Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Alicante!

Góðan daginn kæra dagbók, nú voru systur gjörsamlega störfum hlaðnar í gær Smile. Fyrir klukka ellefu að staðartíma var haldið til Alicanteborgar, veðrið var mjög gott, 17°C og sól þegar lagt var af stað. Ökuleiðin var fallegt, falleg fjallasýn í sólinni og ekið í gegnum nokkur þorp sem ekki voru skoðuð. Þegar til Alicanteborgar kom gékk ótrúlega vel að finna bílastæði og það meira að segja gjaldfrítt og í miðbbænum, beint á móti skemmtibátahöfninni. Systur örkuðu af stað til að skoða borgina og gengu fram hjá veitingahúsum og kaffihúsum, þar sem var verið að elda og bera fram vellyktandi mat þannig að ekki leið á löngu þar til prinsessan var við það að ærast af eigin garnagauli Crying. Þá var ákveðið að setjast á útiveitingastað við torg með mjög sérstökum trjám og er mjög líklegt að þar séu samankomin tréin úr ævintýrum H.C. Andersen. Allavega var þarna tréið sem Dátinn með eldfærin fór niður í og kræklótt nornatré. Prinsessan ætlaði nú að mynda þessi tré en rafhlaðan var þá búin í myndavéilinni svo það koma engar myndir. Systur drifu sig hins vegar í að kíkja á matseðilinn og voru langt komnar með að velja girnilega máltíð þegar þjóninn birtist og bauð upp á drykki en því miður þá væri eldhúsið ekki opnað fyrr en klukkan tvö Frown. Þar sem systur voru náttúrulega aðframkomnar úr hungri sáu þær fram á að ekki væri hægt að bíða í rúman klukkutíma eftir mat svo þær drifu sig á annan stað nær höfninni og fengu fína máltíð og afbragðsþjónustu, alveg við prinsessu hæfi. Svo var haldið áfram að skoða borgina og  verslanir aðeins skoðaðar og þær lofuðu góðu þessa fáu sem fengu þann heiður að fá systurnar í innlit. Borgin er viðkunnalega og eflaust hægt að eyða þar góðum tíma og margt skemmtilegt að skoða því miður varð engin kirkja á vegi systra en eflaust hefði verið gaman að komast í eina gamla, því þarna er kaþólsk trú ríkjandi og áður var þetta Mára svæði, gömul kirkja hlýtur að bjóða upp á magnaðar skreytingar en það verður athugað síðar. Ströndin var næsti viðkomustaður og þar var þessi fíni strandbar og hægt að sitja úti og sóla sig og svolgra bjór eða borða ís á meðan og það er það sem systur ákváðu að væri nauðsynlegt á þessari stundu. Eftir langa og góða setu var stigið aðeins út á ströndinna þannig að nú eru systur búnar að fara á ströndina Cool. Heimferðin gékk mjög vel í jafn fallegu veðri og meira að segja hægt að setjast aðeins út á pall þegar heim kom þó klukkan væri orðin sex. Kínverskur veitingastaður sá um kvöldverð systra en hann er í góðu göngufæri frá aðsetri þeirra á Spánargrundum.

Nú sitja systur út á palli og skipuleggja ekki daginn en áætla langan og góðan göngutúr niður í bæ og skoða og skilgreina lífið í Torrevieja á sunnudegi.

Bless kæra dagbók og sólarkveðjur til ykkar allra Kissing.


Önnum kafin!!

Kæra dagbók nú eru systur að skella sér til Alicante og ferðasagan væntanleg seinnaSmile.

Bless kæra dagbók og hafðu það gott í dag þó þú sért vanrækt  Kissing.


Sæælllllllllllll!

Kæra dagbók þá er búið að heyðra "Soffíu" í dag, systurnar fóru báðar Smile. Prinsessan hafði vit á að láta loka sig inn í sal með öðrum gömlum konum og gera "Pilates", með þessu tryggði prinsessan að ekki bærust fréttir heim til Íslands af styrðleika prinsessunnar þar sem að "stóra" systir var í tækja salnum og stóð sig þar með prýði Cool.

Systurnar nýttu gærdaginn vel, byrjuðu á því að drífa sig á markað sem reyndar lokaði tveimur tímum of snemma þar sem að "light rain" á Spáni er mígandi rigning á Íslandi og allir básar orðnir blautir og sölumenn hraktir. Sprækar systur með regnhlífar lét þetta ekki aftra sér og fóru í góðan göngutúr með fram fallegri strandlengjunni í Capo Roig og skellu sér svc á veitinga hús og fengu sér hádegismat. EFtir að hafa tekið smá síestu heima fóru systur aftur á flakk þar sem að sólin var farin að skína og hitinn orðinn fínn. Nú var það ströndin í Torrevieja sem var gengin og kvöldverður í bænum. Þegar heim var komið var það spænska sjónvarpið og orðabókin og fréttirnar komust bara nokkuð vel til skila þar að segja; systur telja sig hafa náð öllum helstu aðalatriðunum, flót á Tenerrife, snjór enn fyrir norðan og tískuvika í Valencia og sitthvað fleira. Þegar svo frægir amerríski leikarar fóru að spranga um skjáinn talandi spænsku þávar nú bara slökkt og skellt sér í bókalestur.

Bless kæra dagbók nú sitja systur út í sólinni með bjór og kaffi, eða annað hvort, bestu kveðjur Kissing.


Myrkraverk!

Góðan dag kæra dagbók þá framdi prinsessan myrkaverk í gærkvöldi W00t. Já prinsessan ók út á flugvöll í kolníðamyrkri, engin lýsing nema frá bílljósunum og endurskinsmerkjunum meðfram þjóðveginum. Þegar á flugvöllinn kom tillti prinsessan sér niður við komusalinn og ákvað að bíða þar komu "stóru" systur en eftir smá stund uppgötvaði að fólk kom og leit að skjáinn með komu flugvéla og sagði Gathwik og gékk í burtu. Þetta þótti prinsessunni vorvitnilegt og dreif sig í að standa upp og líta á skjáinn en á ekkert merkileg, vélin að lenda. Þar sem prinsessan er skynsöm kona ákvað hún að spurjast fyrir í upplýsingum hvort þetta væri ekki eini komustaður farþega úr flugi, nei nei "terminal" 2 var þá uppi og auðvitað áttu farþegar frá Gathwik að koma þar út. Prinsessan hraðaði sér upp þar sem að vélin var lent, ætlaði sko ekki að láta "stóru" systur standa þarna einhversstaðar eina og umkomulausa. Þetta var töluverður gangur en "stóra" systir stóð sig sko í stykkinu og kom síðust farþega út um hliðið svo þetta reddaðist allt saman Cool. Síðan héldu tvær systur heim í kolníðamyrkri, ferðin gékk mjög vel og svo var skálað í smá freyðivíni við heimkomu Wink.

Nú er systur að hugsa um að skella sér á litinn og skemmtilegan markað að njóta áfram lífsins.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra heima og prinsessan var að velta því fyrir sér hvort að t.d. þeir sem eiga stórafmæli á næstu mánuðum, verða kannski 60 ára, eigi ekki að eiga afmæli í kyrrþey og njóta nokkurra daga hér¨!!Kissing


Sólin!

Kæra dagbók prinsessan búin í "Soffíu" í dag og var hvorki landi né þjóð til mikillar skammarSmile. Núna fór prinsessan í tækin og reyndi að brenna "speki" á eftir. Hér æfa menn öðruvísi en heima, menn nota bara eitt tæki í einu og einoka það í mislangan tíma, ein var í 15 mínútur með tækið sem prinsessan hafði hugsað sér og nota og svo hoppaði karl í það og þá ákvað prinsessan að sleppa þessu tæki í dag.

Núna bíður prinsessan spennt að fá "stóru" systur  í heimsókn, hún kemur í kvöld og verður eitthvað fram í febrúar. Prinsessan hefur ákveðið að þetta sé húsmæðraorlof því það er víst alltaf svo mikið fjör í þeim.

Prinsessan gékk niður í bæ í gær, eftir fyrrverandi járnbrautarteinum sem nú er búið að gera að göngustíg. Þetta var mjög skemmtileg gönguleið en tók rúmar tuttugu mínútur að komast niður í bæ svo þetta er bara góður göngutúr. Þegar prinsessan hefur lagt svona langan göngutúr að baki og á annan jafnlangan eftir þá finnst henni að hún eigi skilið eitthvað gott. Hún dreif sig því á kaffihús sem hún hafði ekki farið á áður og valdi það vegna þess að þjónustufólkið var svo huggulega klætt. Þetta var sem sé í fyrsta og síðasta skiptið sem prinsessan fer á þetta kaffi hús. Hún byrjaði á að bögla út úr sér á spænsku að hún vildi kaffi í bolla ekki í glasi og til öryggis sagði hún þetta líka á ensku og þjónninn þóttist nú alveg vera með þetta á hreinu, eins bað hún um lista yfir meðlæti, kökkur og fleira. Þjóninn kom til baka með kaffið í glasi og það er ekki drekkandi svo prinsessan spurði hvort hann hefði ekki átt bolla en þá kvaðst þjóninn hafa gleymt því og sneri til baka og prinsessan áræddi þá að minna hann á listann yfir meðlætið. Þjóninn kom til baka, búinn að hella kaffinu yfir í bollann og ekki með kökulist og svo spígsporaði hann bara um og horfði út í loftið, svolítð fauk nú í prinsessuna, hún sötraði kaffið og borgaði fyrir sig upp á "cent" og hélt ábrott með sveiflu Cool. Óþarfi að stoppa þarna aftur.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim Kissing


Sumt er erfiðara fyrir prinsessur!

Kæra dagbók þá brá prinsessan sér í hana "Soffíu" í morgun sem henni þætti nú frekar seint heim á Íslandi, komið undir hádegi en það er góður tími kl. 11:00 Smile. Nafnið á þessum leikfimitímum gefur til kynna að þarna sé sérstaklega lögð áhersla á að styrkja magann, botninn og lærin og prinsessunni fannst þetta því upplagðir tíma fyrir sig. Hún var nú borubrött eins og áður hefur komið fram þegar hún mætti í fyrsta tíma og taldi sig mun betri en þessar sem voru tíu og tuttugu árum eldri en hún og með bumbu í þokkabót þó annað hefði komið á daginn. Prinsessan uppgötvaði hins vegar í morgun að sumar æfingar eru bara erfiðari fyrir hana en suma aðra eins og til dæmis allar fót eða læra lyftur enda er 75% af þunga prinsessunnar í lærunum á meðan flestar hinna kvennanna eru ekki með nema um 20% af eigin þyngd í þeim. Þetta samsvarar því að á meðan aðrar kvennsur taka 20 kg í bekk þarf prinsessan að lyfta 75 kg svo þetta er vægast sagt mjög ósanngjarnt gangvart prinsessunni. Prinsessan stendur semsé höllum fæti í fótlyftum en nær sér nokkuð á strik í magaæfingunum og er bara nokkuð framalega í lóðalyftingum með höndum svo þetta kannski jafnast aðeins út en þar sem tímarnir leggja aðaláherslu á botninn og lærin þá er útkoma prinsessunnar, vægt til orða tekið, slæm í leikfimistímunum Crying.

Prinsessa brá sér á golfvöllinn í gær og æfði sig að slá kúlur út í loftið og hún var reyndar ánægðari með frammistöðuna þar en í "maga-, botns- og læra-tímum" þó að ekki hafi hún slegið nein met. Upphafshöggin með "dræfernum" voru ásættanlega löng og bein svo prinsessan snéri sér að einhverju sem kallast víst brautartré, samt ekki hálfviti, heldur minni og prinsessunni hefur gengið illa með hingað til og ekki viljað nota. Nú brá svo við að hún var að slá yfir hundrað metra og nokkuð beint, kannski hefur þurr jarðvegur og grasleysi hjálpað til en allavega var kylfufyrirbærið tekið í sátt og verður notað aftur við æfingar síðar. Reyndar eru þetta tvær kylfur, önnur merkt 22° og hin 26° hvað svo sem það heitir á "golfaramáli", prinsessan gerir sér þó grein fyrir því að þetta eru gráðurnar á hallanum á kylfuhausnum sem er svona lítil hálfkúla. Nú þarf prinsessan að drífa sig á tvö tungumála námskeið annað í spænsku og hitt í golfaramáli Frown.

Bless kæra dagbók nú nýtur prinsessan sólar úti á palli í ermalausum bol og með kaffi  sér við hlið og ætlar að njóta sólar í einhverja stund en takast svo á hendur könnunar göngutúr, bestu kveðjur til ykkar allra Kissing.


Dekurdúkka!!

Kæra dagbók þá er prinsessan búin að fara í "Soffíu" í morgun og dreif sig svo í fótsnyrtingu á sama stað á eftir. Prinsessan getur nú sprangað um götur berfætt í sandölum með dökk, dökk rauðar neglur,  að visu svolítið erfitt á kvöldin því þá yrðu fæturnir bláir og spurning hvernig það færi saman Blush.

Prinsessan horfði á handboltaleikinn í gær og henni fannst "strákarnir okkar" svolítið erfiðir í seinni hálfleik því þá blótaði prinsessan á góðu íslensku sjóaramáli innan um sér bláókunnugt fólk Crying og ekki bara einu sinni. 

Eins og áður segir skellti prinsessan sér í fótsnyrtingu í morgun en í líkamsræktarstöðinni er líka snyrti- og nuddstofa. Prinsessan er vön að sækja fótsnyrtingu til gamals nemanda og á alltaf góðar stundir á þeirri snyrtistofu og kemur þaðan eindurnærð og betur útlítandi. Prinsessunni fannst þessi breska viðkunnalega stúlka gera allt í vitlausri röð við fótsnyrtinguna. Fyrst setti hún kornakremið á og nuddaði, þá var það fótabaðið og neglurnar snyrtar, núddað með kremi og svo skrúbbað og ein sem var í réttri röð var að naglalakkið kom síðast Shocking. Prinsessan sat þarna í stól, ekki neinum hægindastól, og ekki með teppi yfir sig eða neitt og enni varð nú bara kalt og svo var fótanuddið ekki eins gott og hjá Guðrúnu. Prinsessan hefur því tekið þá ákvörðun að bregða sér á sína stofu "Gallerí Útlit" þegar hún kemur heim og fara bara oft Cool.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra sem nenna að fylgjast með prinsessubullinu, það er alltaf svo gaman að fá kveðjur að heiman Kissing


« Fyrri síða

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 814

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband