Illri meðferð af!

Kæra dagbók eins og þér er kunnugt fer prinsessan á bauninni ekkert alltof vel með tengdaföður sinn FootinMouth en alltaf er hann ljúfur yfir þessari meðferð Sleeping. Í gær var hann sendur út í búð en fékk að hafa tengdamömmu með sér, þetta er sko enginn smá verslun og matvöruútvalið gígantískt. Eftir að hafa ranglað um búðina á eftir tengdamömmu og safnað í körfu var farið að kassa til að borga og gékk það nú ekki þrautarlaust fyrir sig Undecided . Á kassanum var kortavél þar sem viðskiptavinurinn stimplar sjálfur inn "pin-númerið" og ýtir svo á takka til að samþykkja úttekt, stúlkan á kassanum var alltaf að tala eitthvað um rauða takkann svo tengdapabbi þrýsti á hann Blush, þá stækkuðu augun á afgreiðslustúlkunni um helmin og hún fór aftur að tala um rauða takkann.Tengdapabbi endurtók leikinn og í þriðja sinn en þá var kominn her manns að aðstoða Pinch og að lokum var það græni takkinn sem varð fyrir valinu og þá gékk þetta loksins. Ekki voru vandræðin úti  Sideways því nú þurfti að koma sér út úr búðinni stóru, þarna var svona grænt merki í loftinu með ör, þangað brunaði tengdapabbi með þunga poka og tengdamömmu í eftirdragi. Hurð, bara að opna og um leið og hann tók í snerilinn gullu við rosa sírenur og allt hátalara kerfið fór af stað Bandit. Hjónin sneru snarlega frá hávaðanum og römbuðu á réttan útgang en á meðan var öll verslunin í viðbragðstöðu meðan sírenuvæli sem glumdi á eftir þeim þar sem þau hröðuðu sér heim Whistling. Við gerum ráð fyrir að nú sé búið að hengja upp mynd af þeim á staðnum og varað við þessum óæskilegu viðskiptavinum. Það góða við þetta allt saman er að við fengum frábæran kvöldmat og engin þekkir okkur kærustuparið af þeim hjónum LoL.

Hjónin halda heimleiðis á morgun svo tengdapabbi ætti að verða laus við illa meðferð í bili. ekkert of lengi og vel á minnst ég er ekki enn búinn að kaupa bjórinn handa honum Shocking.

Bless kæra dagbók hér höldum við áfram uppbyggingu og bíðum eftir að fá aftur frábært sumarveður ToungeGasp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það vantar ekki fjörið í kringum ykkur, það er ekki nóg með að prinsessan sé alltaf að slá í gegn heldur er fylgdarliðið líka farið að gera það ég lenti í smá tölvuveseni missti allt út ( í einn dag) en náðist að lokum að bjarga gögnum......og sem betur fer var blog síðan ykkar á sínum stað gott að uppbyggingin er góð þótt hún sé hæg!

jæja sendi ykkur skemmtilega sögu á morgun sem ég heyrði í dag, knús til ykkar!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 00:25

2 identicon

Ja hérna, alltaf sama stuðið hjá ykkur, ég sé ykkur í anda.  Hér er blíða og nóg að gera að liggja á bekknum og njóta sólarinnar.

Hafið þið það sem best,

Kveðja,

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband