Þjóðhátíðardagur Svía.

Kæra dagbók í dag er þjóðhátíðardagur Svía Kissing! Við heyrðum um það í sjónvarpinu, svona erum við orðin klár í sænsku.

Við morgunverðarborðið í morgun ákváðum við mæðgur að spurja Svíana um daginn og þeir voru nú ekki alveg með það á hreinu að það væri í dag Woundering. Sem betur fer var sjónvarpið á og verið var að sjónvarpa frá hátíðarhöldum á Skansen þannig að Svíarnir sáu að við mæðgur vorum ekki alveg kolruglaðar. Þeir vildu meina að þeir væru nú ekki að halda eins mikið upp á þetta og Norðmenn, semsé héldu að við værum norskar. Ég var fljót að leiðrétta það og sagði að við Íslendingar héldum jafnmikið upp á þjóðhátíðardaginn og Norðmenn og í öllum bæjum á Íslandi væru hátíðarhöld Cool.

Við mæðgur erum nú bara lukkulegar með það því við getum þá farið að versla niður í Huddinge centrum og það finnst okkur ekki verra, ég ætla meira að segja að fara með dótturina og kynna hana fyrir geðprúðu konunni í garnabúðinni, vonandi er ekki sú broshýra á vakt Shocking.

Seinna í dag er svo ætlunin að fara öll þrjú í bíltúr og skoða okkur um, viðvörun verður send út um hádegi.

Við mæðgur tókum til hlaupagallann í gærkvöldi því ég ætlaði að kynna "hlaupaleiðir" mínar fyrir dótturinn en vorum svo þreyttar í morgun að við sváfum yfir okkur svo við tökum alla hreyfingu út í verslunarleiðangrinum. Ég tek það fram að við erum mjög duglegar í "windowshopping" ef Íslenska þjóðin er farinn að hafa áhyggjur af gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins og svo er ég búin að gylla grænmetis og ávaxtamarkaðinn fyrir dömunniSmile.

Jæja kæra dagbók við mæðgur megum nú ekki missa af lestinni í þessa löngu ferð sem tekur allavega eina og hálfa mínútu og það líða alveg 14 mínútur á milli ferða FootinMouth .

Bless bless kæra dagbók og bestu kveðjur heimSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá það væri ekki leiðinlegt að kíkja í búðir og...meðan ég man þá ætti ég kannski að benda vinkonu minni á þessa garnbúð hún býr einhversstaðar þarna úti Skemmtið ykkur vel og njótið þess að láta strauja kortin (er það ekki tiltekt...að strauja?)  kær kveðja til Eyjólfs og það verður gaman að frétta af bíltúrnum...alltaf eitthvað spennandi sem gerist í kringum þig Rannveig

knús til ykkar SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 16:16

2 identicon

Hæhæ,,,,,sammála síðsata ræðumanni, það er gjeggjað veður sól og hiti, búin að koma upp sumarblómum hjá mér bestu kveðjur til ykkar allra,,,,Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband