Sól og meiri hiti!

Góðan daginn kæra dagbók Smile!

Í dag er glaða sólskin og hiti úti og við orðin spennt að fá gesti, "litli prinsinn" okkar hann Vigfús W00tkemur á morgun og ætlar að vera hjá okkur til 8. júlí, hann verður sko dreginn á skokkið að skoða landareign móðurinnar og fær að slappa af á milli. Kannski að prinsessan skelli sér bara fótsnyrtingu því þeir feðgar geta nú ýmislegt rætt og skilgreint saman, lausir við prinsessuna. Ekki nóg með að prinsinn skuli koma heldur er von á tengdaforeldrunum, þau ætla að gista á hóteli ekki svo langt frá okkur og fara síðan sunnar í Svíþjóð að heimsækja vini en koma svo og gista hjá okkur í kringum 11. júlí Cool. Gamalt íslenskt orðtak segir "það er gott að fá gest, ef ekki þegar þeir koma þá þegar þeir fara" FootinMouth svo við erum alveg örugg um að það verður gaman hjá okkur.

Í morgun átti sko að fara út og auka við landareignina en prinsessan á bauninni svaf svo bara of lengi, þetta náttúrulega gengur ekki, Victoría gæti hafa náð hluta eigna sinna til baka, nú er sko bara að taka sig á Errm.

Við kærustuparið fórum út á veitingahús í gærkvöldi eftir að við komum af sjúkrahúsinu og fengum okkur góðan mat, í raun þriggja rétta máltíð og sumir fengu rauðvín með enda örstutt að ganga heim.

Við förum um hádegi upp á sjúkrahús því Eyjólfur þarf að fá lyf sem ég má ekki gefa honum í legginn, það er að segja "sprauta honum" svona verður það næstu þrjá dagana en eftir það ætti ferðum að fækka í þrjár á viku og síðan tvær og loks eina.

Bless kæra dagbók nú ætla ég að setjast aðeins út í port í sólina áður en við höldum upp á sjúkrahús.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælveriði dúllurnar mínar! Það er ekkert sjálfsagðara en að gera þaðsem þið biðjið um það er bara til einn litur Það hefur verið mjög gott veður hér hjá okkur og flestir á faraldsfæti um helgina.Siggi ætlar að hafa skokkskóna sína með, varð smitaður af að lesa bloggið þitt, Rannveig mín. Við hlökkum til að knúsa ykkur. Kærleikskveðjur! Mamma og pabbi frá Selló

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:29

2 identicon

Sæl og blessuð bæði tvö. Það er nú gott að vita að þið fáið gott veður þarna í Svíþjóð, fyrst þið getið ekki verið í norðurbænum:) Hún Ingibjörg Sig á skrifstofunni segir að það sé alltaf gott veður í norðurbænum og ekki skrökvar hún. Mér finnst nú að þar sem þú ert prinsessa þá hlýtur þú að ráða hvort þú skokkar eða ekki he,he. Hitti fallegu stelpuna ykkar áðan, við vorum báðar að versla inn, soldið munur á innkaupum hjá okkur Ég fékk Tryggva minn heim í gær og er afskaplega ánægð með að hafa núna tvo af þremur heima. Bestu kveðjur og risa,risa knús til ykkar úr NORÐURBÆNUM

KV.Ásta Eyjólfs 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband