Golf??

Kæra dagbók eins og þú veist þá gerir fjarlægðin fjöllin blá og mennina mikla eins er víst með golf frammistöðu prinsessunnar Frown. Prinsessan hefur lifað í þeirri trú í allt sumar að innra með henni blunduðu gífurlegir golf hæfileikar, bara spurning um að drífa sig á völlinn, minnið sagði prinsessunni líka að hún hefði verið efnileg í fyrra Blush. Þar sem hugur prinsessunnar var fullur af þessum staðreyndum dreif hún eða neyddi sir bróður á golfvöllinn í gær og spilaðar skildu níu golfholur. Gamall samningur er enn í gildi um það að pari prinsessan holu þá bíður sir bróðir upp á hvítvínsglas og ekki man prinsessan betur en að þetta hafi nokkru sinnum farið yfir heila flösku svo hún hefur gefið afslátt og látið glasið nægja. Í gær gerðsist það hins vegar að prinsessan fór af velli og beint heim og bauð sir bróður upp á Sviss-miss kakó og átti ekkert hvítvín skilið Crying. Spurningin er hvort æfing hefði verið góð fyrir hringinn eða aðeins að róa sig og vanda? Nú bíður prinsessan spennt eftir betra veðri til að kanna hvort betur gangi næst.

Við kærustuparið fórum á sjúkrahúsið á föstudaginn þar sem kærastinn var skoðaður og dregið úr honum blóð og allt bendir til þess að hann komi bara vel út úr Svíþjóðar dvölinni hvað sjúkdóminn varðar hins vegar er langt  í land með styrkinn en það kemur. Prinsessan er orðin vön því að kærastinn sé verðugt rannsóknar efni en nú var tekið sýni úr prinsessunni líka, eflaust verið að athuga með blá blóðið en undir því yfirskini að kærustuparið væri ekki að bera heim einhverja útlenska sjúkrahússbakteríu Cool.

Bless kæra dagbók og nú bíður prinsessan eftir skárra golfveðri til að geta unnið sér inn hvítvínsglas, eitt eða fleiri Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ hæ, swiss mokka er fínt og ekki síðra ef hægt er að setja smá stroh út í..... mér finnst nú alveg í lagi að verðlauna mann með hvítvínsglasi ef maður heldur sig inn á réttri braut... mér tókst nefnilega í sumar bnæstum að para 9. holu hjá GKG en komst svo aðþví þegar ég ætlaði að taka síðasta höggið að ég sendi boltann að púttvellinum í stað 9. holu..... svo ég segi INNAN VALLAR=hvívínsglas 

Kærar kveðjur til ykkar og gangi ykkur áfram vel í þreksöfnun og þá þýðir ekkert nema þolinmæði eins og þið eruð svo ótrúlega góð í!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 829

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband