Komin til útlanda!

Kæra dagbók nú fengum við kærustuparið bara smá þef í gær, af því að vera í útlöndum Smile. Við fengum lánaðann bílinn á Ronald McDonald og fórum í smá bíltúr. Þar sem ég er svo hlíðin og stillt stúlka þá fór ég í einu og öllu eftir tilmælum tengdamóður minnar og ók varlega og passaði mig að vera alltaf á löglegum hraða Wink. Við vorum ekki búin að aka lengi þegar við tókum eftir því að hver bifreiðin á fætur annarri hraðaði sér fram úr, hvar vorum við á Íslandi eða hvað var eiginlega að gerast. Ég ákvað í snarhasti að ég hefði lesið vitlaust á skiltið með hraðatakmörkunum og jók ferðina í 80 km á klst  enn héldu bifreiðarnar áfram að fara fram úr. Þá sá ég nýtt skilti og það stóð 70 á því, hvað var eigninlega að gerast? Okkar kenning er sú að það sé alltaf verið að prófa Svíana í stærðfræði og að þeir eigi að bæta 20 við og aka á þeim hraða en samt sem áður komumst við að því að þeir eru misgóðir í samlagningu því einhverjir voru á 100 og jafnvel yfir. Við létum þetta ekki slá okkur út af laginu og höfðum orð hennar tengdamóður minnar í heiðri og héldum okkur á þeim hraða sem skiltin sögðu, enda gékk þessi bílferð mjög vel og var skemmtileg Smile.

Sömu sögu er ekki að segja af "út að borða" ferðinni FootinMouth. Við ákváðum nefnilega að frúin þyrfti nú eitthvað í svanginn áður en hún færi að urra og þá sáum við gult hús sem óneitanlega minnti á Emil nokkurn í Kattholti, því það líktist stórbýli úr þáttunum. Utan á húsinu stóð "Kök og pizza" sem gefur náttúrulega góð fyrirheit . Við skelltum okkur inn og ég pantaði mér pizzu og var boðið á salatborð á undan. Í salatfötunum voru tangir sem áttu að auðvelda manni að færa salatið á eigin disk en þetta hentaði henni mér ekki sérlega vel því "blobbs" tönginn hrökk upp og opnaðist og salatið fór út um allt, nú er búið að setja upp skilti á veitingastaðnum og á því stendur "Rannveigar bannaðar" þannig að kæra dagbók ef þú átt leið um Svíþjóð og ætlar að næra þig þá skaltu segast vera frá Finnlandi Whistling. Pizzan var hinsvegar mjög góð og ég mæli með staðnum Smile.

Nú hinsvegar kæra dagbók fer ég að rúlla út á flugvöll að sækja litla barnið mitt sem ætlar að gleðja foreldra sína með nærveru sinni næstu vikuna Happy.

Bless bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi verður gott veður þar hér er nefnilega að bresta á með bongoblíðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi verður bongóblíða hjá ykkur alla vikuna, Bestu kveðjur darlingarMamma og pabbi í sveitinni

inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:50

2 identicon

Komið þið sæl, mikið er gaman fyrir ykkur að fá dúlluna til ykkar.  Rannveig mín passaðu þig á að keyra ekki neinn niður, haltu þig á veginum.

Kveðja til ykkar,

Anna Stína.

Anna Kristín (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:34

3 identicon

Sæl Rannveig.

Bloggið þitt er einstaklega skemmtilegt, gangi ykkur vel í baráttunni og til hamingju með duglegu börnin ykkar.

Kveðjur, Anna Björg.

Anna Björg (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 849

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband