15.7.2009 | 08:04
Af valdaránum!
Kæra dagbók mér fannst nú allt í lagi þó að prinsessan á bauninni öðlaðist völd í Hagaparken en þegar verið er að fremja valdarán hjá henni gegnir allt öðru máli . Síðastliðin þrjátíu ár er það prinsessan á bauninni sem hefur farið fyrst á fætur á morgnana, ein og óstudd og jafnvel farið í það að koma öðrum á lappir. Hvað gerist nú, Prinsessan er vakin á hverjum morgni og henni gert að fara fram úr og hana nú, allt í lagi af fara á lappir en að kærastinn til þrjátíu ára skuli taka upp á því að vakna á undan og vilja fara að borða morgunmat með sinni er sko ekkert annað en valdarán, búið að taka þetta hlutverk af prinsessunni
. Eins og það sé ekki nóg nei nei! það er prinsessan sem hefur séð um það að vera með æsing og fljót til á meðan kærastinn hefur tekið öllu með sóískri ró. Hann hefur nú tekið upp á því að vera fljótur til og alltaf að vera að gera eitthvað eða skipuleggja eitthvað. Ekki veit ég hvernig þetta endar, kannski eru þetta sterarnir, því alkunna er að steralyf valda því að fólk verður svolítið ofvirkt á þeim, þið ættuð að sjá prinsessuna á sterum
.
Nú er brostin á bongóblíða svo prinsessan ætlar að gerast portkona næsta klukkutímann og leggjast í sólbað í portinu, búin að bera á sig sólarvörn í bak og fyrir og finna til bók að lesa .
Bless kæra dagbók og vonandi er gott golfveður á Íslandi núna .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2009 | 10:47
Réttlátir/ranglátir!!
Kæra dagbók hún mamma mín sagði mér alltaf að það rigndi jafnt yfir réttláta sem rangláta, ég ætla að leyfa mér að darga þau orð í efa og er reyndar viss um að það rignir aðallega yfir rangláta . Ég er nefnilega búin að uppgötva að það rignir ekki heima, þar er gott veður, hins vegar hefur hellirignt hér í morgun og er ég sannfærð um að útrásarvíkingarnir flúðu hingað. Ekki gátu þeir flúið til Bretlands eða Luxemburgar, Norðmenn sitja of fast á sínu fé og Danir eru of nískir á aurinn svo að þar er ekki líft fyrir þá, Þjóðverjar of reglusamir en Svíar ekki svo ólíkir Íslendingum. Hér er skjól fyrir þá og fyrir þetta þurfa Svíar að lýða og rennblotna nær daglega og við með
. Nú er komið að hinum réttlátu hér í Svíaríki og ekki meiri rigningu takk fyrir.
Við kærustuparið fórum í morgun upp á sjúkrahús því Eyjólfur vara að fara í blóðprufu og síðan að ná í lyf í lyfjaverslun sjúkrahússins , sem er svo "gríðarlega vel" rekinn. Þar beið ég í 50 mínútur eftir afgreiðslu og síðan tók það 15 mínútur að afgreiða þrjá lyfseðla, OMG. Fyrirkomulagið er þannig að maður tekur númer og drífur sig að afgreiðslulúgu þegar númerið birtist á skjá einungis til að láta segja sér að fara aftur í biðröðina því númerið verði millifært á lyfjafræðing
og svo bíður maður aftur. Ég beið og ég beið og ég beið! loksins 155 mitt númer og kona merkt " farmaceut" tekur við lyfseðlunum og byrjar að pikka inn í tölvuna hjá sér öll fyrirmælin á lyfseðlinum, þau voru löng, með einum fingri sem á var ótrúlega löng nögl
. Þar kom skýring á hluta hægagangsins í lyfjaversluninni. Ég sil ekki alveg (er ekki alveg að skilja) hvernig hægt er að fara í gegnum langt nám án þess að kunna fingrasetningu en allt er víst hægt (í tvennum skilningi þess orðs) ef Eyjólfur væri ekki skollóttur þá hefði hann orðið gráhærður á að bíða eftir mér, heppinn. Hvernig heldur þú kæra dagbók að bloggið mitt væri ef ég kynni ekki fingrasetningu, mesta lagi tvær línur daglega
og hver yrði ánægður með það ég bar spyr
.
Bless kæra dagbók og vonandi fara útrásarvíkingarnir ekkert að koma til Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2009 | 10:14
Læsingavesen!
Kæra dagbók þá erum við kærustuparið búin að taka því rólega í tvo daga , fórum í tvær búðir og á kaffhús fyrri daginn allt á hægum nótum
. Í gær hélt parið sig heima og hvíldist vel, síðan fórum við á tónleika með (t)foreldrunum, hlustuðum á kammerkór frá Koblenz sem söng í "Deutsche St. Gertruds Kirche" sem er í Gamla Stan hér í Stokkhólmi. Fluttningurinn var mjög vandaður og unun á að hlýða
. Á eftir fórum við að borða á ítölskum stað og fengum góðan mat svo að með sanni má segja að prinsessan á bauninni hafi átt daga sem hæfðu titlinum
.
Tengda/foreldrarnir héldur heim á leið í morgun og ég held að okkur verði óhætt að fara í stóru búðina á miðvikudaginn . Það var gott að hafa svona góða gesti og ótrúlega mikið sem við gátum gert saman þrátt fyrir aðstæður. Seinni partinn verða þau komin heim í góða veðrið á Íslandi en þau voru frekar óheppinn með veður þegar þau fóru til Suður Svíþjóðar og þar rigndi eldi og brennisteini í orðsins fyllstu merkingu og önnur eins úrkoma hefur ekki mælst á þessum árstíma, mánaðar úrkoma á sólahring
.
Ætlunin er að taka því frekar rólega í dag, reyndar er prinsessan búin að fara í könnunarleiðangur um landareignina. Mikið er nú gott að ekki er farið hraðar yfir annars væri næsta víst að eitthvað færi fram hjá prinsessunni . Þegar prinsessan ætlaði inn í núverandi húsakynni sín reyndist hún læst úti og enginn virtist sakna hennar
en bjargvætturinn birtist í formi framreiðslu manns á neðstu hæðinn. Kalla þurfti út viðgerðarlið til að gera við læsinguna þar sem hvorki var hægt að opna innan eða utanfrá. "Ég geði ekki neitt! alve satt".
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til ykkar allra sem kíkið á bullið í þessari dagbók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2009 | 09:49
Illri meðferð af!
Kæra dagbók eins og þér er kunnugt fer prinsessan á bauninni ekkert alltof vel með tengdaföður sinn en alltaf er hann ljúfur yfir þessari meðferð
. Í gær var hann sendur út í búð en fékk að hafa tengdamömmu með sér, þetta er sko enginn smá verslun og matvöruútvalið gígantískt. Eftir að hafa ranglað um búðina á eftir tengdamömmu og safnað í körfu var farið að kassa til að borga og gékk það nú ekki þrautarlaust fyrir sig
. Á kassanum var kortavél þar sem viðskiptavinurinn stimplar sjálfur inn "pin-númerið" og ýtir svo á takka til að samþykkja úttekt, stúlkan á kassanum var alltaf að tala eitthvað um rauða takkann svo tengdapabbi þrýsti á hann
, þá stækkuðu augun á afgreiðslustúlkunni um helmin og hún fór aftur að tala um rauða takkann.Tengdapabbi endurtók leikinn og í þriðja sinn en þá var kominn her manns að aðstoða
og að lokum var það græni takkinn sem varð fyrir valinu og þá gékk þetta loksins. Ekki voru vandræðin úti
því nú þurfti að koma sér út úr búðinni stóru, þarna var svona grænt merki í loftinu með ör, þangað brunaði tengdapabbi með þunga poka og tengdamömmu í eftirdragi. Hurð, bara að opna og um leið og hann tók í snerilinn gullu við rosa sírenur og allt hátalara kerfið fór af stað
. Hjónin sneru snarlega frá hávaðanum og römbuðu á réttan útgang en á meðan var öll verslunin í viðbragðstöðu meðan sírenuvæli sem glumdi á eftir þeim þar sem þau hröðuðu sér heim
. Við gerum ráð fyrir að nú sé búið að hengja upp mynd af þeim á staðnum og varað við þessum óæskilegu viðskiptavinum. Það góða við þetta allt saman er að við fengum frábæran kvöldmat og engin þekkir okkur kærustuparið af þeim hjónum
.
Hjónin halda heimleiðis á morgun svo tengdapabbi ætti að verða laus við illa meðferð í bili. ekkert of lengi og vel á minnst ég er ekki enn búinn að kaupa bjórinn handa honum .
Bless kæra dagbók hér höldum við áfram uppbyggingu og bíðum eftir að fá aftur frábært sumarveður .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2009 | 08:21
Túristar á ferð!
Kæra dagbók þá er þetta orðið of seint fyrir Victoríu krónprinsessu , Prinsessan á bauninni tók tæknina í sínar hendur og hjólaði um landareignina í morgun og náð því að nema allan Hagaparken með höllum, útihúsum, að auki tilheyrir Brunnsviken með öllum þeim skemmtibátum sem þar eru landareigninni. Nú verður Victoría bara að leita sér að öðrum stað til að búa á eftir giftingu, hún gæti náttúrulega reynt samningaviðræður við prinsessuna á bauninni, það má þá eftirláta henni Valhöll, í því ástandi sem hún er í í dag en þá fylgir ekkert landrými.
Í gær var farið í siglinu út á Skerjagarðinn og að sjálfsögðu hættu veðurguðirnir við rigninguna og sólin braust fram úr skýunum, að vísu blés nokku. Sjóarinn fyrrverandi lét það nú ekki á sig fá og naut ferðarinnar út í ystu æsar og má fullyrða að það gerðu ferðafélagar líka
. Aðstaðann um borð var mjög góð, við fengum flott borð og góð sæti og snæddum góðan málsverð meðan við sigldum út í Skerjagarðinn.Þar sem prinsessan á bauninni var til sjós mörg sumur á sínum yngri árum og stundaði netaveiðar, já alveg satt, þá ákvað hún að fara út á dekk og fylgjast með og það var alveg meiriháttar enda báturinn gott "sjóskip"
. Báturinn valt ekkert í ferðinni, reyndar vorum við ekki út á rúmsjó heldur innan fjarðar en vindur var töluverður og umferð stórra skipa mikil.
Þegar í land kom brugðum við okkur á Grand Hotel og prinsessan fékk þetta fína kaffi á barnum, aðrir ferðafélagar fengu sér meiri svona barveigar en kaffið mitt var það besta sem ég hef fengið síðan ég kom til Stokkhólms .
Í dag á að fara í göngutúr því Eyjólfur er í fullu að byggja sig upp en verður að fara varlega í það, læknirinn sagði meira að segja við okkur að það að ná í djúsglasið sitt og gleraugun væru nægilegar æfingar á eftir það sem á undan er gengið. Við förum því varlega en ákveðið í uppbygginguna.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og á yfirfullu tjaldstæðin .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2009 | 08:55
Sólgleraugu eða ekki!
Kæra dagbók þá er það bara spurning hvort sólgleraugun mín séu nógu góð, ég er alltaf að tala um að það sé að birta til en það rignir bara meira, sem sé ég þjáist af "bjartsýni" sem segir mér að sólgleraugun séu ekki nógu dökk .
Í vafstir hins daglega lífs verður margur maðurinn afar vanafastur. Einn þekki ég sem hefur verslað í 30 ár á fimmtudögum eftir fimm, ef ég vil hitta hann óvænt þá fer ég í Fjarðarkaup rétt eftir fimm á fimmtudegi. Einn hjólar í og úr vinnu og getur þar af leiðandi ekki hjólað í fríum, eðlilegasti hlutur. Ég hins vegar er með eindæmum óskipulögð og tek skyndiákvarðanir á leifturhraða og samferðafólkið veit alls ekki hvaðan vindurinn blæs. Eitt hef ég þó tamið mér sem ég get ekki með nokkru móti brugðið út af og það er að skokka eða fara í ræktina á morgnana, ef eitthvað trufla þá get ég gleymt æfingu þann daginn . Í morgun varð ég ekki fyrir truflun og komst út í eftirlit á landareigninni og þar sem ég lenti á löngum lögum í i-potinum þá stækkaði landareignin verulega. Ég hleyp yfirleitt 8 til 10 lög og svo fer það bara eftir lögum hve lengi ég hleyp, lent t.d. á Jimmy Hendrix í morgun með rúmlega 7 mínútna lag og Sammi básúna með eitt álíka langt, af 8 lögum voru fjögur mjög löng, þrjú bara löng og svo inn á milli kom eitt velþegið ABBA-lag þetta gerð 55 mínútur á skokki en einhver hefði nú farið lengra á þessum tíma ég hins vegar naut útsýnisins
.
Nú á aðeins að túristast og reyna að fara í siglingu, í Karabískahafið, ég meina um Feneyjar norðursins, Stokkhólm. Það er nokkuð þungt yfir en mér sýnist vera að létta til Svo þetta verður örugglega gaman, ég er búin að útbúa okkur að "slysavarnarkonu" sið, með drykki, plástur, lyf, flísteppi, regnhlífar og að sjálfsögðu sólgleraugu. Okkur er því ekkert að vanbúnaði nema að koma okkur út
. Við gerum ráð fyrir nærri 3 tíma úthaldi sem er mjög gott og vonandi ekki verið að tefla á tæpasta vaðið.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og haldið áfram að njóta þess, gangand, hjólandi en allavega brosandi .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2009 | 11:15
Rigning að pirra Svía!
Kæra dagbók nú er ég sko sein að játa syndir mínar fyrir þér, við fórum nefnilega eldsnemma upp á sjúkrahús í eftirlit og það gékk mjög vel .
Í gær fengum við okkur, kærustu parið, hjólatúr, ekki minna en 500 metra, mjög gott hjá okkur, allavega Eyjólfi. Við erum náttúrulega að æfa fyrir "Tour de France" því það er alltaf í sjónvarpinu og okkur langar svo að komast þangað, hjólandi í gulri treyju, rosalega tækjum við okkur vel út. Allavega eftir þessa 500 metra settumst við á veitingahús og fengum okkur "Lunc" sem tók klukkutíma að framreiða, ég sem sýð pasta bara í þrjár til fimm mínútur. Þetta var ágætur matur og í raun nutum við þessa að sitja úti og fylgjast með fólki sem fór framhjá, skemmtileg mannlífsflóra .
(T)foreldrarnir eru mættir á svæðið og ætla að vera fram á mánudag og þeim til heiðurs ætlum við að fá gott veður til að geta leikið túrista, athuga hvort þau hafi hæfileika á við okkar fjölsyldu . Þaðhefur rignt all hressilega meira og minna síðan seinnibartinn í gær en leigubílstjórninn sem ók okkur heim áðan fullyrti að nú færi að stytta upp og eftir helgi kæmi aftur sumarveður. Svíarnir eru orðnir nokkuð þreyttir á ótíðinni síðustu daga. Okkur sem finnst bara flott að vera í hita og smá rigningu sem rignir beint niður að vísu hefur rignt all hressilega inn á milli en við bíðum spennt eftir sólinni og hitanum
. Prinsessan þarf nauðsynlega að fara að komast í að skokka um landareignina, veðrið hamlaði nú ekki för í morgun heldur sjúkrahúsheimsókn á hlaupatíma, kannski það náist að bæta þetta upp seinni partinn
.
Bless kæra dagbók, þar til næst og hafði það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2009 | 08:22
Vigfús fer heim!
Kæra dagbók þá er komið að því að litli kúturinn minn fari heim . Það hefur verið svo gott að hafa hann hér, fullorðinn karlmaður sem léttir undir með prinsessunni í einu og öllu meira að segja hjálpar henni við landnám og fer í ræktina fyrir hana.
Í gær "túristaðist" fjölskyldu hlutinn aðeins, við fórum á Skansen, þar er meðal annars "Árbæjarsafn" og dýragarður. Þarna var gott fyrir okkur að vera því nógu langt var á milli fólks, minni smithætta og hlýtt úti en svo skall á úrhellis rignin, þrumur og eldingar. Við skoðuðum húsin af meiri áhuga meðan á þessu stóð og sluppu þurr. Síðan kíktum við aðeins á dýrin sem öll voru af norrænum uppruna, hef ekki komist í návígi við skógarbjörn áður, þetta var birna og þrjú ung dýr. Við skoðuðum lítinn hluta af þessu frábæra svæði og gætum alveg hugsað okkur að fara aftur, þarna er hægt að eyða heilu dögunum en úthaldið gerði ekki ráð fyrir nema einum til tveimur klukkutímum og það var mjög gott .
Við erum að fara að fylgja Vigfúsi í flugrútuna og síðan á bara að njóta dagsins, spáð er skin og skúrum en prinsessan var að vona að skúrirnir hefðu verið í nótt og skinið verði í dag .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur á klakann sem er víst nokkuð hlýr núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 08:34
Enn af lyfjaverslun!
Kæra dagbók nú erum við í fríi Eyjólfur var útskrifaður í gær, loksins, mánuði á eftir áætlun og þarf núna bara að mæta tvisvar í viku til eftirlits. Hann þarft bara að vera duglegur að gera æfingar og fara út að ganga og það hefur ekki verið vandamál
svo þarf hann að vera duglegur að borða og prinsessan getur ekki séð það sem vandamál, hún stendur sig mjög vel í að innbyrða næringu.
Hins vega þurfti prinsessan á bauninni/gleraugnaslangan að eiga viðskipti í lyfjaverslun sjúkrahússins í gær að sækja lyf fyrir eiginmanninn. Af hverju ætli þetta heiti "Drug store" í henni Ameríku, ná þeir bara í "drug" þar, hvað sækja þeir þá hér "apó", veit ekki allavega sækja Íslendingar lyf í lyfjaverslunum þó sumt séu óttarleg eiturlyf, en ekki fleiri tungumála hugsanir . Í lyfjaversluninni var beðið um skilríki og var það auðsótt mál þó samskiptin færu fram á sænsku, næst biður lyfjafræðingurinn um fæðingardag og ár. Saklausa prinsessa benti með fingrinum á dagsetninguna í ökuskirteininu, "do you prefer Engels?" sagði þá lyfjadrengurinn, "yes; thank you" hljómaði vonskvikið úr munni prinsessunnar sem hafði haldið að hún skyldi sænskuna rétt. "Your birthday and year?", aftur benti prinsessan á sömu númeraröðina, "No the day you were born and the year"
WHAT! Prinsessan ákvað að lesa númeraröðina á ensku, treysti sér ekki í sænskuna á eftir það sem á undan var gengið! "Eight of June nineteen sixty". "Nineteen sixty, were you born in ninteen sixty" spyr drengurinn, vá hafði prinsessan gert rangt, stamandi "yes!". "I thought you were much younger, födt mycket senera"
Prinsessan var svo feginn að hafa ekki gert einhverja vitleysu að það var ekki fyrr en hún var kominn fram og hitti feðgana að hún fattaði hrósið, kæra dagbók þetta er ekki grobb hjá prinsessunni en lyfjafræðingurinn ungi verður líklega sendur til augnlæknis fljótlega og prinsessan er orðin mjög sátt við lyfjaverslun sjúkrahússins eftir þessa verslunarferð
.
Nú er bara að athuga hvort við þrjú með gífurlegu leiklistarhæfileikana getum ekki bara tekið þátt tvö í "túristun" í dag .
Bless kæra dagbók, það á að verða gott veður á heimaslóðum en hér rigndi í morgun en virðist vera að birta til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2009 | 07:50
Tækjaséní!
Kæra dagbók þá erum við mætt á sjúkrahúsið í vanalega inngjöf. Vigfús er kominn í ræktina, prinsessan ákvað hins vegar að vera eftir á þeirri forsendu að hún þyrfti að hlusta á lækninn .
Feðgarnir komust að því í gærkvöldi þvílíkt tækjaséní prinsessan er . Þegar að Inga María var í heimsókn var svo mikið af sjónvarpsstöðvum í sjónvarpi íbúðarinnar en þær voru nær allar horfnar þegar Eyjólfur kom, hvað hafði eiginlega gerst, helst var talið að þetta væri misminni hjá frúnni. Allavega var dagskráin ekki upp á margar fiska og þegar íslenskar Rúv fréttir fara að vera aðal sjónvarpsefnið með sínum "gleði" fréttum að heiman þá er tími til kominn að taka málið í sínar hendur og hana nú
. Fyrsta spurning hjá prinsessunni var; "af hverju eru þrjár fjarstýringar?" Ein af hljómflutningsgræunum, OK, ein af sjónvarpinu, OK. Þá var sú þriðja tekinn til skoðunnar og lítið tæki með rauðu ljósi kom í ljós fyrir neðan sjónvarpstækið, prinsessan þrýsti á takka og grænt ljós kviknaði, svo að fikta aðeins meira, jú fjöldi sjónvarpsstöðva kom fram á skjáinn
hver var að tala um ljósku? Við eyddu kvöldinu í gær í að horfa á sakamálaþætti frá ýmsum tíma, gamla og nýrri í bland, svona er gott fyrir karlmenn að búa með ljóshærðri prinsessu á bauninni frá Hafnarfirði
, heppnir!
Við þrjú lékum túrista í rúma tvo klukkutíma gær og stóðum okkur mjög vel þó ég segi sjálf frá, leiklistarhæfileikarnir virðast okkur í blóð bornir og þá veit Mæjan okkar að það er ekki bara hún með þessa hæfileika í fjölskyldunni en hún komst inn í Kvikmyndaskóla Íslands, leiklistadeild á sínum leikhæfileikum, heppinn að við sóttum ekki öll um því það komast bara 12 að .
Nú þarf ég að fara að versla, mig vantar svo kórónu, svona með blikkljósum, þarf að hafa hana þegar ég fer um landareignina. Ég er að vísu búin að versla aðeins, keypti fyrst Ecco sandala á Eyjólf á útsölu og fór svo eftir þrýsting til að fjárfesta í sandölum á mig og fékk þessa fínu Ecco sandala en var ekki að kaupa eitthvert útsölugóss á mig, ég meina klæðast prinsessur einhverju sem keypt er á útsölu, mér er spurn .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og gangi ykkur vel í sumarveðrinu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar