bilun!!
Kæra dagbók um hádegisbil í gær fór kærustuparið hjólandi lengstu vegalengdina síðan komið var til Svíþjóðar, um fjóra kílómetrar . Þetta reyndi töluvert á kærastann þó allt væri niður á við eða lárétt, smá upphalli undir lokin. Nú átti að taka lyftu upp á hæðina þar sem jazz-veitingastaðurinn er, lyftugarganið reyndist lokað/bilað og þá voru í boði ca. 200 tröppur eða að ganga stóran hring og allt upp á við, fjallganga. Kærastinn valdi tröppurnar þó læddist að prinsessunni að hætta við og snæða annars staðar eða bara taka leigubíl en þar sem prinsessan er svo hógvær þá réðst hún á tröppurnar með kærastanum í 27° hitanum og sterkri sólinni
. Prinsessan hafði nú ekkert nema gott af þessu þrammi og hefði alveg mátt fara fleiri ferðir, kærastinn hins vegar kláraði sig
, fékk sér að borða, hlustaði lítið á tónlistina og beint í leigubíl og heim. Eftir að hafa lagt sig í tvo tíma var hann orðinn eitursprækur aftur og er enn þannig að hann hafði ekkert slæmt af þessu nema þá slæma samvisku prinsessunnar
. Hún lagðist hins vegar í sólbað á landareigninni, las og prjónaði með móral yfir biluninni en þá birtist kærastinn með rauðköflóttu kælistöskuna og dró upp tvö glös og litla freyðivíns flösku, ískalda, æðislegt
.
Hér er sama blíðan í dag og áætlað er að æfa lítið og rétt í dag, taka smá hjólatúr inn í Hagaparken og skoða sig betur um. Prinsessan er búin að uppgötva að byggingar (læt mynd inn seinna) sem hún hélt að væri einhver óskapnaður settur upp fyrir svona 10 árum, er í raun frá 1760 og kallast "Koppartälten" eða kopartjöldin á íslensku. Eins og nafnið gefur til kynna þá lítur þetta út eins og tjöld, reyndar eins og tjöldin í Ástríki, rómönsk hertjöld bara úr kopar. Þetta var húsnæði fyrir konunglegar varðsveitir en þarna er núna safn og veitingastður ásamt því að hýsa leiksýningar. Kærustuparið hefur það á áætlun sinni í dag að kanna þessi "tjöld" nánar og umhverfi þeirra .
Bless kæra dagbók og prinsessan ætlar að reyna að bila ekki í dag en áhættan er fyrir hendi, bestu kveðjur .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 08:55
Letilíf!!
Kæra dagbók það má með sanni segja að prinsessan á bauninni lifði sannkölluðu prinsessu lífi í gær
Það er annað sem af er þessum degi
. Prinsessan er búin að standa í stórþvotti síðan uppúr sjö í morgun, agalegt að leggja þetta á eina prinsessu, tvær þottavélar í einu, heill þurrkari og upphengjur, þvílíkt álag og ofan á þetta baðherbergisþrif, örugglega hátt í 3 fermetrar. Ekki er allt búið heldur þurfti prinsessan líka að næra sig, ja hérna
. Annað var með gærdaginn þá lá prinsessan ásamt kærastanum á landareigninni, fáklædd og naut sólar
. Prinsessan stundaði einnig kvenlegar dyggðir, sat að prjónaskap á eigin hönnun ásam því að lesa bókmenntir, "Leynda kvöldmáltíðin". Kærastinn sat við lestur á rónabekk í skugganum og virtist una glaður við sitt enda nóg af nesti með í för, kaldir drykkir í fínu rauðköflóttu kælitöskunni, snúðar og súkkulaði og hvíld á teppi þess á milli
.
Nú er að taka til við konunglegt líferni aftur og drífa sig á hjólin og láta sig renna niður í bæ og yfir í Södermalm fara þar í brunc og hlusta á lifandi jazz á meðan snætt er. Staðurinn heitir "Mosebacke" og þar er góður matur og góð tónlist svo dagurinn ætti að hæfa kærustuparinu .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til ykkar sem eruð að nýta íslenska sumarið ykkur til gagns og gleði!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2009 | 09:13
Opinbermóttaka!
Kæra dagbók þá fór fram fyrsta opinbera móttaka prinsessunnar á kærastans á landareigninni í gær . Mættir voru gestir frá Íslandi, fyrrverandi samstarfsfólk kærustuparsins, Kristbjörg og Gulli. Hirðljósmyndarar voru á svæðinu og var aðburðuinn festur á filmu bæði hreyfimyndir og ljómyndir. Gerð var úttekt á kaffihúsi í garðinum sem býður upp á heimabakað bakkelsi en einungis er opið í góðviðri sem að sjálfsögðu er alla daga. Snætt var í utandyra og valið að sitja í skugga, þannig að hægt var að sitja lengi og njóta veðursins, umhverfisins og ekki síst samverunnar
. Kaffihúsið fær ágætiseinkunn, frekar hrátt og mætti alveg fá mýkri stóla en veitingar góðar og vel útilátnar og verðlag gott sem og glaðleg þjónusta. Örlítið var gengið um landareignina og aðstæður kannaðar, einungis ein lítil kanína heilsaði upp á prinsessuna og samferðarfólk sem er mun minna en vanalega og lítð bar á flugu, engar athuganir voru gerða á veiði. Endað var á Ynglingagatan 3 þar sem einungis "unglinar" voru þarna á ferðinni.
Áður en að móttökunni kom hafði kærustuparið heiðrað sjúkrahúsið í Huddinge með nærveru sinni og var almenn ánægja lækna og hjúkrunarfólks þar með kærastann og því er kærustuparið sælt og ánægt og ætlar að njóta góða veðursins í dag.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra og sérstaklega til þeirra sem fylgjast með skrifunum um prinsessuna og hennar duglega kærasta .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar