Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
20.9.2009 | 11:52
Golf??
Kæra dagbók eins og þú veist þá gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla eins er víst með golf frammistöðu prinsessunnar . Prinsessan hefur lifað í þeirri trú í allt sumar að innra með henni blunduðu gífurlegir golf hæfileikar, bara spurning um að drífa sig á völlinn, minnið sagði prinsessunni líka að hún hefði verið efnileg í fyrra . Þar sem hugur prinsessunnar var fullur af þessum staðreyndum dreif hún eða neyddi sir bróður á golfvöllinn í gær og spilaðar skildu níu golfholur. Gamall samningur er enn í gildi um það að pari prinsessan holu þá bíður sir bróðir upp á hvítvínsglas og ekki man prinsessan betur en að þetta hafi nokkru sinnum farið yfir heila flösku svo hún hefur gefið afslátt og látið glasið nægja. Í gær gerðsist það hins vegar að prinsessan fór af velli og beint heim og bauð sir bróður upp á Sviss-miss kakó og átti ekkert hvítvín skilið . Spurningin er hvort æfing hefði verið góð fyrir hringinn eða aðeins að róa sig og vanda? Nú bíður prinsessan spennt eftir betra veðri til að kanna hvort betur gangi næst.
Við kærustuparið fórum á sjúkrahúsið á föstudaginn þar sem kærastinn var skoðaður og dregið úr honum blóð og allt bendir til þess að hann komi bara vel út úr Svíþjóðar dvölinni hvað sjúkdóminn varðar hins vegar er langt í land með styrkinn en það kemur. Prinsessan er orðin vön því að kærastinn sé verðugt rannsóknar efni en nú var tekið sýni úr prinsessunni líka, eflaust verið að athuga með blá blóðið en undir því yfirskini að kærustuparið væri ekki að bera heim einhverja útlenska sjúkrahússbakteríu .
Bless kæra dagbók og nú bíður prinsessan eftir skárra golfveðri til að geta unnið sér inn hvítvínsglas, eitt eða fleiri .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2009 | 10:25
Ræktun!
Kæra dagbók þá er prinsessan að gera tilraun til að endurheimta týnda vöðva . Það hefur nú reyndar hvarlað að prinsessunni að þessir vöðvar hafi bara aldrei verið til staðar og að þetta sé misminni hjá prinsessunni. Prinsessan mætti eldsnemma í morgun, réttara sagt í nótt, í ræktina og tók fram gamalt prógramm og tók við æfingarnar en einhverra hluta vegna gékk þetta ekki eins og prinsessuna minnti. Kannski hefur einhver óprúttin náungi komist í prógrammið og sett mun meiri þyngdir í æfingarnar en voru áður, allavega voru lóðin mun þyngri en minni prinsessunnar sagði henni . Prinsessan svitnaði af áreynslu en þrjóskaðist þó áfram og kláraði prógrammið, teygði og dreif sig í kaffi á efri hæðina og þar var hún á heimavelli hafði engu gleymt og engin afturför . Kannski að prinsessan sé svona gleymin, kannski var hún aldrei í neinni líkamsrækt bara í kaffirækt hver veit!
Bless kæra dagbók og mikið væri gott ef þú létir nú hætta að rigna þetta hamlar nefnileg göngutúrum kærustuparisins því rigningin er svo fjári lárétt og þá lekur maskarinn á prinsessunni niður á kinn og það er ekki fallegt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2009 | 13:43
Geymd en ekki gleymd!
Kæra dagbók þú ert ekki gleymd en prinsessan hefur átt við leti að stríða . Prinsessan hefur verið önnum kafinn siðan hún sté fæti á íslenska grund, önnum kafin við að vera komin heim .
Prinsessan er með röðunaráráttu og voðalega veik fyrir hólfuðum boxum og kössum og ákvað þegar hún kom í "höllina" sína að nú þyrfti að raða aðeins betur. Prinsessan greip sir bróður traustum tökum þegar hann í sakleysi sínu mætti, samkvæmt venju, í kaffi með meðlæti um hádegi á laugardegi og dreif hann með sér í IKEA. Prinsessan holl Svíum, ákvað að nú væri kominn tími á ný náttborð eða öllu heldur litlar kommóður sem hægt væri að raða í. Það tók tímann sinn að fara í gegnum alla verslunina og þegar loks var komið á lagerinn til að sækja tvö stykki litlar sætar kommóður þá voru þær uppseldar, ein útlitsgölluð reyndar til . Þarna eru samskipti prinsessunnar við IKEA síðustu þrjátíu árin komin i hnotskurn, fyrst tekinn langur tími yfir Ikea bæklingi, varan valin, farið í verslunina og allt annað skoðað og síðan að sækja fyrirheitnu vöruna og þrátt fyrir að vara séð sögð til inn í búð þá er hún horfin af lager, væntanleg eftir tvær vikur ef hún kemst fyrir í pöntuninni . Þar sem að prinsessan er bráðlát kona þá er sko mikil hætta á að Ikea verði af viðskiptum prinsessunnar að þessu sinni og prinsessan verði búin að finna allt aðra lausn þegar kommóðurnar mæta í Ikea og jafnvel að hún hafi bara alls ekki verslað neitt heldur fundið einhverja allt aðra lausn á sínu tilbúna vandamáli eins og hún hefur svo oft gert áður .
Kærastinn hefur verið þreyttur en heilsan hefur lagast eftir síðasta bakslag og þó undarlegt megi virðast hefur hann ekki enn verið dreginn á Súfistann eða Te og kaffi en brátt verður nú gerð bragarbót á því .
Bless kæra dagbók og prinsessan hefur þau áform að vanrækja þig ekki alveg .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 11:57
Langdvöl erlendis!
Kæra dagbók nú vinnur prinsessan að því hörðum höndum að aðlagast lífinu hér á Íslandi eftir langa dvöl á erlendri grund . Í gær ákvað prinsessan að nú þyrfti nauðsynlega að fjárfesta í nýrri handryksugu þar sem sú gamla hafði gefið upp öndina áður er haldið var erlendis. Ekið var beinustu leið í Smáralindina þar sem kærustuparið mundi eftir verslun þar á neðri hæðinni sem seldi hin ýmsu heimilistæki þar á meðal handryksugur. Verslun á heppilegum stað, lítil keyrsla á tímum okurverðs á bensíni og svo ekki sé talað um kaffihúsin í Smáralindinni. Kærustuparið lagði bifreiðinni og arkaði í búðina hvað allt önnur verslun í plássinu, búið að loka fyrirheitnu hemilistækjabúðinni. Nú voru góð ráð dýr; átti að spandera í meira bensín eða kaupa öðruvísi handryksugu í næstu búð . Bensíneyðsla varð fyrir valinu og haldið í aðra verslun, stórverslun á sviði raftækja og þar var fyrirheitna ryksugan til. Þarna rak kærustuparið augun í lítið nett nuddtæki sem hentaði vel á hálsríg kærastans og þar sem byrjað var að versla á annað borð var verslað lítið nett vöfflujárn þar sem vöfflujárnið með 25 ára reynsluna hafði orðið eldi að bráð síðasta vetur þegar mæðgurnar reyndu sig við vöfflubakstur. Núna er búið að ryksuga og nudda og hita hálsríg en þar sem maður á ekki að taka alla pakkana upp í einu þá var vöfflujárninu skellt fullpökkuðu inn í skáp enda á að spara það svoltítið áfram, það er svo glansandi og flott, ekkert ráð að vera að skíta það út . .
Núna í dag fer kærastinn í endurskoðun inn á Landspítala til að kanna hvernig hann kemur út eftir Svíþjóðardvölina og hér eftir verður eftirlitið á Íslensku en prinsessan sér samt ekki annað en hægt verði að bregða sér á kaffihús eftir skoðun, það er jú komið í vana og slæmt að vera að sleppa "gömlum" og góðum siðum þegar enginn nýr og betri hefur enn litið dagsins ljós .
Bless kæra dagbók nú er prinsessan að hugsa um að fara að skoða golfsettið og athuga hvort ekki væri hægt að slá úr fötu einhvern tíma um helgina eða jafnvel eitthvað meira, hver veit .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2009 | 10:42
Sérviskan kemur oft niður á þeim sérvitra!!
Kæra dagbók þá er sérviska prinsessunnar aldeilis að koma niður á henni . Prinsessan vill alltaf strauja allt hvort sem það er straufrítt eða ekki. Sængurverin eiga þurrkuð úti í góða loftinu og ef það er ekki hægt þá straujuð. Verra er hins vegar með fötin því nú var prinsessan að þvo miklar birgðar af fötum og er að reyna að strauja en það er bara svo margt annað sem hægt er að gera, heimsækja gamla vinnufélaga, hressvinkonur, viðra golfkylfurnar, athuga hvort kaffið á Súfistanum er eins gott og prinsessuna minnir, kaupa ryksugu sem ryksugar ein og óstudd, fá ættingja og vinina í kaffi eða eitthvað ljósara . Prinsessan er að hugsa um að láta straujárnið kólna og strauja sálina svolítið .
Hvað það verður veit nú enginn en erfitt er um það að spá en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur héðan af Íslandi þar sem kærastinn gerir ekkert annað en að hressast þó að hálsrígurinn slakni hægt .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2009 | 12:54
Prinsessa eða ekki prinsessa!
Kæra dagbók þó svo að prinsessan bauninni sé prinsessa af því að hún er svo "viðkæm" þar að segja ótrúlegustu hlutir valda henni vanlíðan eins og til dæmis merkimiðar innan í fötum . Gleymist að klippa merkimiðana í burtu og prinsessan klæðist flíkinni þá fær hún útbrot og kláða undan merkjunum. Eins og þú kæra dagbók eflaust mans þá var það þannig í ævintýrinu um prinsessuna á bauninni að prinsessunni kom ekki dúr á auga þegar ein baun var sett í rúmið hjá henni og tíu dýnur og tíu sængur ofan á og aumingja prinsessan var öll blá og marin. Þarna er það sem þessi prinsessan finnur samsvörun og ef hún var ekki prinsessan í ævintýrinu í fyrra lífi og er hér mætt endurborin þá allavega hefur hún sömu "hæfileika". Hins vegar hefur komið í ljós að þessi prinsessa er líka með prinsessu stæla því í gær flaug hún heim til Íslands á Saga Class farrými og hentaði það henni mjög vel. Yfirflugfreyjan í þessari ferð ber hið skemmtilega og góða nafn Rannveig og er Tómasdóttir og gerð Rannveig sér far um að prinsessan á bauninni hefði það sem allra best alla ferðina og sér prinsessan á bauninni fram á að panta hér eftir á Saga Class með Rannveigu Tómasdóttur sem einkaflugfreyju .
Allavega tók Íslenska ættarjörðin og veðurguðirnir mjög vel á móti kærustuparinu, Reykjanesfjallgarður skartaði sínu fegursta í sól og heiðskýru veðri .
Nú er prinsessan að reyna að ganga frá því sem leyndist í ferðatöskunum og er hún komin á þá skoðun að kærustuparið eigi bara að eiga tvennar buxur og tvennar nærbuxur því þá sé svo miklu auðveldara að ganga frá. Prinsessan á bauninni í ævintýrinu var eitthvað vegalaus og eins er með þessa því þjónustufólkið hefur ekki enn látið sjá sig eftir heimkomuna hins vegar mætti hluti þess áður en kærustuparið kom heim. Já í skjóli nætur með light drykki við hönd mætti hér lið galvaskra vina og fúavarði alla skjólgirðinguna í kringum húsið ásamt því að taka garðinn í aðra nösina og því líkur lúksus . Kærustuparið ætlar sko endilega að narra þetta þjónustufólk hið fyrst hér í hús því parið er sko búið að sjá fyrir sér nýtt verkefni fyrir þau .
Bless kæra dagbók og hafðu það sem best og mikið eru Íslendingar hepppnir að vera búnir að endurheimta kærustuparið frá Svíum en enn á eftir að ganga frá leigumálum við sænsku krúnuna .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 20:08
Vant við látin!!
Kæra dagbók þér mun ekki verða trúað fyrir prinsessunnar dýpstu hugarórum á morgun þriðjudaginn 8. september. Þar sem allar líkur eru á því að prinsessan verði ásamt kærasta sínum upptekinn við að heiðra Icelandair með nærveru sinni og síðar um daginn stíga fæti á ástkæra fósturjörð .
Tími er til komin að prinsessan haldi heim á leið þar sem frést hefur af henni á "krata" fundum í miðbæ Stokkhólms dillandi sér eftir "rokkmúsik" .
Bless kæra dagbók en þú færð að heyra af högum prinsessunnar fljótlega, spurning hvernig henni tekst að fóta sig í Íslensku samfélagi eftir svona langa fjarveru og mikið tölvuhangs .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2009 | 07:56
Engar fréttir eru jú góðar fréttir!
Kæra dagbók nú situr kærustuparið á sjúkrahúsinu og bíður þess sem verða vill . Gærdagurinn var sérdeilis góður, eftir að hafa fengið góðar niðurstöður úr blóðprufunum á sjúkrahúsinu fékk kærastinn frí. Kærustuparið dreif sig í Gamla Stan og snæddi "hádegisverð" um þrjúleitið og fékk sér síðan göngutúr í góða veðrinu. Eftir smá labb var kærustuparið statt í "Kungsträgården" á pólitískumfundi, allt skreytt með rauðum og grænum blöðrum. Ekki er kærustuparið alveg með á hreinu út á hvað fundurinn gékk en allavega var verið að ræða atvinnuleysi og inn á milli komu tónlistaratriði. Gamaldags rokkarar stigu síðastir á svið og fluttu ósvikið rokk með orgi og hoppi og þetta þótti nú prinsessunni ekki verra því öll tónlistar atriðin sem hún hefur séð hér í sumar hafa verið meira í anda Alexanders hins norska "júróvisions" vinningshafa .
Prinsessan hefur orðið áhyggjur af tölvunni því það er líklegast kominn vírus í hana, eflaust mótmæli því hún er með svo mikla heimþrá .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2009 | 09:37
Jamm og jæja!
Kæra dagbók þá er kominn 6. september og 20°C sem er mjög gott . Kærustuparið fékk frí frá sjúkrahúsinu í gær um klukkan fimm og hélt heim í íbúð en var svo mætt aftur klukkan tíu í morgun á sjúkrahúsið. Mikið rosalega hafði kærustuparið gott af fríinu, góður matur og þægindi í sófanum við sjónvarpsgláp og prjónaskap.
Kærustuparið er svolítið í lausu lofti og veit ekkert hvenær hægt verður að bregða sér í farþegaþotu sem ber parið heim á Íslandsstrendur . Síðustu sex daga hafa læknar talað um að kærastinn verði útskrifaður til Íslands fljótlega, á morgun eða hinn það þurfi bara aðeins að skoða þetta eða hitt. Svo er skoðað og skoðað og mælt og mælt sem betur fer hefur ekkert alvarlegt komið út en alltaf er það eitthvað sem þarf að athuga betur "better save than sorry" segja læknarnir og kærastinn virðist vera mjög áhugavert og óvanalegt tilfelli og læknarnir hafa lært heilmikið af honum og bætt um leið sinn viskubrunn. Prinsessan er náttúrulega mjög ánægð með að ekkert alvarlegt hefur komið í ljós og eftirlætur rannsakendum að skoða kærastann meira og meira og meira bara að þeir skili honum í góðu ástandi prinsessunni til góða . Síðan væri nú gott að kærustuparið færi að komast heim til að knúsa "litlu" börnin sín .
Bless kæra dagbók og þér að segja þá er þetta blogg svolítið seint á ferðinni þar sem að kærastinn náði tölvunni og fór að lesa Moggann en góðar kveðjur og óskir um góða heilsu til allra heima .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2009 | 06:51
Fram og aftur, aftur og fram!!
Kæra dagbók, eller skulle prinsessen sige det på dansk for nu löber de på dansk i Selfoss .De dygtige mennesker, de löber 10 kilometer og de dygtigeste löber 21 kilometer men prinsessen sider på sin gode ende og tænker på god mad og dansk aften med venner .
Jæja kærustuparið beið í nærri fimm tíma í gær eftir síðustu niðurstöðum úr rannsók sem átti að vera til að setja í skýrslur sem áttu að fara til íslensku læknanna. Einhver smá miskilningur var á milli "röntgen" og B87 (meinmergskiptadeildin), B87 sagðist vilja fá niðurstöður strax en röntgen hélt að ekkert lægi á. Loks var farið í að lesa myndirnar og þá kom í ljós að lugnabólgan var sveppasýking í lungum svo kærustuparið eyddi enn einni nóttinni á sjúkrahúsinu en það var ágæt eldgosa bíómynd í sjónvarpinu. Í augnablikinu ber heimildum ekki saman um hvert næsta skrefið er, alla vega var strax byrjað á lyfjum til að útrýma sveppnum, hins vegar segja sumir að Íslenskir læknar geti nú tekið við aðrir að kærustuparið þurfi að vera hér lengur . Svo þetta er allt fram og til baka, fara heim, ekkki fara heim, fara heim, ekki fara heim . Hins vegar sér prinsessan ekkert á móti því að kærastinn fái að fara í íbúðina þar sem lyfin eru í pilluformi, hann er hress og ekkert er verið að gera nema bíða eftir að pillurnar útrými sveppnum. Óttarlegt tuð er þetta í einni prinsessu sem þarf ekkert annað að gera en blogga og fara í tölvuleiki örugglega einhverjir sem vildu vera í hennar sporum.
Annars hefur kærustuparið það ágætt og veðrið er mjög gott en söknuður eftir afkomendum, ættingju og ekki síst vinum er farinn að vera áberandi .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og "De danske löbende eller cyklendi folk god fornöjels, det er en god dag!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar