Sólin!

Kæra dagbók prinsessan búin í "Soffíu" í dag og var hvorki landi né þjóð til mikillar skammarSmile. Núna fór prinsessan í tækin og reyndi að brenna "speki" á eftir. Hér æfa menn öðruvísi en heima, menn nota bara eitt tæki í einu og einoka það í mislangan tíma, ein var í 15 mínútur með tækið sem prinsessan hafði hugsað sér og nota og svo hoppaði karl í það og þá ákvað prinsessan að sleppa þessu tæki í dag.

Núna bíður prinsessan spennt að fá "stóru" systur  í heimsókn, hún kemur í kvöld og verður eitthvað fram í febrúar. Prinsessan hefur ákveðið að þetta sé húsmæðraorlof því það er víst alltaf svo mikið fjör í þeim.

Prinsessan gékk niður í bæ í gær, eftir fyrrverandi járnbrautarteinum sem nú er búið að gera að göngustíg. Þetta var mjög skemmtileg gönguleið en tók rúmar tuttugu mínútur að komast niður í bæ svo þetta er bara góður göngutúr. Þegar prinsessan hefur lagt svona langan göngutúr að baki og á annan jafnlangan eftir þá finnst henni að hún eigi skilið eitthvað gott. Hún dreif sig því á kaffihús sem hún hafði ekki farið á áður og valdi það vegna þess að þjónustufólkið var svo huggulega klætt. Þetta var sem sé í fyrsta og síðasta skiptið sem prinsessan fer á þetta kaffi hús. Hún byrjaði á að bögla út úr sér á spænsku að hún vildi kaffi í bolla ekki í glasi og til öryggis sagði hún þetta líka á ensku og þjónninn þóttist nú alveg vera með þetta á hreinu, eins bað hún um lista yfir meðlæti, kökkur og fleira. Þjóninn kom til baka með kaffið í glasi og það er ekki drekkandi svo prinsessan spurði hvort hann hefði ekki átt bolla en þá kvaðst þjóninn hafa gleymt því og sneri til baka og prinsessan áræddi þá að minna hann á listann yfir meðlætið. Þjóninn kom til baka, búinn að hella kaffinu yfir í bollann og ekki með kökulist og svo spígsporaði hann bara um og horfði út í loftið, svolítð fauk nú í prinsessuna, hún sötraði kaffið og borgaði fyrir sig upp á "cent" og hélt ábrott með sveiflu Cool. Óþarfi að stoppa þarna aftur.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband