Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
9.7.2009 | 11:15
Rigning að pirra Svía!
Kæra dagbók nú er ég sko sein að játa syndir mínar fyrir þér, við fórum nefnilega eldsnemma upp á sjúkrahús í eftirlit og það gékk mjög vel .
Í gær fengum við okkur, kærustu parið, hjólatúr, ekki minna en 500 metra, mjög gott hjá okkur, allavega Eyjólfi. Við erum náttúrulega að æfa fyrir "Tour de France" því það er alltaf í sjónvarpinu og okkur langar svo að komast þangað, hjólandi í gulri treyju, rosalega tækjum við okkur vel út. Allavega eftir þessa 500 metra settumst við á veitingahús og fengum okkur "Lunc" sem tók klukkutíma að framreiða, ég sem sýð pasta bara í þrjár til fimm mínútur. Þetta var ágætur matur og í raun nutum við þessa að sitja úti og fylgjast með fólki sem fór framhjá, skemmtileg mannlífsflóra .
(T)foreldrarnir eru mættir á svæðið og ætla að vera fram á mánudag og þeim til heiðurs ætlum við að fá gott veður til að geta leikið túrista, athuga hvort þau hafi hæfileika á við okkar fjölsyldu . Þaðhefur rignt all hressilega meira og minna síðan seinnibartinn í gær en leigubílstjórninn sem ók okkur heim áðan fullyrti að nú færi að stytta upp og eftir helgi kæmi aftur sumarveður. Svíarnir eru orðnir nokkuð þreyttir á ótíðinni síðustu daga. Okkur sem finnst bara flott að vera í hita og smá rigningu sem rignir beint niður að vísu hefur rignt all hressilega inn á milli en við bíðum spennt eftir sólinni og hitanum . Prinsessan þarf nauðsynlega að fara að komast í að skokka um landareignina, veðrið hamlaði nú ekki för í morgun heldur sjúkrahúsheimsókn á hlaupatíma, kannski það náist að bæta þetta upp seinni partinn .
Bless kæra dagbók, þar til næst og hafði það sem best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.7.2009 | 08:22
Vigfús fer heim!
Kæra dagbók þá er komið að því að litli kúturinn minn fari heim . Það hefur verið svo gott að hafa hann hér, fullorðinn karlmaður sem léttir undir með prinsessunni í einu og öllu meira að segja hjálpar henni við landnám og fer í ræktina fyrir hana.
Í gær "túristaðist" fjölskyldu hlutinn aðeins, við fórum á Skansen, þar er meðal annars "Árbæjarsafn" og dýragarður. Þarna var gott fyrir okkur að vera því nógu langt var á milli fólks, minni smithætta og hlýtt úti en svo skall á úrhellis rignin, þrumur og eldingar. Við skoðuðum húsin af meiri áhuga meðan á þessu stóð og sluppu þurr. Síðan kíktum við aðeins á dýrin sem öll voru af norrænum uppruna, hef ekki komist í návígi við skógarbjörn áður, þetta var birna og þrjú ung dýr. Við skoðuðum lítinn hluta af þessu frábæra svæði og gætum alveg hugsað okkur að fara aftur, þarna er hægt að eyða heilu dögunum en úthaldið gerði ekki ráð fyrir nema einum til tveimur klukkutímum og það var mjög gott .
Við erum að fara að fylgja Vigfúsi í flugrútuna og síðan á bara að njóta dagsins, spáð er skin og skúrum en prinsessan var að vona að skúrirnir hefðu verið í nótt og skinið verði í dag .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur á klakann sem er víst nokkuð hlýr núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 08:34
Enn af lyfjaverslun!
Kæra dagbók nú erum við í fríi Eyjólfur var útskrifaður í gær, loksins, mánuði á eftir áætlun og þarf núna bara að mæta tvisvar í viku til eftirlits. Hann þarft bara að vera duglegur að gera æfingar og fara út að ganga og það hefur ekki verið vandamál svo þarf hann að vera duglegur að borða og prinsessan getur ekki séð það sem vandamál, hún stendur sig mjög vel í að innbyrða næringu.
Hins vega þurfti prinsessan á bauninni/gleraugnaslangan að eiga viðskipti í lyfjaverslun sjúkrahússins í gær að sækja lyf fyrir eiginmanninn. Af hverju ætli þetta heiti "Drug store" í henni Ameríku, ná þeir bara í "drug" þar, hvað sækja þeir þá hér "apó", veit ekki allavega sækja Íslendingar lyf í lyfjaverslunum þó sumt séu óttarleg eiturlyf, en ekki fleiri tungumála hugsanir . Í lyfjaversluninni var beðið um skilríki og var það auðsótt mál þó samskiptin færu fram á sænsku, næst biður lyfjafræðingurinn um fæðingardag og ár. Saklausa prinsessa benti með fingrinum á dagsetninguna í ökuskirteininu, "do you prefer Engels?" sagði þá lyfjadrengurinn, "yes; thank you" hljómaði vonskvikið úr munni prinsessunnar sem hafði haldið að hún skyldi sænskuna rétt. "Your birthday and year?", aftur benti prinsessan á sömu númeraröðina, "No the day you were born and the year" WHAT! Prinsessan ákvað að lesa númeraröðina á ensku, treysti sér ekki í sænskuna á eftir það sem á undan var gengið! "Eight of June nineteen sixty". "Nineteen sixty, were you born in ninteen sixty" spyr drengurinn, vá hafði prinsessan gert rangt, stamandi "yes!". "I thought you were much younger, födt mycket senera" Prinsessan var svo feginn að hafa ekki gert einhverja vitleysu að það var ekki fyrr en hún var kominn fram og hitti feðgana að hún fattaði hrósið, kæra dagbók þetta er ekki grobb hjá prinsessunni en lyfjafræðingurinn ungi verður líklega sendur til augnlæknis fljótlega og prinsessan er orðin mjög sátt við lyfjaverslun sjúkrahússins eftir þessa verslunarferð .
Nú er bara að athuga hvort við þrjú með gífurlegu leiklistarhæfileikana getum ekki bara tekið þátt tvö í "túristun" í dag .
Bless kæra dagbók, það á að verða gott veður á heimaslóðum en hér rigndi í morgun en virðist vera að birta til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2009 | 07:50
Tækjaséní!
Kæra dagbók þá erum við mætt á sjúkrahúsið í vanalega inngjöf. Vigfús er kominn í ræktina, prinsessan ákvað hins vegar að vera eftir á þeirri forsendu að hún þyrfti að hlusta á lækninn .
Feðgarnir komust að því í gærkvöldi þvílíkt tækjaséní prinsessan er . Þegar að Inga María var í heimsókn var svo mikið af sjónvarpsstöðvum í sjónvarpi íbúðarinnar en þær voru nær allar horfnar þegar Eyjólfur kom, hvað hafði eiginlega gerst, helst var talið að þetta væri misminni hjá frúnni. Allavega var dagskráin ekki upp á margar fiska og þegar íslenskar Rúv fréttir fara að vera aðal sjónvarpsefnið með sínum "gleði" fréttum að heiman þá er tími til kominn að taka málið í sínar hendur og hana nú . Fyrsta spurning hjá prinsessunni var; "af hverju eru þrjár fjarstýringar?" Ein af hljómflutningsgræunum, OK, ein af sjónvarpinu, OK. Þá var sú þriðja tekinn til skoðunnar og lítið tæki með rauðu ljósi kom í ljós fyrir neðan sjónvarpstækið, prinsessan þrýsti á takka og grænt ljós kviknaði, svo að fikta aðeins meira, jú fjöldi sjónvarpsstöðva kom fram á skjáinn hver var að tala um ljósku? Við eyddu kvöldinu í gær í að horfa á sakamálaþætti frá ýmsum tíma, gamla og nýrri í bland, svona er gott fyrir karlmenn að búa með ljóshærðri prinsessu á bauninni frá Hafnarfirði , heppnir!
Við þrjú lékum túrista í rúma tvo klukkutíma gær og stóðum okkur mjög vel þó ég segi sjálf frá, leiklistarhæfileikarnir virðast okkur í blóð bornir og þá veit Mæjan okkar að það er ekki bara hún með þessa hæfileika í fjölskyldunni en hún komst inn í Kvikmyndaskóla Íslands, leiklistadeild á sínum leikhæfileikum, heppinn að við sóttum ekki öll um því það komast bara 12 að .
Nú þarf ég að fara að versla, mig vantar svo kórónu, svona með blikkljósum, þarf að hafa hana þegar ég fer um landareignina. Ég er að vísu búin að versla aðeins, keypti fyrst Ecco sandala á Eyjólf á útsölu og fór svo eftir þrýsting til að fjárfesta í sandölum á mig og fékk þessa fínu Ecco sandala en var ekki að kaupa eitthvert útsölugóss á mig, ég meina klæðast prinsessur einhverju sem keypt er á útsölu, mér er spurn .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og gangi ykkur vel í sumarveðrinu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2009 | 08:13
Lautarferð!
Kæra dagbók núna er ég með kveikt á sjónvarpinu, var að horfa á veðurfréttir, alltaf að fylgjast með. Núna er hins vegar verið að tala um drykkfelldar mæður, ein fór með barnið sitt í tívolí og var fljótt orðin svo drukkinn að dóttir hennar fékk aldrei ísinn sem búið var að lofa henni því hún þurfti að koma mömmu sinni heim, 8 ára gömul. Mér datt nú samt í hug ég og Vigfús í hjólatúrnum, en hann er stór og sterkur .
Við fórum í flottann "picknik" á landareigninni í gær með teppi, kælitösku og fullt af nesti. Feðgarnir horfðu spenntir þegar prinsessan var að taka upp veitingarnar á landinu sínu, niðurskorið kjöt, ávexti, ost og brauð. Kælitaskan var opnuð og uppdregnir kaldir gosdrykkir og vatn og síðan kom ein kókflaska sem ekki var í kælitöskunni heldur pökkuð inn í viskastykki með gler rauðvínsglösum. Þá breyttist svipur feðganna og þeir fóru að hlæja, Vigfús sagðist ekki hafa séð nema 15-16 ára unglinga með vín á plastkókflöskum og þá væri það yfirleitt bland. Alla vega nutum við góðra veitinga og góða veðursnins í fallegu umhverfi ætlunin er meira að segja að koma myndum á bloggið úr ferðinni .
Við vorum rétt kominn heim þegar að prinsessan gerðist "geispinn" með eindæmum og ákvað að leggja sig en var varla lögst út af þegar brast á með þrumum og eldingum og þvílíkri hellidembu að allt varð á floti á augabragði svo kom sólin aftur og við fengum okkur smá göngutúr um kvöldið.
Við gerðum heiðarlega tilraun til að slappa af og horfa á sjónvarpið í gærkvöldi en enduðum á að horfa á fréttir í Ruv í tölvunni, svona er sjónvarpsdagskráin góð .
Í dag ætlum við að reyna að leika smá "túrista" og skoða okkur pínulítið um þar sem ekki er mikið af fólki. Ekki fer maður með nýfædd börn í margmenni, þar sem smithættan er meiri, eins er með Eyjólf "litla" .
Bless kæra dagbók og takk fyrir allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2009 | 09:17
Birna og birna!!
Kæra dagbók hræðilegar fréttir sem maður fær af skokkara, konu, í Finnlandi. Hún var bitinn í fótinn af birnu (með litlu b-i) en birnan fékk verri örlög því hún var skotinn skömmu síðar . Ég sem hef verið að kvarta yfir snákum. Hvaða dýr ætli séu hér í Hagaparken, ég fór ein út í morgun að skokka á landareigninni og Vigfús aleinn núna, enginn mamma að bjarga honum frá óargadýrum í skóginum .
Við, móðir og sonur lékum túrista í gær og stóðum okkur með glæsibrag eins og okkur var von og vísa. Eyjólfur var lengur á sjúkrahúsinu í gær en það var bara til að undirbúa helgina, nú þarf hann ekkert að fara upp eftir fyrr en á mánudag. Þetta þýddi hins vegar að við Vigfús höfðum mun rýmri tíma til "túristunnar" . Við tókum lestina frá sjúkrahúsinu niður í miðborgina, fórum í smá siglingu og síðan í Tívolíð Gröna Lund, þar átum við ís og brugðum okkur í skotbakka og ekki var að spyrja að frúnni hún stóð sig með glæsibrag, svo engar áhyggjur af Vigfúsi á skokkinu, bara grípa hólkinn og fara á eftir honum og fylgjast með óargadýrunum. Síðan leiguðum við okkur hjól og hjóluðum um, meðal annars meðfram Strandvegen, þar datt prinsessunni í hug að skreppa á veitingarhús, sniðug. Vigfús var sendur inn á barinn og prinsessan sat úti og leit eftir láslausum hjólunum, kom ekki víkingurinn með kúfullt ískalt hvítvínsglas . Þegar kassastrimillinn var skoðaður kom í ljós að hann hafði borgað 60 sænskar krónur fyrir hvítvínsglasið, OMG ég sem kaupi glasið hér niðri á 29 sænskar krónur . Ég get svo svarið fyrir það að þetta var helmingi betra hvítvín og glasið var fullt, hér niðri er það kurteislega hálffullt, SÓ . Vigfús spurði mig að vísu hvort það mætti hjóla í Stokkhólmi undir áhrifum áfengis þegar ég var búin úr glasinu en bætti fljótlega við "þetta gufar nú strax upp hjá þér" .
(T)foreldrarnir eru farnir til vinafólks sunnar í Svíþjóð og frúin þar var að hafa áhyggjur því það væri að kólna yrðu líklega ekki nema 22°C næstu daga! Mér kæmi ekki á óvart þó þetta hentaði Íslendingunum bara vel, bara að það verði ekki eldingar því á mbl.is var sagt frá Svía sem fékk eldingu í sig í gær og dó þetta var ekki mjög langt frá okkur. Við urðum aðeins vör við þrumur og eldingar en það tók mjög fljótt af í gærmorgun, verður vonandi ekki framhald af því.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 08:46
Kök!!!
Kæra dagbók þá erum við enn mætt á sjúkrahúsið og þar sem Eyjólfur er svo sérstakur þá er náttúrulega verið að taka af honum ýmsar prufur til rannsókna. Síðan á hann að fá lyf í æð og við ættum að komast heim rétt eftir hádegi og þá eru nú bara sumir að fara á fætur !!
Vigfús kom með okkur og er kominn í ræktina og þarf að taka tvöfalt á því í dag því mamma hans, prinsessan á bauninni, þjáist af L.E.T.I. sem er náttúrulega stórhættulegt og alls ekki ráðlegt að fara í ræktina með þau veikindi á bakinu .
Við Eyjólfur erum búin að uppgötva hvað okkur hefur farið gífurlega fram í sænskri tungu. Þegar að Marían okkar var hér þá fórum við með hana á matsölustað merktann "Pizza og kök", flott pizzur og kökur, eitthvað fyrir okkur. Í dag, mörgum sænskum vikum síðar, vitum við að "kök" þýðir eldað eða elhhús. Þarna er því boðið upp á pizzur og ýmsan annan eldaðann, "kokkaðann" mat. ´Hvernig ætli fari fyrir okkur, endum við sem sænsku kennarar hér í Stokkhólmi í haust ?
Prinsessan á bauninni og víkingurinn ungi fóru með fjölskylduhlutann sem hér er staddur í skoðunarferð um landareignina í gær. Ánægjuraddir voru yfirgnæfandi og engar úrtölur þrátt fyrir að hafa ekki vanist öðru síðustu mánuði og ekkert var minnst á "Icesave" . Niðurstaðan er almenn mikil ánægja, enda veðrið frábært, dýralíf gott og gróður í blóma. Flottir bátar lágu við bryggju og fallegur gráhærður eldriborgari heiðraði okkur með nærveru sinni. Hún sat á bekk í skugga af trjánum og leysti krossgátur og drakk kaffi úr rósóttum postulínsboll á dúkuðu borði, svona ætla ég að hafa það .
Í dag var áætlunin að Eyjólfur væri með foreldrum sínum heima en við mæðgynin lékum túrista í Stokkhólmi, dæmigert, komin rigning og þrumur og eldingar en það verður gott þegar við leggjum af stað, búin að panta!
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, nei ég er ekki búin að kaupa bjór handa Sigga, þetta er allt í vinnslu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 08:37
Útrás í verki og skotveiði!
Kæra dagbók þá hafa útrásarvíkingarnir helgað sér enn stærra landsvæði í Hagaparken og alltaf minnkar pláss Victoríu . Hún getur nú bara sjálfri sér um kennt, ekki var hún úti að skokka í morgun að passa sitt, nei hins vegar var prinsessan á bauninni á skokkinu með víkingnum unga. Sumum lá eitthvað meira á en öðrum og hlupu fram og til baka, aftur á bak og áfram en það eru allt saman júdóæfingar, ekki prinsessu æfingar og þótti því ekki við hæfi hennar . Prinsessan naut hins vegar þess að skoða landareignina og síðan var tekinn smá göngutúr í lokinn og bátar skoðaðir, bara að bíða eftir að stór landeigendum verði boðið í sjóferð .
Í gær skruppum við þrjú í smá verslunarleiðangur, tengdamamma, Vigfús og prinsessan. Við fórum í Ecco skóbú, þar sem Vigfús var látinn máta sandala sem ég keypti svo á Eyjólf, tengdamömmu þótti ég köld að kaupa fyrstu skóna sem ég sá og máta þá á Vigfús og gefa svo Eyjólfi. Var virkilega ekki þörf á að skoða meira, nei prinsessur eru enn svolitlir skotveiði menn inn við hjartað því næst var farið í kvennnadeildina í H og M og þar skaut prinsessan kjól á tengdamömmuna og hann var keyptur, næst var það karladeildin og þar voru nærfötin skotin verst að Vigfús var farinn annað því gott mið náðist á frábærar köflóttar síðar stuttbuxur á hann . Við vorum með vasareikni.
Í dag á að fara í smá göngutúr á landareigninni og sýna Eyjólfi og tengdaforeldrunum en ég og víkingurinn treystum þeim ekki til að ná að skoða hana alla í dag þar sem "fartin" á okkur var þvílík í morgun, hvað segja dönskukennarar við því?
Eyjólfur fékk frí af sjúkrahúsinu í dag svo við erum eins og í sumarbústaðaferð, afslappelsi og smá göngutúr , að vísu að þvo þvott en það eru tvær þvottavéla í stigaganginum svo það gengur hratt. Ámorgun förum við upp á sjúkrahús en það verður ekki langt stopp, smá inndæling, prufur og viðtal.
Bless kæra dagbók og hafðu það nú sem allra best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2009 | 08:25
Stærðfræðisení!
Góðan daginn kæra dagbók, það kom rigning í nótt svo loftið er gott núna, hiti og sólin að koma fram!
Við fórum í göngutúr í gær eitthvað niður á Sveavegen og stoppuðum á veitingahúsi og lögðum á ráðin um framhaldið. Ákveðið var að elda góðan mat heima og kaupa rauðvín til að hafa með. Öll hersingin fór í matvörubúðina til að velja í matinn og það gékk án nokkurra slagsmála að heitið geti. Að vísu urðum við vitni að því að tveir búðarstrákar tóku á rás út á eftir einum "viðskiptavininum" og komu til baka eftir dálítinn tíma haldandi um hálsmálið á "viðskiptavininum" sem hélt á svörtu kvenmannsveski og innan stundar mætti lögreglan á staðinn og þá forðuðum við okkur .
Ákveðið var að við kvenfólkið værum verðug fórnalömb til að tölta í áfengisverslun skammt frá en karlpeningurinn héldi heim með vörurnar. Við tvær fórum kampakátar og fundum fljótlega "System bolaget" og versluðum rauðvín síðan átti að kaupa svona einn bjór handa tengdapabba. Þegar við fórum að skoða bjórinn kom í ljós að dósinn kostaði 10 krónur sænskar og það þótti okkur skvísum alltof dýrt , þó vanar væru íslensku áfengisverði og álögum og sköttum. Hvað var þetta með Svía, forræðishyggjan að gera út af við þá , einn bjór á 1624 íslenskar krónur, nei Siggi fengi nú bara vatn úr krananum, þetta væri alltof dýrt ofan í hann. Þarna stóðum við og þusum yfir verðinu meðan við biðum eftir að fá að borga rauðvínið, sem var á mun betra verði og það fór eftlaust ekki fram hjá neinum af hverju við vorum að tuða .
Þegar heim kom sögðum við Sigga hvað bjórninn kostaði og að hann fengi bara vatn, hann benti okku pent á smá feil hjá okkur, semsé einu núlli og mikið, sænska krónan væri 16,24 íslenskar krónur, það er því upplýst að við erum tvær ljóskurnar . Siggi fékk vatn úr krananum með kvöldmatnum en höfðingskapur okkar var svo mikill að við gáfum honum klaka útí. Nú er ákveðið að fara með vasareikni í næstu verslunarferð.
Bless kæra dagbók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar