Engar fréttir!!

Kæra dagbók enn er kærastinn að farast úr hálsríg Sick vonandi fær hann einhverja bót mála þegar sjúkrahúsið verður heimsótt á eftir,ómögulegt að hafa hann svona hallandi undir flatt og stífan í baki Pinch.

Gærdagurinn var sko enginn prinsessudagur, dagurinn for í þvotta og þrif ekki hægt annað þar sem von er á heiðursgesti frá Íslandi á morgun Smile. Reyndar komst kærustuparið í smá göngutúr út í Hagapark en hálsrígurinn kom í veg fyrir miklar æfingar. Hins vegar var "Miss Marble" í sjónvarpinu í gærkvöldi og mikið rosalega er þessi kona heppin, hún á vel stæða ættingja út um allt Bretland. Þessir ættingjar eru alltaf tibúnir að taka á móti henni og hafa hjá sér í ótilgreindan tíma eða allavega þar til hún hefur leyst morðgátuna en svo óheppilega vill til að morð eru alltaf framin í nágrenni við þann stað sem hún heimsækir einmitt þegar hún er í heimsókn Cool.

Bless kæra dagbók þá er bara að drífa kærastann í blóðprufu og fá bót í rígnum og halda svo áfram að bíða spennt eftir gestinum Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ vonandi fer að finnast bót á rígnum, gangi ykkur vel með allt saman!

Kannski maður byrji að horfa á sjónvarp, þetta hljómar spennandi þáttur. En merkilegt að það skuli alltaf vera framið morð nálægt þessari konu....

kveðja úr Hanfarfirði þar sem er ekkert veður.....

ps: það lá við slysi kl 5:30 í morgun þegar ég var að hjóla í vinnuna, það kom hjól á móti mér í beygju og það lá við árekstri...vá hvað það hefði verið fyndið...tvö hjól á ferð og klessa á hahahhahaa

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband