Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Meira túristað!

Kæra dagbók hér opnuðust gáttir himins í nótt og það rigndi svo rosalega að við vöknuðum við lætin Errm en  nú hefur stytt upp og við erum á útleið. Í gær var yndislegt veður til að skoða borgina, lítil sól en hlýtt. Við fengum okkur hjól og hjóluðum um 1000 metra eða heilan kílómetra, það finnst mér mjög gott og miklar framfarir Smile reyndar allt svona frekar niður á við, en... Við lögðum hjólunum ekki langt frá sjó og komum auga á bátana sem fara með "túristana" í ferðir. Þar með var það ákveðið við skyldum í ferð, alltaf svo skipulögð kærustuparið. Við völdum svona "On and off" ferð og miðinn gildir í sólarhring. Við kláruðum hringinn, það tók nærri klukkutíma. Þar sem við erum svo hagsýn Sick þá ætlum við að nýta miðann á eftir og fara að skoða Vasaskipið, báturinn stoppar við það. Eyjólfur verður að skoða þetta merkilega fyrirbæri já fyrirbæri því þetta lítur nú ekki út fyrir að vera gott sjóskip GetLost skrýtið. Nú er bara að vona að ekki hafi fréttst af ákvörðun okkar svo fólk fari ekki að flykkjast á safnið til að sjá okkur því Eyjólfur á ekki að vera í mannþröng og það hentar nú svona prinsessu líka mjög vel að þurfa ekki að skásjóta sér innan um "túrista" FootinMouth.

Bless kæra dagbók, við fréttum af nýjum palli við við Súfistann í Hafnarfirði svo nú er gott að drekka kaffið/kókið  þar í góða veðrinu.

 


Æfa, æfa, vinna, vinna!

Kæra dagbók í gær fór kærustuparið í piknikk á landareigninni í æðislegu veðri og með gott nesti en í morgun fór prinsessan í könnunarleiðangur og fór víðar um Wink. Hérarinir voru að gera sig nokkuð breiða og voru eitthvað að reyna að keppa við prinsessuna en hraðinn á prinsessunni var þvílíkur að hérarnir þorðu ekki annað en að þykjast vera að hlaupa í aðra átt Whistling. Óvanalega margir voru á ferðinni og eflaust einhver áskorun í gangi hjá þeim, hver þorir að keppa við prinsessuna, reyndar er sunnudagur og heldur færra mannfólk á ferðinni, veit ekki hvort það hefur skipt máli FootinMouth.

Í gærkvöldi eldaði prinsessan kjúklingabringur af kornöldum kjúklingi, rosalega góður kjúklingur og dýrari en venjulegur. Það læddist nú að kærustuparinu hvort allir kjúklingar á Íslandi væru kornaldir þar sem bringurnar minntu ótrúlega á þær íslensku með skinni Pinch. Ljótt að vera að hugleiða þetta þegar maður er nýbúinn að dást af hérunum, er einhver munur, og eru hérar ekki étnir líka, æ,æ Crying.

Við höfum ákveðið að gefa veðurspánni langt nef og reyna ekki að skipuleggja neitt samhvæmt henni. Það er alltaf verið að spá rigningu en hún virðist alltaf fara sunnan við okkur, ekki það að við söknum hennar, langt því frá, bara að hætta að gera ráð fyrir henni og gera bara það sem okkur langar til með tilliti til aðstæðna en allt gengur út á að ná upp meiri styrk. Rigningin í suður Svíþjóð hefur verið gríðarleg og önnur eins úrkoma ekki komið í manna minnum og alltaf verið að slá ný met, allt á floti. Sem betur fer höfum við sloppið mjög vel, einstaka skúrir suma daga en mest sól og sæla Grin.

Bless kæra dagbók og nú er bara að halda áfram með uppbygginguna og nú hafa fleiri myndir bæst við!


Frábær dagur í gær!!

Kæra dagbók við kærustuparið höfðum það sérdeilis flott í gær  InLove. Við tókum leigubíl niður að höfninni þar sem skerjagarðsbátarnir láta úr höfn. þarna við höfnina er "Grand Hotel" en þar gisti Britney Spears í síðustu viku en þetta er samt eitt flottasta hótelið hér í Stokkhólmi Happy. Við drifum okkur inn enda prinsessa á ferð og þar fengum við okkur hádegismat, sesarsalat með grilluðum kjúkling og var það lítið dýrara en á veitingahúsunum í okkar götu en virkilega þess virði þjónustan var  betri á allan hátt, opnaðar dyrnar á leigubílnum prinsessunni vísað inn þetta hæfðir svona prinsessu mjög vel Joyful.

Á eftir fengum við okkur smá göngutúr meðfram sjónum og kíktum á bátana og settumst á einn bryggjubarinn þar sem prinsessan fékk hvítvínsglas og kærastinn kók í gleri og fullt af klaka, þarna var yndislegt að sitja í góða veðrinu, undir sólhlíf og horfa á lífið Smile. Tókum leigubíl heim og hvíldum okkur vel hér heima eftir frábæran dag Wink.

Núna er prinsessan að þvo, þessar prinsessur eru svo snyrtilegar, prinsessan skellti veskinu sínu, hliðartösku, í þvottavélina áðan. Þessi fína Guess-taska var farin að láta virkilega á sjá með hinum ýmsu blettum og ekki lengur fallega beinhvít heldur skjöldótt og ekki prinsessu til prýði. Nema hvað taskan er orðin svo fín og hæfir prinsessunni í næstu bæjarferð. Nú er bara að halda áfram að þvo og síðan að versla. Já kærustuparið ætlar að skella sér í piknikk á landareign prinsessunnar um hádegið og liggja þar í leti með sólhlíf/regnhlíf og slappa vel af í sólinni og hitanum, gott að búa að því að eiga þennan fína garð hinu megin við götuna Tounge.

Eitt furðulegt með Svíana Shocking; í Hagaparken en veitingastaður sem við höfðum hug á að heiðra með nærveru okkar en nei, lokað frá 14. júlí til 1. ágúst vegna sumarleyfa, "common" hvenær má búast við mestu viðskiptunum í útivistargarði. Þessu stefni ég á að breyta. Reyndar eru fleiri staðir þarna og hótel við innganginn, hótelið er opið en við eigum eftir að kanna hina staðina GetLost.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og verið dugleg að nýta pallana og svalirnar meðan hægt er!


Blogg-hvarfið!

Kæra dagbók hér hamaðist prinsessan á bauninni við að blogga svo flott blogg í gær og síðan las hún það á síðunni en síðan hefur ekkert til þess spurst Errm bloggið frá í gær er gleymt en hér kemur nýtt.

Fyrst eru það góðu fréttirnrar fyrir ykkur á Íslandi, heimför okkar hefur verið frestað um tvær vikur vegna þess hve Eyjólfur hefur verið veikur í "lækningunni". Hann er nú á hægum góðum batavegi og allt í sambandið blóðið er gott og allar hafnanir eru á undanhaldi svo núna er það uppbyggingin sem gildir. Þá er nú gott fyrir Eyjólf að geta gengið að landareign kærustunnar vísri, því þar er svo gott að ganga um og fullt af rónabekkjum til að hvíla sig á Cool.

Í morgun fór prinsessan í góða eftirlitsferð á landareigninni en nú hefur læðst að henni sá grunur að eitthvað sé nú tvíbent með vatnið/sjóinn á landareigninni. Henni hefur nefnilega borist til eyrna fréttir að landnámi/sjónámi ónefnds dönskukennara, dönskukennarinn hefur víst yfirtekið Kópavog Bandit. Spurning hvort þessi ónefndi dönskukennari verði bara ekki að gera sér ferð til Svíþjóðar og nema Brunnsvíkina, vatnið/sjórinn er of kaldur fyrir svona prinsessu á bauninni Blush. Hvað gera nú aðrir dönskukennarar og aðrir kennarar á hlaupum, er það rétt að þeir hafi yfirtekið Heiðmörkina og hleypi ekki nema útvöldum þar inn. Prinsessan sér fram á gífurlega landaukningu Hafnarfjarðar þegar að heim kemur í byrjun september Wink, kannski að Victoría leiti ásjár, þá er bara spurningin hvort hún fái leigt í Hagaparken eða í Hellisgerði, er ekki kaffihúsið þar enn? 

Kærustuparið ætlar að skella sér út að borða í hádeginu að hætti Svía en hér er hægt að snæða fínan hádegisverð með gosi eða hvítvíni fyrir 70-100 krónur sænskar eða innan við 1200-1650 íslenskar krónur Smile.

Kæra dagbók þá er vonandi að þetta haldist inni svo dönskukennarar og aðrir getið íhugað áhyggjur prinsessunnar.


Af valdaránum!

Kæra dagbók mér fannst nú allt í lagi þó að prinsessan á bauninni öðlaðist völd í Hagaparken en þegar  verið er að fremja valdarán hjá henni gegnir allt öðru máli Angry.  Síðastliðin þrjátíu ár er það prinsessan á bauninni sem hefur farið fyrst á fætur á morgnana, ein og óstudd og jafnvel farið í það að koma öðrum á lappir. Hvað gerist nú, Prinsessan er vakin á hverjum morgni og henni gert að fara fram úr og hana nú, allt í lagi af fara á lappir en að kærastinn til þrjátíu ára skuli taka upp á því að vakna á undan og vilja fara að borða morgunmat með sinni er sko ekkert annað en valdarán, búið að taka þetta hlutverk af prinsessunni W00t. Eins og það sé ekki nóg nei nei! það er prinsessan sem hefur séð um það að vera með æsing og fljót til á meðan kærastinn hefur tekið öllu með sóískri ró. Hann hefur nú tekið upp á því að vera fljótur til og alltaf að vera að gera eitthvað eða skipuleggja eitthvað. Ekki veit ég hvernig þetta endar, kannski eru þetta sterarnir, því alkunna er að steralyf valda því að fólk verður svolítið ofvirkt á þeim, þið ættuð að sjá prinsessuna á sterum FootinMouth.

Nú er brostin á bongóblíða svo prinsessan ætlar að gerast portkona næsta klukkutímann og leggjast í sólbað í portinu, búin að bera á sig sólarvörn í bak og fyrir og finna til bók að lesa Smile.

Bless kæra dagbók og vonandi er gott golfveður á Íslandi núna Joyful.


Réttlátir/ranglátir!!

Kæra dagbók hún mamma mín sagði mér alltaf að það rigndi jafnt yfir réttláta sem rangláta, ég ætla að leyfa mér að darga þau orð í efa og er reyndar viss um að það rignir aðallega yfir rangláta Woundering. Ég er nefnilega búin að uppgötva að það rignir ekki heima, þar er gott veður, hins vegar hefur hellirignt hér í morgun og er ég  sannfærð um að útrásarvíkingarnir flúðu hingað. Ekki gátu þeir flúið til Bretlands eða Luxemburgar, Norðmenn sitja of fast á sínu fé og Danir eru of nískir á aurinn svo að þar er ekki líft fyrir þá, Þjóðverjar of reglusamir en Svíar ekki svo ólíkir Íslendingum. Hér er skjól fyrir þá og fyrir þetta þurfa Svíar að lýða og rennblotna nær daglega og við með Angry. Nú er komið að hinum réttlátu hér í Svíaríki og ekki meiri rigningu takk fyrir.

Við kærustuparið fórum í morgun upp á sjúkrahús því Eyjólfur vara að fara í blóðprufu og síðan að ná í lyf í lyfjaverslun sjúkrahússins Tounge, sem er svo "gríðarlega vel" rekinn. Þar beið ég í 50 mínútur eftir afgreiðslu og síðan tók það 15 mínútur að afgreiða þrjá lyfseðla, OMG. Fyrirkomulagið er þannig að maður tekur númer og drífur sig að afgreiðslulúgu  þegar númerið birtist á skjá einungis til að láta segja sér að fara aftur í biðröðina því  númerið verði millifært á lyfjafræðing  Errmog svo bíður maður aftur. Ég beið og ég beið og ég beið! loksins 155 mitt númer og kona merkt  " farmaceut" tekur við lyfseðlunum og byrjar að pikka inn í tölvuna hjá sér öll fyrirmælin á lyfseðlinum, þau voru löng, með einum fingri sem á var ótrúlega löng nögl Joyful. Þar kom skýring á hluta hægagangsins í lyfjaversluninni. Ég sil ekki alveg (er ekki alveg að skilja) hvernig hægt er að fara í gegnum langt nám án þess að kunna fingrasetningu en allt er víst hægt (í tvennum skilningi þess orðs) ef Eyjólfur væri ekki skollóttur þá hefði hann orðið gráhærður á að bíða eftir mér, heppinn. Hvernig heldur þú kæra dagbók að bloggið mitt væri ef ég kynni ekki fingrasetningu, mesta lagi tvær línur daglega Blush og hver yrði ánægður með það ég bar spyrHalo.

Bless kæra dagbók og vonandi fara útrásarvíkingarnir ekkert að koma til Íslands.


Læsingavesen!

Kæra dagbók þá erum við kærustuparið búin að taka því rólega í tvo daga Sleeping, fórum í tvær búðir og á kaffhús fyrri daginn allt á hægum nótum Cool. Í gær hélt parið sig heima og hvíldist vel, síðan fórum við á tónleika með (t)foreldrunum, hlustuðum á kammerkór frá Koblenz sem söng í "Deutsche St. Gertruds Kirche" sem er í Gamla Stan hér í Stokkhólmi. Fluttningurinn var mjög vandaður og unun á að hlýða Kissing. Á eftir fórum við að borða á ítölskum stað og fengum góðan mat svo að með sanni má segja að prinsessan á bauninni hafi átt daga sem hæfðu titlinum Wink.

Tengda/foreldrarnir héldur heim á leið í morgun og ég held að okkur verði óhætt að fara í stóru búðina á miðvikudaginn Halo. Það var gott að hafa svona góða gesti og ótrúlega mikið sem við gátum gert saman þrátt fyrir aðstæður. Seinni partinn verða þau komin heim í góða veðrið á Íslandi en þau voru frekar óheppinn með veður þegar þau fóru til Suður Svíþjóðar og þar rigndi eldi og brennisteini í orðsins fyllstu merkingu og önnur eins úrkoma hefur ekki mælst á þessum árstíma, mánaðar úrkoma á sólahring Crying.

Ætlunin er að taka því frekar rólega í dag, reyndar er prinsessan búin að fara í könnunarleiðangur um landareignina. Mikið er nú gott að ekki er farið hraðar yfir annars væri næsta víst að eitthvað færi fram hjá prinsessunni Woundering. Þegar prinsessan ætlaði inn í núverandi húsakynni sín reyndist hún læst úti og enginn virtist sakna hennar Frown en bjargvætturinn birtist í formi framreiðslu manns á neðstu hæðinn. Kalla þurfti út viðgerðarlið til að gera við læsinguna þar sem hvorki var hægt að opna innan eða utanfrá. "Ég geði ekki neitt! alve satt".

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til ykkar allra sem kíkið á bullið í þessari dagbók.

 


Illri meðferð af!

Kæra dagbók eins og þér er kunnugt fer prinsessan á bauninni ekkert alltof vel með tengdaföður sinn FootinMouth en alltaf er hann ljúfur yfir þessari meðferð Sleeping. Í gær var hann sendur út í búð en fékk að hafa tengdamömmu með sér, þetta er sko enginn smá verslun og matvöruútvalið gígantískt. Eftir að hafa ranglað um búðina á eftir tengdamömmu og safnað í körfu var farið að kassa til að borga og gékk það nú ekki þrautarlaust fyrir sig Undecided . Á kassanum var kortavél þar sem viðskiptavinurinn stimplar sjálfur inn "pin-númerið" og ýtir svo á takka til að samþykkja úttekt, stúlkan á kassanum var alltaf að tala eitthvað um rauða takkann svo tengdapabbi þrýsti á hann Blush, þá stækkuðu augun á afgreiðslustúlkunni um helmin og hún fór aftur að tala um rauða takkann.Tengdapabbi endurtók leikinn og í þriðja sinn en þá var kominn her manns að aðstoða Pinch og að lokum var það græni takkinn sem varð fyrir valinu og þá gékk þetta loksins. Ekki voru vandræðin úti  Sideways því nú þurfti að koma sér út úr búðinni stóru, þarna var svona grænt merki í loftinu með ör, þangað brunaði tengdapabbi með þunga poka og tengdamömmu í eftirdragi. Hurð, bara að opna og um leið og hann tók í snerilinn gullu við rosa sírenur og allt hátalara kerfið fór af stað Bandit. Hjónin sneru snarlega frá hávaðanum og römbuðu á réttan útgang en á meðan var öll verslunin í viðbragðstöðu meðan sírenuvæli sem glumdi á eftir þeim þar sem þau hröðuðu sér heim Whistling. Við gerum ráð fyrir að nú sé búið að hengja upp mynd af þeim á staðnum og varað við þessum óæskilegu viðskiptavinum. Það góða við þetta allt saman er að við fengum frábæran kvöldmat og engin þekkir okkur kærustuparið af þeim hjónum LoL.

Hjónin halda heimleiðis á morgun svo tengdapabbi ætti að verða laus við illa meðferð í bili. ekkert of lengi og vel á minnst ég er ekki enn búinn að kaupa bjórinn handa honum Shocking.

Bless kæra dagbók hér höldum við áfram uppbyggingu og bíðum eftir að fá aftur frábært sumarveður ToungeGasp.


Túristar á ferð!

Kæra dagbók þá er þetta orðið of seint fyrir Victoríu krónprinsessu Crying, Prinsessan á bauninni tók tæknina í sínar hendur og hjólaði um landareignina í morgun og náð því að nema allan Hagaparken með höllum, útihúsum, að auki tilheyrir Brunnsviken með öllum þeim skemmtibátum sem þar eru landareigninni. Nú verður Victoría bara að leita sér að öðrum stað til að búa á eftir giftingu, hún gæti náttúrulega reynt samningaviðræður við prinsessuna á bauninni, það má þá eftirláta henni Valhöll, í því ástandi sem hún er í í dag en þá fylgir ekkert landrými.

Í gær var farið í siglinu út á Skerjagarðinn og að sjálfsögðu hættu veðurguðirnir við rigninguna og sólin braust fram úr skýunumSmile, að vísu blés nokku. Sjóarinn fyrrverandi lét það nú ekki á sig fá og naut ferðarinnar út í ystu æsar og má fullyrða að það gerðu ferðafélagar líka Grin. Aðstaðann um borð var mjög góð, við fengum flott borð og góð sæti og snæddum góðan málsverð meðan við sigldum út í Skerjagarðinn.Þar sem prinsessan á bauninni var til sjós mörg sumur á sínum yngri árum og stundaði netaveiðar, já alveg satt,  þá ákvað hún að fara út á dekk og fylgjast með og það var alveg meiriháttar enda báturinn gott "sjóskip"Wink. Báturinn valt ekkert í ferðinni, reyndar vorum við ekki út á rúmsjó heldur innan fjarðar en vindur var töluverður og umferð stórra skipa mikil.

Þegar í land kom brugðum við okkur á Grand Hotel og prinsessan fékk þetta fína kaffi á barnum, aðrir ferðafélagar fengu sér meiri svona barveigar en kaffið mitt var það besta sem ég hef fengið síðan ég kom til Stokkhólms Kissing.

 Í dag á að fara  í göngutúr því Eyjólfur er í fullu að byggja sig upp en verður að fara varlega í það, læknirinn sagði meira að segja við okkur að það að ná í djúsglasið sitt og gleraugun væru nægilegar æfingar á eftir það sem á undan er gengið. Við förum því varlega en ákveðið í uppbygginguna.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og á yfirfullu tjaldstæðin GetLost.

 


Sólgleraugu eða ekki!

Kæra dagbók þá er það bara spurning hvort sólgleraugun mín séu nógu góð, ég er alltaf að tala um að það sé að birta til en það rignir bara meira, sem sé ég þjáist af "bjartsýni" sem segir mér að sólgleraugun séu ekki nógu dökk Cool.

Í vafstir hins daglega lífs verður margur maðurinn afar vanafastur. Einn þekki ég sem hefur verslað í 30 ár á fimmtudögum eftir fimm, ef ég vil hitta hann óvænt þá fer ég í Fjarðarkaup rétt eftir fimm á fimmtudegi. Einn hjólar í og úr vinnu og getur þar af leiðandi ekki hjólað í fríum, eðlilegasti hlutur. Ég hins vegar er með eindæmum óskipulögð og tek skyndiákvarðanir á leifturhraða og samferðafólkið veit alls ekki hvaðan vindurinn blæs. Eitt hef ég þó tamið mér sem ég get ekki með nokkru móti brugðið út af og það er að skokka eða fara í ræktina á morgnana, ef eitthvað trufla þá get ég gleymt æfingu þann daginn Frown. Í morgun varð ég ekki fyrir truflun og komst út í eftirlit á landareigninni og þar sem ég lenti á löngum lögum í i-potinum þá stækkaði landareignin verulega. Ég hleyp yfirleitt 8 til 10 lög og svo fer það bara eftir lögum hve lengi ég hleyp, lent t.d. á Jimmy Hendrix í morgun með rúmlega 7 mínútna lag og Sammi básúna með eitt álíka langt, af 8 lögum voru fjögur mjög löng, þrjú bara löng og svo inn á milli kom eitt velþegið ABBA-lag þetta gerð 55 mínútur á skokki en einhver hefði nú farið lengra á þessum tíma ég hins vegar naut útsýnisins Tounge.

Nú á aðeins að túristast og reyna að fara í siglingu, í Karabískahafið, ég meina um Feneyjar norðursins, Stokkhólm. Það er nokkuð þungt yfir en mér sýnist vera að létta til Halo Svo þetta verður örugglega gaman, ég er búin að útbúa okkur að "slysavarnarkonu" sið, með drykki, plástur, lyf, flísteppi, regnhlífar og að sjálfsögðu sólgleraugu. Okkur er því ekkert að vanbúnaði nema að koma okkur út Errm. Við gerum ráð fyrir nærri 3 tíma úthaldi sem er mjög gott og vonandi ekki verið að tefla á tæpasta vaðið.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim  í góða veðrið og haldið áfram að njóta þess, gangand, hjólandi en allavega brosandi Smile.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband