Réttlátir/ranglátir!!

Kæra dagbók hún mamma mín sagði mér alltaf að það rigndi jafnt yfir réttláta sem rangláta, ég ætla að leyfa mér að darga þau orð í efa og er reyndar viss um að það rignir aðallega yfir rangláta Woundering. Ég er nefnilega búin að uppgötva að það rignir ekki heima, þar er gott veður, hins vegar hefur hellirignt hér í morgun og er ég  sannfærð um að útrásarvíkingarnir flúðu hingað. Ekki gátu þeir flúið til Bretlands eða Luxemburgar, Norðmenn sitja of fast á sínu fé og Danir eru of nískir á aurinn svo að þar er ekki líft fyrir þá, Þjóðverjar of reglusamir en Svíar ekki svo ólíkir Íslendingum. Hér er skjól fyrir þá og fyrir þetta þurfa Svíar að lýða og rennblotna nær daglega og við með Angry. Nú er komið að hinum réttlátu hér í Svíaríki og ekki meiri rigningu takk fyrir.

Við kærustuparið fórum í morgun upp á sjúkrahús því Eyjólfur vara að fara í blóðprufu og síðan að ná í lyf í lyfjaverslun sjúkrahússins Tounge, sem er svo "gríðarlega vel" rekinn. Þar beið ég í 50 mínútur eftir afgreiðslu og síðan tók það 15 mínútur að afgreiða þrjá lyfseðla, OMG. Fyrirkomulagið er þannig að maður tekur númer og drífur sig að afgreiðslulúgu  þegar númerið birtist á skjá einungis til að láta segja sér að fara aftur í biðröðina því  númerið verði millifært á lyfjafræðing  Errmog svo bíður maður aftur. Ég beið og ég beið og ég beið! loksins 155 mitt númer og kona merkt  " farmaceut" tekur við lyfseðlunum og byrjar að pikka inn í tölvuna hjá sér öll fyrirmælin á lyfseðlinum, þau voru löng, með einum fingri sem á var ótrúlega löng nögl Joyful. Þar kom skýring á hluta hægagangsins í lyfjaversluninni. Ég sil ekki alveg (er ekki alveg að skilja) hvernig hægt er að fara í gegnum langt nám án þess að kunna fingrasetningu en allt er víst hægt (í tvennum skilningi þess orðs) ef Eyjólfur væri ekki skollóttur þá hefði hann orðið gráhærður á að bíða eftir mér, heppinn. Hvernig heldur þú kæra dagbók að bloggið mitt væri ef ég kynni ekki fingrasetningu, mesta lagi tvær línur daglega Blush og hver yrði ánægður með það ég bar spyrHalo.

Bless kæra dagbók og vonandi fara útrásarvíkingarnir ekkert að koma til Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og sæl

 Er að kvitta fyrir innlitið. Heldurðu að einhver útrásarbjálfanna sé í Kanada?Tommi frændi sem þar býr  skrifar svona á facebook í gær:

bara rigning þrumur og leiðindi í fleiri vikur! segi bara "skóinn on!"

Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:26

2 identicon

Já það er sko einsgott að þú fáir þér ekki neglur!!! Talandi um neglur....ég var að skutla yngri stráknum(13 ára) og vini hans og við vorum að spjalla á leiðinni. Ég segi við Arnór...það verður gaman að sjá strakinn eða stelpuna þína......og bla bla..þá segir Arnór ég vona að ég eignist stelpu...þá segir vinurinn afhverju? það myndi ég sko allsekki vilja...það kostar svona 100þúsund meira að ferma þær og svo taldi hann upp nokkur atriði og þar á meðal að þær þurfa að fara í neglur. OMG hvað eru 13 ára krakkar að hugsa..um fermingu barna sinna VÁ mér nægir að hugsa um morgundaginn:-))))knús til ykkar

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 19:32

3 identicon

Komið þið sæl kæru vinir, jæja nú eru bara allir víkingarnir farnir frá ykkur það hefur nú verið gott að hafa þá í heimsókn. Hér er búið að vera hífandi rok í dag en samt gott veður, logn á svöulunum hjá okkur betra á morgun vonandi, annars allt við það sama hér, gangi vel. Kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband