Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þolinmæði eða þrjóska!

Daginn sem kærastinn veiktist, Sir að fá leiðsögn!

Kæra dagbók prinsessan hefur svona verið að spá og spekúlera og mikið að hugsa sem er nú ekki hollt fyrir ljóshærðar prinsessur á bauninni úr Hafnarfirði Blush. Þannig er að það er alltaf verið að segja prinsessunni að hún sé svo þolinmóð en prinsessan hefur nú ekki talið sig þolinmóða hingað til og eins og sonur hennar segir "ef þú biður um að eitthvað sé gert, þá átti að gera það í gær" Woundering og hún á mjög erfitt með að bíða. Þannig að niðurstaða prinsessunnar, reyndar eftir miklar vangaveltur, er að hún er þrjósk Shocking,  klára það sem á að gera hvernig svo sem farið er að og hvursu langan tíma sem það tekur FootinMouth. Þannig að prinsessan á bauninni er þrjóskupúki þó hún sé tvíburi.

Gærdagurinn fór mikið í bið hjá kærustuparinu, bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknum og svo rétt fyrir fimm kom Soffía læknir og þær niðurstöður sem hún var með voru allar jákvæðar. Hins vegar er lugnabólgan eitthvað að vefjast fyrir þeim því hvorki hefur fundist baktería eða veira og nú á að athuga hvort þettta sé smá höfnun í lungunum enn ein rannsókn en bara gott. Við höfnun eru gefnir sterar og skammturinn hefur þegar verið aukinn svo allt er gert til að koma kærstanum heim Wink.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima og hafið það sem allra best og njótið helgarinnar Kissing.


Góðan daginn!

Kæra dagbók þá situr prinsessan og bíður eftir að kærastinn komi úr enn einni myndatökunni Wink. Ekkert merkilegt gerðist hjá kærustuparinu í gær fyrir utan mikla hvíld og góðan göngutúr í góða veðrinu Smile. Þessir dagar hafa mikið farið í bið eftir hinni og þessari rannsókninni og von er á einhverjum svörum í dag.

Prinsessan er voða ánægð með öll viðbrögðin hjá "andlitsbókar" vinum og öðrum góðum vinum því í biðinni er það tölvan, sjónvarpið og prjónarnir og reyndar tískublöð og "moggar" sem stytta tímann. Það er voða gaman að geta lesið upp fyrir kærastann hvað  vinirnir eru að bulla og ekki bulla á "andlitsbókinni" og hvaða athugasemdir hafa komið á bloggið. Allavega fær hann ekki að lesa þetta sjálfur því prinsessan er með tölvuna en kveikir nú samt á fréttum og leyfir honum að hlusta og horfa þegar það á við Cool.

Kannski fær kærustuparið bráðum að fara í íbúðina og kærastinn fær þá lyfin í pilluformi því það er svolítið þreytandi að vera svona á sjúkrahúsi hitalaus og nokkuð hress Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, hér finnst smá haustlykt svo haustið er handan við hornið Kissing.


Góða veðrið áfram!

Kæra dagbók þá sitjum við kærustuparið upp á sjúkrahúsi Wink.  Kærastinn er svo merkilegur og sérstakur að það er verið að rannsaka hann hátt og lágt, hann er reyndar með lugnabólgu en Svíarnir vilja skila honum til Íslands í toppstandi og leggja því mikla áherslu á að ekkert fari framhjá þeim Woundering sem er mjög gott.

Prinsessan dreif sig í íbúðina í gærkvöldi til að þvo, áætlanir gerðu ráð fyrir að ekki yrði þvegið fyrr en á Íslandi. Þar semað dvölin lengist og prinsessan ekki sérlega illa innrætt ákvað hún  að gera Svíum það ekki að spranga um á skítugum nærbuxum og svitalyktarbolum og dreif sig því í húsmóðurgírinn Cool.

Úti er glaða sólskin en það ringdi vel í morgun og spurning hvort prinsessan ætti að smella sér í göngutúr og heilsa upp á snákana Frown allavega ætlar hún að hugsa málið!

Bless kæra dagbók og hafið það sem allra best á Íslandi og vonandi eru sumir duglegir að æfa sig í dönsku og dönskum hirðsiðum, hægt að sleppa hlaupum til æfina Kissing.


Sir á heimleið!

Túristi!!

Kæra dagbók það sem Svíarnir eru heppnir Wink þeir fá að njóta þess að hafa prinsessuna og hennar kærasta í nokkra daga í viðbót en Sir bróðir fer heim í dag. Kærastinn krækti sér í lungnabólguSick, fékk háan hita og var drifin strax upp á sjúkrahús af prinsessunni. Hann var þægur eins og endranær og lét þetta yfir sig ganga þó að sjúkrahúsið hafi ekki verið óskastaðurinn svona daginn fyrir áætlaða heimferð Crying. Hann var drifin strax í lyfjagjöf og hitinn var fljótur niður og hann er fínn í dag en þarf að fá lyfið í æð aðeins lengur svo Svíarnir fá að njóta kærustuparsins aðeins lengur en Íslendingar verða bara að halda áfram að bíða spenntir Joyful. Sem betur fer fékk kærustuparið að halda íbúðinni lengur en henni átti að skila klukkan 10 þann fyrsta september og það hefði sko ekki verið gott.

 Þar sem að kærastinn var í öruggum höndum þá dreif prinsessan sig með bróðuinn í bæinn til að hann gæti túristast aðeins meira og keypt einhver minjagrip Cool. Gamli Stan og Drottningagatan voru heimsótt og endað á Hard Rock Café því þá var prinsessan farin að urra af hungri Angry.

Prinsessan ætlar að koma Sir bróður út á flugvöll á eftir og drífa sig svo upp á sjúkrahúsið og reyna að klára peysuna sem hún er að prjóna Tounge.

Bless kæra dagbók og það er stutt í að kærustuparið heiðri Ísland með komu sinni þó að ekki verði það í dag Kissing.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband