Notaði regnhlíf!

Kæra dagbók í morgun tók ég fram regnhlífina sem ég keypti hér um árið í London og notaði einu sinni þar, var sem sé að nota hana í annað skiptið núna. Hér er nefnilega útlensk rigning, skrítið, það rignir beint niður ekki hraðferð á ská á dropunum og það var gaman að labba úti með regnhlíf og ímynda sér að maður væri rosa pæja!

Ég fór hvorki í fitnessið eða út að hlaupa því ég hafði svo rosagóða afsökun, ég á við meiðsli að stríða ekki íþrótta meiðsli heldur brussu meiðsli. Rúmið á sjúkrastofunni réðist með offorsi á hælinn á mér í gær og ég er bæði með sár og marinn, þannig að nú eru það bara göngutúrar í sandölum. Ekki getur maður farið að gera magaæfingar svo ég tali nú ekki um armréttur með þessi líka rosalegu meiðsli á hælnum, það tekur örugglega tvo ef ekki þrjá daga að komast aftur í skó og fara að sporta.

Ég er í fýlu úti netþjónustu  Hafnarfjarðar því í annað skiptið á örstuttum tíma datt prósturinn út þegar ég var búin að skrifa bráðsmellið og langt bréf þannig að bréfið hvarf, aumingja Edda hvers á hún að gjalda að fá ekki skemmtilega bréfið frá mér. Ekki veit ég hvað er í gangi en þegar þetta gerðist síðast var ég líka að senda Eddu bréf. Ég þarf sem á alltaf að byrja upp á nýtt þegar ég skrifa henni svo að hún fær bar leiðinleg bréf frá mér því hin þessi skemmtilegu hverfa alltaf, aumingja Edda.

Hér er allt á hægum en góðum batavegi hjá Eyjólfi og við erum farin að bíða eftir að hann komist út af sjúkrahúsinu því þá flytjum við í íbúð og þurfum bara að koma hingað  í eftirlit og eitthvað kannski meira.

Bless kæra dagbók.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ,,,hvað varst þú að brussast núna Rannveig mín er ekki nó pláss hjá þér ? það er gott að allt gengur vel og það verður gott hjá ykkur að fá íbúð út af fyrir ykkur,það er ágætis veður hér en engin sól ennþá....KV. Sigurlaug og Sigurjón

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 10:13

2 identicon

Sælveriði elskurnar mínar! Það er nú svo að eg skil ekki hvernig heilt sjúkrarúm getur dottið á konu En eins og fjölskyldan veit er Rannveig alveg einstök Eg vona að sárið grói fljótt. Nú farið þið að fá góða heimsókn á föstudaginnVeðrið hér á þessari stundu er hlítt en sólarlaust, en umhelgina er spáð einhverri vætu og það passar, við ætlum að bera á sumarbústaðinn umhelgina. Tónleikarnir hjá Þröstum í gærkveldi voru flottir, þið fáið sendan diskinn þegar Inga kemur Baráttukveðjur!! Mamma frá Selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 13:44

3 identicon

Sæl verið þið, alltaf gaman að lesa bloggið.

Jæja! eru Sigló-böndin farin að minna á sig? Ég hugsaði sérstaklega norður í dag því það er afmælisdagurinn hans pabba. Mamma hressist með hverjum deginum í endurhæfingunni sem hún fær í dagvisun sem hún sækir tímabundið í þeim tilgangi að "yngja" sig. Við erum í góðum gír að undirbúa ungfrúna í sumarbúðir í Vindáshlíð.

Við hugsum til ykkar

Kveðjur Ingibjörg

Ingibjörg Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Júlíana

Skil ekkert í þér að brussast svona!!

Aldrei geri ég svoleiðis. Ég opna t.d. aldrei útidyrahurðir á hausinn á mér og sparka aldrei í skúffur 

Júlíana , 4.6.2009 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband