Loksins og þó!!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Mikið hefur á daga prinsessunnar drifið síðan þú heyrðir frá henni síðast!

Í lok október lést mamma prinsessunnar en það hryggði prinsessuna þó að  "drottningin" hafi verið orðin afar þreytt á líkama. Alltaf gat prinsessan leita ráða og rætt hlutina við mömmuna sína en hún var djúpvitur kona og gaf góð rá, hvert á prinsessan að leita í dag Crying. Margar minningar og hugsanir skjóta upp þegar fólk fellur frá og ekkert var öðru vísi hjá prinsessunni, mamman hennar hefði orðið 88 ára 15. desember síðastliðin hefði hún lifað.

Prinsessan á hins vegar góðar og fallegar minningar um mömmu sína og þær verða ekki teknar frá henni, ekki frekar en góðu ættingjarnir.

Kærastinn stendur enn í baráttunni við bráðahvítblæðið og hefur tekið margar hliðarbeygjur og útúdúra, alltaf að ljá læknunum verðug verkefni þeim til reynsluauka! Nú síðast fékk kærastinn gat eða göt á görnina og þurfti að fara í aðgerð sem reyndar gékk vonum framar og var hluti ristilsins, hægra meginn, numin brott en þetta á allta að jafna sig. Nú er bara að drífa sig í að klára hvítblæðið og fara að halda áfram þaðan sem frá var horfið við að dekra kærustuna Smile.

Prinsessan hefur litlu börnin sín enn heima en þau eru í Háskóla Íslands að nema erlend tungumál sér til gangns og vonandi nokkurs gamans, þau eru einnig með smá vinnu með skólanum til að eiga fyrir stöku bíóferð. Jón Leifs er enn mjög ánægður með ömmu sína, prinsessuna á bauninni, nýtir reyndar hvert tækifæri sem gefst til að skríða upp í á meðan kærastinn er á sjúkrahúsinu og spurning hvar kærastinn sofi þegar hann kemur heim Shocking. Heitir þetta ekki að það sé kominn köttur í ból kærastans?

 Jæja kæra dagbók vonandi verður prinsessan duglegri að láta heyra frá sér á næstunni þó hún sé enn önnum kafin við að lesa "jólabækurnar" Kissing. Bless kæra dagbók


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra aftur frá þér á þessum vettvangi. Áfram prinsessa!

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 23:00

2 identicon

Kæra prinsessa Hafnarfjarðar.

Þar sem okkur almúgahjónum er hlýtt til ykkar eðlu hjóna þá sendum við ykkur innilegar batakveðjur frá innstu hjartarótum.

Að Prinsinn grói fljótt og vel sára sinna og nái heilsu af öllum hans krankheitum sem fyrst.

 Við bjóðumst til að bæta ykkur háæruverðugu í bænabækur okkar til að flýta fyrir batanum.

Við bæði á Víðivangi

Kristbjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 23:54

3 identicon

Gaman að heyra aftur frá ykkur.  Vona svo innilega að nýtt ár færi ykkur nýja og betri heilsu. 

Annars er allt gott að frétta af mér og mínum - körlum og loðdýrum.

Kær kveðja úr snjónum á Akureyri.

Ragnheiður Hulda Þórðardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband