Selskapsdama óskast!

Kæra dagbók ýmislegt hefur nú drifið á daga prinsessunnar síðan síðast og andleysið verið allsráðandi Woundering.

Kærastinn er betri til heilsunnar og blóðprufurnar alltaf að "bessna" svo prinsessan er alsæl með það. Hins vegar var prinsessu-móðirin að detta og mjaðmagrindarbrjóta sig enn einu sinni Frown. Hún er búin að fara í aðgerð sem gekk eins vel og hægt var þegar beinin eru orðin eins léleg og þau eru. Konan sem eitt sinn var 168 sm er orðin pínulítil því hún hefur fengið svo mörg samföll í hryggnum fyrir utan að maðmagrindarbrotna illa þrisvar sinnum. Prinsessunni finnst þó verst að komast ekki í heimsókn til mömmu sinnar en svona prinsessur þola ekki kuldan sem er nú í veðurkortunum Pinch. Reyndar er prinsessan innilokuð flesta dagaog reynir af fremsta megi að vera myndarleg húsmóðir en það gleymdist víst að setja í hana húsmóðursgenið þegar hún var innréttuð á sínum tíma Blush.

Prinsessan á nú frátekið hús á Spáni fyrir sig eftir áramót til að flýja kuldan, svolítið erfitt að vera alltaf í hættu vegna veðurfarsins. Það sem prinsessan hefur mestar áhyggjur af, fyrir utan að kærastinn og börninn geti bjargað sér án hennar, er að vera ein. Þess vegna auglýsir prinsessan eftir selskapsdömu(m) til skemmtunar og til að fyllsta siðgæðis sé gætt í útlandinu FootinMouth.

Prinsessan verður í fínu hús og með bíl til umráða auk þess sem golfsettið á að vera með í för Smile.

Bless kæra dagbók þar til andinn kemur næst Kissing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 809

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband