Ævintýraverur!

Kæra dagbók þegar að prinsessan á bauninni er annars vegar eru aðrar furðu verur óneitanleg á næsta leyti Joyful. Þannig var það allavega í gær, þá átti kærustuparið stefnumót við frú Sigríði Ólöfu sem gerði hér stutt stopp á ferð sinni til Eskilstuna en þangað fór hún til að heimsækja barnabarnið og óhjákvæmilega fylgja þá foreldrar barnsins með FootinMouth.

Kærastinn bar fram þá ósk að snæddur yrði "lunc" á uppáhalds hádegisverðarstað hans, uppáhalds rétturinn. Þetta kom sér vel fyrir prinsessuna og ÖMMUNA því þetta er veitingastaður sérhæfður í fiskréttum en AMMAN og prinsessan eiga það sameiginlegt, ásamt ýmsu öðru, að vera með ofnæmi fyrir fiski. Einn réttur á matseðlinum inniheldur ekki fisk og sem betur fer er ekki verið að þynna hvítvínið með fisksoði þannig að kvenpeningurinn undi glaður við sitt Smile. Ævintýrafólkið naut dagsins og AMMAN náði lestinni, á síðustu stundu þó og gat tekið ferðatöskuna með Cool. Rétt áður en AMMAN kvaddi rétti hún prinsessunni fríhafnarpoka og sagðí: "hélt ykkur vantaði þetta". Áður var nú kærustuparið búið að reyna að sannfæra ÖMMUNA um að ekkert vantaði í SVíþjóð Wink. Eftir að hafa kíkt í pokann  er prinsessan sannfærð um að AMMAN er rammgöldrótt gott ef hún flýgur ekki um himinhvolfin á næturnar á strákústi W00t. Upp úr pokanum kom hvítvíns flaska og íslenskt lakkrískonfekt. Kvöldinu áður hafði kærustuparið ákveðið  að kaupa hvítvínsflösku á heimleiðinni frá stefnumótinu, eins hafði kærastinn nefnt að kannski hefði hann átta að biðja frú Sigríði Ólöfu um að koma með lakkrískonfekt en nei of mikil framhleyppni. ERGO frú Sigríður Ólöf er galdranorn af bestu sort Grin.

Eftir hádegið er blóðprufa á sjúkrahúsinu og síðan á að hitta aðra ferðalanga frá Íslandi en stefnumótið er á landareign prinsessunnar. Þessir ferðalangar eru sem sé í eftirlitsferð og ætla að tékka á kaffinu og heimabökuðu kökunum í Hagaparken með kærustuparinu Whistling.

Bless kæra dagbók hér er sól og sæla og vonandi eru ónefndir Íslendinar ekki að gera útaf við sig með hjólataúrum, hlaupum og fjallgöngum því eitthvað verður að vera eftir fyrir prinsessuna þegar hún kemur heim Kissing.

 


Aftur til fortíðar!!

Kæra dagbók þá hefur prinsessan á bauninni enga afsökun lengur og brá því á þann gamla vana að fara út að skokka í morgun á landareigninni Wink. Prinsessan stóð sig þetta líka vel að þegar hún komst í endabúðir biðu tveir hérar og fögnuðu henni, þeir voru mjög ánægðir að sjá prinsessuna aftur á skokkinu og hneigðu sig þegar hún kom í mark W00t.

Dagurinn í gær var rólegur hjá kærustuparinu og veðurblíðan nýtt til hins ítrasta, setið í "Bellevue parken" en þar þarf að fara í gegn til að komast í "Hagaparken" sunnan megin frá. Þetta er sá hluti sem prinsessan nam fyrst land í en hefur nú töluvert fært út kvíarnar og er þetta eingungis inngangurinn. Þarna er gott að sitja, bæði í grasinu og á bekkjum. Prinsessan las, prjónaði og sólaði sig en ekki allt í einu. Kærastinn las og hvíldi sig í skugganum og að sjálfsögðu var nesti með í för, ískalt gos og vatn, alveg satt Halo og nýbakað "crossant".

Í dag á kærustuparið hins vegar stefnúmót við Íslending í miðborginni og ætlunin er að snæða "lunc" saman en Íslendingurinn, Frú Sigríður Ólög, ætlar bara að stoppa hér í nokkra klukkutíma til að hitta hefðarfólkið Smile.

Bless kæra dagbók hér er spáð einmuna veðurblíðu út ágúst þannig að nú er hægt að byrja að pakka peysum og hlýrri fatnaði Kissing


Prinsessa eða ekki prinsessa!!

Kæra dagbók það er nú eins gott að prinsessur hafi einhverja aðra til að hugsa fyrir sig FootinMouth annars er aldrei að vita hvernig færi fyrir prinsessum sérstaklega þessari á bauninni. Prinsessan á bauninni er prinsessan á bauninni vegna þess að ýmislegt sem "almenningur" verður lítt eða ekki var við veldur prinsessunni óþægindum í besta falli og lífshættu í versta falli Crying. Oft á prinsessan í mestum vandræðum að átta sig á "óþægindum",  henni er nú vorkunn blessaðri en  hér um árið sýndi hún frábæra útsjónarsemi sem hefur oftar en ekki bjargað henni. Fyrir rúmum þrjátíu árum þáði hún dans hjá ungum sveini og hefur haldið fast í þennan svein síðan og það varð enn einu sinni henni til bjargar núna Wink.

Undan farnar vikur hefur þreyta ágerst hjá prinsessunni og hún er að vakna með bjúg  eins og eftir viku fyllerí sem náttúrulega er ekki hennar deild og eins hefur borið töluvert á asma og öðrum ofnæmis einkennum þrátt fyrir að taka lyfin rétt og einkennin hafa verið hunsuð, gjörsamlega Sick. Þetta hefur leitt til lítillar líkamsræktar og afslöppunar á vöðvum sem hefur valdið enn meiri lúa Sideways. Prinsessan var með skýringar á reiðum höndum; "þetta er bara eðlilegt eftir allt sem á undan er gengið nú er bara að hvíla sig" og svo var hvílt og hvílt og hvílt og prinsessan varð bara þreyttari og þreyttari og þreyttari og bólgnari og bólgnari og bólgnari Frown. Þannig að þá vitið þið það prinsessan er ekki feit hún er bara svo bólgin!!! Kemur þá að þætti kærastans Cool hann sér nefnilega um að hugsa í þessu sambandi og framkvæmir í kjölfar hugsunar, prinsessan hins vegar framkvæmir og talar áður en hún hugsar Blush. Sem sér kærastinn uppgötvar að út um alla íbúð eru mottur ofan á parketinu og þar sem kærastinn hugsar og framkvæmir svo þá tók hann allar mottur af gólfum og lét inn í geymsluskáp því hann mundi alveg að prinsessan þolir ekki ryk, líkamlega en alveg andlega. Í ljós kom að motturnar voru mettaðar af ryki og skít og gólfin undir þeim, svo nú dreif hann sig í að ryksuga og þetta gerðist allt á meðan prinsessan var úti að versla í matinn, nema hvað. Þegar prinsessan kom heim æddi á móti henni betra loft og allir gluggar opnir upp á gátt og prinsessunni líður strax miklu betur líkamlega en er alveg í rusli yfir því hvað hún getur alltaf verið fattlaus. Hér sannast enn og aftur að prinsessan á bauninni er það með rentum Smile.

Kæra dagbók nú er það bara spurning hvort prinsessan fari að verða svo hress að hún haldist ekki heima við heldur verði á hlaupum útum alla borg og vanræki þig, nei það gerist ekki og skilaðu nú bestu kveðjum til allra líka þeirra sem stelast í tölvunrnar hjá mömmunum sínum Kissing!!!


Ein á hraðferð.

Kæra dagbók þá er prinsessan aldeilis á hraðferð í dag því hún er að fara með kærastanum í tékk upp á sjúkrahús Wink. Búin að hlaupa útí "kuffulag" á þeirri forsendu að það vantaði nýtt brauð en laumaðist til að versla sér eitt stykki af "fræðsluefni" Cool. Í því blaði er allt upp brjósta minnkanir, já nú eru Victoría Becham og þær "frýr" allar að láta minnka á sér brjóstin, hvað gera prinsessur sem aldrei fóru í brjóstastækkun þá? Það sem hins vegar vakti mun meiri áhuga hjá prinsessunni var stór og mikil grein um tilvonandi "leiguþý" prinsessunnar þar sem verið var að fjalla um veikindi Daníels (kærasta Victoríu krónprinsessu Svía). Faðir Daníels gaf honum nefnilega nýra úr sér í vor þar sem Daníel er með nýrnasjúkdóm frá fæðingu og heilsa hans í hættu en nú er allt á góðri leið. Hvar heldur þú kæra dagbók að aðgerðin hafi farið fram nema á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge Woundering, þannig að við prinsessurnar tvær vorum þarna með kærastana inni á sama tíma og þar afleiðandi báðar að vafra um ganga. Furðulegt að við skildum ekki rekast á hvor aðra, kannski að einhver hafi bara komið í veg fyrir það, of mikið álag á eitt sjúkrahús! Daníel mætir líka í reglulegt eftirlit á Huddinge svo nú er bara að drífa sig upp eftir og athuga hvort prinsessan rekist ekki á tilvonandi "leiguþý" sitt og geti farið að ræða samningana.

Bless kæra dagbók hér er sól og blíða eins og í gær og allt í góðu gengi Smile

 


Íslendingar = Hafnfirðingar!

Kæra dagbók þá má nú segja að prinsessan og hennar kærasti hafi átt góðan dag í gær Grin. Kærustuparinu var sem sé boðið til mannfagnaðar Wink og því var ákveðið að taka því rólega fyrri hluta dags. Prinsessan tók að sér það óeigingjarna hlutverk að hjálpa kærastanum við hvíldina og því hvíldi hún sig af krafti fyrri hluta dags Sleeping. Upp úr þrjú skreiddist prinsessan þó í sturtu og tók svo til við að hafa sig til og komst að því að þegar pakkað var í vor var ekki gert ráð fyrir boðum á nokkurn hátt og því fátt um fína drætti í fataskáp prinsessunnar. Þar sem hún er nú einu sinn prinsessa dó hún ekki ráðalaus og náði  í sparibrosið og glossið  Kissing og var tilbúin.

Þar sem prinsessan lærði til kennslukonu á yngri árum og er haldinn þeirra áráttu hegðun að hafa hlutina á hreinu þegar lagt er upp í "langferðir"  þá skrifaði hún nákvæmlega niður heimilisfangið á áfangastað á tvo aðskilda miða ásamt því að skoða vegakortið ítarleg, Woundering allt á hreinu. Þegar leigubíllinn mætti svo á svæðið var leigubílstjórinn, kvenmaður að þessu sinni, tekinn í kennslustund og fylgst var vel með þegar pikkað var inn í leiðarkerfið að allt væri nú rétt þannig að við enduðum á réttum stað Errm. Nú átti sko að fylgjast með að ekki yrði villst af leið því leiðin var löng og ekki á  bætandi með villu útúrdúrum. Að þessu sinni var önnur hver gata lokuð í miðborginni vegna framkvæmda eða þá vegna Gay-pride sem er hér þessa dagana. Þar sem við urðum að fara í gegnum miðborgina varð þetta til að breyta út af leið og þá varð nú blessuð prinsessan svolítið rugluð (stressuð) en sem betur fer áttaði hún sig þegar komið var til "SöderMalm" og gat gripið inn í stjórnina ef eitthvað skyldi nú bregða út af, prinsessan sat uppspennt í aftursætinu og taldi götur og las skilti Crying. Loks nam bifreiðin staðar við fallegt hús þar sem einungis tvær fínar bifreiðar stóðu við, úps Frown; rangt hús, rangur tími, rangur dagur eða boðinu aflýst, leigubílstjóranum leist heldur ekkert á þetta og bauðst til að hinkra sem var að sjálfsögðu þegið með þökkum. Prinsessan hringdi á bjöllu og til dyra kom stórglæsileg ung kona, á íslensku spurði prinsessan "er ég á réttum stað" með öndina í hálsinum, unga konan svaraði um hæl "já! velkomin" á lýtlausri íslensku, Whistling! Auðvita var þessi unga kona íslensk svona líka glæsilega og elskuleg. Þarna var hópur af glæsilegum Íslendinum samankomin og stærsti hlutinn voru Hafnfirðingar eða tengdust Hafnarfirði á einhvern hátt. Kærusuparið naut sín og átti skemmtilega kvöldstund með skemmtilegu og elskulegu fólki. Þarna sannaðist hið fornkveðna "maður er manns gaman" alla vegamannfagnaður er  kærustuparsins gaman Wink.

Kæra dagbók hér er sól og sæla og kærustuparið sendir bestu þakkir til veisluhaldara, þetta var góð vítamínsprauta.


Leigubílar og prinsessan!!

Kæra dagbók prinsessan getur ekki hætt að dást að Svíunum Wink. Hér eru vikulega þættir í sjónvarpinu þar sem þekktir sænski skemmtikraftar og ótal Svíar á öllum aldri mæta á Skansen og syngja saman dægurlög. Það er svo gaman hjá öllum, allir brosandi og allir að syngja með og sést ekki vín á nokkrum manni. Prinsessan sér þetta ekki alveg fyrir sér á Íslandi þar sem yfirleitt gengur illa að fá fólk til að syngja með fyrr en á annarri flösku og þá í rútu eða í brekkusöng á útihátíð Sideways. Þessum þáttum er sjónvarpað vikulega á sumrin og síðan er annar svo til eins þáttur á annari sænskir stöð og þá kemur það frá Liseberg í Gautaborg og allir jafn glaðir og kátir LoL.

Kærustuparið tók leigubíl í gær niður í bæ og hugðist ganga þar aðeins um og fá sér einhvað gott að borða. Þetta var sko ekki leigubíll fyrir prinsessu nei nei! Prinsessan varð að sitja í spíkat, já hræðilega útglent, því bílstjórasætið var upp við aftursætið. Prinsessan var í pilsi og fyrir siðsemissakir hélt hún "galdratöskunni" á milli fóta sér en lærin voru nokkuð ber, allavega neðri hlutinn. Áklæðið í bílnum var alls ekki við prinsessu hæfi því það stakk, já aumingja prinsessan var sár, rauð og upphleypt á lærunum eftir nokkra mínútna bílferð Crying. Næst verður kærastinn sendur fyrst inn í bíl til að kanna aðstæður því þetta er nú ekki prinsessu bjóðandi FootinMouth. Kærustuparið reyndi að láta þessar hamfarir ekki á sig fá og fékk sér ágætan hádegisverð og hélt síðan í göngutúr.  Þá komst prinsessan að því að þessi hádegisverður nægði kærastanum engan vegin, hann keypti sér Fanta og kelinuhring og litlu seinna ís, ja hérna. Þá þótti prinsessunni nóg komið og dreif kærastann heim í upphitaða snúða og hvíld. Það var nefnilega prinsessan sem þurfti hvíld eftir meðferð dagsins Gasp.

Bless kæra dagbók nú þarf prinsessan að skreppa í "kuffulagið" því horfur eru á sólarblíðu í dag og þá er eins gott að eiga eitthvað í gogginn!!Kissing

 


Rafmagnslaust? Nei nei!!

Kæra dagbók þar fór prinsessan illa með þig í gær! Kærustuparið fór eldsnemma á sjúkrahúsið í hin ýmsu tékk og tók það nú tímann sinn GetLost. Á heimleiðinni fór parið á matsölustað og snæddi salat og naut þess að sitja úti og horfa á mannlífið. Eftir góðan göngutúr var dröslast heim og prinsessan dreif sig í þvottinn og þar með gleymdist þú kæra dagbók Crying vitlaus röð!!

"Lærir svo lengi sem lifir" já já prinsessan hefur vanið sig á þann slæma sið að lesa "moggann" (alveg sama hvað hann heitir) með morgunmatnum og nú gerðist það að enginn "moggi" var við hendina, hvað gera bændur þá, allavega bregða sér ekki í búskap. Nú var gripið það sem hendi var næst eins og svo oft áður í sumar og nú það reyndist það vera "Kelloggs kornflakes" pakki svo nú getur prinsessan frætt þig kæra dagbók um allt innihald í "Kelloggs kornfleksi"og magn þeirra. Þar sem Kellogg "kompaníinu" er svo mikilvægt að fræða neytendur þá fylgir alltaf einhver fróðleikur á pökkunum. Reyndar er líka sagt í löngu máli frá því hvað fyrirtækinu er mikilvægt að vernda umhverfið og hvað við gerum umhverfinu gott með því að borða "kelloggs kornflakes". Sem sé kærastinn leggur það á sig á hverjum einasta morgni að bjarga regnskógunum, það munar sko um minna. Hins vegar lærði prinsessan það að "chili-og cayennepipar eru notaðir í verkjalyf, spurning hvort maður geti reddað sér með því að éta "ávextina" beint ef verjalyfin eru ekki við höndina, bara spurning Woundering. Prinsessan hefur í sumar aflað sér mikils fróðleiks um innihald hinna ýmsu matavar, hér er til dæmis til "laktosfri" mjólk (reyndar allavega mjólkurvörur) sem kemur sér vel fyrir þá sem þola illa laktósa, eru með mjólkuróþol. Nú veit prinsessan nefnilega að vindgangur skírist mjög oft af mjólkuróþoli og þá óþoli fyrir laktósa svo prinsessan telur það þjóðráð að hefja framleiðslu "laktosfrira" mjólkurvara á Íslandi þar sem það yrði til þess að andrúmsloftið yrði mun betra, veitir ekki af á þessu síðustu Blush. Þarna sérð þú kæra dagbók að það er ekki alslæmt að verða "mogga" laus Cool.

Bless kæra dagbók hér skín sólin svo það er ekki seinna vænna fyrir prinsessu að fara aðdrífa sig út Kissing.


Veðurfréttir eða veðurspá!!

Kæra dagbók í gær var lífinu tekið með mikilli ró hjá kærustuparinu Smile. Í veðurfréttum hafði komið fram að það ætti að rigna svo þetta átti að vera tilvalinn dagur til hvíldar, prjónsköpunar (já er að semja), tónlistariðkunar já og bara vera inni og gera ekkert sérstakt. Nei nei þetta var allt saman smá misskilningur hjá prinsessunni, þetta voru víst ekki veðurfréttir heldur veðurspá. Það er nefnilega mikill munur á spá og fréttum eins og Íslendingum ætti að vera velkunnugt um núna. Fréttst hefur af Íslenskum hagsýniskonum að hella í sig rauðvíni til að forða því frá skemmdum í "spáðum" jarðskjálfta og svo bara kom hann ekki Sick. Sama gerðist hér; prinsessan dreif sig út fyrir allar aldir og fór í könnunar leiðangur um landareignina (heitur skokk hjá henni), flýtti sér svo út í búð að byrgja sig upp af matvælum fyrir rigninguna og á heimleiðinni er ekki frá því að tveir dropar hafi fallið Errm svo var sest að prjónaskap og lagst í sófann og beðið eftir rigningunni. Um sexleytið hafði enn ekki rignt en komin sól og blíða svo prinsessan dreif sig í göngutúr. Þar sem hún var ein á ferð ákvað hún að drífa sig í "fjallgöngu" en þetta gífurlega "fjall" er hér handan við hornið og heitir "Vanadislunden" en Vanadís var eitt af heitum Freyju sem var ein gyðjan í ásatrúnni. Hæðin á þessu "fjalli" er líklega svipuð og á Hamrinum í Hafnarfirði, norðvestannmegin frá (þar er hærra) en hér er malbikaður vegur upp svo þetta gékk vel á opnum Ecco sandölum. útsýnið af toppnum er alveg frábært og vel þess virði að leggja þessa "fjallgöngu" á sig þó maður sé prinsessa Kissing. Þarna í "fjallshlíðinni" er sundstaður mjög skemmtilega hannaður og eftlaust frábært að vera þarna í góðu veðri en nú er ekkert vatn í lauginni og enginn starfsemi í gangi og hefur eftlaust ekki verið í sumar, það finnst prinsessunni fúlt Frown því þarna væri gott að sóla sig og njóta lífsins á góðviðrisdögum.

Eftir "fjallgönguafrekið" var "tabas" kvöldverður yfir sjóvarpsfréttum en prinsessan býður öðru hvoru upp á "tabas" enda vel sigld og gott að nýta svona flott nafn á afganga Cool.

Þessa stundina er kærastinn að ryksuga því það er ekki prinsessuverk, hún passar sig þó á því að vera ekki fyrir og hefur fætur upp í sófa. Prinsessan þarf nefnilega nauðsynlega að blogga en kærastinn á að æfa sig með því að gera "dagleg verk" og undir það hlýtur ryksugun að falla, ekki bara að standa upp og ná sér í kók eða ganga bara um íbúðina Blush.

Bless kæra dagbók og nú er bara að drífa sig og endurnýja þær byrgðar sem eru uppurðar eftir spáðann jarðskjálfta Wink.

 

 


Dugleg!!

Kæra dagbók það held ég að kærustuparið hafi verið duglegt í gær LoL. Eftir hádegisverð fór parið í hjólatúr og hjólaði allavega 2 kílómetra niður að sjó og settist það á veitingahús og naut lífsins í rólegheitumum stund í góðu Notið lífsins!veðri og fallegu umhverfi Cool, festi það á filmu til sönnunar. Ekki nóg með það heldur hjólaði kærustuparið líka heim en þá leið er hægt að hjóla á jafnsléttu sem betur fer Blush. Gróði dagsins var gífurlegur því vaninn er að taka leigubíl að minnsta kosti aðra leiðina þegar við förum eitthvað svo þetta eru allavega 150 sænskar krónur og svo ekki sé talað um ókeypis bíó sem fólst í útsýni og að fylgjast með fólki sem fór fram hjá. Prinsessan sér fram á að geta farið að deila þessum gróða með öðrum Wink. Til dæmis væri hægt fyrir kreppu Íslendinga að fljúga til Stokkhólms og gista án þess að þurfa að borga krónu hjá kærustuparinu, bara að sjá um kvöldvökur, þetta gerðu allt að 80.000 íslenskar krónur og að frádregnum gistikostanaði færi þetta fljótt niður, allt eftir fjölda gistinátta ótrúlegur gróði og góð aðstað. Mat þarf að borða í báðum löndum svo það reiknast ekki með í dæmið Halo. Bara að ríkisstjórnin fari nú ekki að frétta af útsjónarsemi prinsessunnar og heimti hana heim til að bjarga fjárhag Íslenska ríkisins Shocking.

Í dag er hvíldardagur því það var reynt svo á vöðvana í gær að vísu skokkaði prinsessan í morgun. Það var eftir vikuhvíld frá eftirlitsferðum á landareigninni og var þessi ferð léttari en sú síðasta og hérarnir tveir sátu bara og horfðu þegar prinsessan þaut hjá á gönguhraða. Prinsessan var nefnilega svo þreytt alla síðustu viku var líklega illa haldinn af L.E.T.I. Sick.

Bless kæra dagbók og reynið svo að fara að ráðum prinsessunnar og græða svolítið því þá er hægt að bregða sér á kaffihús og þar fæst nú ýmislegt fleira en kaffi, hvervegna haldið þið að gangi svona vel að draga kærastann á kaffihús, ekki drekkur hann kaffi Kissing.Svona hafa prinsessur í gróða það!Skemmtilegt útsýni.


Gróðinn nýttur!

Kæra dagbók það held ég að prinsessan sé að nýta gróðann sem fékkst við það að kaupa ekki Miu Miu töskuna sem kostaði yfir 100.000 íslenskar krónur á 50% afslætti Wink. Prinsessan hefur stundað veitingastaði stíft síðustu dagana og í gær var farið á "Friday´s" já já. "Réttur til að deila" varð fyrir valinu og deildi nú kærustuparið á "Friday´s" og líkaði bara vel eitthvað var þó meira deilt kærastans megin en það var allt í góðri sátt og eingar deilur um það Tounge.

Síðan var tekinn góður göngutúr um miðborgina svona aðalega til að prinsessan gæti sýnt sig og þá um leið glatt samferðarfólkið á götum úti.  Þá var splæst í ís Cool og sest á "rónabekk" og horft á mannlífið. Þetta var parinu svo erfitt að það hélt heim og hvíldi sig um stund Sleeping. Þar sem enn var lítið gengið á gróðann var farið í göngutúr um kvöldmat og stoppað á ítölskum veitngastað og snædd pizza Smile. Enn er hellingur eftir af gróðanum svo það er bara að halda áfram þessu sældarlífi og í dag er stefnan tekinn á kaffihús, fyrst smá hjólatúr og svo að setjast niður og horfa á fólkið sem ekki græddi eins mikið og prinsessan og getur því ekki sest á kaffihús sér til gleði og ánægjuauka Shocking.

Áðan fór kærastinn í "tékk" upp á sjúkrahús og að sjálfsögðu fór prinsessan með hún má nefnilega ekki missa af neinu og þarf að hafa góða yfirsýn yfir allt. Það gékk vel í morgun og nú er ítarlegri skoðun eftir nokkra daga og í næstu viku fáum við svör við hvernig lækningin hefur gengið hingað til Joyful.

Bless kæra dagbók og nú er bara að njóta stundarinnar og fá sér góðan kaffibolla Tounge.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband