Rosalega upptekin!!

Kæra dagbók nú er sko prinsessan upptekin Wink. Fyrst þarf hún að drífa sig upp á sjúkrahús með sinn merkilega kærasta sem á eftir smá athugangir og síðan á að taka á móti bróður prinsessunnarSmile og það er sko ekki leiðilegt.

Dagurinn í gær var erfiður og prinsessan er sko hundóánægð með apótekin hér Angry. Sjúkrahús apótekið á oft ekki þau lyf sem á þarf að halda og þá þarf að fara í annað apótek. Þær eru nú svo "liðlegar" í apóteki sjúkrahússins að hringja og taka frá það lyf sem vantar í því apóteki sem það er til í en áður hefur prinsessan beðið í svona klukkustund, fyrst eftir að fá afgreiðslu og svo tekur afgreiðslann sinn tíma. Prinsessan þarf svo að fara einhverja vegalengd í apótek sem á lyfið til og þar er búið að taka það frá á nafni kærastans og ætti því að ganga vel að fá lyfið, með miða úr sjúkrahúss apótekinu og skilríki.  Nei nú tekur við minnst 30 mínútna bið eftir afgreiðslu og svo 30-60 mínútur í afgreiðslu því það þarf að hringja hingað og þangað til að vera viss um að prinsessan eigi að fá lyfin, þrátt fyrir miða og skilríki, síðan tekur óratíma að merkja lyfið sem kærastinn hefur þó verið að taka síðan í maí og þekkir vel og.... "KRÆST" Angry Angry FrownCrying.

Bless kæra dagbók nú er að drífa sig í annríki dagsins Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl.  Þetta er nú meira kerfið í apótekinu, eins og var hér fyrir 30 árum þegar fékk nr. og beið og beið.  Nú fer að styttast í heimkomu og þið hljótið að vera spennt og allir spenntir hér heima.  Er strax farin að sakna þess að lesa ekki bloggið þitt Rannveig, þú getur haldið áfram þó að þú sért komin heim.  Hér er farið að hausta, í morgun þegar ég fór í vinnuna var bara 6 stiga hiti, en það hlýnar þegar líður á daginn.  Annars er allt gott að frétta, mikið að gera svona í skólabyrjun.

Kveðja,

Anna Stína

Anna Stína (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:05

2 identicon

Vá það er þá eitthvað sem við erum betri í á 'Islandi, að afgreiða lyf. Ég er hrædd um að það myndaðist teppa í umferðinni hér ef þetta væri svona með lyfin. Eitthvað í líkingu við Þingvallahátíðina. Með von um bata á rígnum og góðar stundir með brósa:-) knús í hús með hvítt eða rautt í krús!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 00:36

3 identicon

Heja, já bið er ekki okkar sterka hlið enda hefur maður margt þarfara og skemmtilegra við tímann að gera Jæja er ekki allt á áætlun og mín byrjuð að pakka? Vi ses, kv. hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband