Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Úr og í, í og úr!!

Kæra dagbók hér er nú ekki á vísan að róa með veðurfar, kærustuparið lá í rúma tvo klukkutíma í gær í sólbaði á pallinum hjá sér í dag voru það síðbuxur og peysa sem rétt dugðu Errm.

Hins vegar er alltaf lán og gæfa yfir kærustuparinu því eftir að hafa puðað og púlað og svitnað og rembst í ræktinni hélt kærustuparið í heimsókn. Íslensk hjón, Hafnfirðingir, hún meira að segja Gaflari buðu kærustuparinu í heimsókn þau náttúrulega vissu ekkert hverju þau áttu von á en þetta hugaða fólk tók þá áhættu að fá kærustuparið í heimsókn  Cool. Prisnsessan getur fullyrt að þau lifðu af, allavega voru þau sprelllifandi þegar kærustuparið fór. Mikið var nú gott að koma í heimsókn og kaffið var gott svo  að prinsessan kláraði kaffiskammtinn fyrir daginn, þó að hún sé kaffisjúklingur þá drekkur hún yfirleitt ekki nema tvo bolla á dag því það dugar henni vel og ekki skemmdi meðlætið. Hafnfirðingarnir eiga hér mjög skemmtilega íbúð og er hún líka mjög vel staðsett og þarna er örugglega hægt að una sér vel Smile.

Annars hefur kærustuparið það gott og prinsessan hefur ekki verið mikið að trufla veruna með prinsessustælum, hún hefur verið nokk til friðs og er það nú mun betra fyrir nærstadda Shocking.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í gos- og giftingar- og eldsvoða óróann Kissing.


Loksins vel nettend!

Kæra dagbók nú er sko búið að vera vesen á netinu, alltaf að detta út svo prinsessan hefur ekki haft þolinmæði í tölvu-hangs Smile.

Prinsessan er búin með steraskammtinn og asminn er allur betri, engin motta og þétt lak yfir sófanum svo prinsessan getur andað léttar en er enn töluvert móð við litla áreynslu en það er nú alvanalegt, hins vegar er það ekki alveg stíll prinsessunnar að fara sér rólega en hún er þó að læra að þó hún gangi upp tröppurnar þá komist hún líka upp. Hitinn úti hefur verið mjög góður og prinsessan búin að drösla kærastanum á ýmsa staði og er hann allur orðinn styrkari og lítur mjög vel út. Verst er að prinsessan var ekki með myndavélina þegar kærustuparið var á ströndinni Sideways. Prinsessan lá þarna í sólinni í fína bikiníinu sem hún verslaði sér í Stokkhólmi í fyrra og lét fara vel um sig, fékk meira að segja nudd hjá kínverskri nuddkonu sem virtist kunna sitt fag. Það var reyndar ekki myndaefnið heldur var það kærastinn sem sat í sólstól lesandi bók um Andalúsíu klæddur strigaskóm, svörtum herrasokkum, síðbuxum, peysu, jakka og með dökk sólgleraugu og derhúfu, reyndar með sólarvörn 30 og leið vel að eigin sögn Sick . Hvorki prinsessan né kærastinn sólbrunnu þann daginn Grin.

Kærustuparið hefur nokkru sinnum rekist á  aðeins eldri hjón á veitingastað og átt tal saman, þau eru íslensk og eiga hér húsnæði þar sem þau búa lungað úr árinu. Það sem hefur verið sameiginlegt með hjónunum og kærustuparinu er sterk aðdáun á matnum hjá honum Magga á Mangóbar þannig að ýmislegt hefur verið hægt að ræða. Hjónin buðu kærustuparinu að kíkja við því að frúin ætti það til að baka pönnukökur, þetta boð var of freistandi til að hægt væri að slá hendi á móti því svo kærustuparið dreif sig í gær. Leiðarlýsingin var svo góð að kærustuparið var enga stund að finna staðinn og pönnukökurnar runnu vel niður með sterku góðu kaffi og var virkilega notarlegt að komastí svona heimsókn og ræða saman í rólegheitunum, vinaheimsókn Wink.

Næst á dagskrá kærustuparsins er að kíkja á kaffihús í eigu íslenskrar konu í þorpi hér ekki langt frá og svo er það ræktin alla vikuna fram undan, vá hvað prinsessan hefur mikið að gera og svo á hún von á erfðaprinsessunni á laugardaginn Tounge.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og endilega passið ykkur á gosinu Kissing

 


Prinsessa eða ekki prinsessa!!

Kæra dagbók þó að prinsessan sé prinsessan á bauninni endurborin vegna viðkvæmni á líkama þá er ekki þar með sagt að það sé ekki prinsessu líferni á henni Cool. Dagurinn í dag var sérdeilis lúksus hjá fröken prinsessu. Fyrst fór hún og heilsaði upp á "Soffíu" og bauð kærastanum með, aldrei að skilja útundan. Eitthvað voru þær í ræktinni að ræða það að prinsessan fengi líklega ekki fleiri gesti  þar sem hún rekur alla með harðri hendi í ræktina en það er bara alls ekki satt Blush prinsessan "býður" gestum sínum í ræktina en þeir þurfa sjálfir að borga FootinMouth. Burt séð frá því þá fór kærustuparið í ræktina og á kaffihús með hressum "Soffíum" á eftir, þær drifu sig í kraftgöngu en prinsessan sannfærði sig og átti um leið auðvelt með að sannfæra aðra um að hún væri bara ekki orðin nógu góð af asmanum og auk þess á sterum svo að hún þyrfti nauðsynlega að leggjast á ströndina og hvíla sig í sólinni og svo ekki sé talað um að hvíla kærastann eftir kaffihúsið Tounge. Eftir að hafa legið í sandinum í 15 mínútur kom ung "kínversk" stúlka og bauð fram nudd, fætur eða bak fyrii 10 €, prinsessan ákvað eftir "gífurlega" erfiðar fótaæfingar í ræktinni að þiggja fótanudd en þetta endaði á alsherjar nuddi sem prinsessan borgaði 20€ fyrir og þvílíkur lúksus. Nuddið tók klukkutíma í sólinni og var prinsessan öll slakari á eftir og nú 8 tímum síðar er hún ekkert farin að röfla Halo. Eftir nuddið var nálægur bar við ströndina tekinn til athugunar og fær hann 8,5 fyrir staðsetningu og þjónustu en 7,5 fyrir verð þannig að meðaleinkunninn er 8.0 og verður þessi bar ofarlega á blaði kærustuparsins. Eftir að hafa aðeins bælt ströndina var farið í búðir og verslað í "matinn" ásamt því að fá þessa líka fínu derhúfu á kærastann í kuffulaginu og eftir  afbragðs nautakjötsmáltíð var boðið upp á kaffi, brandí og súkkulaði og prinsessan þáði tvennt af þessu og liggur nú afvelta með tölvuna í fanginu, spurning hvort hún ætti að hafa eitthvað annað í fanginu Sick.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, það er eflaust ljótt af prinsessunni að láta berast af sér þessar fréttir en svona er nú bara lífið hjá henni Kissing.


Fattarinn hrökk í gang!!

Kæra dagbók þó að prinsessan sé prinsessan á bauninni þá er alveg óþarfi að hafa baunina á milli eyrnanna uppþornaða Crying og án hlutverks en það hefur sem sé gerst!!  Fattarinn eða baunin hrökk í gang í gærkvöldi þá fór prinsessan að muna eftir svipuðum asma í Svíþjóð í sumar eftir að hafa flutt í "íbúðina" og kærastanum datt það snjallræði í hug að taka allar mottur úr íbúðinn og vefja þær saman og setja í geymslu. Prinsessan dreif sig nefnilega í það í gærkvöldi að henda út mottu af stofugólfinu og pullunum úr sófanum og sá að allt var í litlum dökkum hárum og kuski Tounge. Mottunni rúllaði prinsessan saman og setti í geymslu en ryksugaði pullurnar og barði úti á palli, setti í sófan og náði í stórt lak og breiddi yfir sófann og settist niður og horfði á veðurfréttir. Ekki er að sökum að spyrja prinsessunni leið betur og enn betur í kvöld, loftið eitthvað léttara. Prinsessan veit að hún er með asma og svo er hún líka með hin ýmsu ofnæmi ofan á asmann og getur því veriði með slæmann asma án þess að vera með ofnæmi og eins getur ofnæmi ýtt undir asmann. Niðurstaða prinsessunnar er sem sé sú að þó Spánverjar séu grátandi í hverjum fréttartíma yfir kulda þá flokkast þetta varla sem kuldi fyrir íslenska prinsessu en eitthvað annað hefur verið að angra hana og nú er allt á góðum batavegi og ekki sakar að prinsessan er búin að fá kærastann til sín. Kærustuparið var einmitt að koma úr svo frábærum mat á Mangó-bar að þau sitja bæði afvelta og dæsa.

Bless kæra dagbók og bestu kveður héðan frá pakksaddri og sælli prinsessu Kissing InLove.


De varme lande!

Kæra dagbók fyrirsögninni "stal" prinsessan frá fjölskyldu meðlim sem lét þessi orð falla við leikskólakennara sinn í Danmörku þegar hann var að fara til Mallorca líklega fjögurra ára gamall; "Farvel nu skal jeg rejse til de varme lande" Smile. Minnug þessara orða þá ákvað prinsessan að það væri best fyrir hana að fara til "de varme lande" þegar uppgötvaðist að hún væri með bráðaofnæmi fyrir kulda. Prinsessan spurðist fyrir hjá aðilum sem sögðust hafa vit á og höfðu dvalið nokkra vetur á Torrevieja-svæðinu, þeim bar saman um að hitinn á svæðínu færi varla undir 17°C yfir hádaginn yfir háveturinn, prinsessan hefði náttúrulega átt að taka eftir þessu varla Crying. Þó að fjölmiðlum beri saman um að hér sé kaldasti og votasti vetur sem komið hefur eftir mesta hitabylgju sumar í a.m.k. 50 ár þá hefur komið í ljós að hér fer hitinn undir 17°C öðru hvoru allan veturinn. Í nótt var t.d. -2°C og hitinn að skríða í 10°C um hádegi en fór reyndar í 17°C yfir hádaginn en það er nú líka kominn 10. mars.

Hvort sem það er "kuldinn" eða bara almennt ástand á prinsessunni, sem er náttúrulega prinsessan á bauninni endurborinn, þá hefur prinsessan verið með nokkuð þrálátan asma í vetur. Prinsessan ætlaði náttúrulega að láta innúðalyfin duga og vera dugleg að hreyfa sig og passa sig að verða ekki kalt en því miður hefur þetta ekki dugað og prinsessan "neyddist" til að byrja að taka "sterana" sína á mánudaginn, eftir að vera öll full af slími líka í ennis-og nefholum. Núna er prinsessan í huglægri meðferð hjá sjálfri sér og ætlar að líta á sterana sem vini sína sem hjálpa henni en ekki óvini sem þenja hana út, gera órólega og vansvefta Cool. Þessi meðferð hefur gengið vel í dag, eftir að hafa sofið út í morgun (reyndar lítið í nótt) þá lék prinsessan sér í tölvuleik, settist fullklædd út á pall og dreif sig svo að kaupa olíu á bílinn því hún ætlar að eiga nóga olíu til að komast út á flugvöll að sækja kærastann á morgun Wink. Að þessu loknu var prinsessan svo hress að hún skellti sér á kaffihús og fékk sér gott kaffi og fór svo í "window-shopping" sem hún hafði virkilega gaman af, keypti reyndar ost! Bæjarrúntinn endaði prinsessan á að kaupa sér kjúklingabita á "KFC"og snæddi svo heima hjá sér yfir fréttum af veðurhörmungum Spánverja og bitarnir fá góða einkunn en prinsessan hugsaði samt þá er það búið FootinMouth þ.e. að snæða "KFC" á Spáni.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og njótið stundarinnar Kissing


Það er nú það!

Kæra dagbók þá situr prinsessan í hlýrabol í sólinni Smile en á meðan hýrast Barcelónubúar í snjó Frown. Í gær voru 30 sentimetrar af jafnföllnum snjó í Barcelóna og það kannast menn bara ekki við að hafi gerst áður. Enn rignir fyrir sunnan og það hefur víst ekki stytt upp í 20 daga í Malaga og þá hafði uppstyttan aðeins verið í 3 daga eftir stanslausar rigningar í 17 daga. Nú er svo komið að öll vatnsforðabúr  Spánverja eru orðin yfirfull og rúma ekki meiri vatnsforða en síðastliðin tuttugu ár hefur forðinn verið undir meðallagi og uppskera eyðilagst hjá bændum vegna þurrka eins hafa orðið þurrkaskemmdir á golfvöllum þetta ættu Spánverjar að losna við í ár og þó ekkert bætist við.

Hér hefur hins vegar kólnað niður í 14°C síðustu þrjá daga og það rigndi helling á laugardaginn með roki og alles eins var "skítaveður" í gær en flott í dag og er að hlýna Cool.

Prinsessan hefur haft það gott yfir "stelpu" og barna myndum meðan henni fannst ekkert útivistarveður fyrir prinsessur en hún hefur komist að því að popp smýgur alls staðar Blush. Prinsessunni fer ekkert fram í spænskunni, enda ekki nógu dugleg við sjálfsnámið en hins vegar talar hún ensku alla daga af miklum móð í ræktinni og í kaffihópnum fyrir kraftgöngurnar. Þær bresku fá sér einhverra hluta vegna alltaf te, ég og hin argentínska (margmála, í tvöfaldri merkingu þessa orðs) fáum okkur kaffi og sú írska skiptir svona jafnt á milli. 

Prinsessan bíður nú bara eftir að kærastinn mætir á svæði og svo hefur ekki borið mikið á fréttum að heiman, prinsessan veit bara ekkert hvað er að gerast fyrir utan það sem birtist á vefsíðum fjölmiðlanna og það eru sko engar fréttir fyrir prinsessu GetLost.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim hvort sem það eru búkhljóðar kveðjur eða bara sólarkveðjur Kissing

 


Einkahúmor!!

Kæra dagbók nú er svo komið að prinsessan hlær inn í sér og jafnvel upphátt á auglýsingatímum sjónvarpsins Grin svona er hún að verða biluð eða kannski var það alltaf. Þannig er nefnilega að hér eins og reyndar líka í Svíþjóð er alltaf verið að auglýsa hollar mjólkurvörur, þær sem eyða kólesteróli og uppþembu í görnunum, sem í sjálfu sér er ekki neitt fyndið, fólk þarf að passa kólesteról-magnið og ekki er gott að fólk sé að leysa vind út um hvippinn og hvappinn, með lykt og hljóðum svo að viðstaddir setja upp svip Blush. Prinsessan segir nú alltaf "engin synd þó búkurinn leysi vind" en séu það einhverjir aðrir búkar verður prinsessan ekkert mjög sæl ef mikill fnykur fylgir.

Sem sé Spánverjar auglýsa lausn við þessum vanda og auglýsingarnar eru tvær sem sem kom garnavænni "jógúrt á framfæri. Í annari leikur kornungkona sem leggur mikla áherslu á hvað ummál magans minnki mikið við að borða þessa "jógúrt". Í hinni auglýsingunni er kona á besta aldri og það er auglýsingin sem prinsessan hlær af, ekki vegna þess sem verið er að auglýsa heldur konunni sem leikur í auglýsingunni.  Ástæðan er að konan í þeirri auglýsingu minnir prinsessuna einhverra hluta vegna á gamla góða vinkonu sem var reyndar líka bekkjasystir prinsessunnnar Smile og á stórafmæli seinni í þessum mánuði. Vinkonan er sem sé "Hrútur" þ.e. í stjörnumerkinu hrútur og þar stendur vinkonan undir merki Whistling. Það fer ekki fram hjá neinum þegar hún mætir á svæðið, henni tekst alltaf að vekja á sér athygli með einhverjum hætti, henda einhverju niður, rekast á einhvern en prinsessan hefur aldrei staðið hana að því að vekja á sér athygli með vindgangi og þess vegna fjarstæðukennt að þessi auglýsing minni á þessa vinkonu. Þannig er það samt, leikkonan er ekkert lík vinkonunni þar sem leikkonan er ljóshærð (litað) en vinkonan dökkhærð (var það alltaf) og ekki sér prinsessan vinkonu sína fyrir sér vera að auglýsa einhverja hollustu freka mundi hún auglýsa poppkorn Shocking. Allavega er þetta sjónvarpsefni sem prinsessan skilur mjög vel þó það sé á spænsku og ekki verra að geta hlegið að því, svona á prinsessan góðar minningar.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og endilega njótið helgarinnar, það er nefnilega bara ein helgi í viku hverri Kissing.


Manchester!!!!!!!!

Kæra dagbók prinsessan er ekki komin til Manchester en mikið þarf hún að leggja sig rosalega, ofboðslega fram við að skilja málýskuna þaðan og skilur sumt alls ekki Blush. Prinsessan var sem sé í því í morgun að kvá hvað eftir annað en þá kom sú írska til hjálpar! Prinsessan var  mætt í leikfimistíma í henni Soffíu í morgun og þá var tilkynnt að tíminn félli niður. Prinsessan taldi sig vel sleppa með 30 mínútur á þrekhjólinu FootinMouth kemur þá ekki hin galvaska Sharon frá Manchester og bíður prinsessunni með í kraftgöngu með fjórum öðrum hreyfiþyrstum kvenmönnum á ýmsum aldri. Fyrst var stoppað á veitingastað og sumar fengu sér te en prinsessan og ung snót frá Argentínu skelltu sér á kaffibolla. Þetta leit sem sé mjög vel út, kaffi stopp eftir 200 metra göngu, glæsilegt. Síðan hentu kvenmenn af sér töskum í íbúð Sharonar og tölt var með hundkvikindi að ströndinni Smilevá æðislegt. Hvað gerist!!!! taka ekki kvennsur á sprett, það er að segja göngusprett og þessi sprettur með joggi upp allar hæðir/brekkur varði í rúman klukkutíma eða 63 mínútur. Prinsessan naut útsýnis og reyndar göngutúrsins mjög vel en hún var orðin mjög áhyggjufull að nú yrði hún alltof mjó. Til að bæta fyrir syndir morgunsins þá skellti prinsessan sér í mat á Mangóbar upp úr sex eftir að hafa legið í sólbaði og nært sig lítillega yfir daginn og þvílíkur matur eins og alltaf nú hefur sko áhyggjum prinsessunnar fækkað um allavega eina, hún nær að halda holdum Cool.

Veðrið hjá prinsessunni hefur verið mjög gott að undanförnu og nýtur prinsessan þess að geta farið út að ganga án þess að hafa áhyggjur af öndunarfærunum þó svo að hún vildi miklu frekar draga sína eyju sunnar eða það sem væri enn betra fara að þola kulda því þá gæti hún drukkið ekta Mojito eða Sangría með öllum klökunum.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim nú situr prinsessan og telur dagana þar til kærastinn kemur og svo prinsessudóttirin rétt fyrir páska vantar bara rokkarann ógurlega Kissing.

 


Mangó!!!!

Kæra dagbók enn situr prinsessan á Mangó bar eða reyndar aftur Smile. Hér er gott að vera enda heiður fyrir hjónin sem reka staðinn að fá prinsessu í heimsókn daglega Cool. Prinsessan hefur lifað sannkölluðu prinsessulífi eftir klukkan sjö í morgun FootinMouth. Þannig er nefnilega að upp úr klukkan fjögur í nótt vakanaði prinsessan við þvílíkt gelt og læti fyrir utan gluggann hjá sér Sleeping prinsessan áræddi ekki að kíkja út heldur snéri sér á hina hliðina enda með 160 cm breiða dýnu fyrir sig eina. Eftir einhvern tíma af gelti og háværum mannsröddu féll allt í ljúfan löð eða prinsessan bara sofnaði út frá hávaðanum ekki alveg öruggt hvort var. Um klukkan hálf sex vaknaði prinsessan aftur upp við sama hávaða og var hún þá orðin fullviss um að annað hvort væru hundkvikindin að aflífa hvorn annan eða mannverurnar að pína þá. Sökum þess hvað prinsessan er kjarkmikil þá áræddi hún að lyfta hleranum aðeins frá gluggaopinu og kíkja út Sideways. Þá blasti við prinsessunni skondin sjón, því á túninu hinu megin við götuna voru hlaupandi mannverur í sjálflýsandi vestum með "fiðrildaháfa" að elta hunda sem voru frávita að hræðslu og ýlfruðu og vældu og héldu eflaust að þeirra síðasta stund væri upp runninn, sem reyndar gæti alveg verið rétt hjá þeim Frown. Loksins linnti látunum og prinsessan lagðist aðeins á koddan um klukkan sjö því hún ætlaði nú fljótlega í ræktina en klukkan gerði prinsessunni verulegan grikk því næst þegar prinsessan leit á klukkuna var hún tíu mínútur í tíu Crying. Prinsessan hoppaði í æfingagallan á meðan vatnið hitnaði í einn "innstant" kaffi, át hálfan banana og tók lyfin sín á hlaupum og kaffibollan með sér í bílinn og mætti eiturhress í hana "Soffíu" skömmu síðar og var bara mjög dugleg að eigin sögn Whistling.

Prinsessan hefur fengið smá fréttir að heiman  og þar sem hún er að lesa um munkinn sem seldi sportbílinn sinn þá hefur hún ákveðið að hlusta og lesa bara jákvæðu fréttirnar og sú best er að hægt var að koma ónefndri vinkonu gjörsamlega á óvart Tounge. Prinsessan hélt nefnilega að ekkert væri hægt að plata þessa vinkonu þar sem hún væri aðallega í því hlutverkinu en mikið átti vinkonan samt þessa "plötun" skilið LoL.

Bless kæra dagbók prinsessan ætlar að sitja aðeins lengur á Mangóbar sér og gestgjöfum til mikillar ánægju og bestu kveðjur heim og munið að vera jákvæð því manni líður eins og manni vill að manni líði eins og ein góð kona sagði við prinsessun og hefur svo sannarlega reynst rétt að vel athuguðu máli Kissing.


Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband