Rígur!!

Kæra dagbók hér er mikill rígur á heimilinu Sick. Kærastinn er með svo rosalegan hálsríg "hexeskud" að hann nær frá hálsi og langt upp á höfuð Frown. Það er sem sé alltaf eitthvað verið að hrekkja kærasta prinsessunnar og hún er alveg saklaus af öllu þessu veseni, alveg satt Pinch.

Þegar átti að útskýra fyrir lækninum hvað væri að hrjá kærastann vantaði orð á fyrirbærið og gripið var til orðs sem móðir prinsesssunnar notaði alltaf, móðirinn er fædd og uppalin á Siglufirði fyrir miðja síðustu öld og bærinn var þá svolítið dönskuskotinn enda stutt í Akureyra, sjóleiðis. Þetta orð skyldi sænski læknirnn vel, "hexeskud" eða nornaskot/bit er sem sé líka þekkt í Svíþjóð, svo eitthvað hlýtur að vera af nornum hér. Íslendingar eru nú ekki alltaf að kenna kvenfólki um það sem miður fer og því hefur þetta verið kallað "Þursabit" á íslensku, sem sé að vera bitinn af þurs(a). Þessi svæsni verkur sem kemur í vöðvafestur án haldbærrar skíringar nema þá snöggrar hreyfingar eða bara að vakna með verkinn er ekki manni sálfum að kenna heldur einhverjum þurs eða norni, og þá vitum við það Cool. Eyjólfur var ekki ferðafær í gær af völdum "galdra" og sat með "plástur", mjög stóran, á aftanverðu höfðinu og reyndi að liðka sig. Plásturinn er mjög sniðugur, hann hitar svæðið sem hann er á og eitthvað útfrá því og um leið er hann verkjastillandi og bólgueyðandi en verkar bara á takmarkað svæði, það svæði sem þarf að meðhöndla Smile.

Talandi um tungumál og vísanir í tungumálum þá er kærustuparið búin að komast að því að á einhverju tímabili hafa Sviar eitthvað ruglast í sínu tungumáli, verið kærulausir eða latir nema hvortveggja hafi komði til. Þetta sést á því að sterk stigbreyting lýsingaorða heyrist ekki, Svíar segja "godare" en ekki "bedre" eða betri. Kannski verður þetta svona í Íslenskunni einhverntíma, "who knows" Shocking.

Bless kæra dagbók, hér rignir í augnablikinu en það verður sko sól og blíða seinni partinn Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heja. Slæmt að frétta ef hexeskuðinu en frábært að frétta af þessum plástri. Ég hef nebbla vaknaði með svona fyrirbæri fyrir næstum mánuði síðan og hef reynt mikið til að losna við þetta; m.a. heita rafmagnskodda og rafmagnsnuddtæki. Þarf að spyrjast fyrir um svona galdraplástur.

Annars, hafið það gott, hlakka til að sjá ykkur, chiao

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:58

2 identicon

Nú styttist í að þið komið heim.  Hef verið að horfa á þætti í sjónvarpinu um bresku konungsfjölskylduna, það eru engir þættir um þá sænsku, svo maður hafi nú einhverja hugmynd um hvernig eigi að bugta sig og beigja þegar að maður hittir ykkur.  En hver var það nú aftur sem sagði: Ísland, stórasta land í heimi!

Gangi ykkur vel og hlakka til að sjá ykkur.

Edda (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:13

3 identicon

Það má nú sjá eitthvað jákvætt við þennan ríg "hexeskud" ótrúlega töff orð????  Rannveig þú verður að venja þig á að hjóla fyrir framan Eyjólf!!! annars skekkir þú hann, það er auðvitað ekki við öðru að búast en prinsessan fái athygli frá prinsinum. Hann hefur ekki augun af henni.

það er eins og íslenskan okkar sé bein þýðing af sænskunni...þegar börnin tala.....nú skil ég afhverju báðir strákarnir mínir segja kössóttur (þýð: ferhyrndur)

njótið nú síðustu daganna á landareigninni  knús til ykkar!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 809

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband