Engar fréttir eru jú góðar fréttir!

Kæra dagbók nú situr kærustuparið á sjúkrahúsinu og bíður þess sem verða vill Woundering. Gærdagurinn var sérdeilis góður, eftir að hafa fengið góðar niðurstöður úr blóðprufunum á sjúkrahúsinu fékk kærastinn frí. Kærustuparið dreif sig í Gamla Stan og snæddi "hádegisverð" um þrjúleitið og fékk sér síðan göngutúr í góða veðrinu. Eftir smá labb var kærustuparið statt í "Kungsträgården" á pólitískumfundi, allt skreytt með rauðum og grænum blöðrum. Ekki er kærustuparið alveg með á hreinu út á hvað fundurinn gékk en allavega var verið að ræða atvinnuleysi og inn á milli komu tónlistaratriði. Gamaldags rokkarar stigu síðastir á svið og fluttu ósvikið rokk með orgi og hoppi og þetta þótti nú prinsessunni ekki verra því öll tónlistar atriðin sem hún hefur séð hér í sumar hafa verið meira í anda Alexanders hins norska "júróvisions" vinningshafa Cool.

Prinsessan hefur orðið áhyggjur af tölvunni því það er líklegast kominn vírus í hana, eflaust mótmæli því hún er með svo mikla heimþrá Woundering.

Bless  kæra dagbók og bestu kveðjur heim Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja nú fæ ég sterka tilfinningu fyrir því að þið séuð að koma heim

Ótrúlega gaman að sjá og upplifa mótmæli í hinum Norðurlöndunum. Ég var stödd í Danmörku þegar hjúkkur voru að mótmæla lágum launum...þar voru allir í eins áprentuðum bolum mættu með heilu fjölskyldurnar með sér og svo var bara gleði í mótmælunum. Það var búið að semja texta við eitthvað lag sem hópur hjúkrunarkvenna söng sem var baráttusöngur fyrir hærri launum. Það var mikið hlegið og gaman á þessum fundi. (ekki alveg sama gleðin hér á Íslandi við mótmæli 

Ég veitti mér þann munað að kaupa mér einkaþjálfun í einn´mánuð og láta dekra við mig. Fysti tíminn var í morgun og ég ákvað að skrifa strax til ykkar því ég veit ekki hvort ég geti hreyft hendurnar í kvöld

kærar kveðjur til ykkar hlakka til að hitta ykkur eins og alla hina

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 829

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband