Góðan daginn!

Kæra dagbók þá situr prinsessan og bíður eftir að kærastinn komi úr enn einni myndatökunni Wink. Ekkert merkilegt gerðist hjá kærustuparinu í gær fyrir utan mikla hvíld og góðan göngutúr í góða veðrinu Smile. Þessir dagar hafa mikið farið í bið eftir hinni og þessari rannsókninni og von er á einhverjum svörum í dag.

Prinsessan er voða ánægð með öll viðbrögðin hjá "andlitsbókar" vinum og öðrum góðum vinum því í biðinni er það tölvan, sjónvarpið og prjónarnir og reyndar tískublöð og "moggar" sem stytta tímann. Það er voða gaman að geta lesið upp fyrir kærastann hvað  vinirnir eru að bulla og ekki bulla á "andlitsbókinni" og hvaða athugasemdir hafa komið á bloggið. Allavega fær hann ekki að lesa þetta sjálfur því prinsessan er með tölvuna en kveikir nú samt á fréttum og leyfir honum að hlusta og horfa þegar það á við Cool.

Kannski fær kærustuparið bráðum að fara í íbúðina og kærastinn fær þá lyfin í pilluformi því það er svolítið þreytandi að vera svona á sjúkrahúsi hitalaus og nokkuð hress Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, hér finnst smá haustlykt svo haustið er handan við hornið Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl kærustupar

Nú er það bara þolinmæðin sem gildir. Er það ekki ábyggilega ennþá talin dyggð? Maður er ekki alveg viss á öllum siðferðislögmálunum núna.

Mér fannst svo skrítið að tengjast ekki skóla að ég ákvað að prófa hlutverkið "nemandi". Einnig taldi ég hollt fyrir mig (og aðra) að prófa að vera "öðruvísi".  Þess vegna er ég nú í skóla með krakkaskottum, mér finnst allavega fyndið að rekast á gamla nemendur mína og vera jafnvel með þeim í tíma. Þau eru reyndar alveg yndisleg. Ég hef líka fundið aftur löngu týndar tilfinningar eins og að kvíða fyrir að fara í próf og velta fyrir sér hvort mitt verkefni verði notað í hópumræðum og hvort það verði asnalegt. Verð að reyna að byggja upp sjálfsöryggið, ætti nú að kunna e-ð í því.

Kveðja frá Guðríði skólastelpu

Guðríður (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:30

2 identicon

Hæ hæ, í dag hélt ég á tímabili að ég væri komin til Svíþjóðar...ég skellti mér í ræktina (reyndar hálfsofandi) meira að segja skokkaði þangað (þótt sumir telji mig kannski bara hafa verið gangandi) ég skoðaði landareignina í leiðinni (eða kannski á ég hana ekki lengur...kannski á bankinn hana eða.....á ég kannski bankann?? æ ég er orðin svo rugluð í þessu eftir sturtu og smá vesen þá skellti ég mér á Súfistann á leið til vinnu og fékk mér kaffi. Auðvitað hitti ég snillinginn Ingvar Viktors, alltaf jafn hress þessi elska. Þá lá leið mín í vinnuna og svo þurfti ég að skreppa á sjúkrahúsið í Rvk. en þá keyrði ég óvart aðeins lengra inn í Rvk. en auðvitað snéri ég við fyrir rest og keyrði rétta leið. Aftur lá svo leiðin í vinnuna og beint í saumaklúbb eftir að hafa farið heim til að skipta um föt 

Í dag þakkaði ég fyrir hve lítið hefur verið í vinnunni hjá karlinum því hann gat séð um heimilið þar sem ég hafði í mörgu að snúast.

Elín er eitthvað að misskilja Jegermester en hún heldur að það sé maðurinn minn...hún veit ekki að JEG-ER-MESTER ( maður er nú ekki búin að vera í meistaranámi fyrir engan titil..)

Jæja hafið það sem allra best ástarpungar og það er best að ég fari að halla mér fyrir morgunvaktina

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 00:26

3 identicon

Hæ hæ kæra prinsippessa af Sweden..gott að hlutir eru farnir að ganga betur og þú ert alltaf jafn jákvæð kæra prinsessa.. Við vorum að koma frá Selfossi og söknuðum þín..Magga, Heimir og Gulli hlupu hálft og gekk vel voru á um 2:10 sem er vonum framar og bæting hjá Gulla.  Sandra hjólaði með þeim og ég hljóp síðustu kílómetrana með þeim..Þau voru bara brött.. Í kvöld er uppskeruhátíðin og keyptum við okkur kjóla í second hand búð á Selfossi til að vera í dönskum fíling..minn er alveg skelfilegur...mér líður eins og frú Pigalopp sem ber út póstinn í honum...en ég sé MIKIÐ notagildi í honum í framtíðinni.  Knúsaðu kærastann frá mér og okkur öllum...við birtum myndir eftir boðið..og svo verðið þið með næst.....Hrönnsan

Hrönn Bergþorsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband