Spánn!

Kæra dagbók þá er að gera enn eina tilraunina með blogg!

Kærustuparið er búið að vera hér á Spáni í fimm daga, ánægð með húsið og bílinn. Allri frétta tímar hér eru fullir að fréttum um verið sem ekki hefur verið verra í fimmtíu ár. Sem sé árið 1960 í annarri viku janúar skall á veðrið sem enn er vitnað , snjóaði allaleið í nyrsta hluta Valenciahéraðs og það sama gerðist ákúrat núna í annarri viku janúar. Spurningin er hvort að  veðurguðirnir hafi bara ekki verið of fljótfærir hér um árið og verið að fagna komu prinsessunnar sem einmitt fæddist í júní 1960 hún valdi hinsvegar að setjast að á Íslandi þar sem fallega, skemmtilega og góða fólkið er. Nú er prinsessan sest að á Suður Spáni um stundarsakir og þá rifja veðurguðirnir upp fagnaðarlætin, reyndar prinsessunni ekki til ánægju. Hér rignfi eins og hellt væri úr fötu fyrir þremur dögum og allt fór á flot, sí'an hvessti verulega og hitinn fór niður í 8 °C og aumingjaSpánverjarnir voru alveg að farast úr kulda. Prinsessan hefur þó getað farið út og kærustuparið hefur verið duglegt að skoða umhverfið og læra að rata. Kærustuparið fór til Alicante í gær og fékk sér síðbúinn góðan hádegisverð og gékk á ströndinni í hávaða roki og 12°C. Í dag hefur hlýnað og sólin skín, prinsessan situr út á palli með tölvuna, að vísu í flíspeysu, en þar er besta netsambandið í augnablikinu. Á eftir áætlar kærustuparið að fara niður í bæ og sýna sig, Torrevega búum til gleði og síðan verður strikið tekið á kaffihús og matseðillinn kannaður.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, prinsessan veit að hitastigið þar er örlitlu lægra en hér en gott veður samt .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, góðan daginn. Það er ekki að því að spyrja, þú hefur víða ítök í menningu og sögu þjóða.  Fínt að komast úr húsi. Kaffihúsin já, þau hljóta að vera menningarleg þarna hvað sem Kristinn R. Ólafsson auglýsir kaffisopann heima hjá sér. Hvað kostar annars rauðvínsflaska, ætli ég verði ekki fljót að vinna upp verð farmiða  ef ég versla bara ódýrt þarna?

Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 945

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband