9°C úff!!

Kæra dagbók mikið óskaplega var ég fljót yfir á sjúkrahús í morgun var ekkert að tefja mig við auka göngutúr eins og ég hef gert hingað til. Mér Íslendingnum fannst bara kalt já dr... kalt Crying og ofan á lágt hitastig leggst rok, ekki vindur heldur rok með rigningu á hraðferð. Þetta er ekkert veður fyrir prinsessuna á bauninni en prjónarnir og vasabrotsbækurnar eru á sínum stað og sem betur fer eru matsölustaðir innandyra hér á sjúkrahúsinu.

Ég byrjaði að þvo laust eftir klukkan sjö í morgun og þá er klukkan rétt rúmlega fimm að morgni heima á Íslandi, þetta er náttúrulega bilun og það sem verra er ég veit ekkert hvað ég á að gera við þessu Woundering ég hef náttúrulega aðgang að ýmsum fræðingum hér á sjúkrahúsinu en veit ekki hvort þeir geti höndlað þessa bilun.

Í dag er ætlunin að skreppa í smá bíltúr, þar sem við höfum aðgang að bíl þessa dagana á Ronald, ég verða að æfa mig áður en ég bruna út á flugvöll á morgun að ná í litla barnið mitt.

Áður fór hún í sumarbúðir í Ölveri og átti frábærar stundir nú fer sumarfríið í að skemmta mömmu sinni, vonandi man hún enn leikina og þrautirnar úr Ölveri. Sé okkur alveg í anda fara í útileiki á lóðinni við Ronald, það þarf nú líka að skemmta hinu fólkinu  Cool. Reyndar er tvöfaldur, flottur tennisvöllur hér á milli sjúkrahússins og Ronald og ég horfi nær daglega, öfundsjúk, á einhverja leika sér í tennis. Kannski að ég nái að plata dömuna í einn leik, svo getum við verið samtaka í rassharðsperrum daginn eftir, alltaf betra að hafa þjáningasystur Devil.

Það er eitt sem ég hef svolítið tuðað yfir að undanförnu og ég sem er þekkt fyrir að tuða aldrei Whistling en það er það að við erum að fá fullt af flottum og góðum kveðjum en getum ekki svarað til baka nema örfáum því við höfum ekki netföngin, þau koma ekki sjálfkrafa upp á blogginu, kannski er hægt að nálgast þau og ætti nú að reyna í stað þessa að tuða FootinMouth.

Eyjólfur er á hægum, jákvæðum batavegi og við fáum daglega prófessora og lækna hér inn til að ræða um heilsufarið og framhaldið og ég sé að Eyjólfur er áhugaverður sjúklingur (áhugavert tilfelli). Prófessorinn sem kom í morgun, Olle, vann með Bandaríska lækninum sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1990,  verlaunin voru fyrir  vinnu að lækningu hvítblæðis en það var það sem Olav vann einmitt að með þeim bandaríska, ekki amarlegt það Smile

Bless, bless kæra dagbók bestu kveðjur til allra heima á Íslandi og vonandi er betra veður hjá ykkur Smile.

Búin að fatta hvar ég finn netföngin, ég er svo mikið tölvuséníWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn bæði tvö það er nú ekki málið að redda netfangi mitt er s@johannsdottir.net hélt að sæir það en það er ekki allt fullkomið, farðu nú varlega í umferðinni það verður gaman hjá ykkur að fá dóttlu til ykkar, Benjamín er hjá okkur en Bjarki vildi fara til pabba síns.Gott að allt gengur vel, það er sólarlaust hér ennþá en kanski kemur hún . KV. Sigurlaug, Sigurjón og Benjamín.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 08:54

2 identicon

Góðan daginn dúllurnar mínar Sólin er að koma núna á þessu augnabliki og alveg logn en þeir segja að það eigi að rigna eitthvað um helgina, þá ætti sólin nú að fara að koma til ykkar aftur, eg vona það bara. Eg ætla bara að byðja þig að fara varlega elsku Rannveig mín í umferðinni, þeir eru mjög strangir í umferðareglunum eins og öðrum reglum svíarnir hámarkshraði 60.Gott er að heyra að allt gengur vel. Bestu kveðjur frá okkur pabba. Mamma frá Selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:30

3 identicon

Sæl Rannveig skvíz numeros uno

Ég hef fylgst með blogginu þínu þó svo ég hafi ekki kvittað en þú veist hvernig þessir dagar eru sem maður virðist vera að gera allt í einu. Nú er ég hins vegar búin að fara yfir próf og slá inn einkunnir þannig að ég gaf mér tíma til að snúa mér að eiginmanninum í gærkvöldi og bauð honum í bíó, sáum Engla og djöfla - hún var góð. Ég er orðin dálítið langþreytt á að fá hitastigið ekki hærra en 10-12°, er farið að langa til að fá svona 15-20°og að andrúmsloftið hægi nú aðeins á sér þarna á Holtinu því mér finnst kominn tími til að opna eins og 1 freyðivín og njóta léttklædd úti á palli, finnst ég eiga það bara skilið eftir alla vinnutörnina. En mér sýnist nú á veðurspánni að ekki sé mikill séns á logni, sól og 20°hita, því miður. Það verður nú aldeilis gleði hjá ykkur að fá dömuna í heimsókn, bestu kveðjur til hennar og segðu henni að það sé bara allt annaað sjá fésið á mér eftir að ég fór að nota þessar fínu prufur frá henni. Ég tek undir með þeim sem biðja þig að fara varlega í umferðinni og gættu þín á húsgögnum sem gætu ráðist á saklausa konu henni alveg að óvörum. Baráttukveðjur til Eyjólfs, chiao Herdís

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 11:13

4 identicon

Hæ hæ, gott að heyra að allt er í rétta átt.  Við bíðum eftir að Eyjólfur komist til þín í íbúðina.  Frábært að heyra að allt sé í rétta átt.  

Það var náttúrulega alveg frábært í útilegunni síðustu helgi, við fórum á tjaldstæðið á Selskógum.  Þar var mikið af trjám sem Arnar Svanur elskaði að klifra í, einu sinni kallaði hann þó til mín að hann væri fastur og kæmist ekki niður, ég hjálpaði honum niður og þá segir minn maður: "Þú ert hetjan mín"  ég varð alveg steinhissa en náttúrulega rosalega ánægð.  Við fengum alveg ágætt veður þó að það kæmu skúrir inná milli, þá höfðum við það bara kósí inní fortjaldi.  Núna bíða strákarnir eftir að komast í næstu útilegu.  Við erum þó að fara uppí sumarbústað með tengdó um helgina til að hjálpa við að mála hann, það auðvitað líka mjög gaman.  Arnar er búinn að plana að vera í litla kofanum sínum og hann er búinn að tilkynna það að hann ætlar að fá þangað kókómjólk og KÖKU   Sendum okkar bestu kveðjur,  Sólveig og Co.  

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 849

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband