Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

I have a dream!

Kæra dagbók nú svaf ég svo vel í nótt hér á sjúkrahúsinu að mig dreymdi og svo læt ég mig sko dreyma áfam og er samt vakandiSmile. Mig nefnilega dreymir um hjólið sem ég sá til sölu á kaffihúsi neðarlega á Laugarveginum í fyrrasumar. Þetta var sambrjótanleg hjól sem var hægt að stinga í vasann (smá ýkjur) og taka með í strætó og leigubíl og svo var líka hægt að hjóla á því. Skútufólkið á oft svona hjól og notar þegar það leggst að, hjólar og skoðar sig um. Sé alveg fyrir mér að vera með svona hjól hér, taka með á milli staða og geta svo hjólað um. Við kærustuparið tækjum okkur vel út InLoveInLove. Við Inga María sáum þessi hjól á litlu kaffihúsi við Laugarveginn, þar sem þau voru til sölu og  nokkrir voru á svona hjólum í miðborginni. Þau voru ekki mjög dýr en þá sá ég ekki "Pointið" í því að eiga tvö hjól en ég hefði bara átt  skella mér á tvö stykki. Það hefði ekki verið neitt mál að hafa þau með en nei alltaf svolítið sein hún frú Rannveig Frown. Hér eru hjól dýr og þá miða ég við laun Svía og endingu hjóla, þá er ég ekki að hugsa um minni endingu sem stundum verður vegna "hjólataps".

Veðurútlitið er ekki slæmt í dag, reyndar glæsilegt fyrir næstu daga Grin, ég ætla að fá mér góðan göngutúr á eftir, hlaupagallinn er niðri í íbúð, svolítið erfitt að vera með mikið af dóti hér á sjúkrastofunni en það er rosa gott fyrir lungu og hjarta og eflaust nýru líka svo ég tali nú ekki um efri hæðina, að ganga úti.

Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt hér í Stokkhólmi er bara hrifin, ótrúlega mikið af grænum svæðum og útivistarmökuleikar gríðalegir hvert sem litið er svo ku vera mjög gott að versla hér en það á nú eftir að reyna á það, meiri fréttir af því síðar.

Bless bless kæra dagbók.

 


Annar dagur í tölvu!!

Kæra dagbók dagurinn í gær fór meira og minna í tölvuna, skoða póst, svara pósti, blogga, lesa moggann, hlusta á íslenskt útvarp og horfa á íslenskt sjónvarp. CoolNúna er ég að fara niður í íbúð og ná í ýmislegt sem við kemur tölvunni, mús, heyrnartól. "upptökuaugað", bankalykil og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar á líka að þvo sér rækilega og þvo föt, ekki góð aðstaða hér á sjúkrahúsinu en alveg hægt að lifa við það í stuttan tíma.

Síðasta kvöldið hennar Ingu Maríu hér fórum við mæðgur út að borða í Gamla-Stan en það er elsti hluti StokkhólmsSmile. Ferðamenn sæka í þennan stað en svo eru Svíar líka duglegir að fara þarna um. Veitingastaðir eru í flestum húsum eða þá verslun nema hvort tveggja sé. Sumar göturnar eru svo þröngara að það er eins gott að vera ekki í buxnastærð 48 því þá sæti maður fastur á mjöðmunum, við vorum ekkert varar við "Kana"GetLost.  Veitingastaðurinn sem við enduðum á bauð upp á góðan mat og dúkuð borð og mjög afslappað og þægilegt andrúmsloft. Ég fékk mér sirlonsteik með flottu hrásalati og bakaðri kartöflu og át allt enda hefur verið óttarlegt skyndibitafæði á frúnni. Inga María fékk sér grillaðan lax með flottu salati, æ ég gleymdi rauðvínsglasinu sem ég fékk mér!!!Halo Við héldum reyndar fyrst að við værum að ráðast inn í einkasamkvæmi því allri gestirnir litum upp og fylgdust með okkur þegar við mættum. Svo föttuðum við að það er ekki á hverjum degi sem svona glæsilegar "systur" heimsækja veitingastaði, það að ég rak töskuna í borð og Inga María felldi stól og gösin duttu um koll þegar við settumst held ég að hafi ekkert með athyglina sem við fengum að geraBlush.

Eftir mat gengum við um þröngar götur og festumst hvergi og keyptum okkur eftirrétt á leiðinni heim og höfðum það svo gott yfir sjónvarpinu.

Í dag er midsommeraftonWhistling hér, sem er svipað og Jónsmessan heima nema þeir halda þetta með miklum bravör og að því að mér skilst alltaf á föstudaginn sem næst liggur aðfaranótt 24. júní. Þeir reisa rosa flotta blómastöng og skreyta mikið með blómum bæði sig og umhverfið. Svíarnir skemmta sér allan daginn borða vel og dansa og syngjaHappy. Þetta er útihátíð en veðurútlitið er ekki flott, rigning í kortunum en vonandi rætist það ekki. Í fréttunum sem eru núna í sjónvarpinu eru allir með blómakransa á höfðinu og voða gaman, þetta er víst ein hefðin og mér verður ósjálfrátt hugsað til Rúnars frænda en einhverra hluta vegna gerist það alltaf þegar ég sé blómakransa þó að það séu bara fíflakransar sem eru honum lífshættulegirShocking.

Annars allt á réttri en hægri leið hjá okkur! Bless bless kæra dagbókSmileSmile.


Loksins, loksins!!

Kæra dagbók mikið hef ég saknað þín og þú eflaust mín!

Af  mér eru svo miklar fréttir eftir langt stopp að þetta verður áfanga ritun!

Tölvan á langt ferðalag að baki og sannast hið fornkveðna "ber er hver að baki nema sér bróður eigi" og ég sé ekki betur en að það hafi verið jafn mikilvægt núna ef ekki mikilvægara en þegar þetta var sagt í upphafi. Við sendum sem sé gripinn til Íslands með Ingu Maríu og þar tók Huldar við henni og lét gera við og síðan fór Hafnarfjarðarmafían á fullt að koma henni til okkar og það gékk mjög vel og var skálað í hvítvíni við afhendinguna. Ég get ekki sagt að ég hafi haft á móti því enda viðskálendur skemmtilegt fólk sem reyndar varð fyrir því að verða kratar en hver hefur sinn djöful að draga!

Ég hafði aldrei heyrt talað um "Hafnarfjarðar mafíuna" fyrr en Íslendingarnir sem hér dvelja og vinna voru að spyrjast fyrir um tölvumálin og þegar ég sagði þeim hvernig hún bærist mér sögðu þau já sko "Hafnarfjarðar mafían"! Ég hélt að það væri stuðningslið FH en þau fullyrtu að Hafnfirðingar stæðu alltaf saman hvar sem þeir væru, þetta er mér líklega svo eðlilegt enda Hafnfirðingur, þó tölvuhjálpin hefði nú verið meiri en mér fannst sjálfsögð svo ég tali nú ekki um hvítvínið. Mikið er nú gott að vita að maður er partur af mafíu.

Inga María litla barn kom til okkar í heimsókn og sem betur fer hefur hún vanið sig á að ganga á háum hælum þannig að hún kláraði bara eitt skópar hér í Stokkhólmi, gæfi ekki í það ef hún hefði verið á flatbotna, það hefðu verið a.m.k. 4 pör. Við tvær fórum í menningaferðir og hlaupaferðir og verslunarferðir og í kaffiboð og höfðum gaman af. Við sigldum aðeins á milli eyja og hólma og fórum á Vasa-safnið sem mér fannst mjög merkilegt, eitthvað sem alls ekki mátti missa af.  Skipið risti nú ekki djúpt og virtist liggja í augum uppi að það myndi hvolfa en það var samt ótrúlega flott eins og ég segi "allt fyrir útlitið" og litirnir voru miklir en ég hef alltaf haldið að það hefði bara verið brúnt.

Úr Vasasafninu gengum við yfir í Gröna Lunds tívolíið en ég fattaði ekki að fara í tæki svo við fengum okkur nammi og horfðum á fólk öskra! Síðan sigldum við örlítið meira og fórum svo upp á sjúkrahús til Eyjólfs.

Af Eyjólfir er það að frétta (já alveg rétt þess vegna er ég hér) að hann er einstakur eins og ég hef auðvitað alltaf vitað og líka mjög sérstakur! Heima á Íslandi fékk hann aukaverkun með fúkkalyfi og sú aukaverkun lýsir sér í rosalegum höfuðverk en er svo til óþekkt því þetta þekkist hjá um 1% þeirra sem fá þetta lyf. Fyrir utan að hreppa sjaldgæfan sjúkdóm, bráðahvítblæðið og enn sjaldgæfari blóðsjúkdóm þá fær hann líka höfnun í þvagfærin sem er svo sjaldgæft að menn hafa ekki verið sammála um að þetta væri höfnun og er svo óalgengt að menn reyndu nýja aðferð á Eyjólfi sem hér eftir verður nefnd "Runars method", hann er alltaf kallaður Runar hér þar sem Eyjólfur er víst eitthvað óþjált í munni. Hann er nú bara heppinn að foreldrar hans gáfu honum tvö nöfn því ég er kölluð Runars vife eða kona því Rannveig er víst alveg vonlaust, ég var að velta því fyrir mér  hvernig þeim gengi með "gamla". Nema hvað aðferðin gengur vel og yfirlæknirinn var að tala við okkur og fullyrti að engar skemmdir yrðu og að allt væri á góðum bata vegi og nýrun starfa allveg 100% rétt og annað er alveg að koma þetta tæki bara tíma og við eigum nóg af honum svo allt er í góðu.

Nú ert þú kæra dagbók eflaust að gefast upp á mér  en "I´ll be back" , bless kæra dagbók þar til næst.


Tölvuvesen!!

Kaera dagbók nú er ég búin ad hendast út um alla Stokkhólm vegna tölvunnar og hún er sjálf bilud, allt í lagi med hledslutaekid og rafhlöduna en eitthvad ad módurbordinu.

Komst í tölvuna á Ronalds en er flutt nidur í bae thó Eyjólfur sé enn á sjúkrahúsinu. Fengum fína íbúd á gódum stad med pizzu-stad og bar á nedstu haedinni : ) og aukaherbergi fyrir gesti!

Inga María er enn hjá mér og vid erum núna í heimsókn hjá Eyjólfi hann er enn med höfnunareinkenni og -arf ad vera á sjúkrahúsinu.

Ég nenni ekki ad vinna á thessa tölvu mér finnst hún svo leidinleg, ég vil getad skrifad íslenska stafi og hananú! Lagst vonandi fljótlega, aetla ad senda thá bilidu heim og vonandi kemmst ég aftur í tölvu fljótlega en geri rád fyrir ad Vigfús komi med okkar vidgerda eda thá sína thegar hann kemur um mánadarmótin!

Bestu Kvedjur heim og ekki haetta ad senda okkur línur thví thad heldur okkur gangandi!

Bless bless kaera dagbók.


'Onýtt hledslutaeki!

Kaera dagbók nú er ég í slaemum málum, hledslutaekid vid tölvuna er búid og ég er ad bagsa í tölvunni á Ronald.

Vid fórum í bíltúr í gaer alveg nidur í midborg Stokkhólms og gékk ótrúlega vel og komumst heim aftur. Fórum svo út ad borda og okkur var ekki hent út heldur var thjóninn svo kurteis og almennilegur mig grunar ad  unga snótin okkar hafi átt hlut ad máli svo hún för ekkert ad fara heim.

Ég nenni ekki ad blogga á thessu skrapatóli hún er svo hraedilega lengi ad öllu og vantar íslensku stafina, aetla ad athuga hvort haegt sé ad fá lánad hledslutaeki hjá hinum Íslendingunum their eru líka med Dell.

Bless í bili kaera dagbók.


Þjóðhátíðardagur Svía.

Kæra dagbók í dag er þjóðhátíðardagur Svía Kissing! Við heyrðum um það í sjónvarpinu, svona erum við orðin klár í sænsku.

Við morgunverðarborðið í morgun ákváðum við mæðgur að spurja Svíana um daginn og þeir voru nú ekki alveg með það á hreinu að það væri í dag Woundering. Sem betur fer var sjónvarpið á og verið var að sjónvarpa frá hátíðarhöldum á Skansen þannig að Svíarnir sáu að við mæðgur vorum ekki alveg kolruglaðar. Þeir vildu meina að þeir væru nú ekki að halda eins mikið upp á þetta og Norðmenn, semsé héldu að við værum norskar. Ég var fljót að leiðrétta það og sagði að við Íslendingar héldum jafnmikið upp á þjóðhátíðardaginn og Norðmenn og í öllum bæjum á Íslandi væru hátíðarhöld Cool.

Við mæðgur erum nú bara lukkulegar með það því við getum þá farið að versla niður í Huddinge centrum og það finnst okkur ekki verra, ég ætla meira að segja að fara með dótturina og kynna hana fyrir geðprúðu konunni í garnabúðinni, vonandi er ekki sú broshýra á vakt Shocking.

Seinna í dag er svo ætlunin að fara öll þrjú í bíltúr og skoða okkur um, viðvörun verður send út um hádegi.

Við mæðgur tókum til hlaupagallann í gærkvöldi því ég ætlaði að kynna "hlaupaleiðir" mínar fyrir dótturinn en vorum svo þreyttar í morgun að við sváfum yfir okkur svo við tökum alla hreyfingu út í verslunarleiðangrinum. Ég tek það fram að við erum mjög duglegar í "windowshopping" ef Íslenska þjóðin er farinn að hafa áhyggjur af gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins og svo er ég búin að gylla grænmetis og ávaxtamarkaðinn fyrir dömunniSmile.

Jæja kæra dagbók við mæðgur megum nú ekki missa af lestinni í þessa löngu ferð sem tekur allavega eina og hálfa mínútu og það líða alveg 14 mínútur á milli ferða FootinMouth .

Bless bless kæra dagbók og bestu kveðjur heimSmile.


Komin til útlanda!

Kæra dagbók nú fengum við kærustuparið bara smá þef í gær, af því að vera í útlöndum Smile. Við fengum lánaðann bílinn á Ronald McDonald og fórum í smá bíltúr. Þar sem ég er svo hlíðin og stillt stúlka þá fór ég í einu og öllu eftir tilmælum tengdamóður minnar og ók varlega og passaði mig að vera alltaf á löglegum hraða Wink. Við vorum ekki búin að aka lengi þegar við tókum eftir því að hver bifreiðin á fætur annarri hraðaði sér fram úr, hvar vorum við á Íslandi eða hvað var eiginlega að gerast. Ég ákvað í snarhasti að ég hefði lesið vitlaust á skiltið með hraðatakmörkunum og jók ferðina í 80 km á klst  enn héldu bifreiðarnar áfram að fara fram úr. Þá sá ég nýtt skilti og það stóð 70 á því, hvað var eigninlega að gerast? Okkar kenning er sú að það sé alltaf verið að prófa Svíana í stærðfræði og að þeir eigi að bæta 20 við og aka á þeim hraða en samt sem áður komumst við að því að þeir eru misgóðir í samlagningu því einhverjir voru á 100 og jafnvel yfir. Við létum þetta ekki slá okkur út af laginu og höfðum orð hennar tengdamóður minnar í heiðri og héldum okkur á þeim hraða sem skiltin sögðu, enda gékk þessi bílferð mjög vel og var skemmtileg Smile.

Sömu sögu er ekki að segja af "út að borða" ferðinni FootinMouth. Við ákváðum nefnilega að frúin þyrfti nú eitthvað í svanginn áður en hún færi að urra og þá sáum við gult hús sem óneitanlega minnti á Emil nokkurn í Kattholti, því það líktist stórbýli úr þáttunum. Utan á húsinu stóð "Kök og pizza" sem gefur náttúrulega góð fyrirheit . Við skelltum okkur inn og ég pantaði mér pizzu og var boðið á salatborð á undan. Í salatfötunum voru tangir sem áttu að auðvelda manni að færa salatið á eigin disk en þetta hentaði henni mér ekki sérlega vel því "blobbs" tönginn hrökk upp og opnaðist og salatið fór út um allt, nú er búið að setja upp skilti á veitingastaðnum og á því stendur "Rannveigar bannaðar" þannig að kæra dagbók ef þú átt leið um Svíþjóð og ætlar að næra þig þá skaltu segast vera frá Finnlandi Whistling. Pizzan var hinsvegar mjög góð og ég mæli með staðnum Smile.

Nú hinsvegar kæra dagbók fer ég að rúlla út á flugvöll að sækja litla barnið mitt sem ætlar að gleðja foreldra sína með nærveru sinni næstu vikuna Happy.

Bless bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi verður gott veður þar hér er nefnilega að bresta á með bongoblíðu.

 


9°C úff!!

Kæra dagbók mikið óskaplega var ég fljót yfir á sjúkrahús í morgun var ekkert að tefja mig við auka göngutúr eins og ég hef gert hingað til. Mér Íslendingnum fannst bara kalt já dr... kalt Crying og ofan á lágt hitastig leggst rok, ekki vindur heldur rok með rigningu á hraðferð. Þetta er ekkert veður fyrir prinsessuna á bauninni en prjónarnir og vasabrotsbækurnar eru á sínum stað og sem betur fer eru matsölustaðir innandyra hér á sjúkrahúsinu.

Ég byrjaði að þvo laust eftir klukkan sjö í morgun og þá er klukkan rétt rúmlega fimm að morgni heima á Íslandi, þetta er náttúrulega bilun og það sem verra er ég veit ekkert hvað ég á að gera við þessu Woundering ég hef náttúrulega aðgang að ýmsum fræðingum hér á sjúkrahúsinu en veit ekki hvort þeir geti höndlað þessa bilun.

Í dag er ætlunin að skreppa í smá bíltúr, þar sem við höfum aðgang að bíl þessa dagana á Ronald, ég verða að æfa mig áður en ég bruna út á flugvöll á morgun að ná í litla barnið mitt.

Áður fór hún í sumarbúðir í Ölveri og átti frábærar stundir nú fer sumarfríið í að skemmta mömmu sinni, vonandi man hún enn leikina og þrautirnar úr Ölveri. Sé okkur alveg í anda fara í útileiki á lóðinni við Ronald, það þarf nú líka að skemmta hinu fólkinu  Cool. Reyndar er tvöfaldur, flottur tennisvöllur hér á milli sjúkrahússins og Ronald og ég horfi nær daglega, öfundsjúk, á einhverja leika sér í tennis. Kannski að ég nái að plata dömuna í einn leik, svo getum við verið samtaka í rassharðsperrum daginn eftir, alltaf betra að hafa þjáningasystur Devil.

Það er eitt sem ég hef svolítið tuðað yfir að undanförnu og ég sem er þekkt fyrir að tuða aldrei Whistling en það er það að við erum að fá fullt af flottum og góðum kveðjum en getum ekki svarað til baka nema örfáum því við höfum ekki netföngin, þau koma ekki sjálfkrafa upp á blogginu, kannski er hægt að nálgast þau og ætti nú að reyna í stað þessa að tuða FootinMouth.

Eyjólfur er á hægum, jákvæðum batavegi og við fáum daglega prófessora og lækna hér inn til að ræða um heilsufarið og framhaldið og ég sé að Eyjólfur er áhugaverður sjúklingur (áhugavert tilfelli). Prófessorinn sem kom í morgun, Olle, vann með Bandaríska lækninum sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1990,  verlaunin voru fyrir  vinnu að lækningu hvítblæðis en það var það sem Olav vann einmitt að með þeim bandaríska, ekki amarlegt það Smile

Bless, bless kæra dagbók bestu kveðjur til allra heima á Íslandi og vonandi er betra veður hjá ykkur Smile.

Búin að fatta hvar ég finn netföngin, ég er svo mikið tölvuséníWizard


Notaði regnhlíf!

Kæra dagbók í morgun tók ég fram regnhlífina sem ég keypti hér um árið í London og notaði einu sinni þar, var sem sé að nota hana í annað skiptið núna. Hér er nefnilega útlensk rigning, skrítið, það rignir beint niður ekki hraðferð á ská á dropunum og það var gaman að labba úti með regnhlíf og ímynda sér að maður væri rosa pæja!

Ég fór hvorki í fitnessið eða út að hlaupa því ég hafði svo rosagóða afsökun, ég á við meiðsli að stríða ekki íþrótta meiðsli heldur brussu meiðsli. Rúmið á sjúkrastofunni réðist með offorsi á hælinn á mér í gær og ég er bæði með sár og marinn, þannig að nú eru það bara göngutúrar í sandölum. Ekki getur maður farið að gera magaæfingar svo ég tali nú ekki um armréttur með þessi líka rosalegu meiðsli á hælnum, það tekur örugglega tvo ef ekki þrjá daga að komast aftur í skó og fara að sporta.

Ég er í fýlu úti netþjónustu  Hafnarfjarðar því í annað skiptið á örstuttum tíma datt prósturinn út þegar ég var búin að skrifa bráðsmellið og langt bréf þannig að bréfið hvarf, aumingja Edda hvers á hún að gjalda að fá ekki skemmtilega bréfið frá mér. Ekki veit ég hvað er í gangi en þegar þetta gerðist síðast var ég líka að senda Eddu bréf. Ég þarf sem á alltaf að byrja upp á nýtt þegar ég skrifa henni svo að hún fær bar leiðinleg bréf frá mér því hin þessi skemmtilegu hverfa alltaf, aumingja Edda.

Hér er allt á hægum en góðum batavegi hjá Eyjólfi og við erum farin að bíða eftir að hann komist út af sjúkrahúsinu því þá flytjum við í íbúð og þurfum bara að koma hingað  í eftirlit og eitthvað kannski meira.

Bless kæra dagbók.

 


Rigning beint niður!

kæra dagbók hér rignir í dag og það beint niður sem mér finnst alltaf merkilegt því heima á Íslandi liggur rigningunni alltaf svo mikið á Errm. Ég fór í göngutúr í rigningunni, í regnkápu, og fannst það bara fínt, heima hleyp ég í mesta lagi út í bíl í rigninguAngry.

Í gær var hins vegar glaðasólskin og 25°C og við fengum okkur göngutúr(a) og settumst á hina og þessa bekki í nágrenninu til að hvíla lúin bein Smile. Ég hef  "mikinn" áhuga á að kynna Eyjólf fyrir snákunum "vinum mínum" en þeir hafa ekki látið sjá sig þegar Eyjólfur er með mér og nú er ég búin að fatta af hverju, jú Eyjólfur fer aldrei út án gleraugna. Það er einmitt það sem er ólíkt með okkur kærustuparinu að hann fer ekki spönn frá rassi án gleraugna, ég hinsvegar skil mín alls staðar eftir en samt segir augnlæknirinn að hann treysti mér ekki á milli herbergja án þeirra. Eyjólfur vill helst að ég sé með þau því ég verði svo merkileg með mig án þeirra, geng fram hjá vinum og góðum kunningjum án þess að heilsa og það finnst mínum veluppalda og prúða manni ótækt. Ég hins vegar er fyrst núna að uppgötva ágæti þeirra þegar snákarnir sem allt eins gætu verið skröltormar, Alien sem bíta, forðast mig þegar ég er með þau, ég lít út eins og gleraugnaslanga.

Eitthvað er núna að  birta til og við fáum okkur örugglega smá göngu seinnipartinn, við eigum allavega regnföt.

Kæra dagbók okkur er farið að hlakka til föstudagsins því þá er von á litla barninu okkar í heimsókn, litli strákurinn okkar kemur svo í smá heimsókn um mánaðarmótin júní, júlí. Svo það eru spennandi tímar framundan og tengda-/foreldrarnir  koma líka í lok júní.

Bestu kveðjur til allra heima og bless kæra dagbók. Smile

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband