Eggjalaust!

Kæra dagbók þá er sumarveðrið komið til Svíþjóðar svo það er mál til komið að fara að undirbúa flutning af sjúkrahúsinu .

 Í gær var ég að lofa þjónustuna hér á sjúkrahúsinu og það er sko ekki hægt að vera svona jákvæður það er í eðli Íslendiingsins að vera fljótur að skipta um skoðun eins og glögglega sést á honum Ragnari Reykás og ég er sko ekkert jákvæð út í þjónustuna í dag Angry. Í dag eru ekki til egg, ekki bananar og brauðristin biluð, aumingja við kærustuparið Blush. Ofan á allt saman þá vitum við ekkert hvar við eigum að kvarta svo að kæra dagbók þú færð kvartanirnr.

Ég verð nú að segja þér frá fyrirlestrinum sem ég fór á, já mín alltaf að mennta sig Woundering. Fyrir rúmri viku buðu Sendiherrahjónin, hinir Hafnfirðingarnir hér í Stokkhólmi, mér á fyrirlestur sem ég þáði að sjálfsögðu með þökkumGrin. Fyrirlesturinn fór fram í fallegu umhverfi á snyrti- og spastofu rétt norður af hverfinu sem íbúðin okkar er í. Stofuna á Íslenskur snyrtifræðingur, nema hvað, og eiginmaður hennar sem er lýtalæknir. Fyrirlesturinn var aðalega um förðun og sá Heba "Hollywoodleikara-farðari" um hann, síðan fengum við að skoða allt sem er í boði á stofunni og fínar veitingar voru í boðiSmile. Þar sem Ísland er svo fámennt, þó að ákveðinn leigubílstjóri haldi að við séum að ljúga til um fjöldann og séum í raun yfir milljón, þá kannaðist ég bæði við Hebu og Ásdísi snyrtifræðing frá því að þær voru litlar stelpur á Arnanesinu og ég aðeins eldri að passa þar.

Á snyrtistofunni er boðið upp á ýsmsar meðferðir; eins og að sprauta í hrukkur og eyða þeim, fót og handsnyrtingar, brasilíuvax, háreyðingar á ýmsum stöðum líkamans en það sem vakti mesta athygli hjá mér var hárígræðslan. Lýtalæknirinn tekur sem sé að sér að bæta skalla, hann tekur hársekki frá hárríkarstöðum á líkamanum og flytur í skallablettina. Þessu fylgdist ég með á upptöku og sá fyrir og eftir myndir. Þetta fannst mér alveg frábært og vil endilega koma þessu til allra sem eiga við hágrysjun að stríða því ég veit að flest allir segja "betra er grátt en fátt", og ef eitthvað er hægt að gera í því þá endilega að gera það, þá líður manni betur. Ég  fékk bæklinga, auðvitað,  og svo fékk ég fullan poka af prufum sem ég á reyndar eftir að prófa, ég þekkist örugglega ekki þegar ég kem heim nema þá af þeim sem þekktu mig fyir tíu árumBlush. Allavega höfðum við Jóna Dóra gaman af þessari ferð ég veit ekki með einkabílstjóra okkar hann Guðmund Árna, sé ekki svona í fljótu bragði hvernig hann nýtir sér fræðsluna um förðun og bellibrögðin sem hægt er að nýta í förðuninni til að líta betur úr og fela hina ýmsu vankanta en hann kvartaði ekki bað mig bara að segja Eyjólfi vel frá fyrirlestrinum Whistling.

Kæra dagbók þá fer ég að skjótast niður í íbúð og sturta mig vel og vandlega og fer í hrein föt og kem svo upp á sjúkrahús og gleð Eyjólf með flottu útliti mínum Smile.

Bless bless kæra dagbók InLoveInLove.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband