Ekkert viðhald!

Kæra dagbók þá er Jónsmessan runninn upp og ég treysti því að allir sannir Íslendingar á fróni hafi velt sér klæðalausir upp úr dögginni í nótt Wink. Hjá okkur er þetta mikill hátíðardagur þar sem 21 ár er liðið frá fæðingu frumburðarins Happy. Vigfús Almar er 21 árs í dag sem er nú töluverður aldur, ekki langt síðan hans komst fyrir í hálskoti á pabba.

Frumburður Sólveigar og Huldars á líka afmæli í dag, bræðurnir einhæfir FootinMouth. Róbert Ingi er 12 ára í dag sem er nú líka mjög merkilegur aldur. Litla barnið sem við heimsóttum til Danmerkur næstum því í fyrra bara að verða táningur!

Hjá okkur er líka stór dagur hér í Svíþjóð því í gær var Eyjólfur losaður við síðustu viðhöldin og allt útlit fyrir að við flytjum í íbúðina seinni partinn í dag, maður er nú samt svolítið stressaður sem er reyndar eðlilegt eftir allt sem á undan er gengið Woundering.

Reyndar hefur gengið vel að vera laus við viðhöldin en það er svo margt ófyrirséð í þessari meðferð og Eyjólfur búin að fá einkenni sem eru svo sjaldgæf að enginn talaði um þau fyrirfram.

Bless kæra dagbók og gleðilega Jónsmessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlegu til hamingju með litla-stóra drenginn ykkar, við gleðjumst með ykkur hvað vel gengur hjá Eyjólfi  Brosandi laus við viðhöldin og flutningur með kærustunni. Ástfanginn Þetta er flottur dagur.Bestu kveðjur Katrín og Stefán Þór.

Katrín (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:40

2 identicon

Hæ hæ og til hamingju með Vigfús.  Mikið varð ég glöð þegar Inga sagði mér að Eyjólfur ætti looksinns að fá að fara af spítalanum (ég fékk nú bara gæsahúð).  Ég gleðst svo innilega með ykkur.  Við erum að fara í útilegu um helgina, hvað annað  á Hellishóla, enda er spáð um 18 stiga hita (þannig að þið getið búið ykkur undir leiðinlegt veður um helgina hjá ykkur, hehe).  Ég er farin að telja dagana þangað til ég fer í frí, sem er reyndar svolítið langt (ekki fyrr en 15. júlí) en þá ætlum við líklega að fara hringinn í kringum landið, strákarnir eru mjög spenntir fyrir að fara svona lengi í útilegu. Jæja best að halda áfram að vinna.  Bestu kveðjur frá okkur öllum Sólveig og Co.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:27

3 identicon

Til hamingju með Vigfús.  Vona að allt gangi sem best hjá ykkur.  Ertu hætt að fara í garnbúðina?

 Bestu kveðjur frá okkur á Miðvangi 85

Edda (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 18:14

4 identicon

Ég held að maður sleppi því að velta sér þetta árið svo maður fái ekki blöðrubólgu, sumarið er varla komið en kemur væntanlega um helgina....kannski maður velti sér bara upp úr rauðvíni hér heima... Innilega til hamingju með þennan stóra dag og baráttukveðjur áfram.

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband