Loksins, loksins!!

Kæra dagbók mikið hef ég saknað þín og þú eflaust mín!

Af  mér eru svo miklar fréttir eftir langt stopp að þetta verður áfanga ritun!

Tölvan á langt ferðalag að baki og sannast hið fornkveðna "ber er hver að baki nema sér bróður eigi" og ég sé ekki betur en að það hafi verið jafn mikilvægt núna ef ekki mikilvægara en þegar þetta var sagt í upphafi. Við sendum sem sé gripinn til Íslands með Ingu Maríu og þar tók Huldar við henni og lét gera við og síðan fór Hafnarfjarðarmafían á fullt að koma henni til okkar og það gékk mjög vel og var skálað í hvítvíni við afhendinguna. Ég get ekki sagt að ég hafi haft á móti því enda viðskálendur skemmtilegt fólk sem reyndar varð fyrir því að verða kratar en hver hefur sinn djöful að draga!

Ég hafði aldrei heyrt talað um "Hafnarfjarðar mafíuna" fyrr en Íslendingarnir sem hér dvelja og vinna voru að spyrjast fyrir um tölvumálin og þegar ég sagði þeim hvernig hún bærist mér sögðu þau já sko "Hafnarfjarðar mafían"! Ég hélt að það væri stuðningslið FH en þau fullyrtu að Hafnfirðingar stæðu alltaf saman hvar sem þeir væru, þetta er mér líklega svo eðlilegt enda Hafnfirðingur, þó tölvuhjálpin hefði nú verið meiri en mér fannst sjálfsögð svo ég tali nú ekki um hvítvínið. Mikið er nú gott að vita að maður er partur af mafíu.

Inga María litla barn kom til okkar í heimsókn og sem betur fer hefur hún vanið sig á að ganga á háum hælum þannig að hún kláraði bara eitt skópar hér í Stokkhólmi, gæfi ekki í það ef hún hefði verið á flatbotna, það hefðu verið a.m.k. 4 pör. Við tvær fórum í menningaferðir og hlaupaferðir og verslunarferðir og í kaffiboð og höfðum gaman af. Við sigldum aðeins á milli eyja og hólma og fórum á Vasa-safnið sem mér fannst mjög merkilegt, eitthvað sem alls ekki mátti missa af.  Skipið risti nú ekki djúpt og virtist liggja í augum uppi að það myndi hvolfa en það var samt ótrúlega flott eins og ég segi "allt fyrir útlitið" og litirnir voru miklir en ég hef alltaf haldið að það hefði bara verið brúnt.

Úr Vasasafninu gengum við yfir í Gröna Lunds tívolíið en ég fattaði ekki að fara í tæki svo við fengum okkur nammi og horfðum á fólk öskra! Síðan sigldum við örlítið meira og fórum svo upp á sjúkrahús til Eyjólfs.

Af Eyjólfir er það að frétta (já alveg rétt þess vegna er ég hér) að hann er einstakur eins og ég hef auðvitað alltaf vitað og líka mjög sérstakur! Heima á Íslandi fékk hann aukaverkun með fúkkalyfi og sú aukaverkun lýsir sér í rosalegum höfuðverk en er svo til óþekkt því þetta þekkist hjá um 1% þeirra sem fá þetta lyf. Fyrir utan að hreppa sjaldgæfan sjúkdóm, bráðahvítblæðið og enn sjaldgæfari blóðsjúkdóm þá fær hann líka höfnun í þvagfærin sem er svo sjaldgæft að menn hafa ekki verið sammála um að þetta væri höfnun og er svo óalgengt að menn reyndu nýja aðferð á Eyjólfi sem hér eftir verður nefnd "Runars method", hann er alltaf kallaður Runar hér þar sem Eyjólfur er víst eitthvað óþjált í munni. Hann er nú bara heppinn að foreldrar hans gáfu honum tvö nöfn því ég er kölluð Runars vife eða kona því Rannveig er víst alveg vonlaust, ég var að velta því fyrir mér  hvernig þeim gengi með "gamla". Nema hvað aðferðin gengur vel og yfirlæknirinn var að tala við okkur og fullyrti að engar skemmdir yrðu og að allt væri á góðum bata vegi og nýrun starfa allveg 100% rétt og annað er alveg að koma þetta tæki bara tíma og við eigum nóg af honum svo allt er í góðu.

Nú ert þú kæra dagbók eflaust að gefast upp á mér  en "I´ll be back" , bless kæra dagbók þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Komið þið sæl það er gott að allt gangi vel hjá ykkur,af okkur er allt gott að frétta. Kv. Sigurlaug og Sigurjón

Rauða Ljónið, 18.6.2009 kl. 13:20

2 identicon

Sigurjón var í tölvuni í gær þess vegna koma skilaboðin frá hans nafni,,hahaha

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 13:25

3 identicon

Blessuð og sæl.

Nóg að frétta hjá þér! Ég er á reisu um Norðurlöndin en fer líklega svo hratt niður Svíþjóð að ég næ ekki að kíkja til þín. Við eigum ferð heim 25. júní og gistum liklega nálægt Gautaborg á leið frá Noregi til Köben. Eigum eftir að ákveða hvar. Kær kveðja frá mér og Hafdísi Björk.

Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:09

4 identicon

Hæ dúlla. Mikið er gaman að heyra aftur frá þér, ég saknaði bloggsins. Gott að allt er á réttri leið með þennan stórmerkilega mann þinn-kveðja til hans.

Eins og þú veist fór "hlaupahópurinn" í sumarbústað á laugardaginn og þú getur rétt ímyndað þér hvað var gaman. Við "hlupum" nokkra km, fórum í freyðivín og ferska, íslenska ávexti og grænmeti hjá Helenu, vinkonu Hrannar Á og Söndru,brunch í bústaðnum, leikir, pottur, dýrindis grillmatur, kjafta í dásamlegu veðri á pallinum, sumir aftur í pottinn og síðan frekar snemma í rúmið. Tókum daginn snemma því við þurftum sumar að fara snemma heim, ég var t.d. að fara í nafnaveislu hjá litla ömmustráknum mínum, honum Samuel Tuma Olimi.

Svo er nú bara dásamlegt að vera komin í sumarfrí.

Bestu kveðjur úr Firðinum

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 15:26

5 identicon

Sælveriði elskurnar mínar! Það er nú alveg víst að hann Eyjólfur  okkar hefur alltaf verið einstakur, eg veit að þetta tekur á en það mun ganga velHanna ljómaði eins og sólin úti áðan Nú getið þið lesið blöðin, þegar þið hafið fengið tölvuna í lag, eg reyndi að við skypið áðan en það er ekki komið í lag, þið talið bara við Huldar, en við verðum í símasambandi, Við komum með sólina  þegar við komum til ykkar. Hjartans bestu baráttukveðjur áfram. Mamma og pabbi frá Selló

Inga María Eyjófsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 17:46

6 identicon

Komið þið sæl, mikið er gaman að geta lesið bloggið þitt Rannveig, ég var farin að sakna þess.  Héðan er allt gott að frétta, við hjónin förum til Teniríf í næstu viku og prinsinn verður einn heima, gaman hjá honum. 

Bestu kveðjur frá okkur hér á Völlunum.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 851

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband