Vika og einn dagur!!

Kæra dagbók þá er nú sól og blíða hér í Stokkhólmi og veðrið til að vera úti Smile. Kennslukonuhjartað í prinsessunni slær nú enn þá þó að ekki sé hún við kennslu sem stendur, hún er með augun opin sjái hún unglinga- eða barnahóp á ferð með einn eða fleiri fullorðna í för Woundering. Það kveður svo rammt við að í byrjun júlí réðist hún að ungum sakleysislegum pilti á milli tvítugs og þrítugs þar sem hann tók á móti 8-10 ára krökkum við skólabyggingu í nágrenninu og spurði "drenginn"  hvað um væri að vera Shocking. Pilturinn var hinn kurteisasti við þessa hnýsnu kennslukonuprinsessu og fræddi hana um að Svíar væru gegnumgangandi með leikjanámskeið á sumrin í skólafríum fyrir yngri en 12 ára en algjört frí væri í vikum 28-31 eða frá því í byrjun júlí og fram í ágúst. Hér byrjaði svo skólinn 17. og 18. ágúst, bæði grunnskólar og framhaldsskólar. Alla síðustu viku var svo prinsessan að mæta skólakrökkum á ýmsum aldri á göngu úti í hóp með kennara, sjaldan tveimur Undecided. Þetta virtust að mestu skemmtiferðir, til dæmis farið í Hagaparken með nesti og leikið sér og slappað af í sólinni, líka menntaskólakrakkarnir. Einn hóp hitti prinsessan, frekar lágan í loftinu, og þar voru þrír fullorðnir með og allir með litla háfa, skriffæri og bækur, þetta var vísindaleiðangur. Prinsessan sagði kærastanum að þetta væru leikskólabörn að læra um fiðrildi og fleira. Kærastinn vildi vita hvernig hún vissi að þetta væru leikskólabörn þar sem skammt frá var annar hópur að leik og varla hærri í loftinu en jafnvel fleiri. Prinsessan sagðist vera alveg viss í sinni sök þar sem fiðrildahópurinn var með þrjá leiðbeinendur en hinn bara einn, alveig eins og á Íslandi Joyful.

Kærustuparið fór í fjallgöngu í gær, gékk upp á hólinn handan við hornið og gerði það í áföngum en upp komst parið og hóllinn er sko næstum jafnhár og Hamarinn í Hafnarfirði, útsýnið skemmtilegt og skilti á leiðinni sem sögðu sögu staðarins  Happy en hann heitir Vanadísarlundur. Eftir þetta erfiði átti nú að fá sér vöfflur með sultu og rjóma á mjög skemmtilegu kaffihúsin í Bellevuegarðinum sem er fremsti hluti Hagaparkens, þvílík vonbrigði, kaffihúsið var lokað CryingCrying. Kærustuparið ákvað þá að arka örlítið lengra og freista þess að fá sínar vöfflur, nei á næsta kaffihúsi voru ekki til vöfflur en við fengum kaffi Cool.

Bless kæra dagbók nú er að drífa sig í tékk upp á sjúkrahús Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð kærustupar. Hér er allt byrjað að rúlla sinn vanagang, börnin komu hrikalega hress í skólann í dag og við starfsfólkið miklu hressara. Ég sé þig í anda þar sem þú átt örugglega eftir að ráðast á eitthvað barn á næstu dögum og heimta að fá að kenna því ... skiptir engu þá þú kennir á okkar máli. Þú ert greinilega orðin mjög þurfandi fyrir því að kenna. Það eru nú samt örugglega engar aðrar prinsessur sem eru kennlsukonur líka.(Ég held ekki sko ). Nú er sagt " þau koma í næstu viku " Gaman,gaman fyrir ykkur og okkur Hér á bæ eru allir byrjaðir annað hvort í skóla eða að vinna í skóla, nema Tryggvi hann fer ekki til London fyrr en eftir 20.sept svo hann verður húsmóðir fram að því. Hmm hvernig sem það verður nú

Bestu kveðjur yfir hafið og risaknús 

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:16

2 identicon

vá vika og einn dagur!!! þetta verður fljótt að líða það er nokkuð öruggt! þið eruð alltaf jafndugleg að hreyfa ykkur og að njóta augnabliksins:-) ég er svei mér þá farin að hugsa til þess að fara í frí næst til Svíþjóðar mér líst svo vel á allar lýsingarnar. Nú er ég komin úr sveitinni, með fullt af fjallagrösum, flatbrauði, rabbabara, bláberjum og sviðahausum veðrið var æðsilegt allan tímann en snjórinn sem var í fjöllunum þegar við komum fór sem betur fer strax. frábært kvöld sem við áttum með ættingjunum sem endaði á brennu og flugeldasýningu. 'Eg fékk það ábyrgðarmikla hlutverk að vera sykurpúðastjóri á brennunni. Útdeildi sykurpúðum til barnanna en frændi minn gekk um með kælibox og útdeildi öli til fullorðna fólksins. Jæja en nú er vinna framundan þarf að vakna kl 5;10 svo ég nái að hjóla og opna stöðina fyrir kl 6.  góða nótt í bili.

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband