Af afgreiðslumálum!!

Kæra dagbók þá erum við búin að sofa eina nótt í íbúðinni og ég að fara í "kuffulagið" og versla smá í matinn og síðan var góður morgunverður ala Rannveig-húsmóðir Smile.

Veistu kæra dagbók  að hér eru jólasveinar um hásumar, lenti á einum slíkum í gær Angry. Ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná í lyfin hans Eyjólfs að ég hélt, með miða og alles en lyfjafræðingurinn afhenti mér engin lyf  þegar ég afhenti miðann svo ég áræddi að spyrja hvort ég ætti ekki að fá lyf Woundering en nei svarið var "bara að koma með miðann með undirskrift, öll lyf fara upp". þar sem við höfðum bæði undirritað miðann og ég enginn lyfjafræðingur né sérfræðingur í málefnum sjúklinga frá Íslandi þá keypti ég bara hitamæli í rólegheitum og fór upp. Þegar að okkar elskulega Sigrún Grin var að fara yfir málin fyrir heimferð og ræða hvað bæri að varast og hvað væri sniðugt að gera, hvernig væri með lyfin þá kom að sjálfsögðu í ljós að ég átti að fá lyfin afhent niðri þar sem búið var að taka þau til í stóran poka. Nú voru góð ráð dýr búið að loka apótekinu og við á leið af sjúkrahúsinu, ég hugsaði ein nótt í viðbót allt í lagi en þá sá ég svipinn á Eyjólfi, hann vildi komast út, búin að vera þarna í nær tvo mánuði. Við fengum lyfjaskammt fyrir hálfan sólahring svo nú þarf ég að fara með leigubíl upp á sjúkrahús og sækja lyfin, það versta er að ég vil ekki skilja Eyjólf eftir í meira en klukkutíma en það verður víst að vera svo. Ég fer líklega rétt eftir hádegi því þá ætti að vera lítil umferð og ég fljót í förum Undecided.

Ég á sem sé í eilífðar vandræðum með afgreiðslufólk í hinum ýmsustu verslunum, t.d. prjónabúðum. Áður en við fórum út varð ég að byrgja mig upp af mínum lyfjum og var búin að því viku fyrir brottför en uppgötvaði svo daginn áður er við áttum að fljúga að ég var ekki með nóg af einu asmalyfinu og skrapp niður í Fjörð til að leysa það út, var á hraðferð, tók við lyfjapokanum, borgaði og heim Woundering. Seint um kvöldið þegar ég var að pakka kom í ljós að ég hafði verið afgreidd með röng lyf og ekki í fyrsta né annað skipti á þessum stað og hefði því átt að vera búin að læra af reynslunni. Elskurnar í Bílaapótekinu redduðu mér og biðu með að loka svo ég næði lyfjunum, þar slapp ég fyrir horn því þær voru svo almennilegar þarna SmileSmile..

Nú er ég búin að lesa allar bækurnar sem við komum með og orðin garnlaus þannig að ég þarf að gera eitthvað í málinu. Ég fer þó ekki til "stórvinkonu" minnar, því það er of langt í þá garnabúð og of mikið úr leið héðan. Annars ók "bróðir" hennar mér í leigubíl um daginn Angry og það var orðið ansi stutt í "haltu kj.." hjá mér en ég bað hann blessaðann að kvarta bara við Stockholm Care yfir því að ég fengi leigubílamiða þegar maðurinn minn væri hér á sjúkrahúsi þó var ég búin að reyna að hugga hann með því að Sjúkratryggingar Íslands borguðu. Stockholm Care hefur séð um málefni Íslendinganna sem koma hér vegna lækninga. Ég hef verið hálfstressuð síðan að taka leigubíl en er harðákveðin að svara næst á Íslensku Halo.

Bless kæra dagbók og farðu nú að láta hlýna á Íslandi, fyrst fólk gat ekki velt sér upp úr dögginni á Jónsmessu fyrir kulda þá þarf eitthvað að gera í veður málunum. Ég segi hins vegar enn og aftur "Globa Warming" hvað Whistling

 


Ekkert viðhald!

Kæra dagbók þá er Jónsmessan runninn upp og ég treysti því að allir sannir Íslendingar á fróni hafi velt sér klæðalausir upp úr dögginni í nótt Wink. Hjá okkur er þetta mikill hátíðardagur þar sem 21 ár er liðið frá fæðingu frumburðarins Happy. Vigfús Almar er 21 árs í dag sem er nú töluverður aldur, ekki langt síðan hans komst fyrir í hálskoti á pabba.

Frumburður Sólveigar og Huldars á líka afmæli í dag, bræðurnir einhæfir FootinMouth. Róbert Ingi er 12 ára í dag sem er nú líka mjög merkilegur aldur. Litla barnið sem við heimsóttum til Danmerkur næstum því í fyrra bara að verða táningur!

Hjá okkur er líka stór dagur hér í Svíþjóð því í gær var Eyjólfur losaður við síðustu viðhöldin og allt útlit fyrir að við flytjum í íbúðina seinni partinn í dag, maður er nú samt svolítið stressaður sem er reyndar eðlilegt eftir allt sem á undan er gengið Woundering.

Reyndar hefur gengið vel að vera laus við viðhöldin en það er svo margt ófyrirséð í þessari meðferð og Eyjólfur búin að fá einkenni sem eru svo sjaldgæf að enginn talaði um þau fyrirfram.

Bless kæra dagbók og gleðilega Jónsmessu.


Umhverfisfræðsla!

Kæra dagbók þá er góður sumardagur runninn upp og veðurútlitið gott næstu daganaSmile.

Ég skrapp í gær í íbúðina og þegar ég geri það þá kanna ég alltaf umhverfið í smá göngutúr og líst alltaf betur og betur á staðinn Grin. Í gær fann ég fyrsta safnið sem við kærustuparið skoðum saman. Safnið er í innan við 5 mínútna göngufæri og heitir "Vin og spiritus museum" og finnst mér nauðsynlegt fyrir okkar reynsluheim að skoða þetta safn vel og vandlega Wink.

Beint á móti safninu er gömul lestarstöð sem skipt hefur um hlutverk og þar er stór stórglæsileg matvöruverslun með gífurlegt úrval af mat- og hreinlætisvörum fyrir heimilið, annað eins hef ég aldrei séð og hef þó víða farið Cool. Kjötið, fiskurinn, grænmetið, ávextirnir, ostarnir, nýbakaða bakrísbrauðið og bara allt vakti lukku hjá mér og mig langaði bara að fara að elda en það gerist nú ekki oft.

Þarna á "lestarstöðinni" er líka veslun sem selur golf-vörurnar sem ekki seldust í fyrra. Liturinn frá því í fyrra, veit náttúrulega ekki hvort hægt er að láta sjá sig með "dótið" frá í fyrra eða í fötunum en verðið er að minnsta kosti mjög gott og mér sem finnst allt dýrt í Svíþjóð Tounge.

Professor Olle kom og talaði við okkur Eyjólf í gær og vill bara að fara að útskrifa kappann á næstu dögum sem er óneitanlega mjög góðar fréttir því Eyjólfur hefur verið mjög duglegur að fara ótroðnar slóðir í sínum veikindum. Við bíðum spennt eftir að komast í íbúðina og svo er von á góðu fólki í heimsókn. Vigfús kemur 29. júní og ætlar að vera hjá okkur í vikur. Sama dag koma Inga og Siggi (t/foreldrarnir) þau verða á hóteli og fara svo í heimsókn til vinafólks sem býr hér sunnar í Svíþjóð en koma svo aftur til okkar 10. eða 12. júlí og verða með okkur í þrjá eða fjóra daga. Þetta allt saman finnst okkur mjög spennandi og hlökkum til GrinLoL.

Bless kæra dagbók og takk fyrir allar kveðjurnar sem koma með þér að heiman.

 


Eggjalaust!

Kæra dagbók þá er sumarveðrið komið til Svíþjóðar svo það er mál til komið að fara að undirbúa flutning af sjúkrahúsinu .

 Í gær var ég að lofa þjónustuna hér á sjúkrahúsinu og það er sko ekki hægt að vera svona jákvæður það er í eðli Íslendiingsins að vera fljótur að skipta um skoðun eins og glögglega sést á honum Ragnari Reykás og ég er sko ekkert jákvæð út í þjónustuna í dag Angry. Í dag eru ekki til egg, ekki bananar og brauðristin biluð, aumingja við kærustuparið Blush. Ofan á allt saman þá vitum við ekkert hvar við eigum að kvarta svo að kæra dagbók þú færð kvartanirnr.

Ég verð nú að segja þér frá fyrirlestrinum sem ég fór á, já mín alltaf að mennta sig Woundering. Fyrir rúmri viku buðu Sendiherrahjónin, hinir Hafnfirðingarnir hér í Stokkhólmi, mér á fyrirlestur sem ég þáði að sjálfsögðu með þökkumGrin. Fyrirlesturinn fór fram í fallegu umhverfi á snyrti- og spastofu rétt norður af hverfinu sem íbúðin okkar er í. Stofuna á Íslenskur snyrtifræðingur, nema hvað, og eiginmaður hennar sem er lýtalæknir. Fyrirlesturinn var aðalega um förðun og sá Heba "Hollywoodleikara-farðari" um hann, síðan fengum við að skoða allt sem er í boði á stofunni og fínar veitingar voru í boðiSmile. Þar sem Ísland er svo fámennt, þó að ákveðinn leigubílstjóri haldi að við séum að ljúga til um fjöldann og séum í raun yfir milljón, þá kannaðist ég bæði við Hebu og Ásdísi snyrtifræðing frá því að þær voru litlar stelpur á Arnanesinu og ég aðeins eldri að passa þar.

Á snyrtistofunni er boðið upp á ýsmsar meðferðir; eins og að sprauta í hrukkur og eyða þeim, fót og handsnyrtingar, brasilíuvax, háreyðingar á ýmsum stöðum líkamans en það sem vakti mesta athygli hjá mér var hárígræðslan. Lýtalæknirinn tekur sem sé að sér að bæta skalla, hann tekur hársekki frá hárríkarstöðum á líkamanum og flytur í skallablettina. Þessu fylgdist ég með á upptöku og sá fyrir og eftir myndir. Þetta fannst mér alveg frábært og vil endilega koma þessu til allra sem eiga við hágrysjun að stríða því ég veit að flest allir segja "betra er grátt en fátt", og ef eitthvað er hægt að gera í því þá endilega að gera það, þá líður manni betur. Ég  fékk bæklinga, auðvitað,  og svo fékk ég fullan poka af prufum sem ég á reyndar eftir að prófa, ég þekkist örugglega ekki þegar ég kem heim nema þá af þeim sem þekktu mig fyir tíu árumBlush. Allavega höfðum við Jóna Dóra gaman af þessari ferð ég veit ekki með einkabílstjóra okkar hann Guðmund Árna, sé ekki svona í fljótu bragði hvernig hann nýtir sér fræðsluna um förðun og bellibrögðin sem hægt er að nýta í förðuninni til að líta betur úr og fela hina ýmsu vankanta en hann kvartaði ekki bað mig bara að segja Eyjólfi vel frá fyrirlestrinum Whistling.

Kæra dagbók þá fer ég að skjótast niður í íbúð og sturta mig vel og vandlega og fer í hrein föt og kem svo upp á sjúkrahús og gleð Eyjólf með flottu útliti mínum Smile.

Bless bless kæra dagbók InLoveInLove.

 


Sólardagur!!

Kæra dagbók hér sitjum við og snæðum morgunmat, fyrst pöntuðum við og fengum svo fært á bakka Smile. Svona er að vera á fyrsta flokks hóteli, veit ekki hvernig fer fyrir okkar þegar við yfirgefum sjúkrahúsið. Kannski er einhver þarna úti sem vill gerast aupair hjá okkur til að forða okkur frá því að verða hungurmorða. Við fáum líka hrein handklæði á morgnana og eina sem ég geri er að búa um mig og sturta mig. Peran þarf sem sé að sjá um að þrífa salernið, þvo handklæðin og útbúa matinn en fær frítt húsnæði, þarf að koma sér á staðinn og burt aftur þegar mér hentar!!FootinMouth

Annars er von á Vigfúsi um mánaðarmótin og hann getur verið fyrsta peran okkarErrm . Inga María var hér í júní byrjun og eldaði ofan í foreldrana en því miður var lítið hægt að nota það því Eyjólfur var í fullri þjónustu á sjúkrahúsinu. Hún náði þó að plokka  á mér augabrúnirnar svo þú kæra dagbók sérð að það er búist við ýmsu af perunni Cool.

Í gær fórum við Eyjólfur í tvisvar í langan göngutúr hér inn á sjúkrahúsinu, eftir því endilöngu og til baka aftur. Það er mjög langur gangur og ekki styttri en gangurinn í Setbergsskóla. Síðan voru gerðar æfingar eftir "prógrammi" sjúkraþjálfaransPolice. Við gerum ráð fyrir að vera ekki minna dugleg í dag, reyndar ætla ég líka út að ganga en "viðhöldin" hans Eyjólfs láta illa af stjórn svo það er ekki vinnandi vegur að dröslast með þau út, við förum bara seinna því "viðhöldunum" fer að fækka eftir helgi.

Bless bless kæra dagbók.

 

 

 


I have a dream!

Kæra dagbók nú svaf ég svo vel í nótt hér á sjúkrahúsinu að mig dreymdi og svo læt ég mig sko dreyma áfam og er samt vakandiSmile. Mig nefnilega dreymir um hjólið sem ég sá til sölu á kaffihúsi neðarlega á Laugarveginum í fyrrasumar. Þetta var sambrjótanleg hjól sem var hægt að stinga í vasann (smá ýkjur) og taka með í strætó og leigubíl og svo var líka hægt að hjóla á því. Skútufólkið á oft svona hjól og notar þegar það leggst að, hjólar og skoðar sig um. Sé alveg fyrir mér að vera með svona hjól hér, taka með á milli staða og geta svo hjólað um. Við kærustuparið tækjum okkur vel út InLoveInLove. Við Inga María sáum þessi hjól á litlu kaffihúsi við Laugarveginn, þar sem þau voru til sölu og  nokkrir voru á svona hjólum í miðborginni. Þau voru ekki mjög dýr en þá sá ég ekki "Pointið" í því að eiga tvö hjól en ég hefði bara átt  skella mér á tvö stykki. Það hefði ekki verið neitt mál að hafa þau með en nei alltaf svolítið sein hún frú Rannveig Frown. Hér eru hjól dýr og þá miða ég við laun Svía og endingu hjóla, þá er ég ekki að hugsa um minni endingu sem stundum verður vegna "hjólataps".

Veðurútlitið er ekki slæmt í dag, reyndar glæsilegt fyrir næstu daga Grin, ég ætla að fá mér góðan göngutúr á eftir, hlaupagallinn er niðri í íbúð, svolítið erfitt að vera með mikið af dóti hér á sjúkrastofunni en það er rosa gott fyrir lungu og hjarta og eflaust nýru líka svo ég tali nú ekki um efri hæðina, að ganga úti.

Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt hér í Stokkhólmi er bara hrifin, ótrúlega mikið af grænum svæðum og útivistarmökuleikar gríðalegir hvert sem litið er svo ku vera mjög gott að versla hér en það á nú eftir að reyna á það, meiri fréttir af því síðar.

Bless bless kæra dagbók.

 


Annar dagur í tölvu!!

Kæra dagbók dagurinn í gær fór meira og minna í tölvuna, skoða póst, svara pósti, blogga, lesa moggann, hlusta á íslenskt útvarp og horfa á íslenskt sjónvarp. CoolNúna er ég að fara niður í íbúð og ná í ýmislegt sem við kemur tölvunni, mús, heyrnartól. "upptökuaugað", bankalykil og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar á líka að þvo sér rækilega og þvo föt, ekki góð aðstaða hér á sjúkrahúsinu en alveg hægt að lifa við það í stuttan tíma.

Síðasta kvöldið hennar Ingu Maríu hér fórum við mæðgur út að borða í Gamla-Stan en það er elsti hluti StokkhólmsSmile. Ferðamenn sæka í þennan stað en svo eru Svíar líka duglegir að fara þarna um. Veitingastaðir eru í flestum húsum eða þá verslun nema hvort tveggja sé. Sumar göturnar eru svo þröngara að það er eins gott að vera ekki í buxnastærð 48 því þá sæti maður fastur á mjöðmunum, við vorum ekkert varar við "Kana"GetLost.  Veitingastaðurinn sem við enduðum á bauð upp á góðan mat og dúkuð borð og mjög afslappað og þægilegt andrúmsloft. Ég fékk mér sirlonsteik með flottu hrásalati og bakaðri kartöflu og át allt enda hefur verið óttarlegt skyndibitafæði á frúnni. Inga María fékk sér grillaðan lax með flottu salati, æ ég gleymdi rauðvínsglasinu sem ég fékk mér!!!Halo Við héldum reyndar fyrst að við værum að ráðast inn í einkasamkvæmi því allri gestirnir litum upp og fylgdust með okkur þegar við mættum. Svo föttuðum við að það er ekki á hverjum degi sem svona glæsilegar "systur" heimsækja veitingastaði, það að ég rak töskuna í borð og Inga María felldi stól og gösin duttu um koll þegar við settumst held ég að hafi ekkert með athyglina sem við fengum að geraBlush.

Eftir mat gengum við um þröngar götur og festumst hvergi og keyptum okkur eftirrétt á leiðinni heim og höfðum það svo gott yfir sjónvarpinu.

Í dag er midsommeraftonWhistling hér, sem er svipað og Jónsmessan heima nema þeir halda þetta með miklum bravör og að því að mér skilst alltaf á föstudaginn sem næst liggur aðfaranótt 24. júní. Þeir reisa rosa flotta blómastöng og skreyta mikið með blómum bæði sig og umhverfið. Svíarnir skemmta sér allan daginn borða vel og dansa og syngjaHappy. Þetta er útihátíð en veðurútlitið er ekki flott, rigning í kortunum en vonandi rætist það ekki. Í fréttunum sem eru núna í sjónvarpinu eru allir með blómakransa á höfðinu og voða gaman, þetta er víst ein hefðin og mér verður ósjálfrátt hugsað til Rúnars frænda en einhverra hluta vegna gerist það alltaf þegar ég sé blómakransa þó að það séu bara fíflakransar sem eru honum lífshættulegirShocking.

Annars allt á réttri en hægri leið hjá okkur! Bless bless kæra dagbókSmileSmile.


Loksins, loksins!!

Kæra dagbók mikið hef ég saknað þín og þú eflaust mín!

Af  mér eru svo miklar fréttir eftir langt stopp að þetta verður áfanga ritun!

Tölvan á langt ferðalag að baki og sannast hið fornkveðna "ber er hver að baki nema sér bróður eigi" og ég sé ekki betur en að það hafi verið jafn mikilvægt núna ef ekki mikilvægara en þegar þetta var sagt í upphafi. Við sendum sem sé gripinn til Íslands með Ingu Maríu og þar tók Huldar við henni og lét gera við og síðan fór Hafnarfjarðarmafían á fullt að koma henni til okkar og það gékk mjög vel og var skálað í hvítvíni við afhendinguna. Ég get ekki sagt að ég hafi haft á móti því enda viðskálendur skemmtilegt fólk sem reyndar varð fyrir því að verða kratar en hver hefur sinn djöful að draga!

Ég hafði aldrei heyrt talað um "Hafnarfjarðar mafíuna" fyrr en Íslendingarnir sem hér dvelja og vinna voru að spyrjast fyrir um tölvumálin og þegar ég sagði þeim hvernig hún bærist mér sögðu þau já sko "Hafnarfjarðar mafían"! Ég hélt að það væri stuðningslið FH en þau fullyrtu að Hafnfirðingar stæðu alltaf saman hvar sem þeir væru, þetta er mér líklega svo eðlilegt enda Hafnfirðingur, þó tölvuhjálpin hefði nú verið meiri en mér fannst sjálfsögð svo ég tali nú ekki um hvítvínið. Mikið er nú gott að vita að maður er partur af mafíu.

Inga María litla barn kom til okkar í heimsókn og sem betur fer hefur hún vanið sig á að ganga á háum hælum þannig að hún kláraði bara eitt skópar hér í Stokkhólmi, gæfi ekki í það ef hún hefði verið á flatbotna, það hefðu verið a.m.k. 4 pör. Við tvær fórum í menningaferðir og hlaupaferðir og verslunarferðir og í kaffiboð og höfðum gaman af. Við sigldum aðeins á milli eyja og hólma og fórum á Vasa-safnið sem mér fannst mjög merkilegt, eitthvað sem alls ekki mátti missa af.  Skipið risti nú ekki djúpt og virtist liggja í augum uppi að það myndi hvolfa en það var samt ótrúlega flott eins og ég segi "allt fyrir útlitið" og litirnir voru miklir en ég hef alltaf haldið að það hefði bara verið brúnt.

Úr Vasasafninu gengum við yfir í Gröna Lunds tívolíið en ég fattaði ekki að fara í tæki svo við fengum okkur nammi og horfðum á fólk öskra! Síðan sigldum við örlítið meira og fórum svo upp á sjúkrahús til Eyjólfs.

Af Eyjólfir er það að frétta (já alveg rétt þess vegna er ég hér) að hann er einstakur eins og ég hef auðvitað alltaf vitað og líka mjög sérstakur! Heima á Íslandi fékk hann aukaverkun með fúkkalyfi og sú aukaverkun lýsir sér í rosalegum höfuðverk en er svo til óþekkt því þetta þekkist hjá um 1% þeirra sem fá þetta lyf. Fyrir utan að hreppa sjaldgæfan sjúkdóm, bráðahvítblæðið og enn sjaldgæfari blóðsjúkdóm þá fær hann líka höfnun í þvagfærin sem er svo sjaldgæft að menn hafa ekki verið sammála um að þetta væri höfnun og er svo óalgengt að menn reyndu nýja aðferð á Eyjólfi sem hér eftir verður nefnd "Runars method", hann er alltaf kallaður Runar hér þar sem Eyjólfur er víst eitthvað óþjált í munni. Hann er nú bara heppinn að foreldrar hans gáfu honum tvö nöfn því ég er kölluð Runars vife eða kona því Rannveig er víst alveg vonlaust, ég var að velta því fyrir mér  hvernig þeim gengi með "gamla". Nema hvað aðferðin gengur vel og yfirlæknirinn var að tala við okkur og fullyrti að engar skemmdir yrðu og að allt væri á góðum bata vegi og nýrun starfa allveg 100% rétt og annað er alveg að koma þetta tæki bara tíma og við eigum nóg af honum svo allt er í góðu.

Nú ert þú kæra dagbók eflaust að gefast upp á mér  en "I´ll be back" , bless kæra dagbók þar til næst.


Tölvuvesen!!

Kaera dagbók nú er ég búin ad hendast út um alla Stokkhólm vegna tölvunnar og hún er sjálf bilud, allt í lagi med hledslutaekid og rafhlöduna en eitthvad ad módurbordinu.

Komst í tölvuna á Ronalds en er flutt nidur í bae thó Eyjólfur sé enn á sjúkrahúsinu. Fengum fína íbúd á gódum stad med pizzu-stad og bar á nedstu haedinni : ) og aukaherbergi fyrir gesti!

Inga María er enn hjá mér og vid erum núna í heimsókn hjá Eyjólfi hann er enn med höfnunareinkenni og -arf ad vera á sjúkrahúsinu.

Ég nenni ekki ad vinna á thessa tölvu mér finnst hún svo leidinleg, ég vil getad skrifad íslenska stafi og hananú! Lagst vonandi fljótlega, aetla ad senda thá bilidu heim og vonandi kemmst ég aftur í tölvu fljótlega en geri rád fyrir ad Vigfús komi med okkar vidgerda eda thá sína thegar hann kemur um mánadarmótin!

Bestu Kvedjur heim og ekki haetta ad senda okkur línur thví thad heldur okkur gangandi!

Bless bless kaera dagbók.


'Onýtt hledslutaeki!

Kaera dagbók nú er ég í slaemum málum, hledslutaekid vid tölvuna er búid og ég er ad bagsa í tölvunni á Ronald.

Vid fórum í bíltúr í gaer alveg nidur í midborg Stokkhólms og gékk ótrúlega vel og komumst heim aftur. Fórum svo út ad borda og okkur var ekki hent út heldur var thjóninn svo kurteis og almennilegur mig grunar ad  unga snótin okkar hafi átt hlut ad máli svo hún för ekkert ad fara heim.

Ég nenni ekki ad blogga á thessu skrapatóli hún er svo hraedilega lengi ad öllu og vantar íslensku stafina, aetla ad athuga hvort haegt sé ad fá lánad hledslutaeki hjá hinum Íslendingunum their eru líka med Dell.

Bless í bili kaera dagbók.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband