Sumt er erfiðara fyrir prinsessur!

Kæra dagbók þá brá prinsessan sér í hana "Soffíu" í morgun sem henni þætti nú frekar seint heim á Íslandi, komið undir hádegi en það er góður tími kl. 11:00 Smile. Nafnið á þessum leikfimitímum gefur til kynna að þarna sé sérstaklega lögð áhersla á að styrkja magann, botninn og lærin og prinsessunni fannst þetta því upplagðir tíma fyrir sig. Hún var nú borubrött eins og áður hefur komið fram þegar hún mætti í fyrsta tíma og taldi sig mun betri en þessar sem voru tíu og tuttugu árum eldri en hún og með bumbu í þokkabót þó annað hefði komið á daginn. Prinsessan uppgötvaði hins vegar í morgun að sumar æfingar eru bara erfiðari fyrir hana en suma aðra eins og til dæmis allar fót eða læra lyftur enda er 75% af þunga prinsessunnar í lærunum á meðan flestar hinna kvennanna eru ekki með nema um 20% af eigin þyngd í þeim. Þetta samsvarar því að á meðan aðrar kvennsur taka 20 kg í bekk þarf prinsessan að lyfta 75 kg svo þetta er vægast sagt mjög ósanngjarnt gangvart prinsessunni. Prinsessan stendur semsé höllum fæti í fótlyftum en nær sér nokkuð á strik í magaæfingunum og er bara nokkuð framalega í lóðalyftingum með höndum svo þetta kannski jafnast aðeins út en þar sem tímarnir leggja aðaláherslu á botninn og lærin þá er útkoma prinsessunnar, vægt til orða tekið, slæm í leikfimistímunum Crying.

Prinsessa brá sér á golfvöllinn í gær og æfði sig að slá kúlur út í loftið og hún var reyndar ánægðari með frammistöðuna þar en í "maga-, botns- og læra-tímum" þó að ekki hafi hún slegið nein met. Upphafshöggin með "dræfernum" voru ásættanlega löng og bein svo prinsessan snéri sér að einhverju sem kallast víst brautartré, samt ekki hálfviti, heldur minni og prinsessunni hefur gengið illa með hingað til og ekki viljað nota. Nú brá svo við að hún var að slá yfir hundrað metra og nokkuð beint, kannski hefur þurr jarðvegur og grasleysi hjálpað til en allavega var kylfufyrirbærið tekið í sátt og verður notað aftur við æfingar síðar. Reyndar eru þetta tvær kylfur, önnur merkt 22° og hin 26° hvað svo sem það heitir á "golfaramáli", prinsessan gerir sér þó grein fyrir því að þetta eru gráðurnar á hallanum á kylfuhausnum sem er svona lítil hálfkúla. Nú þarf prinsessan að drífa sig á tvö tungumála námskeið annað í spænsku og hitt í golfaramáli Frown.

Bless kæra dagbók nú nýtur prinsessan sólar úti á palli í ermalausum bol og með kaffi  sér við hlið og ætlar að njóta sólar í einhverja stund en takast svo á hendur könnunar göngutúr, bestu kveðjur til ykkar allra Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahha það vantar ekki upp á lýsingarnar hjá þér!!! Þú ert greinilega ekki með sömu læri og síðast þegar ég sá þig miðað við lýsingarnar.....(voru þau ekki vel ydir 80%??? hehehhehehGRÍN) vá hvað ég væri til í að sitja út á palli með kaffibolla og í stuttermabol...............ég er nú að fara að útskrifast Eiríkur hlýtur að gefa mér ferð í útskriftargjöf........(dream on........) jæja en það er voðalega langt síðan ég kíkti síðast inn á það er búið að vera ietthvað ótrúlega mikið að hugsa um undanfarið en ég ætla að halda áfram að lesa áður en ég fer að sofa.. knús á þig!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband