Dekurdúkka!!

Kæra dagbók þá er prinsessan búin að fara í "Soffíu" í morgun og dreif sig svo í fótsnyrtingu á sama stað á eftir. Prinsessan getur nú sprangað um götur berfætt í sandölum með dökk, dökk rauðar neglur,  að visu svolítið erfitt á kvöldin því þá yrðu fæturnir bláir og spurning hvernig það færi saman Blush.

Prinsessan horfði á handboltaleikinn í gær og henni fannst "strákarnir okkar" svolítið erfiðir í seinni hálfleik því þá blótaði prinsessan á góðu íslensku sjóaramáli innan um sér bláókunnugt fólk Crying og ekki bara einu sinni. 

Eins og áður segir skellti prinsessan sér í fótsnyrtingu í morgun en í líkamsræktarstöðinni er líka snyrti- og nuddstofa. Prinsessan er vön að sækja fótsnyrtingu til gamals nemanda og á alltaf góðar stundir á þeirri snyrtistofu og kemur þaðan eindurnærð og betur útlítandi. Prinsessunni fannst þessi breska viðkunnalega stúlka gera allt í vitlausri röð við fótsnyrtinguna. Fyrst setti hún kornakremið á og nuddaði, þá var það fótabaðið og neglurnar snyrtar, núddað með kremi og svo skrúbbað og ein sem var í réttri röð var að naglalakkið kom síðast Shocking. Prinsessan sat þarna í stól, ekki neinum hægindastól, og ekki með teppi yfir sig eða neitt og enni varð nú bara kalt og svo var fótanuddið ekki eins gott og hjá Guðrúnu. Prinsessan hefur því tekið þá ákvörðun að bregða sér á sína stofu "Gallerí Útlit" þegar hún kemur heim og fara bara oft Cool.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra sem nenna að fylgjast með prinsessubullinu, það er alltaf svo gaman að fá kveðjur að heiman Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar ! Ég mátti til með að pára eitthvað hérna, var að koma heim af alveg stórskemmtilegum fundi og er alls ekki í stuði að fara að sofa strax. Hmm ef ákveðin prinsessa væri heima í raðhúsinu sínu þá hefði ég alveg verið í formi að skottast yfir . Hér eru allir að jafna sig á handboltafárinu sem hefur gengið yfir og þegar maður hittir fólk, þá er sagt "hvað á maður nú að gera enginn handbolti "? Ég hitti glæsilegu stelpuna þína í morgun. Allt að róast í skólanum eftir prófatörn sem endaði á foreldradegi, svo nú geta allir andað rólega í smátíma. Fyrirhuguð er árshátíð en eitthvað er þátttakan léleg, kannski verðum við á einu borði þarna eða tveimur. Kemur í ljós. Ég er enn að vonast eftir að mér verði boðið frí á launum til að heimsækja þig

Bestu kveðjur yfir til þín 

Ásta 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 951

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband