Æfa, æfa, vinna, vinna!

Kæra dagbók í gær fór kærustuparið í piknikk á landareigninni í æðislegu veðri og með gott nesti en í morgun fór prinsessan í könnunarleiðangur og fór víðar um Wink. Hérarinir voru að gera sig nokkuð breiða og voru eitthvað að reyna að keppa við prinsessuna en hraðinn á prinsessunni var þvílíkur að hérarnir þorðu ekki annað en að þykjast vera að hlaupa í aðra átt Whistling. Óvanalega margir voru á ferðinni og eflaust einhver áskorun í gangi hjá þeim, hver þorir að keppa við prinsessuna, reyndar er sunnudagur og heldur færra mannfólk á ferðinni, veit ekki hvort það hefur skipt máli FootinMouth.

Í gærkvöldi eldaði prinsessan kjúklingabringur af kornöldum kjúklingi, rosalega góður kjúklingur og dýrari en venjulegur. Það læddist nú að kærustuparinu hvort allir kjúklingar á Íslandi væru kornaldir þar sem bringurnar minntu ótrúlega á þær íslensku með skinni Pinch. Ljótt að vera að hugleiða þetta þegar maður er nýbúinn að dást af hérunum, er einhver munur, og eru hérar ekki étnir líka, æ,æ Crying.

Við höfum ákveðið að gefa veðurspánni langt nef og reyna ekki að skipuleggja neitt samhvæmt henni. Það er alltaf verið að spá rigningu en hún virðist alltaf fara sunnan við okkur, ekki það að við söknum hennar, langt því frá, bara að hætta að gera ráð fyrir henni og gera bara það sem okkur langar til með tilliti til aðstæðna en allt gengur út á að ná upp meiri styrk. Rigningin í suður Svíþjóð hefur verið gríðarleg og önnur eins úrkoma ekki komið í manna minnum og alltaf verið að slá ný met, allt á floti. Sem betur fer höfum við sloppið mjög vel, einstaka skúrir suma daga en mest sól og sæla Grin.

Bless kæra dagbók og nú er bara að halda áfram með uppbygginguna og nú hafa fleiri myndir bæst við!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja jæja,,, þú ert greinilega búin að taka þetta hérað yfir, þú getur pottþétt fengið skópassa (umbun ) frá ísl.sendiráðinu þarna í borg ath. það, bara allavega sunnudagspassa ef ekki þá vikupassa sem endunýast sjálkrafa með ca. 5 km. göngu á dag er það ekki í svosem í 1/2 bók,haldið bara áfram og gangi ykkur vel SV. ennþá sofandi,,,KV. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 10:05

2 identicon

Hæ elskurnar, langt síðan ég hef kíkt á ykkur hérna. Við tókum þá ákvörðun að prufa að fara burt af pallinum okkar fína og fara í ferðalag vestur á firði. Auðvita voru það æskuslóðirnar mínar sem við þurftum nauðsynlega að heimsækja.( Hvað annað ) Nú,nú við fengum dásamlegt veður alla 8 dagana sem við vorum þarna og stórfengleg náttúra vestfjarða skartaði sínu fegursta. Þá er ég búin að afsaka mig nóg er það ekki   Ég þarf að finna mér svona snigill til að keppa við mig í skokkinu. Bestu kveðjur til kærastans

Risaknús yfir til ykkar

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 11:48

3 identicon

Komið þið sæl.  Nú er stóridagurinn liðinn, frábær dagur og parið glæsilegt.  Brúðurinn hannaði kjólinn og hún og vinkona hennar saumuðu hann, hef ekki séð fallegri kjól.  Rannveig þú sýni þér myndir þegar þú kemur heim.  Hér er frábært veður og er spáin góð næstu daga.

Kveðja frá okkur á Völlunum.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 15:59

4 identicon

Hæhæ,,,það er svo heitt hérna núna 19 st. bara að deila þessu með ykkur.kv S og SV.

sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 19:01

5 identicon

Hæ hæ flottar myndir sem hafa bæst við! héðan er allt við það sama að frétta. Helgarnar fara í að skoða landareignina okkar fyrir austan ´...ótrúlegt með þessi sumarfrí...ég ætlaði einmitt eitt sumarið á safn á Kópaskeri en það var lokað yfir hásumarið vegna sumarleyfa.........loksins þegar það komu ferðamenn á svæðið...ótrúlega fyndið...

Ég tek alltaf hringinn í huganum sem við notum í blakinu fyrir leiki þegar ég er búin að lesa bloggið  þá öskrum við ooooooo berjast berjast berjast!!!! 

knús til ykkar!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband