Búin að finna starf!!

Kæra dagbók hér erum við mætt upp á sjúkrahús, rifum okkur á lappir fyrir allar aldir í sól og 24°hitaSmile. Ekkert skokkað en í stað verður góður göngutúr hér um nágrennið þegar Eyjólfur fær lyf í æð, þá er hann fastur hér og getur ekki strokið frá mér og fullt af öðrum konum að passa upp á hann Cool.

Heima á Íslandi geri ég ráð fyrir að Vigfús og tengdaforeldrarnir séu öll komin út á flugvöll og bíða örugglega spennt eftir að hitta prinsessuna á bauninni Kissing.

Endurtekið efni við fórum aftur út að borða í gærkvöldi, nú var farið á Hardrock sem er örfáum skrefum lengra frá íbúðinni en síðasti veitingastaður, við erum sem sé alltaf að stækka yfirráða svæðið, færa út kvíarnar, við erum í útrás Tounge. Þegar við sátum og snæddum heimsborgarana vatt sér að okkur kotroskinn maður og spurði hvað við værum að borða, hvort þetta væri gott ogþegar við játuðum, pantaði hann það sama á línuna hjá sér og tilkynnti okkur þegar liðið var á borgarann hans og þetta væri alveg rétt hjá okkur, þetta væri fjári gott. Þetta þótti okkur alveg kostulegt, við sem héldum að við værum nokkuð vel sigld í "út að borða" málum, gaman að þessu LoL

Við erum búin að sjá það út að það er að minnsta eitt starf sem við getum unnið hér í Stokkhólmi (ég er ekki að tala um mig í hjúkkuna) en það er að við yrðum bæði, í sitthvoru lagi þó bara fjári góðir leigubílstjórar Halo. Þeir eru nær allir af erlendu bergi brotnir, við uppfyllum það, þeir eru styrðir í sænsku, við uppfyllum það, þeir rata illa eða ekki, við uppfyllum það, sumir eru önugir, við verðum að æfa það, anga oftar en ekki af svitalykt, við vonumst til að fá starfið án þess að uppfylla það skilyrði. Sá sem keyrði okkur í morgun vissi ekki hvar Huddinge er hvað þá sjúkrahúsið en hann var vel útbúinn með leiðarkerfi sem birtist á skjá þegar við vorum búin að stafa ofan í hann heimilisfangið, hann var samt mjög fínn, ekkert önugur, bara kurteis ekki með óþarfa athugasemdir Wink.

Núna erum við með kveikt á rás 1, íslenska ríkisútvarpinu og erum að hlusta á "uppáhalds" lagið hans Ingvars Viktors. Mér dettur hann alltaf í hug þegar ég heyri "Hvítir mávar" Grin.

Bless kæra dagbók og það er gott hvað hefur hlínað á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,mikið er gott að lesa bloggið þitt maður hressist allur og Eyjólfur hressist með hverjum deginum. Það verður fjör hjá ykkur í dag þegar ísl. víkingarnir koma til ykkar, vonum þara að þeir komi með góðann kraft frá okkur öllum hér á Fróni. Hér er blíðskapar veður 15 st. hiti kl. 9.00 en sólarlaust en vonandi lætur hún (sólin) sjá sig eitthvað smá, hafið það gott kæru félagar. KV. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:19

2 identicon

Sæl  prinsessa. Jæja þá er Holtafrúin komin heim og mikið er það alltaf gott, sérstaklega eftir að vera búin að vera í gömlu húsi með börnum og barnabörnum og sofa á MJÖG svo HÖRÐU í 5 nætur-aumingja gamala konan og bakið. Annars var þetta nú ágætisferð, ágætt veður, þó ekki mikið um sólbað. Við hreyfðum okkur því miður ekki mikið, tókum Georg litla þó í sína fyrstu "fjallgöngu" fórum á Saxhól með hann (125m) og hann gekk þetta alveg einn og óstuddur Eins skruppum við upp að jökulrönd og renndum okkur á þoturössum, það vakti mikla kátínu. Við mæðgur akváðuum einn daginn að skokka nokkra km en e-ð var trekt orkuflóðið frá jöklinum, komumst ekki einu sinni á Rif (frá Hellissandi) og þegar frúin steig upp á vigtina nýkomin heim er ekki laust við að nett taugaáfall hafi gert vart við sig svo nú er aldeilis þörf á að girða sig í brók og fara að þínu dæmi og skokka, skokka, skokka.... Vðurfréttir héðan eru þokkalegar en ekki alveg nógu góðar að minni kröfu, vantar sólina svo ég hafi afsökun fyrir að gera ekkert annað en slaka á með e-ð gott í glasi Jæja ljúfan bestu kveðjur til Eyjólfs og hafið- það sdem allra, allra best ljúfurnar, kveðja úr Firðinum fagra

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:22

3 identicon

úpps, meinti tregt ekki trekkt og fyrst ég byrjaði að kvarta má bæta við að ekki var uppþvottavél í húsinu og hver helduru að hafi aðallega verið í uppvaskinu-hmm, reyndar Heimir. ... ogenn er sólarlaust en ég er bjartsæyn kv.

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 12:21

4 identicon

ææææ, ég held ég reyni ekki að leiðrétta mig aftur, ég virðist vera komin úr æfingu að skrifa, kv. enn og aftur

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 12:23

5 identicon

Vá þvílík orka sem Herdís hefur fengið frá jöklinum...hún ýtir á enter í gríð og erg ég er ekki frá því að hún hafi enn verið ðmeð gott í glasi þegar hún skrifaði þetta  endilega látið mig vita ef þið takið að ykkur leigubílaakstur þá get ég komið því áfram til þeirra sem ég þekki í Svíþjóð....nú er von á ansi mörgum á handboltamót í Svíþjóð en ég veit ekki hvort það sé eitthvað nálægt staðnum sem þið eruð á eða ekki. Frændi minn var líka að fara til Svíþjóðar með unglingalandsliðinu í handbolta svo það er einsgott að halda vel um landareignina til að allir þessir útrásarvíkingar hirði hana ekki af þér.  jæja látið nú frumburðinn dekra við ykkur eins og þið getið og tengdó líka:-) hafið það sem allra best

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:03

6 identicon

Þú ert drepfyndin, kona.  Bestu kveðjur til ykkar allra þó sérstaklega til Eyjólfs.

Edda og allir á M 85

Edda (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:39

7 identicon

Afsakið Frú Herdís, hvað kennir þú aftur í skólanum ? Ja hérna alveg sammála Söndru það hlýtur að hafa verið eitthvað mjög áhrifamikið í glasinu hjá Herdísi..Mínar heimildir segja að allt þetta íþróttafólk verði í Gautaborg,svo þú getur verið óhrædd um landareignina þína. Hann Tryggvi minn er alveg sammála þér um leigubílstjórana þarna, hann hefur eitthvað lent í þeim og finnst þeir annsi tregir. Hér rúllar allt sinn vanagang, engar prinsessur hér að helga sér land. Eigið yndislega daga með fólkinu ykkar og Rannveig prisessa endilega að drífa þig í dekur, eins og þig langar. Ég mæli með því Risaknús yfir til ykkar 

kv.Ásta Eyjólfs 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband