Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
1.6.2009 | 09:26
Sól, sól skín á mig..
Kæra dagbók hér er sko sól úti, sól inni og sól í sinni .
Í gær var að minnsta kosti 25 stiga hiti og við vorum úti í næstum tvo klukkutíma í gær að vísu fór stór hluti tímans í það hjá Eyjólfi að horfa á mig drekka hvítvínsglas sitjandi í sólahúsgögnunum við Ronald McDonald, hann fékk ekkert, svona er ég nú frek. Ég meina það það var bara til ein lítil flaska!
Í dag er jafnvel hlýrra og ég búin að skokka smá hring bara svona til að gleðja Svíana, það er svo gaman hjá þeim að sjá Íslendinginn skakklappast áfram á skjaldbökuhraða móða og másandi hlustandi á 5. Sinfóníu Beethovens. Ég vona að ónefndir dönskukennarar haldi sér í þjálfun svo ég verði ekki minna en 5 kílómetrum á eftir þeim í næsta 10 kílómetra Reykjavíkur marathoni eða Brúarhlaupi, þær verða að hafa tíma til að panta handa mér hvítvínsglas áður en ég kemst í mark svo áfram dönskukennarar.
Yfirlæknirinn kom áðan og ræddi við Eyjólf á meðan ég var að versla í matinn í kuffulaginu . Hann ræddi ástandið við Eyjólf og var mjög jákvæður, sýkingin sem Eyjólfur fékk í meltingaveginn var mjög slæm og erfið en búið er að koma böndum á hana og eins er öruggt að hin magkveisan er höfnunareinkenni, GVHD, og hann er á lyfjum sem laga það. Það þykir æskilegt að fá örugg höfnunareinkenni en þó ekki of alvarleg.
Við áætlum að komast eitthvað út í dag en veðurspáin gerir ráð fyrir að það verði kalt næstu þrjá dag, fer alvel niður í 13°C svo við verðum að taka fram húfur og vettlinga .
Bless kæra dagbók og takk allir fyrir kveðjurnar, gaman að heyra frá svona mörgum en þið megið nú ekki fórna golfinu fyrir kveðjuskrif .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar