5.7.2009 | 08:13
Lautarferð!
Kæra dagbók núna er ég með kveikt á sjónvarpinu, var að horfa á veðurfréttir, alltaf að fylgjast með. Núna er hins vegar verið að tala um drykkfelldar mæður, ein fór með barnið sitt í tívolí og var fljótt orðin svo drukkinn að dóttir hennar fékk aldrei ísinn sem búið var að lofa henni því hún þurfti að koma mömmu sinni heim, 8 ára gömul. Mér datt nú samt í hug ég og Vigfús í hjólatúrnum, en hann er stór og sterkur .
Við fórum í flottann "picknik" á landareigninni í gær með teppi, kælitösku og fullt af nesti. Feðgarnir horfðu spenntir þegar prinsessan var að taka upp veitingarnar á landinu sínu, niðurskorið kjöt, ávexti, ost og brauð. Kælitaskan var opnuð og uppdregnir kaldir gosdrykkir og vatn og síðan kom ein kókflaska sem ekki var í kælitöskunni heldur pökkuð inn í viskastykki með gler rauðvínsglösum. Þá breyttist svipur feðganna og þeir fóru að hlæja, Vigfús sagðist ekki hafa séð nema 15-16 ára unglinga með vín á plastkókflöskum og þá væri það yfirleitt bland. Alla vega nutum við góðra veitinga og góða veðursnins í fallegu umhverfi ætlunin er meira að segja að koma myndum á bloggið úr ferðinni
.
Við vorum rétt kominn heim þegar að prinsessan gerðist "geispinn" með eindæmum og ákvað að leggja sig en var varla lögst út af þegar brast á með þrumum og eldingum og þvílíkri hellidembu að allt varð á floti á augabragði svo kom sólin aftur og við fengum okkur smá göngutúr um kvöldið.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að slappa af og horfa á sjónvarpið í gærkvöldi en enduðum á að horfa á fréttir í Ruv í tölvunni, svona er sjónvarpsdagskráin góð .
Í dag ætlum við að reyna að leika smá "túrista" og skoða okkur pínulítið um þar sem ekki er mikið af fólki. Ekki fer maður með nýfædd börn í margmenni, þar sem smithættan er meiri, eins er með Eyjólf "litla" .
Bless kæra dagbók og takk fyrir allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2009 | 09:17
Birna og birna!!
Kæra dagbók hræðilegar fréttir sem maður fær af skokkara, konu, í Finnlandi. Hún var bitinn í fótinn af birnu (með litlu b-i) en birnan fékk verri örlög því hún var skotinn skömmu síðar . Ég sem hef verið að kvarta yfir snákum. Hvaða dýr ætli séu hér í Hagaparken, ég fór ein út í morgun að skokka á landareigninni og Vigfús aleinn núna, enginn mamma að bjarga honum frá óargadýrum í skóginum
.
Við, móðir og sonur lékum túrista í gær og stóðum okkur með glæsibrag eins og okkur var von og vísa. Eyjólfur var lengur á sjúkrahúsinu í gær en það var bara til að undirbúa helgina, nú þarf hann ekkert að fara upp eftir fyrr en á mánudag. Þetta þýddi hins vegar að við Vigfús höfðum mun rýmri tíma til "túristunnar" . Við tókum lestina frá sjúkrahúsinu niður í miðborgina, fórum í smá siglingu og síðan í Tívolíð Gröna Lund, þar átum við ís og brugðum okkur í skotbakka og ekki var að spyrja að frúnni hún stóð sig með glæsibrag, svo engar áhyggjur af Vigfúsi á skokkinu, bara grípa hólkinn og fara á eftir honum og fylgjast með óargadýrunum. Síðan leiguðum við okkur hjól og hjóluðum um, meðal annars meðfram Strandvegen, þar datt prinsessunni í hug að skreppa á veitingarhús, sniðug. Vigfús var sendur inn á barinn og prinsessan sat úti og leit eftir láslausum hjólunum, kom ekki víkingurinn með kúfullt ískalt hvítvínsglas
. Þegar kassastrimillinn var skoðaður kom í ljós að hann hafði borgað 60 sænskar krónur fyrir hvítvínsglasið, OMG ég sem kaupi glasið hér niðri á 29 sænskar krónur
. Ég get svo svarið fyrir það að þetta var helmingi betra hvítvín og glasið var fullt, hér niðri er það kurteislega hálffullt, SÓ
. Vigfús spurði mig að vísu hvort það mætti hjóla í Stokkhólmi undir áhrifum áfengis þegar ég var búin úr glasinu en bætti fljótlega við "þetta gufar nú strax upp hjá þér"
.
(T)foreldrarnir eru farnir til vinafólks sunnar í Svíþjóð og frúin þar var að hafa áhyggjur því það væri að kólna yrðu líklega ekki nema 22°C næstu daga! Mér kæmi ekki á óvart þó þetta hentaði Íslendingunum bara vel, bara að það verði ekki eldingar því á mbl.is var sagt frá Svía sem fékk eldingu í sig í gær og dó þetta var ekki mjög langt frá okkur. Við urðum aðeins vör við þrumur og eldingar en það tók mjög fljótt af í gærmorgun, verður vonandi ekki framhald af því.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 08:46
Kök!!!
Kæra dagbók þá erum við enn mætt á sjúkrahúsið og þar sem Eyjólfur er svo sérstakur þá er náttúrulega verið að taka af honum ýmsar prufur til rannsókna. Síðan á hann að fá lyf í æð og við ættum að komast heim rétt eftir hádegi og þá eru nú bara sumir að fara á fætur !!
Vigfús kom með okkur og er kominn í ræktina og þarf að taka tvöfalt á því í dag því mamma hans, prinsessan á bauninni, þjáist af L.E.T.I. sem er náttúrulega stórhættulegt og alls ekki ráðlegt að fara í ræktina með þau veikindi á bakinu .
Við Eyjólfur erum búin að uppgötva hvað okkur hefur farið gífurlega fram í sænskri tungu. Þegar að Marían okkar var hér þá fórum við með hana á matsölustað merktann "Pizza og kök", flott pizzur og kökur, eitthvað fyrir okkur. Í dag, mörgum sænskum vikum síðar, vitum við að "kök" þýðir eldað eða elhhús. Þarna er því boðið upp á pizzur og ýmsan annan eldaðann, "kokkaðann" mat. ´Hvernig ætli fari fyrir okkur, endum við sem sænsku kennarar hér í Stokkhólmi í haust ?
Prinsessan á bauninni og víkingurinn ungi fóru með fjölskylduhlutann sem hér er staddur í skoðunarferð um landareignina í gær. Ánægjuraddir voru yfirgnæfandi og engar úrtölur þrátt fyrir að hafa ekki vanist öðru síðustu mánuði og ekkert var minnst á "Icesave" . Niðurstaðan er almenn mikil ánægja, enda veðrið frábært, dýralíf gott og gróður í blóma. Flottir bátar lágu við bryggju og fallegur gráhærður eldriborgari heiðraði okkur með nærveru sinni. Hún sat á bekk í skugga af trjánum og leysti krossgátur og drakk kaffi úr rósóttum postulínsboll á dúkuðu borði, svona ætla ég að hafa það
.
Í dag var áætlunin að Eyjólfur væri með foreldrum sínum heima en við mæðgynin lékum túrista í Stokkhólmi, dæmigert, komin rigning og þrumur og eldingar en það verður gott þegar við leggjum af stað, búin að panta!
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, nei ég er ekki búin að kaupa bjór handa Sigga, þetta er allt í vinnslu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 08:37
Útrás í verki og skotveiði!
Kæra dagbók þá hafa útrásarvíkingarnir helgað sér enn stærra landsvæði í Hagaparken og alltaf minnkar pláss Victoríu . Hún getur nú bara sjálfri sér um kennt, ekki var hún úti að skokka í morgun að passa sitt, nei hins vegar var prinsessan á bauninni á skokkinu með víkingnum unga. Sumum lá eitthvað meira á en öðrum og hlupu fram og til baka, aftur á bak og áfram en það eru allt saman júdóæfingar, ekki prinsessu æfingar og þótti því ekki við hæfi hennar
. Prinsessan naut hins vegar þess að skoða landareignina og síðan var tekinn smá göngutúr í lokinn og bátar skoðaðir, bara að bíða eftir að stór landeigendum verði boðið í sjóferð
.
Í gær skruppum við þrjú í smá verslunarleiðangur, tengdamamma, Vigfús og prinsessan. Við fórum í Ecco skóbú, þar sem Vigfús var látinn máta sandala sem ég keypti svo á Eyjólf, tengdamömmu þótti ég köld að kaupa fyrstu skóna sem ég sá og máta þá á Vigfús og gefa svo Eyjólfi. Var virkilega ekki þörf á að skoða meira, nei prinsessur eru enn svolitlir skotveiði menn inn við hjartað því næst var farið í kvennnadeildina í H og M og þar skaut prinsessan kjól á tengdamömmuna og hann var keyptur, næst var það karladeildin og þar voru nærfötin skotin verst að Vigfús var farinn annað því gott mið náðist á frábærar köflóttar síðar stuttbuxur á hann . Við vorum með vasareikni.
Í dag á að fara í smá göngutúr á landareigninni og sýna Eyjólfi og tengdaforeldrunum en ég og víkingurinn treystum þeim ekki til að ná að skoða hana alla í dag þar sem "fartin" á okkur var þvílík í morgun, hvað segja dönskukennarar við því?
Eyjólfur fékk frí af sjúkrahúsinu í dag svo við erum eins og í sumarbústaðaferð, afslappelsi og smá göngutúr , að vísu að þvo þvott en það eru tvær þvottavéla í stigaganginum svo það gengur hratt. Ámorgun förum við upp á sjúkrahús en það verður ekki langt stopp, smá inndæling, prufur og viðtal.
Bless kæra dagbók og hafðu það nú sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2009 | 08:25
Stærðfræðisení!
Góðan daginn kæra dagbók, það kom rigning í nótt svo loftið er gott núna, hiti og sólin að koma fram!
Við fórum í göngutúr í gær eitthvað niður á Sveavegen og stoppuðum á veitingahúsi og lögðum á ráðin um framhaldið. Ákveðið var að elda góðan mat heima og kaupa rauðvín til að hafa með. Öll hersingin fór í matvörubúðina til að velja í matinn og það gékk án nokkurra slagsmála að heitið geti. Að vísu urðum við vitni að því að tveir búðarstrákar tóku á rás út á eftir einum "viðskiptavininum" og komu til baka eftir dálítinn tíma haldandi um hálsmálið á "viðskiptavininum" sem hélt á svörtu kvenmannsveski og innan stundar mætti lögreglan á staðinn og þá forðuðum við okkur .
Ákveðið var að við kvenfólkið værum verðug fórnalömb til að tölta í áfengisverslun skammt frá en karlpeningurinn héldi heim með vörurnar. Við tvær fórum kampakátar og fundum fljótlega "System bolaget" og versluðum rauðvín síðan átti að kaupa svona einn bjór handa tengdapabba. Þegar við fórum að skoða bjórinn kom í ljós að dósinn kostaði 10 krónur sænskar og það þótti okkur skvísum alltof dýrt
, þó vanar væru íslensku áfengisverði og álögum og sköttum. Hvað var þetta með Svía, forræðishyggjan að gera út af við þá , einn bjór á 1624 íslenskar krónur, nei Siggi fengi nú bara vatn úr krananum, þetta væri alltof dýrt ofan í hann. Þarna stóðum við og þusum yfir verðinu meðan við biðum eftir að fá að borga rauðvínið, sem var á mun betra verði og það fór eftlaust ekki fram hjá neinum af hverju við vorum að tuða
.
Þegar heim kom sögðum við Sigga hvað bjórninn kostaði og að hann fengi bara vatn, hann benti okku pent á smá feil hjá okkur, semsé einu núlli og mikið, sænska krónan væri 16,24 íslenskar krónur, það er því upplýst að við erum tvær ljóskurnar
. Siggi fékk vatn úr krananum með kvöldmatnum en höfðingskapur okkar var svo mikill að við gáfum honum klaka útí. Nú er ákveðið að fara með vasareikni í næstu verslunarferð.
Bless kæra dagbók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2009 | 07:25
Upptekin prinsessa!!
Kæra dagbók það er sko varla að ég hafi tíma til að tala við þig, ég er svo rosalega upptekinn . Við erum komin upp á sjúkrahús þar sem Eyjólfur er fær lyf í fljótandi formi og á meðan ætlum við mæðginin að skreppa í ræktina hér, eflaust rosalega gott loft og svalandi því hitinn er bara 25° núna kl.0830
. Við verðum svo fitt á eftir því þetta heitir "Fitness center", bíddu bara kæra dagbók
. Síðan á náttúrulega að kynna snákana, sniglana og hérana fyrir Vigfúsi, ég veit að þeir bíða spenntir.
Já Vigfús Almar mömmu sinnar kom í gær, orðinn 21 árs, var bara 20 síðast þegar ég sá hann. Þá var hann með hár langt niður á bak en núna er hann líkari pabba sínum í klippingu fyrir utan smá hár sem hægt er að nýta í góðan hanakamb . Hann hefur líka verið duglegur í ræktinni heima svo að mér er óhætt með honum í ræktinni innan um alla kraftajötnana af karkynstegund.
Tengdaforeldrarnir komu líka í gær og var sérdeilis gaman að hitta þau hress að vanda en höfðu nú haft töluverða áhyggjur af okkur litlu börnunum okkur þennan tíma sem við höfum verið hér . Við fórum saman á hverfiskrána og fengum okkur ágætan kvöldverð og sátum úti í hitanum og það var bara alveg meiriháttar, síðan sátum við góða stund heima í íbúð og gleymdum að horfa á íslensku fréttirnar í tölvunni
en allt í lagi við Eyjólfur horfðum bara á þær þegar hjónin fóru, þau eru nú svo dugleg að þau gengu niður á hótel eftir erfiðan ferðadag, allavega 15-20 mínútna göngutúr. Svona verður maður hress á því að stunda golf
.
Bless kæra dagbók og mikið var gott að fá svona margar og góðar kveðjur og fréttir að heiman ég sem hélt að allir væru í útileg, ferðast innan lands í sumar, og væru líka "punglausir" .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2009 | 07:20
Búin að finna starf!!
Kæra dagbók hér erum við mætt upp á sjúkrahús, rifum okkur á lappir fyrir allar aldir í sól og 24°hita. Ekkert skokkað en í stað verður góður göngutúr hér um nágrennið þegar Eyjólfur fær lyf í æð, þá er hann fastur hér og getur ekki strokið frá mér og fullt af öðrum konum að passa upp á hann
.
Heima á Íslandi geri ég ráð fyrir að Vigfús og tengdaforeldrarnir séu öll komin út á flugvöll og bíða örugglega spennt eftir að hitta prinsessuna á bauninni .
Endurtekið efni við fórum aftur út að borða í gærkvöldi, nú var farið á Hardrock sem er örfáum skrefum lengra frá íbúðinni en síðasti veitingastaður, við erum sem sé alltaf að stækka yfirráða svæðið, færa út kvíarnar, við erum í útrás . Þegar við sátum og snæddum heimsborgarana vatt sér að okkur kotroskinn maður og spurði hvað við værum að borða, hvort þetta væri gott ogþegar við játuðum, pantaði hann það sama á línuna hjá sér og tilkynnti okkur þegar liðið var á borgarann hans og þetta væri alveg rétt hjá okkur, þetta væri fjári gott. Þetta þótti okkur alveg kostulegt, við sem héldum að við værum nokkuð vel sigld í "út að borða" málum, gaman að þessu
.
Við erum búin að sjá það út að það er að minnsta eitt starf sem við getum unnið hér í Stokkhólmi (ég er ekki að tala um mig í hjúkkuna) en það er að við yrðum bæði, í sitthvoru lagi þó bara fjári góðir leigubílstjórar . Þeir eru nær allir af erlendu bergi brotnir, við uppfyllum það, þeir eru styrðir í sænsku, við uppfyllum það, þeir rata illa eða ekki, við uppfyllum það, sumir eru önugir, við verðum að æfa það, anga oftar en ekki af svitalykt, við vonumst til að fá starfið án þess að uppfylla það skilyrði. Sá sem keyrði okkur í morgun vissi ekki hvar Huddinge er hvað þá sjúkrahúsið en hann var vel útbúinn með leiðarkerfi sem birtist á skjá þegar við vorum búin að stafa ofan í hann heimilisfangið, hann var samt mjög fínn, ekkert önugur, bara kurteis ekki með óþarfa athugasemdir
.
Núna erum við með kveikt á rás 1, íslenska ríkisútvarpinu og erum að hlusta á "uppáhalds" lagið hans Ingvars Viktors. Mér dettur hann alltaf í hug þegar ég heyri "Hvítir mávar" .
Bless kæra dagbók og það er gott hvað hefur hlínað á Íslandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.6.2009 | 08:12
Sól og meiri hiti!
Góðan daginn kæra dagbók !
Í dag er glaða sólskin og hiti úti og við orðin spennt að fá gesti, "litli prinsinn" okkar hann Vigfús kemur á morgun og ætlar að vera hjá okkur til 8. júlí, hann verður sko dreginn á skokkið að skoða landareign móðurinnar og fær að slappa af á milli. Kannski að prinsessan skelli sér bara fótsnyrtingu því þeir feðgar geta nú ýmislegt rætt og skilgreint saman, lausir við prinsessuna. Ekki nóg með að prinsinn skuli koma heldur er von á tengdaforeldrunum, þau ætla að gista á hóteli ekki svo langt frá okkur og fara síðan sunnar í Svíþjóð að heimsækja vini en koma svo og gista hjá okkur í kringum 11. júlí
. Gamalt íslenskt orðtak segir "það er gott að fá gest, ef ekki þegar þeir koma þá þegar þeir fara"
svo við erum alveg örugg um að það verður gaman hjá okkur.
Í morgun átti sko að fara út og auka við landareignina en prinsessan á bauninni svaf svo bara of lengi, þetta náttúrulega gengur ekki, Victoría gæti hafa náð hluta eigna sinna til baka, nú er sko bara að taka sig á .
Við kærustuparið fórum út á veitingahús í gærkvöldi eftir að við komum af sjúkrahúsinu og fengum okkur góðan mat, í raun þriggja rétta máltíð og sumir fengu rauðvín með enda örstutt að ganga heim.
Við förum um hádegi upp á sjúkrahús því Eyjólfur þarf að fá lyf sem ég má ekki gefa honum í legginn, það er að segja "sprauta honum" svona verður það næstu þrjá dagana en eftir það ætti ferðum að fækka í þrjár á viku og síðan tvær og loks eina.
Bless kæra dagbók nú ætla ég að setjast aðeins út í port í sólina áður en við höldum upp á sjúkrahús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2009 | 08:46
Frá Pontíusi til Pílatusar!
Kæra dagbók það hefur verið frekar erfiður morgun hjá mér! Fyrir utan að þurfa að fara í sturtu, þvo mér og að útbúa morgunverð svo ég tali nú ekki um að borða hann þá hef ég þurft að flakka víða og óþarflega lengi .
Þetta byrjaði í gær, ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná fyrst í lyfin sem ekki voru til í fyrradag og síðan að leysa út önnur lyf, ný. Það "furðulega" gerðist, lyfið var ekki til, vel rekið apótek hér, byrgjar látnir um geymslukostnaðinn. Leit hófst að lyfinu því það lá á að fá það, loks fannst eitt apótek sem átti lítilshátta til af lyfinu. Ég lét taka það frá og fór vandlega yfir það með lyfjafræðingnum í apótekinu á sjúkrahúsinu hvernig lyfið væri greitt og hvort það væri ekki öruggt að ég fengi lyfið, jú jú allt hafði fylgt með í pöntuninni . Ég dreif mig með leigubíl að ná í lyfið klukkan átta í morgun því það átti bara að bíða eftir mér og við áttum að mæta upp á sjúkrahús upp úr níu. Þegar í apótekið kom var ekkert tilbúið og hringja þurfti mörg símtöl til að fá á hreint að þetta yrði greitt og að ég ætti að fá lyfið, þetta tók um 40 mínútur
. Næst var að panta leigubíl og fara upp á sjúkrahús en pikka Eyjólf upp á leiðinni því það var jú í leiðinni og sú leið greiðfær og góð, segi ég af reynslu. Vá flottu leigubíll og bílstjóri í einkennisbúning og svo kurteis og elskulegur
. Nú voru það leigubílamiðarnir sem klikkuðu, reyndar alltaf svolítð vesen að koma þeim í gegnum "strikamerkjalesarann", núna gékk ekkert og við prófuðum nokkra miða, eftir um 20 mínútur tókst þetta loks og við lögðum af stað. Tókum Eyjólf upp og síðan átti að vera greið leið upp á sjúkrahús en nei, nú hafði einhverju gáfumenninu dottið í hug að hafa framkvæmdir í gangi á að minnsta kosti tveimur leiðum út frá borginni í suður
. Við fengum að vísu flotta "túrista" útsýnisferð en kannski ekki alveg rétti tíminn. Vesalinga bílstórinn var í rusli því hann hafði ekki hugmynd um framkvæmdirnar, hafði ekki kveikt á leiðarvísinum sem hefði varað hann við framkvæmdum en hann þekkti vel leiðina upp á sjúkrahús. Karlanginn alveg miður sín og baðst margfaldar afsökunar en við létum vita að við yrðum sein og vitum að það er óhollt að stressa sig svo við nutum bara útsýnisferðarinnar
.
Nú sitjum við upp á sjúkrahúsi og það er verið að dæla einhverju í Eyjólf, úti er allavega 23°C og á eftir að hlýna og það er glaða sólskin, vonandi komumst við eitthvað út í dag því það er svo hressandi. Eyjólfur þarf að maka á sig sólarvörn því hann er á "fyrsta ári" nýfæddur.
Bless kæra dagbók ég ætla að reyna að kanna betur í dag landareignina sem ég helgaði mér í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2009 | 08:03
Valdarán!!
Kæra dagbók það var framið valdarán í Svíþjóð í morgun . Klukkan 0745 að staðartíma hélt frú Rannveig eða öllu heldur prinsessan á bauninni út að skokka
, tekin skyldi hæfilegur hringur svo eiginmaðurinn yrði nú ekki yfirkominn af söknuði. Leið lá í Hagaparken, afar stutt leið. þangað sem Victoría krónprinsessa ætlar að flytja eftir giftingu ásamt eiginmanni
og hefur jafnfram verið gefin út sú yfirlýsing að loka þurfi nokkrum göngu/skokkleiðum í öryggisskyni. "To late my dear" prinsessan á bauninni fór í morgun að víkingasið og helgaði sér land og það er sko ekki pláss fyrir fleiri prinsessur takk fyrir og hana nú
. Prinsessan á bauninni naut þess að helga sér land í blíðviðrinu og mætti nokkrum skokkurum sem ekki kunnu að njóta sín eins vel þeim lá svo á, fóru fram úr eða sendu vindstróka þegar þeir skokkuðu hjá, hvernig er þetta kunna Svíar ekki að njóta lífsins
. Þetta var meira og minna skokk á malarstígum og fremur mjúku undirlagi sem er mjög gott sérstaklega þegar fólk í þyngri kantinum og þarf að passa hné og aðra liði
.
Eftir hádegi förum við kærustuparið upp á sjúkrahús þar sem dæla þarf einhverju lyfi í Eyjólf, skil ekki af hverju ég er ekki bara látin gera það ég er orðinn svo ansi klár í öllum þessum sjúkrahúsmálum, tæki mig eftlaust vel út með sprautuna "á ég að sprauta honum?". Ég er viss um að allir væru til í að ég sprautaði þá .
Eyjólfur er að styrkjast og hlýtur að fá verðlaun fyrir hvað hann hefur verið mikið og fræðandi verkefni fyrir læknana, þeir eru alltaf að fást við eitthvað sjaldgæft þegar Eyjólfur er annars vegar og læra helling af því, já meira að segja á heimsvísu .
Bless kæra dagbók og ég sá í kortunum að þú ert að koma með sumarveðrið til Íslands eins og ég bað um svo kæru vinir og vandamenn nú er það grillið og með!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar