Prinsessa eða ekki prinsessa!

Kæra dagbók þó svo að prinsessan bauninni sé prinsessa af því að hún er svo "viðkæm" þar að segja ótrúlegustu hlutir valda henni vanlíðan eins og til dæmis merkimiðar innan í fötum Angry. Gleymist að klippa merkimiðana í burtu og prinsessan klæðist flíkinni þá fær hún útbrot og kláða undan merkjunum. Eins og þú kæra dagbók eflaust mans þá var það þannig í ævintýrinu um prinsessuna á bauninni að prinsessunni kom  ekki dúr á auga þegar ein baun var sett í rúmið hjá henni og tíu dýnur og tíu sængur ofan á og aumingja prinsessan var öll blá og marin. Þarna er það sem þessi  prinsessan  finnur samsvörun og ef hún var ekki prinsessan í ævintýrinu í fyrra lífi og er hér mætt endurborin þá allavega hefur hún sömu "hæfileika". Hins vegar hefur komið í ljós að þessi prinsessa er líka með prinsessu stæla því í gær flaug hún heim til Íslands á Saga Class farrými og hentaði það henni mjög vel. Yfirflugfreyjan í þessari ferð ber hið skemmtilega og góða nafn Rannveig og er Tómasdóttir og gerð Rannveig sér far um að prinsessan á bauninni hefði það sem allra best alla ferðina og sér prinsessan á bauninni fram á að panta hér eftir á Saga Class með Rannveigu Tómasdóttur sem einkaflugfreyju Cool

Allavega tók Íslenska ættarjörðin og veðurguðirnir mjög vel á móti kærustuparinu, Reykjanesfjallgarður skartaði sínu fegursta í sól og heiðskýru veðri Smile.

Nú er prinsessan að reyna að ganga frá því sem leyndist í ferðatöskunum og er hún komin á þá skoðun að kærustuparið eigi bara að eiga tvennar buxur og tvennar nærbuxur því þá sé svo miklu auðveldara að ganga frá. Prinsessan á bauninni í ævintýrinu var eitthvað vegalaus og eins er með þessa því þjónustufólkið hefur ekki enn látið sjá sig eftir heimkomuna hins vegar mætti hluti þess áður en kærustuparið kom heim. Já í skjóli nætur með light drykki við hönd mætti hér lið galvaskra vina og fúavarði alla skjólgirðinguna í kringum húsið ásamt því að taka garðinn í aðra nösina og því líkur lúksus Grin Happy. Kærustuparið ætlar sko endilega að narra þetta þjónustufólk hið fyrst hér í hús því parið er sko búið að sjá fyrir sér nýtt verkefni fyrir þau Whistling.

Bless kæra dagbók og hafðu það sem best og mikið eru Íslendingar hepppnir að vera búnir að endurheimta kærustuparið frá Svíum en enn á eftir að ganga frá leigumálum við sænsku krúnuna Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 828

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband